Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 52
þykki viðkomandi einstaklinga en unnið var með gögnin óper-
sónugreinanleg.
Siðfræði
Leyfi fyrir notkun gagnanna voru fengin hjá lækningaforstjóra
og hjúkrunarforstjóra á heilbrigðisstofnun Vesturlands á akra-
nesi og heilbrigðisstofnun norðurlands á Sauðárkróki, Vísinda -
siðanefnd (Tilv.: VSnb2014070002/03.07; viðauki 1) og Per -
sónuvernd (Tilv.: VSn2014071038TS; viðauki 2).
Tölfræðileg úrvinnsla
Til að lýsa niðurstöðum er notuð bæði lýsandi og ályktandi
tölfræði. Lýsandi niðurstöður eru sýndar í súluriti og töflum
sem sýna tíðni og dreifingu. MaPLe-reikniritið er notað til að
reikna út þjónustuþörf einstaklinga og þá þjónustu sem þeir
þáðu þegar matið var gert. Til að skoða tengsl milli breyta eru
notuð t-próf fyrir jafnbilabreytur og stikalaus próf (non para-
metric) fyrir raðbreytur og nafnbreytur. Samanburður á nafn-
breytum og raðbreytum var gerður með kíkvaðratprófi eða
fishers exact-prófi ef fjöldi í hópum var undir fimm í 2×2
töflum og Yates kíkvaðratleiðrétting ef fjöldi í hópum var undir
fimm í stærri töflum. Þegar um jafnbilabreytur var að ræða var
munur á hópum mældur með t-prófi tveggja óháðra hópa.
Marktektarmörk voru sett p<0,05. SPSS-tölvuforritið, 19. út-
gáfa, var notað við tölfræðiútreikninga (field, 2009).
Þegar aldur þátttakenda var skoðaður var eftirfarandi ald-
ursskipting notuð: 20–50 ár, 51–60 ár, 61–70 ár, 71–80 ár, 81–
90 ár, 91–100 ár og 101–110 ár. notað var t-próf óháðra hópa
til að skoða meðalaldur og sjá hvort marktækur munur væri á
aldri skjólstæðinga.
Vegna þess hve fámenn rannsóknin var þá þurfti að sameina
breytur (endurkóða) í þeim tilgangi að eyða tómum reitum.
Svör við breytunum um aDL-getu: persónulegt hreinlæti,
böðun, hreyfing milli staða, að ganga, salernisferðir, salernis-
notkun og að matast voru endurkóðuð og fækkað úr átta svar-
möguleikum í þrjá: 1) sjálfbjarga, 2) aðstoð við undirbúning,
eftirlit eða leiðbeiningar, 3) mikil aðstoð eins eða fleiri starfs-
manna.
Svarmöguleikar við breytunni um lyfjatöku voru end-
urkóðaðir í: 1)sjálfbjarga, 2) takmörkuð aðstoð, 3) mikil aðstoð.
Svarmöguleikar við breytunni um stjórn á þvaglátum voru end-
urkóðaðir í: 1) full stjórn, 2) lausheldni sjaldnar en daglega, 3)
lausheldni daglega.
Niðurstöður
Ekki var munur á aldursdreifingu skjólstæðinga eða meðal -
aldri; meðalaldur skjólstæðinga á akranesi var 79,4 ár en 83,4
ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var fjölmenn-
astur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8% (sjá töflu 2).
karlar voru 38,3% notenda þjónustunnar á akranesi og 42,8%
á Sauðárkróki.
Einmanaleiki og áföll
fleiri skjólstæðingar greindu frá einmanaleika á akranesi
(48%) en á Sauðárkróki (10%,) (χ2(1)=16,311, p<0,001) og fleiri
höfðu dregið úr félagslegri þátttöku á akranesi (75%) en á
Sauðárkróki (14%) (χ2(2)=19,027, p<0,001). Á akranesi höfðu
36% skjólstæðinga orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en á
Sauðárkróki voru það færri eða 14% (χ2(1)=16,311, p<0,001).
Ekki var munur á skjólstæðingum á akranesi og á Sauðárkróki
hvað varðar einangrun og einveru (sjá töflu 3).
Heilsufar og færni
Ekki var munur á skjólstæðingum á akranesi og á Sauðárkróki
hvað varðar minnissjúkdóma eða skerðingu á skammtíma-
minni en 50% skjólstæðinga á akranesi voru með vitræna
skerðingu til ákvarðanatöku við daglegar athafnir og 52% skjól -
stæðinga á Sauðárkróki. hins vegar þurftu færri skjólstæð ingar,
eða 42%, á akranesi mikla aðstoð við lyfjatöku en á Sauðár-
króki, 76% (χ2(2)=13,537, p<0,001). Ekki var munur á skjól -
stæðingum á akranesi og á Sauðárkróki hvað varðar hæfni til
að matast, mæði og þreytu (sjá töflu 4). hvað varðar færni voru
færri skjólstæðingar á akranesi sjálfbjarga um að komast á
salernið, eða 80% á móti 98% skjólstæðinga á Sauðárkróki
(χ2(2)=6,188, p<0,045). Einnig voru færri skjólstæðingar á
akranesi sjálfbjarga við að athafna sig á salerninu, þ.e. við sal-
ingibjörg hjaltadóttir og hallveig skúladóttir
52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
!
Mynd 1. Þjónustusvæði heimahjúkrunar heilbrigðisstofnunar Vestur -
lands á akranesi og heilbrigðisstofnunar norðurlands á Sauðárkróki.
Tafla 2. Samanburður á aldursdreifingu skjólstæðinga heimahjúkrunar á Akranesi (n=60) og á Sauðárkróki (n=42)
aldur 20–60 61–70 71–80 81–90 91–100 101–110 p
akranes n (%) 3 (5,0) 8 (13,3) 18 (30,0) 26 (43,3) 5 (8,3) 0 (0,0) 0,616*
Sauðárkrókur n (%) 2 (4,8) 1 (2,4) 9 (22,0) 20 (48,8) 8 (19,5) 1 (2,4)
*Yates kíkvaðratpróf