Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Hafnartorg - +354 511 1900 - michelsen.is
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald
á rétt tæp 240 kíló af fíkniefnum það
sem af er ári. Það er umtalsvert
meira en allt árið í fyrra þegar lagt
var hald á ríflega 172 kíló af fíkniefn-
um.
Í tölum sem embætti ríkislög-
reglustjóra tók saman fyrir Morgun-
blaðið kemur fram að mun meira
hefur verið tekið af amfetamíni og
kókaíni en í fyrra. Fyrstu tíu mánuði
ársins hefur verið lagt hald á ríflega
35 kíló af kókaíni samanborið við tæp
19 kíló allt síðasta ár. 54 kíló af am-
fetamíni hafa verið tekin í ár en í
fyrra voru tekin tæp fimm kíló. Þá
hefur verið lagt hald á um 8,5 lítra af
amfetamínvökva sem hefði dugað til
að framleiða tugi kílóa af amfeta-
míni.
Talsvert minna hefur verið tekið
af kannabisplöntum í ár en í fyrra og
sama gildir um marijúana. Meira
magn af hassi hefur verið tekið í ár
sem og kannabisstönglum.
Ekki voru fyrirliggjandi tölur um
það hversu mikið af þeim fíkniefnum
sem lagt hefur verið hald á í ár var
flutt til landsins og hve mikið var
framleitt hér á landi. Þá var ekki fyr-
irliggjandi sundurliðun á því hversu
mikið magn tollyfirvöld hafa tekið og
hversu mikið lögregla hefur tekið.
Alger sprenging í kóka-
íni og amfetamíni í ár
Um 240 kíló af fíkniefnum tekin fyrstu tíu mánuði ársins
Magn fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á
Frá árinu 2008 til og með 31. okt. 2019
Heimild: Embætti
ríkislögreglustjóra
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019*
Hass (g) 233.440 25.918 14.716 1.827 594 680 1.329 9.353 6.097 24.337 11.793 19.345
Kannabisfræ (stk.) 30 - - 5 21 32 73 - - 7 - -
Kannabisfræ (g) - - - - - - - 2 - - 3.740 -
Kannabisplöntur (stk.) 893 11.713 9.339 7.570 6.430 6.669 4.065 4.094 3.232 5.033 5.173 4.798
Kannabisplöntur (g) 3.430 10.837 1.447 12.685 32.093 47.512 12.914 7.221 12.805 19.997 22.517 10.692
Maríjúana (g) 6.624 54.968 27.033 29.834 20.728 32.871 63.571 52.049 43.874 34.070 73.368 38.997
Tóbaksblandað hass (g) 358 163 379 321 309 433 361 345 440 399 277 365
Kannabislauf (g) 4.382 31.497 30.165 47.114 26.846 47.241 21.440 49.036 30.008 39.062 35.022 50.416
Kannabisstönglar (g) 910 417 3.953 6.679 6.576 7.831 3.260 11.991 12.815 11.541 5.103 28.085
Amfetamín (g) 10.741 80.069 11.137 31.839 12.169 34.189 4.784 32.849 9.838 13.588 4.890 54.000
Amfetamín (stk.) 8 - 2 8 - 300 13 7 - 9 - 4
Amfetamín (ml) 402 - 25.515 1.588 - 2.110 41 - 16 14.408 1.788 8.463
Metamfetamín (g) - 2 11 17 4 81 105 343 1.014 518 72 2.026
Kókaín (g) 7.721 5.391 5.684 3.888 5.273 2.535 1.736 9.738 8.035 26.924 18.634 35.269
Kókaín (ml) - - - - - - - - - 4.400 - -
E-töflur (g) 117 5 155 287 1.176 116 149 11.003 2.059 4.593 1.032 1.123
E-töflur (stk.) 3.885 10.221 15.084 78.099 2.100 14.824 1.454 213.660 2.258 2.699 8.428 1.340
Heróín (g) - - - - - 1 - - - 9 28 -
LSD (stk.) 407 6 504 4.489 14 115 2.761 741 427 1.021 2.967 358
*Jan.-okt. 2019, bráðabirgðatölur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íþróttaveisla UMFÍ, sem ákveðið
hefur verið að halda í Kópavogi í
júní á næsta ári, er framhald lands-
móta ungmennafélaganna með nýju
og breyttu sniði. Gömlu landsmótin
verða því að óbreyttu ekki haldin
oftar en þau hafa verið mikilvægur
þáttur í starfi ungmennafélaganna
frá árinu 1909.
„Íþróttaveislan er í raun fram-
hald gömlu landsmótanna. Við byrj-
uðum á því að breyta um takt á
landsmótinu á Sauðárkróki sumarið
2018. Við erum að þróa mótin áfram
þannig að þau henti fyrir þátttöku
almennings. Við höfðum til fólks
sem ekki stundar afreksíþróttir,
þótt það sé líka velkomið, fólks sem
vill hreyfa sig, sér til heilsubótar og
ánægju,“ segir Haukur Valtýsson,
formaður Ungmennafélags Íslands.
Gerður hefur verið samstarfs-
samningur við Kópavogsbæ og
Ungmennasamband Kjalarnesþings
(UMSK) um framkvæmd Íþrótta-
veislu UMFÍ sem efnt verður til í
Kópavogi 26. til 28. júní á næsta ári.
Þetta verður þriggja daga lýðheilsu-
hátíð.
Haukur segir að í Kópavogi sé
góð aðstaða og allir innviðir í góðu
lagi. Þar séu öflug félög eins og
Breiðablik, HK og Gerpla sem muni
standa að framkvæmdinni.
Framlag til að bæta lýðheilsu
Á landsmótinu á Sauðárkróki var
lögð áhersla á annað form þekktra
íþróttagreina og teknar inn ýmsar
nýjar og framandi greinar. Því verð-
ur haldið áfram í Íþróttaveislunni í
Kópavogi og þróað enn frekar yfir í
almenningsíþróttir.
„Þetta er framlag UMFÍ til þess
að efla og bæta lýðheilsu Íslend-
inga. Aðstæður hafa breyst. Fólk
þarf að hreyfa sig út lífið til að létta
líf sitt og létta á heilbrigðiskerfi
samfélagsins. Þetta á einnig að vera
fjölskylduskemmtun þar sem fólk
kemur saman og kynnist nýjum
íþróttagreinum,“ segir Haukur.
Fyrsta landsmót ungmennafélag-
anna var haldið á Akureyri árið
1909 og mótin hafa verið haldin
óslitið frá árinu 1940 að þau voru
endurvakin með landsmóti í Hauka-
dal. Mótin hafa verið að láta undan
síga vegna þess að þátttakendum
fækkar.
Breytt samfélag
„Hraðar breytingar hafa orðið í
samfélaginu. Við sjáum að víða úti
um landið, á stórum og dreifbýlum
sambandssvæðum, hefur fólki fækk-
að og erfiðara er að halda úti þjón-
ustu við íþróttafólk,“ segir Haukur
og aðspurður bætir hann því við að
ekki séu líkur á að þau verði endur-
vakin, að minnsta kosti ekki í fyrri
mynd.
Mikið verður um að vera hjá
UMFÍ á næsta ári. Auk Fjölskyldu-
veislunnar í Kópavogi verður
Landsmót 50+ haldið í Borgarnesi
og Unglingalandsmót á Selfossi.
Landsmót UMFÍ eru liðin undir lok
Efnt verður til fjölbreyttrar Fjölskylduveislu UMFÍ í Kópavogi næsta sumar Framhald gömlu
landsmótanna sem haldin hafa verið í 120 ár Höfðað til alls almennings sem vill hreyfa sig
Morgunblaðið/Skapti
Maraþon Meiri áhersla er á almenningsíþróttir í Fjölskylduveislu UMFÍ.
„Ég er einstaklega stoltur og þakk-
látur fyrir að vera treyst fyrir þessu
mikilvæga starfi og hlakka óskap-
lega mikið til þess
að hefja störf í
Þjóðleikhúsinu,“
segir Magnús
Geir Þórðarson
sem menntamála-
ráðherra skipaði í
gær nýjan þjóð-
leikhússtjóra frá
næstu áramótum.
Ari Matthíasson,
sem gegnt hefur
stöðunni síðast-
liðin fimm ár, lætur þá af störfum.
Magnús hefur síðastliðin sex ár
verið útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Þar áður var hann leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar og síðar
Borgarleikhússins, en hann er
menntaður í leikstjórn, með MA-
gráðu í leikhúsfræðum og MBA-
gráðu í viðskiptum.
Sjö umsóknir bárust um stöðu
þjóðleikhússtjóra og voru fjórir um-
sækjendur metnir hæfastir.
Menntamálaráðherra boðaði þá í
viðtal í kjölfarið þar sem lagt var
mat á stjórnunar- og leiðtogahæfi-
leika til viðbótar við þær upplýs-
ingar sem fyrir lágu. „Já, ég er með
fjölmargar hugmyndir varðandi
Þjóðleikhúsið, sem ég tel vera í kjör-
stöðu til að vera leiðandi í öflugu
leikhúslífi þjóðarinnar,“ segir Magn-
ús Geir. „Fyrsta mál á dagskrá er þó
að setja mig betur inn í stöðu mála í
leikhúsinu og hlusta á það frábæra
fólk sem þar starfar. Ég hlakka til
að verða hluti af þeim góða hópi,
bretta upp ermar og taka þátt í að
skapa ógleymanlegar stundir í leik-
húsi þjóðarinnar.“
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. skipar
nýjan útvarpsstjóra. Kári Jónasson,
formaður stjórnar, segir starfið
verða auglýst á næstu dögum og
ráðgjafarfyrirtæki verði stjórninni
til aðstoðar við val og ráðningu, sem
væntanlega verði til lykta leidd
snemma á nýju ári. Magnús Geir
Þórðarson hafi í starfi sínu gert góða
hluti hjá RÚV í starfsháttum og
dagskrá og komið fjárhag stofnunar-
innar á réttan kjöl.
sbs@mbl.is
Magnús Geir nýr
þjóðleikhússtjóri
Starf útvarpsstjóra auglýst fljótlega
Magnús Geir
Þórðarson
Enn er til skoðunar að sameina emb-
ætti Lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu og Ríkislögreglustjóra og
hugsanlega er embættið á Suður-
nesjum með í breytunni. Þetta segir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra í samtali við
mbl.is.
Ráðherra hefur nú fengið skýring-
ar á ákvörðun ríkislögreglustjóra um
fyrirkomulag launa yfir- og aðstoð-
aryfirlögregluþjóna sem felur í sér
að lífeyrisgreiðslur til þeirra verða
hærri en ella. Segir ráðherra ríkis-
lögreglustjóra hafa haft fulla heimild
til þeirrar ákvörðunar.
„Varðandi skipulag lögreglunnar
þá hefur sú vinna gengið mjög vel.
Ég býst við að í þessum mánuði geti
ég kynnt tillögur og fengið við þeim
viðbrögð. Það hefur verið mikill sam-
hljómur,“ segir Áslaug sem kveðst
hafa reynt að hraða þessari skipu-
lagsvinnu eins og kostur hafi verið.
Launahækkun RLS í lagi
Sameining lögregluembætta á suðvesturhorninu í skoðun