Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 64
hærri mælitölur en sá eldri (75–91 árs) á öllum mælikvörðum
athafna og þátttöku nema „Tíðni eigin umsjár“, en þar stóðu
þeir eldri jafnfætis þeim yngri.
Meirihluti þátttakenda (n=79; 61,2%) tilgreindi að minnsta
kosti eitt atriði þar sem þátttaka var töluvert, mjög eða algjör-
lega takmörkuð vegna innri eða ytri hindrana. Þátttakendur í
eldri hópnum (75–91 árs) voru frekar en þeir í þeim yngri
(65–74 ára)í þessum hópi, eða 71,6% á móti 50% (p=0,012).
hlutfall kvenna (60,3%) og karla (62,3%) var hins vegar sam-
bærilegt (p=0,816). hindranirnar voru margvíslegar og tengd-
ust heilsufari þátttakenda (t.d. gigtsjúkdómar) og skertri líkams -
starfsemi (t.d. þreyta). auk þess voru nefnd dæmi um félagslegt
(t.d. skortur á aðstoð) og efnislegt (t.d. landfræðileg einangrun)
umhverfi og einstaklingsbundna þætti eins og áhugaleysi.
Mynd 2 sýnir helstu flokka hindrana, en sumar hindranir var
ekki unnt að flokka þar sem lýsing þátttakenda á þeim var óná-
kvæm, svo sem „slæmska í öxlum“, „lappalaus“ eða „ónýtar
hendur“.
Umræða
niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að með hækkandi aldri
eiga eldri borgarar í meiri erfiðleikum með ýmsar athafnir sem
reyna á líkamlega getu. hærri aldur tengdist líka minni tíðni á
þátttöku og meiri takmörkun á þátttöku, nema við eigin umsjá
þar sem ekki greindist munur á þátttöku eftir aldri. Meðaltöl á
mælikvörðunum fyrir tíðni þátttöku voru að jafnaði frekar lág
en ljóst er að þátttakendur tengdu þetta ekki beint við tak-
mörkun á þátttöku þar sem mælitölurnar á þeim mælikvörðum
öllum voru mun hærri. konur reyndust eiga erfiðara en karlar
með athafnir sem reyna á líkamlega getu en höfðu hins vegar
tíðari samskipti við aðra. auk þessara niðurstaðna varpar rann-
sóknin ljósi á þær margvíslegu hindranir sem eldri borgarar
þurfa að yfirstíga til að eiga möguleika á þátttöku í samfélaginu
og spjara sig á eigin spýtur. Þessar hindranir tengjast heilsufari
og líkamsstarfsemi, félagslegu og efnislegu umhverfi og ein-
staklingsbundnum þáttum.
Við túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar er mikilvægt
að hafa eftirfarandi takmarkanir hennar og kosti í huga. rann-
sóknarsvæðið afmarkaðist við sunnanverða Vestfirði og það
hefur áhrif á alhæfingargildi niðurstaðna. Þó má leiða að því
líkum að önnur dreifbýl svæði á Íslandi geti dregið af þeim lær-
dóm. úrtakið var lítið og það dró úr möguleikum á frekari
greiningu gagnanna. niðurstöðurnar sýna meðaltöl fyrir svæð -
ið í heild, en aldursdreifing íbúa og þjónustumöguleikar eru
mismunandi eftir því hvort um er að ræða þorp eða sveitir.
Smæð úrtaksins og það að rannsóknin var á afmörkuðu land -
svæði gerði hins vegar rannsakanda kleift að heimsækja alla
þátttakendur og afla gagna með viðtölum og því þurfti ekki að
útiloka neina vegna skertrar heyrnar eða sjónar eða erfið leika
við að skrifa. Þátttökuhlutfallið var einnig gott eða ríflega 80%.
hlutfall einstaklinga 65 ára og eldri á rannsóknarsvæðinu var
einungis tæplega prósentustigi hærra en á landinu öllu árið
2013 og kynjahlutfallið var sambærilegt. Spurningalistar voru
notaðir við gagnaöflun en þegar þannig háttar til er alltaf hætta
á að þátttakendur ofmeti eða vanmeti getu sína og þátttöku.
hins vegar eru spurningalistar hagkvæm leið til að afla upp -
lýsinga um daglegar athafnir og þátttöku.
niðurstöður úr bæði athafnahluta og þátttökuhluta LLfDi
birtast í mælitölu, eða í fjölda stiga frá 0-100. Engin staðal-
(e. standard scores) eða markgildi (e. criterion scores) eru til
fyrir þennan aldurshóp og því eingöngu hægt að bera saman
niðurstöður á milli hópa í rannsókninni eða við niðurstöður
annarra rannsókna þar sem LLfDi hefur verið notað. annars
vegar lýstu þátttakendur í rannsókninni svipuðum erfiðleikum
við athafnir sem reyna á efri útlimi (M=83,5), neðri útlimi
(M=75,6) og mikið á neðri útlimi (M=56,8) eins og norðlenskir
jafnaldrar þeirra (M=86, M=76 og M=56; í réttri röð) (arna-
dottir o.fl., 2011). hins vegar lýstu þátttakendur í rannsókninni
minni heildarerfiðleikum við athafnir (M=64,5) en sænskir
jafnaldrar þeirra (M=58) (roaldsen o.fl., 2014). Mælitala þátt-
takenda fyrir erfiðleika við athafnir var hæst fyrir athafnir sem
reyna á efri útlimi og lægst fyrir athafnir sem reyna mikið á
neðri útlimi sem er í samræmi við aðrar öldrunarrannsóknir
(roaldsen o.fl., 2014; Zunzunegui o.fl., 2015).
Á heildina litið áttu konur erfiðara með athafnir en karlar
og þetta gilti einnig um alla undirflokka athafna nema þær sem
reyna á neðri útlimi, eins og að ganga stiga og standa upp úr
sófa. Þessi munur á líkamlegri getu eldri karla og kvenna er
þekktur um allan heim og hefur skýringa meðal annars verið
leitað í líffræðilegum mun, kynbundnum lífsstíl og mismun-
andi hlutverkum kynjanna á lífsleiðinni (Zunzunegui o.fl.,
2015). Sambærilegur kynjamunur hefur komið fram í öðrum
rannsóknum á eldri Íslendingum (arnadottir o.fl., 2011; hlíf
guðmundsdóttir o.fl., 2004) og niðurstöðurnar eru jafnframt í
takt við erlendar rannsóknir sem sýna vaxandi erfiðleika við
athafnir með hækkandi aldri (he og Larsen, 2014; jindai o.fl.,
2016). Þessara aldurstengdu áhrifa á færni gætir mest hjá fólki
um eða yfir áttrætt en eldri aldurshópurinn í þessari rannsókn
var á bilinu 75–91 árs.
Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum tóku örlítið oftar
þátt í einstaklingsbundnum og félagslegum athöfnum (M=50,6)
en jafnaldrar þeirra á norðurlandi (M=48) en töldu samt frekar
þátttöku sína vera takmarkaða (M=73,6, M=79) (arnadottir
o.fl., 2011). Í þessum tveimur íslensku rannsóknum er áhuga-
vert að sjá sömu tilhneigingu, það er að þrátt fyrir frekar lág
margrét brynjólfsdóttir, guðrún pálmadóttir og sólveig ása árnadóttir
64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Mynd 2. algengustu hindranir á þátttöku. Tölur í svigum tákna fjölda
þátttakenda sem tilgreindu hindrun í viðkomandi flokki.
Heilsufar og líkamleg
eða sálræn starfsemi
almennt heilsuleysi eða
ákveðnir sjúkdómar (13)
Lítið úthald eða þreyta (22)
Verkir í baki/liðum (15)
Lélegt jafnvægi/svimi (8)
Skapgerðareinkenni, lítið sjálfs-
traust eða lítið frumkvæði (16)
annað/óflokkað (14)
Umhverfisþættir
Landfræðileg einangrun og
lélegar samgöngur (15)
Veðurfar/ófærð (3)
húsnæði og búnaður (2)
Tækifæri, hvatning eða
aðstoð (8)
Minni
félagsleg
þátttaka
Einstaklingsbundnir þættir
Áhugaleysi (8)
Lítil verkkunnátta (6)
Tímaskortur/dagskipan (9)
Slæmur árhagur (4)
hár aldur (5)