Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 72
pössuðu engan veginn inn í þessa staðalímynd vegna þess hve
ungir þeir voru.
fríða var 49 ára þegar hún fékk hjartaáfall. henni fannst
hún ekki passa inn í staðalímynd hjartasjúklinga því hún var
það ung, borðaði hollan mat, reykti ekki, var nokkurn veginn í
kjörþyngd og hreyfði sig mikið. henni fannst það óraunveru-
legt að vera komin í þá stöðu að fara í hjartaendurhæfingu með
fólki sem var 20 árum eldra en hún.
Ég var alltaf yngst alls staðar og mér fannst ég einhvern veginn
bara … „ég tilheyri ekki þessum hópi“. Þegar ég var að fá póst:
„kæri hjartasjúklingur,“ þá fannst mér það bara vera póstur sem
var að villast hérna inn í mína tölvu … hL-leikfimi, ég fór í hana
og þá var ég að labba svona hringi með fólki sem var 20 árum
eldra en ég og mér fannst það … hræðilegt.
Vangreind einkenni vegna ungs aldurs. Við hjartaáfallið var tæp-
lega helmingur þátttakenda sendur heim eftir skoðun hjá lækni
á heilsugæslustöð eða á bráðamóttöku án þess að fara í ýtarlegri
skoðun með tilliti til kransæðaþrengsla eða hjartaáfalls. Samt
var aðdragandinn að hjartaáfalli þátttakenda með þeim hætti
að þeir lýstu einkennum hjartaáfalls ef skoðuð eru minna þekkt
einkenni. aðeins rétt um helmingur þátttakenda fékk rétta
greiningu strax eða sex af ellefu. aldur þátttakenda hafði áhrif
á þá þjónustu sem þeir fengu á sjúkrastofnunum, bæði á
jákvæðan og neikvæðan hátt. andri var einungis 44 ára þegar
hann fékk sitt fyrsta hjartaáfall en það var vangreint og hann
var sendur heim með magalyf. Ekki voru mæld hjartaensím því
hann var „of ungur“ til að vera að fá hjartaáfall. hann fékk
sömu einkenni tveimur árum seinna og þá greindist hjartaáfall
og sást að skemmd var í hjartavöðvanum frá því hann var yngri.
Getur verið forréttindi að vera ungur. hallur, sem var 47 ára
þegar hann fékk hjartaáfall, lýsti forgangi í heilbrigðiskerfinu
vegna ungs aldurs miðað við eldri herbergisfélaga sem fór í
opna hjartaaðgerð á sama degi:
Ég var kominn … á undan honum og hann varð alveg vitlaus yfir
því. hann var ekkert kominn á reykjalund þegar ég fór … það
var aðeins önnur umsýsla við yngri manninn heldur en þann
eldri. Það sá maður alveg.
Andleg líðan í kjölfar áfallsins
Þátttakendur upplifðu margvíslegar tilfinningar eftir hjarta-
áfallið en flestir fundu til kvíða, þunglyndis og hræðslu. Þeir
sem fannst áfallið koma aftan að sér voru oft með meiri andlega
vanlíðan en þeir sem höfðu fundið fyrir einhverjum krankleika
og nú væri komin skýring á vandamálinu. Meirihluti þátttak-
enda fann fyrir andlegri vanlíðan en nokkrir sögðust ekki hafa
fundið fyrir slíku. Þeir sem upplifðu andlega vanlíðan eftir
hjartaáfallið töluðu flestir um að ef þeir hefðu fengið fræðslu
um kvíða, þunglyndi og hræðslu hefðu þeir frekar áttað sig á
hvað væri að hrjá þá og leitað sér hjálpar fyrr og á réttum
stöðum.
Kvíði, þunglyndi og hræðsla. Íris fann fyrir miklum kvíða
eftir hjartaáfallið en henni fannst hjartaáfallið hafa komið aftan
að sér. hún fór í þræðingu og útskrifaðist um helgi og fékk enga
fræðslu um andlega líðan í kjölfar hjartaáfalls.
Ég held að ég hafi verið svolítið dofin og ég held að ég hafi ein-
hvern veginn ekki áttað mig á þessu enda talaði í sjálfu sér enginn
við mig … ég var bara, liggur við, í fósturstellingunum heima hjá
mér … ég fór að gráta af engu tilefni, ég var með hjartslátt, ég
upplifði mig einhvern veginn aldrei heilbrigða …var bara að fara
að deyja á morgun … var bara föst upp við vegg og ofandandi
ofan í poka.
Tilfinning um missi. Daníel var 47 ára þegar hann fékk hjarta-
áfall. hann átti ekki von á því að fá hjartaáfall svona ungur en
sjúkdómurinn var í ættinni þannig að hann átti alveg eins von
á að fá hjartaáfall eftir fimmtugt. hann telur sig hafa farið í
gegnum alla reiði- og sorgarferlana sem verða við missi. hjá
honum var missirinn fólginn í því að missa heilsuna.
Maður var alltaf smeykur og hræddur, sú tilfinning kom reglu-
lega upp því maður vissi hvaða hættur fylgja því að standa í svona
… Það tengist kannski þessu að vera pínulítið hræddur … Ég
held að ég hafi lokað mig dálítið í skel og ekki talað um þessar
tilfinningar eða talað um hættuna … alla vega hefðu börnin mín
orðið dálítið hrædd ef ég hefði byrjað að tala um að ég væri
hræddur … Þannig að ég lokaði dálítið á það að tjá tilfinningar
mínar sem er náttúrlega slæmt líka.
Sjálfsásökun. hallur hafði glímt við ofþyngd síðan hann var
barn. hann hafði farið í alls kyns megrunarkúra en alltaf bætt
á sig aftur. hjartaáfallið kom honum verulega á óvart, engin
hjartaáföll höfðu orðið meðal ættingjanna og hann var einungis
47 ára. Í kjölfarið fann hann fyrir mikilli sjálfsásökun því hann
tengdi ofþyngd sína, og að geta ekki passað upp á mataræðið,
við að hafa fengið hjartaáfall. Eftir markvissa endurhæfingu,
þar sem hann fékk góðar leiðbeiningar um hreyfingu og mat-
aræði, hefur hann haldist í kjörþyngd.
hún [andlega líðanin] var nú ansi bágborinn … maður var
leiður og þungur. Maður felldi svona aðeins tár með þessu …
var búinn að eiga við ofþyngd í mörg ár og fannst maður bera
ábyrgð á hjartaáfallinu … Maður tengdi þetta alveg svakalega
við þessa ofþyngd og [ég] kveið fyrir því að ég myndi ekki geta
haldið einhverri eðlilegri þyngd og ég væri eiginlega á leið að
drepast.
Breytingar á lífsstíl
Lífsstílsbreyting verður strax við áfallið. flestir þátttakendur
tóku þá ákvörðun að breyta lífsstíl sínum í kjölfar hjartaáfallsins
til að minnka líkur á að fá hjartaáfall á nýjan leik eða til að auka
lífsgæði sín, og var þetta vendipunktur í lífi þeirra. Slíkur vendi-
punktur varð hjá 9 af 11 þátttakendum. Þessir 9 þátttakendur
breyttu lífsstíl sínum strax í kjölfar hjartaáfallsins. hjá meiri-
hluta þátttakenda var það aðallega breyting á mataræði og
hreyfingu. hjá tveimur var streitan eini áhættuþátturinn og
drógu þeir úr vinnuálagi. hjá einum þátttakenda voru reyk-
ingar aðaláhættuþátturinn og hætti viðkomandi strax að reykja
við áfallið.
Bjarni var 46 ára gamall þegar hann fékk fyrsta hjartaáfallið
og var með alla áhættuþætti til staðar. Vendipunkturinn varð
strax eftir hjartaáfallið þegar hann lá uppi í rúmi eftir hjarta -
þræðingu og ígrundaði stöðu sína.
birna gestsdóttir, árún k. sigurðardóttir og sigríður halldórsdóttir
72 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018