Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 52
þykki viðkomandi einstaklinga en unnið var með gögnin óper- sónugreinanleg. Siðfræði Leyfi fyrir notkun gagnanna voru fengin hjá lækningaforstjóra og hjúkrunarforstjóra á heilbrigðisstofnun Vesturlands á akra- nesi og heilbrigðisstofnun norðurlands á Sauðárkróki, Vísinda - siðanefnd (Tilv.: VSnb2014070002/03.07; viðauki 1) og Per - sónuvernd (Tilv.: VSn2014071038TS; viðauki 2). Tölfræðileg úrvinnsla Til að lýsa niðurstöðum er notuð bæði lýsandi og ályktandi tölfræði. Lýsandi niðurstöður eru sýndar í súluriti og töflum sem sýna tíðni og dreifingu. MaPLe-reikniritið er notað til að reikna út þjónustuþörf einstaklinga og þá þjónustu sem þeir þáðu þegar matið var gert. Til að skoða tengsl milli breyta eru notuð t-próf fyrir jafnbilabreytur og stikalaus próf (non para- metric) fyrir raðbreytur og nafnbreytur. Samanburður á nafn- breytum og raðbreytum var gerður með kíkvaðratprófi eða fishers exact-prófi ef fjöldi í hópum var undir fimm í 2×2 töflum og Yates kíkvaðratleiðrétting ef fjöldi í hópum var undir fimm í stærri töflum. Þegar um jafnbilabreytur var að ræða var munur á hópum mældur með t-prófi tveggja óháðra hópa. Marktektarmörk voru sett p<0,05. SPSS-tölvuforritið, 19. út- gáfa, var notað við tölfræðiútreikninga (field, 2009). Þegar aldur þátttakenda var skoðaður var eftirfarandi ald- ursskipting notuð: 20–50 ár, 51–60 ár, 61–70 ár, 71–80 ár, 81– 90 ár, 91–100 ár og 101–110 ár. notað var t-próf óháðra hópa til að skoða meðalaldur og sjá hvort marktækur munur væri á aldri skjólstæðinga. Vegna þess hve fámenn rannsóknin var þá þurfti að sameina breytur (endurkóða) í þeim tilgangi að eyða tómum reitum. Svör við breytunum um aDL-getu: persónulegt hreinlæti, böðun, hreyfing milli staða, að ganga, salernisferðir, salernis- notkun og að matast voru endurkóðuð og fækkað úr átta svar- möguleikum í þrjá: 1) sjálfbjarga, 2) aðstoð við undirbúning, eftirlit eða leiðbeiningar, 3) mikil aðstoð eins eða fleiri starfs- manna. Svarmöguleikar við breytunni um lyfjatöku voru end- urkóðaðir í: 1)sjálfbjarga, 2) takmörkuð aðstoð, 3) mikil aðstoð. Svarmöguleikar við breytunni um stjórn á þvaglátum voru end- urkóðaðir í: 1) full stjórn, 2) lausheldni sjaldnar en daglega, 3) lausheldni daglega. Niðurstöður Ekki var munur á aldursdreifingu skjólstæðinga eða meðal - aldri; meðalaldur skjólstæðinga á akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var fjölmenn- astur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8% (sjá töflu 2). karlar voru 38,3% notenda þjónustunnar á akranesi og 42,8% á Sauðárkróki. Einmanaleiki og áföll fleiri skjólstæðingar greindu frá einmanaleika á akranesi (48%) en á Sauðárkróki (10%,) (χ2(1)=16,311, p<0,001) og fleiri höfðu dregið úr félagslegri þátttöku á akranesi (75%) en á Sauðárkróki (14%) (χ2(2)=19,027, p<0,001). Á akranesi höfðu 36% skjólstæðinga orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en á Sauðárkróki voru það færri eða 14% (χ2(1)=16,311, p<0,001). Ekki var munur á skjólstæðingum á akranesi og á Sauðárkróki hvað varðar einangrun og einveru (sjá töflu 3). Heilsufar og færni Ekki var munur á skjólstæðingum á akranesi og á Sauðárkróki hvað varðar minnissjúkdóma eða skerðingu á skammtíma- minni en 50% skjólstæðinga á akranesi voru með vitræna skerðingu til ákvarðanatöku við daglegar athafnir og 52% skjól - stæðinga á Sauðárkróki. hins vegar þurftu færri skjólstæð ingar, eða 42%, á akranesi mikla aðstoð við lyfjatöku en á Sauðár- króki, 76% (χ2(2)=13,537, p<0,001). Ekki var munur á skjól - stæðingum á akranesi og á Sauðárkróki hvað varðar hæfni til að matast, mæði og þreytu (sjá töflu 4). hvað varðar færni voru færri skjólstæðingar á akranesi sjálfbjarga um að komast á salernið, eða 80% á móti 98% skjólstæðinga á Sauðárkróki (χ2(2)=6,188, p<0,045). Einnig voru færri skjólstæðingar á akranesi sjálfbjarga við að athafna sig á salerninu, þ.e. við sal- ingibjörg hjaltadóttir og hallveig skúladóttir 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 ! Mynd 1. Þjónustusvæði heimahjúkrunar heilbrigðisstofnunar Vestur - lands á akranesi og heilbrigðisstofnunar norðurlands á Sauðárkróki. Tafla 2. Samanburður á aldursdreifingu skjólstæðinga heimahjúkrunar á Akranesi (n=60) og á Sauðárkróki (n=42) aldur 20–60 61–70 71–80 81–90 91–100 101–110 p akranes n (%) 3 (5,0) 8 (13,3) 18 (30,0) 26 (43,3) 5 (8,3) 0 (0,0) 0,616* Sauðárkrókur n (%) 2 (4,8) 1 (2,4) 9 (22,0) 20 (48,8) 8 (19,5) 1 (2,4) *Yates kíkvaðratpróf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.