Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 90
Niðurstöður Titill rannsóknarinnar „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina“ er tilvitnun í einn þátttakanda og lýsir vel þeirri lífsreynslu að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess. Það lýsir þeirri erfiðu vegferð sem áfallið var upphafið að. Að missa fótanna: Áfallið og áhrif þess Þau sálrænu áföll sem þátttakendur urðu fyrir voru af mismun- andi toga og tengdust ýmist ástvinum, starfi eða heilsufari við - komandi, s.s. slys, alvarleg veikindi barns, sjálfsvíg ástvinar, ofbeldi, einelti, atvinnumissir, heilsubrestur, skilnaður, andleg veikindi ástvinar, framhjáhald maka, alvarlegur fjárhagsvandi og missir húsnæðis. Þátttakendum bar saman um að áfallið hefði haft þau áhrif að þau voru sem slegin niður, misstu fótanna og áttu erfitt með að rísa upp aftur. María lýsti þessu mjög vel: Sko, ég gjörsamlega steinlá … lá alveg kylliflöt..og ég leyfði mér bara að liggja. Málið er að stundum þarf maður bara að fá að liggja … svo eftir ákveðinn tíma lyftir maður upp höfðinu … maður sest upp og horfir í kringum sig svolitla stund … og svo leggst maður kannski aftur … til að fá aðeins meiri orku … þegar maður er tilbúinn sest maður upp, situr svolitla stund til að ná áttum áður en maður stendur á fætur … og fikrar sig af stað út í lífið aftur. Þetta er eitthvað sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir, það er að maður þarf stundum að fá tíma til að jafna sig … og fólk þarf bara mislangan tíma í það … þetta þarf allt að vera á forsendum hvers og eins … það segir þér enginn að jafna þig og þú bara jafnar þig … þú þarft að finna fyrir lönguninni sjálf … og tilganginum. flestir upplifðu almenna vanlíðan og framtaksleysi og margir höfðu fjárhagsáhyggjur. ingi orðaði það þannig: Ég eeee var alveg bara handónýtur, ég gat ekkert farið, ég gat ekki einu sinni, þótt ég feginn hefði viljað, bara bera út póstinn eða eitthvað skilurðu til þess að reyna að fá einhvern pening … þetta var bara þannig ástand. andlega hliðin fór alveg (þögn í 4 sek) í rusl. Tímabilinu í kjölfar áfallsins fylgdu oft á tíðum mikil innri átök og vanlíðan sem hafði slæm áhrif á sjálfsmynd viðkomandi og samskipti við aðra. Margir þátttakenda sýndu sterk einkenni áfallastreitu eftir áfallið og hluti þeirra fékk læknisfræðilega greiningu áfallastreitu eftir lífsreynslu sína. María lýsti einkenn- unum svo: Í rauninni mætti líkja einkennunum sem ég upplifði við það að vera andlegur brunasjúklingur … það verður allt vont … allir skynjarar eru svo galopnir … þú ert svo galopin tilfinningalega að minnsta áreiti verður vont … allt verður svo svakalega ýkt og þú ert með varnirnar uppi eins og þú mögulega getur til að verja þig. Öll lýstu líkamlegum einkennum í kjölfar áfallsins sem ollu þeim verulegri skerðingu á lífsgæðum, s.s. örum hjartslætti og mæði, hræðslu, spennu og svita, líkamlegri viðkvæmni, verkj - um og vöðvabólgu, lömunartilfinningu, hnúti í maga og lystar - leysi, höfuðverk og hvíldarlausum svefni. nanna orðaði þetta þannig: Ég var búin að missa algjörlega trúna á það að ég gæti gert nokk- urn skapaðan hlut … ég var farin að finna fyrir líkamlegum ein- kennum stöðugt, stöðugan verk í maga, stöðugan kvíðahnút fyrir brjóstinu, það var bara … já stöðugur kvíði bara alltaf, ég vaknaði með hann og ég sofnaði með hann. helstu andlegu einkennin sem þátttakendur lýstu í kjölfar áfallsins voru t.d. kvíði og reiði, andlegur doði og viljaleysi, uppgjöf og missir framtíðarsýnar, hræðsla og áhyggjur, við - kvæmni og höfnunartilfinning, uppgjöf og grátgirni, félags - kvíði og erfiðleikar í samskiptum, skert skammtímaminni, sektarkennd og skömm, félagsleg einangrun og einmanaleiki og sjálfsvígshugsanir. Tvíbent áhrif fyrri áfalla Langflest þátttakenda sögðu óumbeðin frá æsku sinni þar sem þau lýstu ýmist krefjandi heimilisaðstæðum, uppeldisaðferðum og/eða sálrænum áföllum sem þau urðu fyrir sem börn. Þátt- takendur tengdu persónugerð sína og varnarhætti á fullorðins- árum upplifun sinni á barnsaldri en ekkert þeirra hafði sem barn unnið úr upplifun sinni eða áföllum. gunnar sagði: Ég er alinn upp þannig að maður á ekki að kvarta og kveina … ég á að vera stór og sterkur og … og … ég hef alltaf verið þannig … á endanum þá brotnaði ég bara, þá var eitthvað sem gaf sig. Sumir þátttakendur sögðu frá því hvernig snjóboltaáhrif fyrri áfalla urðu til þess að þau misstu fótanna við enn eitt sálræna áfallið. Þó var meirihluti þátttakenda sem taldi erfiða reynslu í æsku hafa verið góðan undirbúning fyrir áföll sem þau urðu fyrir síðar á lífsleiðinni. Leifur sagði frá því að hann hefði strax sem ungur maður verið kominn með skráp sem ekki var þægi- legur en hann taldi hafa fleytt sér í gegnum áföllin í lífinu: Ég held að strax svona þegar maður var ungur svona kominn skrápur á mann … og þetta hefur einhvern veginn svona bara fleytt mér áfram í lífinu … þessi skrápur … en samt ekki þægi- legur. Að hafa þrautseigju, seiglu og hugrekki: Áhrif innri þátta á úrvinnslu áfallsins Þátttakendur töldu sína persónulegu innri þætti ýmist hafa haft jákvæð eða neikvæð áhrif á atburðarásina eftir áfallið, úr- vinnslu þess og á leiðina að meiri þroska í kjölfarið. Ein af for- sendum þess að vinna úr lífsreynslu sinni að þeirra mati var hugrekki til að horfast í augu við líðan sína. Öll sögðust hafa búið yfir þeim baráttuvilja sem þurfti til að vinna úr áfallinu. … svolítið mikið bara viljinn til að læra og svona … ertu með smá baráttu … harðjaxl í þér í grunninn? Þó að það sé kannski djúpt á honum..því að þetta er djöfulsins barátta … maður þarf að bíta helling á jaxlinn. [karen] uppeldi og sjálfsskoðun voru meðal þeirra þátta sem þátttak- endur töldu hafa jákvæð áhrif á úrvinnslu áfallsins en óvissa, eigin fordómar og fjárhagsáhyggjur sterkir neikvæðir þættir. Öll sögðust hafa búið yfir baráttuvilja til að komast í gegnum hulda sædís bryngeirsdóttir, sigríður halldórsdóttir 90 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.