Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 80
Gagnasöfnun gagnasöfnun fór fram vorið 2016. Spurningalistar, ásamt kynn- ingarbréfi og frímerktu umslagi, voru sendir hjúkrunarfræð - ingum fyrrnefndra stofnana og þeim boðin þátttaka. Ýmist voru listarnir sendir á nöfn hjúkrunarfræðinganna eða á deildarstjóra sem sáu um að dreifa listunum, safna þeim saman og senda þá til baka á heimilisfang rannsakanda. Litið var svo á að þátttaka jafn- gilti upplýstu samþykki. Ítrekun var send í tölvupósti einu sinni. Siðfræði Í kynningarbréfinu kom fram að þátttakan væri nafnlaus, fæli ekki í sér neina áhættu og frjálst væri að hafna þátttöku. farið var með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Úrvinnsla Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu Statistical Package for the Social Sciences 22.00 (iBM Corp, 2013). notuð var lýsandi tölfræði og Mann-Whitney u próf til að skoða sam- bönd hæfniþátta (sem sýndir eru í töflum 1 og 2) við menntun, starfsaldur og starfshlutfall. Dreifing starfsaldurs og starfshlut- falls var ójöfn þannig að við úrvinnslu var notast við tvíkosta breytur; annarsvegar starfsaldur styttri en fimm ár og lengri en fimm ár, hinsvegar starfshlutfall minna en 80% og 80% eða meira. Þegar reiknað var meðaltalsgildi fyrir hæfniþætti voru svör þeirra sem svöruðu minna en 50% í hverjum hæfniþætti fyrir sig tekin út úr útreikningum fyrir þann hæfniþátt. Meðal- tal fékkst með því að reikna saman meðaltöl þeirra þátttakenda sem svöruðu meira en 50% spurninga í hverjum þætti. Niðurstöður Svörun var 60% (n=52) og komu þátttakendur frá öllum heil- brigðisstofnununum. Meðalstarfsreynsla þeirra var 13,9 ár (sf=12,3) og höfðu 14 þátttakenda minna en fimm ára starfs- reynslu. Tveir þátttakendur voru í minna en 60% starfshlutfalli og 38 voru í 80 til 100% starfshlutfalli. Tuttugu höfðu lokið viðbótarmenntun að loknu BS prófi í hjúkrun. aðspurðir um þátttöku í sérhæfðum endurlífgunarnámskeiðum höfðu 30 lokið Sérhæfðri endurlífgun ii, 26 Sérhæfðri endurlífgun i, einn lokið Meðhöndlun og flutningi slasaðra og sjö höfðu lokið Sér- hæfðri endurlífgun barna. fimm þátttakenda höfðu lokið öll - um námskeiðunum og tíu höfðu ekki tekið neitt sérhæft endurlífgunarnámskeið. Mat hjúkrunarfræðinganna á eigin hæfni og tíðni hæfniverkefna Tafla 2 sýnir mat þátttakenda á eigin hæfni út frá hæfniþáttum. Þátttakendur töldu hæfni sína mesta í þættinum stjórnun í aðstæðum en lakasta í þættinum trygging gæða. fæstir þátttak- endur svöruðu spurningum í þættinum trygging gæða og flestir í þættinum starfshlutverk. Mesta spönnin var í þættinum trygging gæða en minnst í þættinum umönnunarhlutverk. Þátt- takendur framkvæmdu oftast verkefni í þættinum umönnunar - hlutverk og sjaldnast í þættinum kennslu- og leiðbeinanda - hlutverk. Meðalstig heildarhæfni var 7,4 stig (sf=1,2; md= 7,34). Tafla 2 sýnir enn fremur meðaltal í hæfniþáttum hjá þátt- takendum sem höfðu lokið öllum og engu af fjórum sérhæfðu endurlífgunarnámskeiðum. Þar sést að talsverður munur er á meðaltölum þessara tveggja hópa (frá 0,6 til 1,6 stigum). Mark- tækni var ekki skoðuð sökum fárra einstaklinga í hvorum hópi. Tafla 3 sýnir tíu verkefni sem þátttakendur mátu hæfni sína að meðaltali mesta í og að meðaltali lægsta í. Þar sést að þeir meta hæfni sína að jafnaði mesta í því að vera sjálfstæður í störfum og lægsta í því að þróa aðlögun fyrir nýráðna hjúkr- unarfræðinga á eigin deild. Tafla 3 sýnir jafnframt tíu hæfniverkefni sem þátttakendur sögðu tíðast að þeir framkvæmdu mjög oft. Í 100% tilvika sögðust þeir mjög oft sjálfstæðir í störfum en í 11,5% tilvika íris kristjánsdóttir, herdís sveinsdóttir 80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Tafla 2. Meðaltal, miðgildi og spönn stiga innan hvers hæfniþáttar hjá öllum þátttakendum og þeim sem lokið hafa annarsvegar fjórum sérhæfðum endurlífgunarnámskeiðum og hinsvegar engum sérhæfðum endurlífgunarnámskeiðum. Allir þátttakendur Þátttakendur sem hafa engum Þátttakendur sem hafa lokið námskeiðum lokið fjórum námskeiðum Hæfniþættir n M* (sf) Md Spönn N M (sf) Md Spönn n M (sf) Md Spönn Heildarhæfni 51 7,4 (1,2) 7,3 4,3–9,5 9 6,9 (1,5) 6,6 3,5–9,6 4 8,1 (0.6) 8,2 5,5–9,1 Stjórnun í aðstæðum 49 7,8 (1,3) 7,8 3,8–9,9 10 7,6 (1,4) 7,8 5,3–9,5 4 8,7 (0,3) 8,7 8,4–9,1 Starfshlutverk 51 7,6 (1,4) 7,9 4,0–9,6 10 7,4 (1,6) 7,6 5,1–9,6 5 8,4 (0,5) 8,4 7,6–8,6 greiningarhlutverk 49 7,6 (1,2) 7,8 4,3–9,8 10 7,3 (1,5) 7,1 4,4–9,5 4 7,9 (0,8) 8,2 6,8–8,5 umönnunarhlutverk 49 7,5 (1,1) 7,6 5,2–9,8 10 6,8 (1,3) 6,4 5,2–9,2 4 8,4 (0,6) 8,6 7,6–8,9 hjúkrunaríhlutanir 46 7,4 (1,5) 7,6 2,3–9,9 9 7,3 (1,6) 6,6 5,1–9,6 4 8,3 (0,2) 8,3 8,2 - 8,5 Trygging gæða 50 6,9 (1,6) 7,0 3,2–9,8 10 6,6 (1,9) 6,9 3,2–9,6 4 7,5 (1,1) 7,3 6,4 - 8,6 kennslu- og leið- beinandahlutverk 50 7,5 (1,1) 6,8 3,5-9,6 10 5,9 (2,0) 5,0 3,5–9,3 5 7,7 (1,3) 8,45 5,5–8,6 *n=fjöldi, M=meðaltal, sf=staðalfrávik, Md=miðgildi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.