Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 86
Útdráttur Bakgrunnur rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra. Aðferð rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg og gögnum safnað með einu til tveimur viðtölum við 12 einstaklinga sem orðið höfðu fyrir sálrænu áfalli og náð auknum þroska í kjölfarið, samtals 14 viðtöl. Þátttakendur voru 34–52 ára, fimm karlar og sjö konur. Niðurstöður Titill rannsóknarinnar; „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina,“ er orðrétt lýsing eins þátttakanda á þeirri lífs- reynslu að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess. Þetta lýsir vel þeirri erfiðu vegferð sem áfallið var upphafið að. Þátt- takendur misstu fótanna við áfallið en töldu innri þætti á borð við þrautseigju, seiglu, og hugrekki til að horfast í augu við líðan sína, skipta mestu máli í úrvinnslu þess. Öll urðu þau fyrir frekari áföllum á vegferðinni, höfðu mikla þörf fyrir stuðning og umhyggju, og sögðu frá jákvæðum áhrifum þess að takast á við ný verkefni. allir þátttak- endur töldu upphaf aukins þroska tilkomið vegna innri þarfar fyrir breytingar. Sá aukni þroski sem þau upplifðu fannst þeim einkennast af bættum og dýpri tengslum við aðra, meiri persónulegum þroska, jákvæðari tilveru, aukinni sjálfsþekkingu og bættri sjálfsmynd. Þátt- takendur lýstu „þungum dögum“ þrátt fyrir meiri þroska en fannst þau engu að síður standa uppi sem sigurvegarar. Ályktanir rannsóknarniðurstöður benda til þess að það að verða fyrir áfalli sé verulega krefjandi lífsreynsla en að tilteknir innri þættir séu forsenda aukins þroska í kjölfar áfalls. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk bregðist við áföllum skjólstæðinga sinna með snemm- tækri greiningu og íhlutun, ásamt stuðningi, umhyggju og eftirfylgni. Lykilhugtök: geðhjúkrun, sálrænt áfall, aukinn þroski í kjölfar áfalls, fyrirbærafræði, viðtöl. Inngangur Stór hluti fólks verður fyrir einhvers konar áföllum á lífsleiðinni og hafa rannsóknir sýnt að sálræn áföll geta átt stóran þátt í þróun ýmissa sálrænna vandamála (Boals o.fl., 2013; Brown o.fl., 2014; Dar o.fl., 2014). rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa að miklu leyti snúið að neikvæðum afleiðingum þeirra en til að fá betri heildarmynd af því sem gerist í raun og veru eftir slíkt áfall er þörf á að rannsaka jákvæðar afleiðingar þeirra nánar. Sálrænt áfall (e. psychological trauma) er upplifun einstak- lings af atburði eða aðstæðum þar sem hann nær ekki að sam - þætta og höndla tilfinningalega reynslu sína eða upplifir ógn við líf, líkamlegt eða andlegt heilbrigði sitt (Pearlman og Saak- vitne, 1995). Við sálrænt áfall geta ýmsar neikvæðar tilfinningar kviknað, s.s. sektarkennd, skömm, kvíði, depurð eða þunglyndi (Beck o.fl., 2015; Boals o.fl., 2013) og hætta á tilfinningalegum skaða eykst eftir því sem áhrif atburðarins á líf viðkomandi eru 86 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Starfsendurhæfingu norðurlands, aðjúnkt við heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri Sigríður halldórsdóttir, Prófessor og deildarformaður framhaldsnámsdeildar, heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina“: Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla Nýjungar: rannsóknarniðurstöðurnar auka þekkingu og dýpka skilning á þeirri vegferð að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess sem getur nýst hjúkrunarfræð - ingum í starfi. Hagnýting: Mikilvægt er að sýna þeim sem lent hafa í áföllum stuðning og umhyggju. Það getur haft jákvæð áhrif á vegferð þeirra til þroska. Þekking: geðhjúkrunarfræðingar og annað fagfólk geta notað niðurstöðurnar sem grunn að samræðum við skjól stæðinga sem orðið hafa fyrir áfalli til að meta áhrif áfallsins og til að hjálpa viðkomandi að ná auknum þroska í kjölfar þess. Áhrif á störf hjúkunarfræðinga: fræðslu- og stuðningshlut- verk hjúkrunarfræðinga er mikið gagnvart fólki sem lent hefur í sálrænum áföllum, t.d. í kjölfar skyndilegra veikinda og slysa. Bætt þekking hjúkrunarfræðinga á áhrifum sálrænna áfalla og hvernig einstaklingurinn getur náð auknum þroska í kjölfar þeirra er því mikilvæg. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.