Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 46
aðalbjörg s. helgadóttir 46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 fer allt að líta út eins og nagli. Ég hef skrifað út lyf í nokkur ár og veit hvernig þetta er; maður horfir á þetta öfluga verkfæri sem lyfin eru. Það er allt í lagi að fagstéttir sérhæfi sig í ákveðnum verkfærum og verði sérfræðingar í því t.d. að beita hamri. En ef það er það eina sem er í boði á smíðaverkstæðinu lendum við svo í vandræðum þegar skrúfurnar mæta á svæðið. Mikilvægt hlutverk hinnar samþættu nálgunar er að beita þver- faglegri og batamiðaðri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu þar sem skjólstæðingurinn er miðlægur. auk þess er stöðugt verið að horfa á og finna út hvað virkar fyrir skjólstæðingana. að mati gísla ætti samþætt nálgun í hjúkrun ekki að vera til sem hugmyndafræði, því að samþætt hjúkrun sé í rauninni bara hjúkrun: fyrir mér snýst þessi samþætta nálgun um að nota gagnreynd vinnubrögð og áhættumat þar sem við beitum minnsta mögulega inngripi fyrst. En kerfið okkar er ekki þannig. Til dæmis má nefna hvað það er miklu meira aðgengi að SSri lyfjagjöf heldur en samtalsmeðferð. Sem er dæmi um að við erum ekki að nota samþætta nálgun í geðheilbrigðisþjónustunni okkar. Í mörgum tilfellum myndum við vilja byrja á samtalsmeðferð við t.d. vægu og meðalalvarlegu þunglyndi og ákveðnum kvíðaeinkennum. Síðan myndum við nota lyfjagjöfina annað hvort samhliða eða seinna ef samtalsmeðferðin gefur ekki nægan árangur. Ástæðan er sú að samtalsmeðferðin kemur betur út í áhættumati í vissum tilfellum. að sögn gísla hentar samþætta nálgunin vel skjólstæðingum sem eru langveikir. Þeir eru oft orðnir örvæntingarfullir og leita logandi ljósi að nýjum og misárangursríkum leiðum að bata. Þá er það hlutverk okkar, hjúkrunarfræðinga, að horfa á heild- armyndina og styðja skjólstæðingana til að leita leiða sem svara áhættumati betur en aðrar. Áhættumatið, sem eru agaðar og fræðilegar aðferðir, styður við að samþætta nálgunin nái fót- festu í heilbrigðiskerfinu. gísli leggur áherslu á að alltaf þurfi að meta hvern skjólstæðing fyrir sig og að áhættumatið sé líkt og faglegur áttaviti fagfólks, en að það sem hjúkrunarfræðingar þurfi að fórna til að tileinka sér þessi vinnubrögð sé ákveðið hrifnæmi gagnvart nýjum hlutum: Það er ekki alltaf hægt að horfa á það sem er nýtt og spennandi þegar kemur að ólíkum inngripum, því að alltaf verður að hugsa um þetta í gegnum áhættumat. fagfólk getur orðið óöruggt að beita samþættri nálgun, en þá gerir áhættumatið það að verkum að nálgunin verður bæði öguð og fræðileg. Við metum áhættu, kostnað og rannsóknir, aðgengi og ávinning, hvort viðkomandi úrræði vinni vel með öðrum eða ekki og hvernig það hentar hverjum einstaklingi. Í flestum tilfellum ræður skjólstæðingurinn þessu sjálfur, en við fagfólkið setjum fram ígrundað mat. gísli segir að til að skilgreina betur hvernig áhættumat fer fram megi taka sjósund sem dæmi: Það eru ekki til margar fræðilegar sannanir fyrir gagnsemi sjó- sunds, en það er ekki mikil áhætta fyrir flesta ef varlega er farið. Svo eru einhverjar óbeinar sannanir sem hægt er að skoða, til dæmis líkamshreyfing sem fólk fær út úr þessu og getur haft jákvæð áhrif á lyndi, D-vítamín framleiðsla getur aukist sem mögulega getur líka haft einhver jákvæð áhrif, líkamlega og and- lega fyrir suma, og stundum getur svona iðja hjálpað til að rjúfa félagslega einangrun og auka við tengslanet fólks sem einnig getur haft jákvæð áhrif á lyndi. Sumir þurfa kannski fyrst að tala við heilbrigðisfagfólk uppá hvort skrokkurinn ráði við þetta en þetta kostar ekki neitt og aðgangur á Íslandi er góður. Og þú þarft ekki að hætta að taka lyfin þín eða hætta í samtalsmeðferð þó að þú farir í sjósund. gísli bendir einnig á aðferðir sem ekki mæta áhættumati: Smáskammtalækningar hafa ekki neinar fræðilegar sannanir á bak við sig. Því miður, það er bara þannig. Þá er áhættumatið orðið annað því að allar sannanir segja að þetta virki verr eða eins og lyfleysa. Það þarf þá að vera alveg á hreinu, allavega út frá siðferðilegu sjónarhorni, að fólk viti það. Það getur nýtt sér lyfleysuáhrifin en að mínu mati þarf að vera til staðar upplýst vit- neskja hjá skjólstæðingum um að allar sannanir segi að þetta virki ekki betur en lyfleysa. Þess vegna er erfitt fyrir mig að mæla með þeim eða vara ekki við þeim. Sérstaklega fyrir fólk með al- varlega og langvinna geðsjúkdóma, sem hefur takmörkuð úrræði. gísli ítrekar mikilvægi þess að eiga alltaf samræður við fólk og upplýsa það um áhættuna samfara inngripunum eða meðferð - unum. Það sem stendur í vegi fyrir samþættri nálgun er hin falska tvíhyggja sem fagfólk á til að festast í og felur í sér að skjól - stæðingar geti aðeins annað hvort iðkað óhefðbundnar aðferðir eins og jóga eða hefðbundnar aðferðir eins og lyf. Ekki hvort tveggja. gísli segir að með því að meta með vísindalegum og öguðum aðferðum, samhliða því að ræða við skjólstæðinga um þeirra óskir, sé mögulegt að ná fram betri meðferðarárangri: „Þegar talað er við fólk með alvarlega og langvinna geðsjúk- dóma eru ólíkir hlutir sem allt í einu láta allt smella saman. Stundum er það nýtt lyf, stundum ákveðin samtalsmeðferðar- tækni, stundum hreyfing, kórastarf eða að starfa með félögum eins og grófinni eða hlutverkasetri.“ gísli leggur áherslu á að „Það er allt í lagi að fagstéttir sérhæfi sig í ákveðnum verkfærum og verði sérfræðingar í því t.d. að beita hamri. En ef það er það eina sem er í boði á smíðaverkstæðinu, þá lendum við svo í vandræðum þegar skrúfurnar mæta á svæðið.“ „Fagfólk getur orðið óöruggt að beita samþættri nálgun, en þá gerir áhættumatið að verkum að nálgunin verður bæði öguð og fræðileg. Við metum áhættu, kostnað og rannsóknir, aðgengi og ávinning, hvort að viðkomandi úrræði vinni vel með öðrum eða ekki og hvernig það hentar hverjum einstaklingi. Í flestum tilfellum ræður skjólstæðingurinn þessu sjálfur, en við fagfólkið setjum fram ígrundað mat.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.