Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 71
ungis voru sjö mánuðir síðan hann var skorinn og skipt um fjórar kransæðar hjá honum. Sjálfsmynd karls var enn þá sjúk- lingamiðuð og þá sérstaklega af því að hann taldi sig verða „að bera virðingu fyrir sjúkdómnum“. Erla hafði 6 sinnum fengið hjartaáfall, nánast eitt á ári. Tæplega 9 ár eru síðan hún fékk fyrsta hjartaáfallið og hjá henni var sjálfsmyndin ekki lengur sjúklingamiðuð heldur sá hún sig sem heilbrigða konu með þennan krankleika. Ég er ekki sjúklingur, ég er með þennan krankleika. jú, jú, það er alveg hægt að segja að þetta sé sjúkdómur sem ég er með, en ég horfi ekki á mig sem sjúkling. Áhrif lyfjatöku á sjálfsmyndina. Það hafði áhrif á sjálfsmynd margra að þurfa að taka inn lyf, jafnvel mörg lyf sem þarf að taka daglega. Mjög mismunandi var hvernig þátttakendur tók- ust á við þetta. Sumir litu það jákvæðum augum, enda hjálpuðu lyfin þeim. aðrir áttu erfitt með að sætta sig við það. Þó sögðust allir þátttakendurnir taka inn lyfin sín samkvæmt fyrirmælum og töldu sig vera búna að sætta sig við hlutskipti sitt. fríða reyndi mikið að fá hjartalækninn sinn til að sleppa henni við að taka eitthvað af hjartalyfjunum. Það var áfall fyrir hana þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti að taka inn öll þessi lyf það sem eftir er ævinnar. Ég hef alltaf verið að segja við hana (lækninn): „get ég nú farið að hætta að taka þetta og sleppa þessu,“ og svona. Mér finnst þetta alveg rosalega mikið. hún er búin að gera mér grein fyrir því að ég þarf að taka þetta alla ævi og það var svolítið svona „sjokk“. Að vera ekki lengur „kletturinn“. Þátttakendur glímdu við erfiðar tilfinningar við að staðsetja sig öðruvísi í fjölskyldumynstrinu. karl var sá sem var alltaf til staðar fyrir aðra, sterkur og styðjandi. Þess vegna fannst honum erfitt að upplifa sig sem sjúkling og fannst hann hafa brugðist öðrum með því að fá hjartaáfall. Það hafði verulega neikvæð áhrif á sjálfsmynd hans. Það er nú í sjálfu sér bara erfiðast að horfast í augu við það að vera sjúklingur. að maður skuli ekki bara vera með fullfrískar æðar og hjarta og 100% eins og maður hélt að maður væri … Ég held að það sé erfiðast …, áhrif minna veikinda á aðra, eins og á konuna og krakkana. Ég held að það hafi farið einna verst í mig. … Ég var alltaf kletturinn, hafði mun meiri áhyggjur af öllum hinum. Ekki gott að bregðast ættingjum, vinum og vinnufélögum á þennan hátt. Að vera alls staðar yngst Að passa ekki inn í staðalímyndina. reynslan af því að vera kominn með „gamalmennasjúkdóm“ með „hringlandi pilludós í vasanum“ fyrir miðjan aldur var sterk og hafði áhrif á endur- skilgreiningu þátttakenda á lífi og sjálfi. Í huga þeirra virðist staðalímynd hjartasjúklinga vera eldri menn. Þátttakendur ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 71 Mynd 1. Yfir lit yfir niðurstöður rannsóknarinnar. Að vera hjartasjúklingur … eða ekki Niðurlægjandi að taka lyf … eða nauðsynlegur þáttur í ferlinu Bringubeinsverkur og þyngsli fyrir brjósti Þreyta, slappleiki, úthaldsleysi og þreytuverkur Lífstílsbreyting verður strax við áfallið Getur verið forréttindi að vera ungur Vera ekki trúað vegna ungs aldurs Kvíði, hræðsla og missir Æðruleysi Hugsa betur um sig Mæði Magaverkur Veikindatilfinning Vonbrigði Vangreint vegna ungs aldurs Ekki lengur „kletturinn“ Depurð og þunglyndi Sjálfsásökun og vonleysi Lífstílsbreyting að hluta til eða ekki Passa ekki inn í staðalmynd Breytt sjálfsmynd Alls staðar yngst Andleg líðan í kjölfar áfallsins Breyta lífstíl … eða ekki Margþætt einkenni hjartaáfallsins Endurskilgreining á lífi og sjálfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.