Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 47
aukapúslið sem tengi alla myndina saman geti komið úr óvæntri átt, en með samþættri nálgun færist athygli fagfólks að því að það sé ekki eitthvað eitt sem stuðlar að bata við geðsjúkdómum eða fíknisjúkdómum heldur sé þetta samþætt lausn margra púsl- bita sem raðast upp á hagstæðan hátt fyrir skjólstæðinginn okkar. Við vitum ekki fyrir fram hvaða biti það er, en með samtali, hlustun, gagnreyndri þekkingu og ígrundun getum við komist að því hvað gæti mögulega gert gæfumuninn. framtíðarsýn gísla hvað varðar samþætta nálgun í geðheilbrigðisþjónustu snýr fyrst og fremst að heilsugæslunni, en honum er mikið niðri fyrir þegar hann lýsir framkomu fjárvaldsins gagnvart þeim málaflokki: Við komum fram við heilsugæsluna eins og ef ég myndi fá son minn til að fara út í búð fyrir mig og segja við hann; kauptu kippu af kók, mjólk, Cheerios, brauð og lambalæri og hérna er 100 kall. Þannig að mér finnst ekki sanngjarnt að gagnrýna heilsugæsluna beint. Ég held að hún sé nokkurn veginn að gera það besta sem hún getur miðað við úrræðin sem hún hefur. Við þurfum að gefa henni alvöru fjármuni og alvöru stuðning. Þurfum að geta fært fjármuni til í kerfinu og ef við færum þá meira til heilsugæslunnar — og ég er svo sannarlega ekki sá fyrsti sem kem með þessa hugmyndafræði — þá spörum við á hinum endanum. En til þess þarf pólitískt hugrekki og kjörtímabilið er bara fjögur ár, oft minna. að sögn gísla er vaxtarbroddurinn í geðheilbrigðismálum hérlendis í heilsugæslunni og hann sér fyrir sér fleiri þverfagleg teymi innan hennar: Þverfagleg teymi sem eru bæði þarfa- og greiningamiðuð, sem hafa samþætta sýn á hlutina og ná að grípa fyrr inn í og snúa við þróun með einfaldari og áhættuminni inngripum. Stöður geðheilbrigðisfagfólks innan heilsugæslunnar, eins og sálfræðinga, eru mikil vægt skref þar, en samt bara byrjunin. Þverfagleg teymi hafa þegar tekið til starfa að einhverju leyti innan heilsugæslunnar og segir gísli rödd hjúkrunar innan þeirra mikilvæga þar sem hjúkrunarfræðingar séu þungavigtarfagfólk sem búi yfir breiðri þekkingu sem hægt sé að nýta á hag- kvæman hátt innan teymanna. Eftir að hafa kvatt dr. gísla kort kristófersson verður mér hugsað til orða guðrúnar Marteinsdóttur, því að nú hef ég fundið púslbitann sem að mínu mati svarar hugrenningum guðrúnar sem birtust árið 1995: Í stað þess að hjúkrunarmetnaður og tæknilegur metnaður togist á í störfum okkar, líkt og guðrún benti á, erum við stöðugt að beita samþættri nálgun í störfum okkar þegar við fléttum saman hjúkrun- armetnaði og tæknilegum metnaði á meðvitaðan hátt, með gagnreyndar aðferðir, áhættumat og fagmennsku að leiðarljósi. Mig langar að enda þessa umfjöllun á orðum guðrúnar sem hún flutti á heilbrigðisþingi og birtust í Morgunblaðinu þann 19. des- ember 1980. guðrún vissi, líkt og gísli, að tækifærin til að mæta þörfum skjólstæðinga okkar lægju innan heilsugæslunnar og þó að hugmyndafræði samþættrar nálgunar væri óþekkt árið 1980 rímaði framtíðarsýn guðrúnar við framtíðarsýn gísla: gagnkvæmur skilningur heilbrigðisstétta hverra á störfum hvers annars, samvinna á jafn- réttisgrundvelli og samhæfing starfsaðgerða, með hag þess sem þjónustu hlýtur í brenni- depli, getur haft úrslitaþýðingu hvað varðar gæði og árangur heilsugæslu. Heimildir guðrún Marteinsdóttir. (1980, 19. desember). fyrirkomulag þjónustu og verkaskipting heilsugæslustöðva. Morgunblaðið, 68(284), bls. 42. guðrún Marteinsdóttir. (1995). Tæknilegur metnaður, hjúkrunarmetnaður. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 71(1), 5. kreitzer, M. j. og koithan, M. (ritstj.). (2014). Integrative Nursing. new York: Oxford Press. nightingale, f. (1859). Notes on nursing: What it is, and what it is not. London: harrison and Sons. samþætt geðhjúkrun tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 47 Með samþættri nálgun fær- ist athygli fagfólks að því að það er ekki eitthvað eitt sem stuðlar að bata við geðsjúk- dómum eða fíknisjúkdóm - um heldur er þetta samþætt lausn margra púsla sem rað - ast upp á hagstæðan hátt fyrir skjólstæðinginn okkar. Við vitum ekki fyrirfram hvaða púsl það er, en með samtali, hlustun, gagnreyndri þekkingu og ígrundun get - um við komist að því hvaða púsl gæti mögulega gert gæfu - muninn.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.