Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 92
Þá var alls staðar … sama svarið sko, nei þú ert ekki fyrir okkur það er of mikil sjúkrasaga og … þar sem maður fékk svör það er að segja … sums staðar fékk ég engin svör … ömurlegt náttúru- lega bara að fá ekki svar einu sinni. (Egill) jónas kallaði eftir meiri stuðningi frá heilbrigðisþjónustunni fyrir þolendur áfalla: Þegar fólk lendir í áföllum sem eru sannarlega áföll, að það sé einhver til staðar þarna fyrir þig innan heilbrigðiskerfisins … sem að taki í hendina á þér og leiðbeini þér fyrstu vikuna eða tvær, komi þér af stað og svo sé einhver sem að hringir bara til þess að fylgja þessu eftir … þetta er ótrúlega lítil viðbót við heil- brigðisþjónustuna en ég held hún skipti sköpum fyrir fólk sem lendir í áföllum og erfiðleikum. Á krossgötum: Upphafið að auknum þroska Persónubundið var hvenær hvert og eitt byrjaði að finna fyrir meiri þroska, jafnvel meðal þeirra sem orðið höfðu fyrir áföll - um af svipuðum toga. allir sögðust hafa þroskast vegna sinnar eigin innri þarfar fyrir breytingar. hvert og eitt skilgreindi sinn útgangspunkt og hvert þau vildu stefna. Þá og ekki fyrr gátu þau þroskast. hjá mörgum þátttakendum voru það börnin og/eða nánasta fjölskylda sem urðu til þess að þau áttuðu sig á að breytinga var þörf. hjá sumum kviknaði þessi þörf fyrir breytingar hjá meðferðaraðilum, fyrir tilstuðlan ættingja og/eða vina eða í námi. hjá öðrum voru það persónulegir innri þættir og metnaður sem urðu kveikjan að breytingum í átt að auknum þroska. Stór hluti þátttakenda tjáði sig um hverjar forsendur meiri þroska væru að þeirra mati. rætt var um gagnsemi ytri þátta á borð við utanaðkomandi aðstoð, utanumhald og eftirfylgni en almennt töldu þátttakendur persónulega eiginleika sína hafa skipt mestu máli. aðrir þættir sem þátttakendum fannst hafa jákvæð áhrif á þroska í kjölfar áfallsins var t.d. að upplifa getu til náms, réttlætiskennd, þrá eftir hamingju, mátulegt kæru- leysi, þakklæti, stolt, þekkingu á og notkun bjargráða, sjálfs - skoðun, að vera sterk, standa sig, sjá um sig og sína, hafa reglu á hlutunum og í lífinu, að axla ábyrgð, samviskusemi, að tjá sig mikið, hafa vilja til að læra og trúa á guð. Þættir sem höfðu neikvæð áhrif voru t.d. lágt sjálfsmat, andleg vanlíðan, sektar- kennd, vantraust, viðkvæmni, vanmáttur, reiði, pirringur, höfn- unartilfinning, þöggun, kvíði, óöryggi, skömm, niðurbrot, ósætti við breytt líf (t.d. skilnað), að tjá sig lítið, sektarkennd, verkir og skert starfsgeta. Frá hinu ytra yfir í hið innra: Aukinn vöxtur í kjöl - far áfalls Mikill meirihluti þátttakenda taldi sig vera betri manneskjur eftir áfallið og sagðist upplifa jákvæðar tilfinningar og ham- ingju í meira mæli en áður þar sem áherslan hafði færst frá hinu ytra yfir í hið innra. Sum sögðust hafa fengið tækifæri til að endurskoða líf sitt, öðlast meiri sjálfsþekkingu og gera breyt- ingar á sjálfu sér. Öll lýstu þau betri samskiptum og tilfinninga- tengslum við sína nánustu. Mikill meirihluti þátttakenda taldi sig vera sterkari einstaklinga og dýpri, þroskaðri og betri mann- eskjur en áður. Þau nutu lífsins hér og nú og lærðu að meta og gleðjast yfir „litlu hlutunum“ sem lífið færði þeim. Mörg fundu fyrir meira þakklæti, æðruleysi, gleði og hamingju almennt. Tilveran var jákvæðari þótt hún væri ekki gallalaus en þeim fannst mikilvægt að horfa björtum augum til framtíðar. Þátt- takendur urðu meðvitaðri um bæði andlega og líkamlega heilsu sína. Þau stóðu með sjálfum sér, fóru að passa betur upp á sig, fundu hvar mörk þeirra lágu og hvaða bjargráð hentuðu þeim best. flest þátttakenda sögðust búa yfir meira sjálfstrausti og sjálfsvirðingu en áður og lýstu auknu umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Mörg sögðust vera á sífelldri uppleið. Sum sögðust hafa öðlast skýrari framtíðarsýn, voru virkari í samfélaginu, jákvæðari, þolinmóðari, stoltari, upplifðu sigur, fjárhagslegt öryggi, frelsi, kraft, orku, upplifðu minni streitu, voru ástfangin eða tilbúin til að leita að ástinni, unnu meðvitað að styrk sínum og fundu ekki fyrir eftirsjá. Þrátt fyrir mikla undangengna erfiðleika voru þátttakendur sammála um að sá þroski sem fylgdi þessari lífsreynslu vægi þyngra en neikvæðu þættirnir þegar upp var staðið, eins og Brynja sagði: Ég segi það og skrifa það, veistu ég er heppnasta kona í öllum heiminum … vegna þess að hafa gengið í gegnum þessi áföll … gerir mig að þessari konu sem ég er í dag … og ég er fabulous. „Þungir dagar“ þrátt fyrir aukinn þroska Þátttakendur lýstu neikvæðum þáttum þrátt fyrir aukinn þroska. Langflest áttu til dæmis enn sína „þungu daga“ eftir áfallið. Þau gerðu sér grein fyrir líðan sinni og tókust á við ástandið með eigin bjargráðum. Sum voru enn á lyfjum vegna andlegrar vanlíðanar eftir áfallið og hluti þátttakenda var enn með skerta líkamlega og andlega starfsgetu sem olli óvissu um framtíðina. nokkur lýstu hvernig innra óöryggi var enn til staðar. Þá fundu sum þeirra fyrir sektarkennd gagnvart öðrum og eftirsjá eftir tímanum sem fór í þessa vegferð. Öðrum fannst erfitt að hor- fast í augu við breytingar á högum á borð við skilnað og flestum fannst ógnvænlegt að hafa verið komin á botninn. Umræður rannsóknin birtir reynslu fólks af þeirri vegferð að verða fyrir sálrænu áfalli en öðlast meiri þroska í kjölfar þess. Þau sálrænu áföll sem þátttakendur urðu fyrir voru neikvæð í sjálfu sér og höfðu varanleg áhrif á líf þeirra. Þau ollu straumhvörfum í lífi þátttakenda og afleiðingar áfallanna og þeirrar atburðarásar sem fylgdi í kjölfarið voru alvarlegar og gengu nærri andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra. Öll lýstu því hvernig þessi lífs- reynsla hefði mótað þau sem persónu og haft áhrif á hvaða augum þau líta lífið og tilveruna. Þeir þættir sem ekki hafa komið fram áður í rannsóknum á þroska í kjölfar áfalls og gætu því verið menningarbundnir eru m.a. að meirihluti þátttakenda taldi að erfið reynsla í æsku hefði verið góður undirbúningur fyrir áföll sem þau urðu fyrir síðar á lífsleiðinni. Þetta væri vert að rannsaka nánar. nokkrir þátt- takendur lýstu þó hvernig snjóboltáhrif fyrri áfalla urðu til þess að þau misstu fótanna sem samrýmist rannsóknarniðurstöðum hulda sædís bryngeirsdóttir, sigríður halldórsdóttir 92 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.