Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 45
samþætt geðhjúkrun tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 45 Dr. Gísli Kort Kristófersson, lektor og for - maður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. þeim tilgangi að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan þeirra. hún lauk bréfi sínu á þessum orðum: að mínu áliti vinna hjúkrunarfræðingar sjálfstætt sem fagstétt, hvort sem þeir starfa við almenna hjúkrun, stjórnun eða kennslu. Þótt hugleiðing guðrúnar láti ekki mikið yfir sér felur hún í sér mikilvægan sannleika um fræðigreinina hjúkrun; að þar fléttast saman tæknileg þekking og hjúkrunarþekk- ing sem er samofin lífsreynslu okkar, viðhorfum og eiginleikum. Ástæða þess að ég dreg fram þessi orð guðrúnar er að í þeim kristallast umfang hjúkrunar og þau eru jafngild enn í dag, 24 árum eftir að þau voru rituð. Í þessum orðum má einnig finna sterka tengingu við eitt dagskrárefna ráðstefn- unnar; samþætta nálgun í geðhjúkrun sem dr. gísli kort kristófersson kynnti á einni þriggja vinnu smiðja þar. hann og dr. Merrie kaas frá háskólanum í Minnesota hafa nýlokið ritun bókarkafla í annarri útgáfu bókarinnar integrative nursing, þar sem þau setja hugmyndina um sam þætta geðhjúkrun (e. integrative mental health nursing) fram í samhengi við samþætta hjúkrun. Í vinnusmiðjunni kynnti gísli niðurstöður kaflans, auk þess að fjalla um hvernig þessar hugmyndir geta nýst hjúkrunar fræð - ingum og öðru fagfólki geð heil brigðisþjónustu við að veita einstaklingsmiðaða og heild ræna þjónustu við aðstæður þar sem heildarsýnin tapast oft vegna fjár- og tíma- skorts. Til að kafa ofan í hugmyndir dr. gísla korts kristóferssonar varðandi samþætta nálgun í geðhjúkrun var brugðið á það ráð að hitta hann yfir kaffibolla snemma í vor. fjögur ár eru liðin síðan gísli flutti aftur til Íslands ásamt eiginkonu og þremur börnum eftir að hafa dvalið í framhaldsnámi í Minnesota frá árinu 2006. hann lauk þar námi til sér fræðingsréttinda í geðhjúkrun og hélt svo áfram í doktorsnám sem hann lauk árið 2012. Síðustu tvö árin sem fjölskyldan bjó ytra starfaði gísli sem sérfræðingur á einkastofu auk þess að vera klínískur lektor við háskólann í Minnesota. Skólinn er meðal annars þekktur innan hjúkrunarfræða fyrir faglegar rannsóknir og áherslu á samþætta hjúkrun. Stór þáttur í ákvörðun hjónanna um að snúa heim var löng un þeirra til að ala börnin upp meðal fjölskyldunnar á Íslandi, en gísli segist hafa verið búinn að koma sér vel fyrir í Minnesota: „Eftir að maður er orðinn vanur þessu sérfræðingshlutverki í Bandaríkjunum, þessum útvíkkuðu réttindum og hve staða sérfræðinga í hjúkrun er trygg og skýr, er ekkert þægilegt að fara út úr því.“ gísli vill þó meina að grunnstaða hjúkrunar sé sterk hér á landi, en að sérfræðings- hlutverkið sé ekki nægilega skýrt. hann merkir það til að mynda á því að ekki fylgi mikil réttindi því að verða sérfræðingur á sviði hjúkrunar, önnur en að geta kall að sig sérfræðing, og að hlutverk sérfræðinga hafi lítið þró ast, fyrir utan þróunarvinnu sem hefur átt sér stað á Landspítalanum. Snúum aftur að samþættri nálgun í geðhjúkrun og gef um gísla orðið: já, það má segja að eins manns samþætt nálgun sé annars manns þriðjudagur. Einhvers sem hefur alltaf unnið svona. Þetta er þverfagleg hugmyndafræði sem nálgast skjól - stæðinginn út frá eins víðu sjónarhorni og hægt er. Oft var þetta kallað heildræn nálg un, sem fór svo að þýða ekki lyf, ekki samtalsmeðferð og fór að snúast mikið um viðbótar - meðferðirnar. Þær eru fínar og margar, en það er ekki spennandi að tilheyra sviði sem í skilgreiningunni sjálfri er alltaf úti á jaðri. Sem dæmi, fór ég að rannsaka, stunda og nota núvitund í kringum árið 2006. Þá var núvitund að byrja að verða þekkt í fræðunum en núna er hún orðin risastór, hætt að vera skilgreind sem viðbótarmeðferð og er að verða gagnreynt inngrip í ákveðnu samhengi. hugtakið heildrænt fór því í huga sumra að þýða aðeins viðbótarmeðferðir sem var þó aldrei hugsunin á bak við það, en í mínu doktorsnámi í geðhjúkrun sem ég nam við há- skólann í Minnesota, var áhersla lögð á hugtakið samþætting í stað hugtaksins heildrænt. Það var gert til að undirstrika að þetta snýst ekki bara um viðbótarmeðferðir, heldur um að taka heildarsýn á manneskjuna og reyna að átta sig á því hvað það er sem þessi mann- eskja þarfnast út frá mjög víðu sjónarhorni til að ná bata og viðhalda honum. Lyfjagjöf er mikilvæg, en ekki eina meðferðarúrræðið. Samtalsmeðferð er líka mikil- væg, en ekki eina úrræðið. Þetta getur orðið vandamálið; þegar við höfum aðeins hamar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.