Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 78
hlutverk og störf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku eru margvísleg. Þeir þurfa að takast á við stjórnun, tungumála- erfiðleika og síbreytilegt ástand auk óvissu um komufjölda og ástand sjúklinga á hverjum tíma (Curtis o.fl., 2009; Schriver o.fl., 2003; Dagbjört Bjarnadóttir, 2010). jafnframt þurfa þeir að hafa yfirgripsmikla þekkingu á hjúkrun fólks á öllum aldri með fjölbreytta sjúkdóma og misalvarleg líkamleg og andleg sjúkdómseinkenni. Þá þurfa þeir að þekkja lífshættuleg ein- kenni, oft með takmörkuðum upplýsingum frá sjúklingnum sjálfum, og hefja inngrip ef nauðsyn krefur með það að mark - miði að draga úr alvarlegum afleiðingum. Einnig kemur í þeirra hlut að forgangsraða sjúklingum eftir alvarleika einkenna, grípa inn í ef bráðaástand kemur upp og veita hjúkrun í erilsömu umhverfi (Curtis og fl, 2009; Schriver o.fl., 2003; Valdez, 2009). hjúkrunarfræðingar og læknar á landsbyggðinni horfast iðulega í augu við krefjandi aðstæður en margar stofnanir þar hafa ekki aðstöðu eða fjármagn til að kaupa dýr og háþróuð greiningartæki og hafa færri sérhæfð úrræði en stórar bráða - móttökur (justum, 2010). Ekki eru í boði sérstök slysateymi eða önnur gátteymi og oft er bið í næsta sjúkrabíl, þyrlu eða flug vél þegar flytja á sjúklinga á aðrar stofnanir. flutningur sjúklings á stærra sjúkrahús getur tekið nokkra klukkutíma auk þess sem veður og færð geta hindrað flutninginn. Þá vinna hjúkrunarfræðingar fjölþætt störf á landsbyggð - inni þar sem bráðaþjónustan getur verið einungis hluti af þeim verkefnum sem þeir sinna (ross og Bell, 2009). Þetta þýðir að starfsfólk á bráðamóttökum landsbyggðarinnar þarf að búa yfir einstakri klínískri þekkingu og kunnáttu. Samanburður á erlendum bráðamóttökum landsbyggðar og í þéttbýli sýnir að þær á landsbyggðinni hafa færra starfsfólk en stærri bráðamóttökur í borgum, sem gerir það að verkum að fáa er hægt að kalla til aðstoðar í lífsógnandi tilfellum. Einnig er komufjöldi bráðasjúklinga minni, en sumstaðar er daglegur komufjöldi á bráðamótttöku í borg sambærilegur við heilan mánuð á landsbyggðinni (Bragard o.fl., 2015; Williams o.fl., 2001). Í ársskýrslu Landspítalans (jón Baldvin halldórsson o.fl., 2017) frá árinu 2016 má sjá að rétt rúmlega 100.000 einstak- lingar leituðu á bráðamóttökur Landspítalans en á sama tíma leituðu um 11.500 einstaklingar á bráðamóttöku heilbrigðis- stofnunar Suðurlands (Björn Steinar Pálmason o.fl., 2017). Á landsbyggðarmóttökum eru hjúkrunarfræðingar jafnvel einir á vakt, með takmarkaðan búnað, hafa fáa til að kalla sér til aðstoðar og læknir er jafnvel ekki á staðnum þegar bráðatilvik kemur upp (ross, 2007). hjúkrunarfræðingarnir hafa mismikla reynslu af bráðaaðstæðum og geta lent í stöðu sem þeir hafa sjaldan eða aldrei tekist á við áður (ross og Bell, 2009). hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni hafa oft áhyggjur af við - brögðum hjúkrunarfræðinga á stærri bráðamóttökum í borgum. Bóklegt hjúkrunarnám fer fram í borgum og oftast verklegt nám líka. Þar af leiðandi hafa margir hjúkrunarfræð ingar enga reynslu af hjúkrun á landsbyggðinni (Bushy, 1998). Mörgum hjúkrun- arfræðingum á landsbyggðinni finnst hjúkrunarfræðingar á stærri sjúkrahúsum ekki skilja þær takmarkanir sem landsbyggðin býr við og óttast gagnrýni á þá þjónustu sem þeir veita eða veita ekki. Þeir óttast að litið sé svo á að skortur á aðstöðu og búnaði sé álitinn skortur á hæfni (Bushy, 1998; ross og Bell, 2009). hjúkrunarfræðingar eru stærsta heilbrigðismenntaða fag- stéttin á bráðamóttökum. hæfni þeirra er hægt að skilgreina sem getu til að þætta þekkingu og færni saman við eigin við - horf og gildi og geta beitt þeim á fullnægjandi hátt í því um- hverfi og aðstæðum sem starfað er í hverju sinni (Meretoja, Leino‐kilpi og kaira, 2004). hæfni hefur einnig verið lýst sem getu einstaklings til að ljúka ákveðnum verkefnum eða störfum og því hvernig hæfnin er nýtt sem þekking og kunnátta við sér- stakar aðstæður. Enn fremur felur hæfni í sér viðhorf, þátttöku og ábyrgð á að beita henni (andersson og nilsson, 2009). hæfni hjúkrunarfræðinga er mjög tengd afdrifum og öryggi sjúklinga svo sem mistökum, spítalasýkingum, fylgikvillum aðgerða og dánartíðni (aiken o.fl., 2012; aiken o.fl., 2014; Lak- anmaa o.fl., 2014). hæfari hjúkrunarfræðingar ættu því ekki aðeins að fækka mistökum heldur auka skilvirkni og gagn- reynda starfshætti og bæta afdrif sjúklinga (jutsum, 2010; Meretoja, isoaho o.fl., 2004; Meretoja og koponen, 2012). Meiri hæfni tengist einnig auknu sjálfsöryggi og starfsánægju starfs- fólks sem eykur aftur öryggi sjúklinga þar sem styrkur hvers hjúkrunarfræðings er nýttur til hagsbóta fyrir sjúklinga svo að þeir fá bestu hugsanlegu umönnun (Meretoja, isoaho o.fl., 2004; Meretoja og koponen, 2012; Salonen o.fl., 2007). kröfur um hæfni hjúkrunarfræðinga geta verið breytilegar eftir deildum heilbrigðisstofnana. Starfsfólk sem vinnur á lands- byggðinni sinnir yfirleitt færri bráðatilfellum en starfsfólk á stór - um sjúkrahúsum í borgum, það er talið geta leitt til minna sjálfs trausts og meiri efasemda um eigin hæfni miðað við það sem ætlast er til að þeir kunni í bráðaaðstæðum (jones o.fl., 2015). Oft getur liðið langur tími á milli þess að starfsfólk bráða móttaka á landsbyggðinni sinni sjúklingum í lífshættulegu ástandi. Þetta gerir það að verkum að nauðsynlegt er að starfsfólkið viðhaldi hæfni sinni m.a. með því að fara á endurmenntunarnámskeið, en þjálfun starfsmanna á landsbyggðinni er stundum ábótavant (Bragard o.fl., 2015; jutsum, 2010; Williams o.fl., 2001). Þessi rannsókn sem hér er lýst er hluti af stærri rannsókn sem hefur það markmið að skoða hæfni hjúkrunarfræðinga sem vinna með bráðveika sjúklinga. niðurstöður um hæfni hjúkr- unarfræðinga sem starfa á bráðamóttöku Landspítala í fossvogi hafa verið birtar í meistararitgerð (Dóra Björnsdóttir, 2015) og eru meginniðurstöður þær að starfsaldur í hjúkrun og starfslýs - ingar skýrðu mat hjúkrunarfræðinganna á eigin hæfni. Markmið rannsóknarinnar nú var að kanna hvernig hjúkr- unarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: • hvernig meta hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna slösuðum og bráðveikum sjúk- lingum, eigin hæfni? • hversu oft þurfa hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna slösuðum og bráðveik um sjúk- lingum, að sinna verkefnum sem reyna á hæfni þeirra? • hvert er samband starfsaldurs í hjúkrun, viðbótarnáms í hjúkrun og starfshlutfalls á núverandi vinnustað við mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni? íris kristjánsdóttir, herdís sveinsdóttir 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.