Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 73
[Ég] lá upp í rúmi, ókei, ég er búinn að fá þessa niðurstöðu. Þú
mátt ekki vinna lengur í XX …, þú mátt ekki reykja, þú mátt ekki
drekka, hvað er þá hægt að gera í lífinu? Ég hugsaði: „Ég ætla
ekki að liggja uppi í rúmi og telja dropana í loftinu, á lappir með
þig.“ Og það hefur verið aðaláhugamálið hjá mér, það er að hafa
nóg að gera … já, já, lífið er ekki búið, þú þarft að breyta og því
fyrr sem þú gerir það þess betra.
hjá Íris varð vendipunkturinn strax við hjartaáfallið en hún var
44 ára þegar hún fékk það. hún var byrjuð að bæta mataræðið
og hreyfinguna fyrir hjartaáfall en hún reykti.
Ég hætti að reykja daginn þarna sem að þetta gerðist, þegar ég
labbaði inn á Landspítala, og hef ekki reykt síðan … mín fyrstu
viðbrögð hér áður fyrr, ef mér hefði liðið svona illa, hefðu bara
verið að reykja mig í kaf.
Lífsstílsbreyting að hluta til eða ekki. hjá þeim tveimur, þar sem
vendipunkturinn varð ekki, vantaði annan drifkraft til að fara
út að hreyfa sig og hinn vildi ekki hætta að reykja.
Margþætt einkenni hjartaáfallsins
Líkamleg einkenni hjartaáfallsins, sem þátttakendur reyndu,
voru margvísleg. Einkennin, sem flestir þátttakendurnir fundu
fyrir þegar þeir fengu hjartaáfall, voru að stórum hluta þreyta,
slappleiki, veikindatilfinning, mæði og magaverkir.
Þreyta, slappleiki og veikindatilfinning. Þreytueinkennin,
sem fríða fann fyrir, byrjuðu smám saman. hún hélt að þetta
væru einkenni frá lungum og fór því til læknis. hún fékk tíma
hjá heimilislækninum sínum sem áttaði sig á því hvað var að
gerast og sendi fríðu niður á bráðamóttöku.
Mæði, magaverkur og úthaldsleysi. andri var búinn að fá sex
hjartaáföll, fyrsta, sem var vangreint, 44 ára og aftur 46 ára og
fór þá í opna hjartaaðgerð. andri var „móður og … alveg illt í
maganum“. hjá karli var aðdragandi áfallsins mjög langur og
lýsti sér með úthaldsleysi, mæði og magaverkjum. hann fór
margsinnis til læknis en var sífellt látinn hafa meira af ma-
gasýrulyfjum, var kominn á fjórfaldan skammt, sem gerðu samt
ekkert fyrir hann. hann leitaði enn og aftur á Læknavaktina og
lenti hjá kandídat sem sendi hann í þrekpróf og þaðan rakleitt
í hjartaaðgerð þar sem kom í ljós að karl hafði fengið hjartaáfall
áður, en hann hafði leitað á sama stað tveimur árum áður með
svipuð einkenni og fengið magasýrulyf við einkennum sínum.
Bringubeinsverkur og þyngsli fyrir brjósti. aðeins þrír fengu
klassísku einkennin: brjóstverk sem leiddi út í vinstri handlegg,
mikinn verk yfir miðju bringubeininu og þyngsli fyrir brjósti
sem leiddu aftur í bak.
Umræða
nýnæmi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í þeirri yfirsýn
sem fékkst á reynslu yngri hjartasjúklinga á Íslandi, svo sem að
hjartaáfallið var vangreint vegna ungs aldurs þeirra og öðruvísi
einkenna en mest er frætt um. Endurskilgreining þátttakenda
á lífi og sjálfi í kjölfar hjartaáfallsins kom berlega fram í rann-
sókninni og ýmsir þættir höfðu áhrif á þessa endurskilgrein-
ingu. Mikil breyting varð á sjálfsmynd þeirra við að vera
komnir með „gamalmennasjúkdóm“ svo ungir og vera alls
staðar yngstir þar sem þeir komu innan um aðra „hjartasjúk-
linga“, og mörgum fannst erfið tilhugsun að þurfa að taka mörg
lyf það sem eftir er ævinnar.
Breytingar á sjálfsmynd
Breytt sjálfsímynd hjartasjúklinga eftir hjartaáfall hefur komið
áður fram í rannsóknum. Í eigindlegri rannsókn andersson og
félaga (2013) er eitt þemað til dæmis „lífið verður aldrei eins“.
Þar kemur fram að hjartaáfall hefur áhrif á sjálfsmynd þess sem
fær áfallið en athyglisvert er að eftir því sem lengra leið frá
hjartaáfallinu litu þátttakendur okkar síður á sig sem „hjarta-
sjúklinga“ heldur sem heilbrigða en með þennan „krankleika“.
hægt er að finna samsvörun við þetta hjá Larsen (2009) þar
sem fram kemur að þegar langvinn veikindi eru nýlega greind
horfa einstaklingarnir meira á sjúkdóminn, byrði hans og lang-
tímaáhrif, en þegar lengra líður frá sjúkdómsgreiningunni upp-
lifir fólk sig heilbrigt en þó með þessi veikindi.
Meirihluti þátttakenda í rannsókninni upplifði neikvæð
áhrif mikillar lyfjatöku á sjálfsmyndina. Tilfinningin var aðal-
lega að viðkomandi væri „gamall með lyfjapokann sinn“.
hjá nokkrum olli lyfjatakan andlegu álagi þar sem þeir
tengdu mikla lyfjatöku við háan aldur. Þó tóku allir inn lyfin
sín samkvæmt fyrirmælum og töldu sig vera búna að sætta sig
við hlutskipti sitt. Þessi niðurstaða kemur á óvart þar sem
meðferðarheldni í lyfjainntekt er töluvert ábótavant hjá hjarta-
sjúklingum samkvæmt öðrum rannsóknum (Mathews o.fl.,
2015).
Í rannsókn Mosleh og Darawad (2015) kom fram að 72%
hjartasjúklinga (n =254) tóku ekki lyfin sín eins og ráðlagt var.
Í evrópsku klínísku leiðbeiningunum frá 2012 segir að mánuði
eftir hjartaáfall séu 25 til 30% hjartasjúklinga þegar hætt að taka
inn að minnsta kosti eitt lyf sem ávísað var eftir áfallið. Síðan
dregur úr meðferðarheldni jafnt og þétt þegar lengra líður frá
hjartaáfallinu (Perk o.fl., 2012). fålun og samstarfsmenn (2015)
telja að með því að ræða við sjúklinga fyrir útskrift sé hægt að
efla meðferðarheldni. Þar sem okkar rannsókn er eigindleg er
ekki hægt að draga ályktanir af niðurstöðum um meðferðar-
heldni „yngri“ hjartasjúklinga. Þó væri vert að rannsaka þetta
nánar.
Alls staðar yngst
rannsakendur hafa ekki fundið rannsóknir þar sem fram
kemur reynsla yngri hjartasjúklinga af sérstöðu sinni vegna
ungs aldurs.
Andleg vanlíðan
andleg vanlíðan getur skert getu hjartasjúklinga til að takast á
við lífsstílsbreytingar og haft neikvæð áhrif á langtímahorfur
þeirra (Perk o.fl., 2012). Margir þátttakenda fundu fyrir kvíða,
þunglyndi og hræðslu í kjölfar hjartaáfallsins og fannst heil-
brigðisþjónustan ekki bregðast við með viðeigandi fræðslu. Í
eigindlegri rannsókn, þar sem þátttakendur voru 17 hjartasjúk-
lingar, kom fram að þeir sem veita hjartasjúklingum fræðslu
þurfa að vera vel að sér, áreiðanlegir og kunna að veita einstak-
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 73