Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 77
Ágrip Tilgangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst al- varlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrun- arfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Aðferð: rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var vorið 2016. notuð var íslensk þýðing mælitækisins nurse Competence Scale (nCS) sem samanstendur af 73 spurningum sem skiptast í sjö hæfni - þætti. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga á lands- byggðinni sem taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum og slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína mesta og fram- kvæmdu oftast verkefni í hæfniþættinum stjórnun í aðstæðum. Þeir mátu hæfnina minnsta í tryggingu gæða en framkvæmdu sjaldnast verkþætti í kennslu- og leiðbeinandahlutverki. Í einstökum hæfniverk- efnum mátu þeir hæfni mesta og framkvæmdu oftast hæfniverkefnið sjálfstæði í störfum. hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum (stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunarí- hlutanir og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri starfsaldur. hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun að loknu B.S. prófi mátu hæfni sína marktækt meiri í öllum hæfniþáttum en þeir sem höfðu ekki lokið viðbótarnámi. Ályktanir: niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að viðbótarnám og starfsreynsla hafi áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni meta hæfni sína. Stjórn- endur stofnana almennt ættu að gera hjúkrunarfræðingum fært að sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla starfsreynslu. Lykilorð: hæfni, bráðamóttaka, landsbyggð, hjúkrunarfræðingar, hjúkrun bráðveikra. Inngangur Bráðahjúkrun er sérgrein innan hjúkrunar og felur í sér umönnun einstaklinga á öllum aldri sem skynja eða hafa raun- veruleg frávik á heilsu af óþekktum orsökum sem krefjast frek- ari skoðunar (alpi, 2006; newberry og Sheehy, 2003). Starfsfólk bráðamóttaka tekur á móti sjúklingum með bráðatilvik en þau hafa verið skilgreind sem slys eða bráð veikindi sem koma skyndilega og standa yfir í minna en einn mánuð (Mosby’s Medical Dictionary, 2009). Bráðamóttökum á landsbyggðinni er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega (jutsum, 2010). Slysa- og bráðamóttaka eða slysadeildir eru á flestum heil- brigðisstofnunum landsins. Ef þær eru ekki opnar allan sólar- hringinn þurfa þeir sem þurfa á bráðaþjónustu að halda utan opnunartíma að hringja í neyðarnúmer til að fá samband við hjúkrunarfræðing. hann metur hvort ástæða sé til að viðkom- andi tali við lækni. Ef svo er gefur hann samband við vakthaf- andi lækni á þeirri stofnun sem er næst viðkomandi. Einnig er alltaf hægt að hringja í neyðarnúmer til að fá sjúkrabíl (Lækna- vaktin e.d.; Þjóðskrá Íslands e.d.). Ísland er strjálbýlt land en á landsbyggðinni búa um 125.000 manns eða tæplega þriðjungur landsbúa (hagstofa Íslands, e.d.). fjöldi fólks sem bráðamóttökur landsbyggðarinnar þurfa hugsanlega að sinna getur þó margfaldast þegar horft er til ferðamanna. Sem dæmi má nefna að árið 2014 fóru 969.181 er- lendur gestur um flugstöð Leifs Eiríkssonar, 1.261.938 árið 2015, 1.767.726 árið 2016 og 2.195.860 árið 2017 (ferðamála- stofa, e.d.). Þá eru ótaldir þeir sem koma með skipum. Einnig er fjöldi fólks sem dvelur í sumarhúsum á hverjum tíma, en í lok árs 2017 voru skráð 13.938 sumarhús á landsbyggðinni (Þjóðskrá Íslands, e.d.b). Árið 2016 leituðu rúmlega 6600 er- lendir ferðamenn á heilbrigðisstofnanir landsbyggðarinnar (Skrifstofa alþingis, e.d.). Þar fyrir utan eru þeir íslensku ferða - menn sem þurfa að sækja bráðaþjónustu á landsbyggð inni. tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 77 Íris kristjánsdóttir, Deildarstjóri Slysa- og bráðamóttaka heilbrigðisstofnun Suðurnesja herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og skurðlækningasvið Landspítla Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn niðurstöður þessarar rannsóknar gefa skýra vísbendingu um að endurmenntun og starfsreynsla hafi áhrif á hæfni hjúkr - unar fræðinga sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni. Stjórnendur stofnana ættu því að gera hjúkrunarfræðingum fært að sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla starfsreynslu. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.