Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 50
Útdráttur
Bakgrunnur: Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri
búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heima-
hjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt
matstæki, eins og interrai-matstækið (resident assessment instru-
ment) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.
Tilgangur: að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga
sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki
samkvæmt upplýsingum úr interrai-hC upphafsmati og MaPLe-
reikniritinu sem forgangsraðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir
upplýsingum úr matinu. jafnframt að bera saman niðurstöður og
skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heimahjúkrun
og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki.
Aðferð: rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi saman-
burðarrannsókn. úrtakið var 60 skjólstæðingar heimahjúkrunar á
akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki.
Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga heimahjúkrunar á akranesi
var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var
fjölmennastur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. fleiri skjól -
stæðingar á akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku
í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjól -
stæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skamm-
tímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á akranesi og á
Sauð árkróki. um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með
mæði eða öndunarerfiðleika og meirihluti skjólstæðinga á báðum
stöðum fann til þreytu, eða í um 90% tilvika. um þriðjungur skjól -
stæð inga á báðum stöðum hafði hlotið byltur síðustu 90 daga. fleiri
þurftu aðstoð við lyfjatöku á Sauðárkróki en á akranesi. Ekki var
marktækur munur á dreifingu í MaPLe-flokka og þjónustuþörf á
akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar á Sauðárkróki fengu ekki
kvöldþjónustu frá heimahjúkrun og hvorki kvöld- né helgarþjónustu
frá félagslegri heimaþjónustu en slík þjónusta var veitt á akranesi.
Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að interrai-hC-upphafsmatið
og MaPLe-flokkarnir geti nýst bæði heimahjúkrun og félagslegri
heimaþjónustu til að meta stöðu og þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra
og þar með veita þjónustu við hæfi og forgangsraða þjónustu til þeirra
sem mest þurfa á henni að halda.
Lykilorð: aldraðir, félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun, interrai-
hC, MaPLe, upphafsmat.
Inngangur
Áætlað er að veruleg fjölgun verði á fólki í aldurshópnum 65
ára og eldri til ársins 2065 á Íslandi eða frá því að vera 47.581
árið 2016 yfir í að vera 114.269 manns. Ef þetta gengur eftir er
fjölgunin í þessum aldurshóp meira en 100% (hagstofa Íslands
2016). heimahjúkrun sinnir öllum aldurshópum en aldraðir
eru stærsti hópurinn og m.t.t. mannfjöldaspárinnar þarf að
horfa til framtíðar með umfang og gæði þjónustunnar í huga
(heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003). Einnig lifa
aldraðir lengur með fjölþætta langvinna sjúkdóma en áður,
margir eru með minnkaða færni og þarfnast umönnunar frekar
en lækningar og mun það valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið,
félagslega þjónustu og aðstandendur (hooyman og kiyak,
2011). Þegar þörf fyrir þjónustu eykst er mikilvægt að hafa yfir -
sýn yfir þarfir skjólstæðinga og veitta þjónustu með góðri
skráningu upplýsinga en vísbendingar eru um að hana þurfi að
bæta í heimahjúkrun og félagslegri þjónustu (ríkisendurskoð -
un, 2005). heimaþjónustan þarf að leggja áherslu á þá sem hafa
50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
ingibjörg hjaltadóttir, Landspítala og háskóla Íslands
hallveig Skúladóttir, hjúkrunar- og dvalarheimilinu höfða
Notkun interRAI-upphafsmats til að meta
þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heima-
hjúkrun og félagslegri heimaþjónustu
Nýjungar: interrai-hC-upphafsmat er nýleg stytting á in-
terrai-hC-mati sem útbúið er fyrir heimahjúkrun og félags-
lega heimaþjónustu.
Hagnýting: rannsóknin sýndi að interrai-hC-upphafs-
matið, sem meðal annars inniheldur MaPLe-reikniritið, gefur
góða mynd af heilsufari og þjónustuþörf skjólstæðinga í
heima hjúkrun og félagslegri heimaþjónustu.
Þekking: Leggja þarf áherslu á samræmda skráningu upplýs -
inga hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu svo að
góð mynd fáist af þjónustuþörf skjólstæðinganna.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: interrai-hC-upphafsmat
er fljótlegt og auðvelt í notkun og niðurstöður fást strax en
slíkt er mikilvægt til að gera þjónustuna sem markvissasta fyrir
skjólstæðinga heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu.
Hagnýting rannsóknarniðurstaðna