Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikritið Eitur, eftir hollenska leik- skáldið Lot Vekemans, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Verkið hefur verið þýtt á yfir tuttugu tungumál og ver- ið sýnt víða um heim á undan- förnum tíu árum. Í verkinu leika Nína Dögg Fil- ippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason fyrr- verandi hjón sem hittast eftir tíu ára aðskilnað við óvæntar aðstæð- ur. Í ljós kemur að þau urðu fyrir því áfalli að missa barn og hafa tekist á við sorgina með ólíkum hætti. Leikstjóri verksins er Kristín Jóhannesdóttir og segir hún hol- lensk verk sjaldséð á íslensku leik- sviði. Það sé því ánægjuefni að fá að leikstýra verki eftir Hollending og það afar hæfileikaríkan. „Hún er al- veg ótrúleg,“ segir Kristín um Vek- emans. „Hún á að baki mjög glæsi- legan feril, hefur skrifað upp undir 30 verk og er margverðlaunuð út um allar jarðir og sérstaklega hefur hún notið mikillar hylli í Hollandi, hefur hlotið bestu verðlaunin á þeirri grund. Verk hennar hafa ver- ið sýnd um allan heim.“ Fylgifiskur mannkyns Umfjöllunarefni verksins, sorg- ina, ættu allir eða langflestir full- orðnir að geta tengt við. „Hún hefur náttúrlega fylgt mannkyninu og mun alltaf fylgja því þann tíma sem við eigum eftir á þessari jörðu. Að missa einhvern og sorgin er hluti af því að vera til, eitthvað sem menn verða að kljást við, fyrr eða síðar,“ segir Kristín. Hún segir verkið fjalla um tvenns konar viðhorf til missis, hvernig eigi að bregðast við og hvað sé til ráða. „Sorgarferlið er eitt það flóknasta sem maður lendir í, svo margbrotnar tilfinningar og er kallað í sálfræðinni „complicated grief“ eða „margbrotin sorg“ sem getur orðið mjög stór meinsemd. Konan, sem einfaldlega er nefnd „hún“ í verkinu, horfir stöðugt til baka, er föst í sorginni og líður, að hennar mati, ekkert betur en fyrir tíu árum. Karlinn, „hann“, vill hins vegar bregðast við missinum með því að horfa fram á veginn, reyna að finna leið út úr sorginni og sætta sig við orðinn hlut. „Þetta er meginstefna höfundar í þessu máli. Hvort sem þú horfir um öxl og lendir í gildru sorgar eða vilt reyna að sættast við þetta með ein- hverju móti er það jafngilt. Þetta er jafnmikil sorg, eftir sem áður. Það er ekki hægt að segja að einum reynist þetta léttara en öðrum. Verkefni höfundarins, Vekemans, var að sýna fram á að sorgarferli verður ekki sett á vogarskálar. Þetta eru ótrúlega margbrotnar og flóknar tilfinningar og allur tilfinn- ingaskalinn undir. Þú getur ekki sagt að eitthvað sé skárra, betra eða gildara en annað í þessum málum,“ segir Kristín. Húmorinn hjálpartæki –Hvers vegna heitir verkið þessu nafni, Eitur? „Það er vegna þess að hann fær bréf frá henni þar sem þeim er stefnt til fundar í kapellu kirkju- garðsins þar sem sonur þeirra er grafinn. Það á að grafa upp líkin í garðinum vegna þess að jarðveg- urinn er eitraður. Ofan á allt annað flækir þetta málin mjög mikið,“ seg- ir Kristín. Hann og hún mæta til fundar og bíða og bíða en enginn kemur. Kristín segist ekki vilja ljóstra frekar upp um söguþráð verksins. –Þetta hljóta að vera mjög erfið hlutverk fyrir leikarana, þau hljóta að reyna mikið á? „Þetta er gífurlegt álag að fara í gegnum þetta, mikil þrekraun fyrir leikarana og okkur öll sem erum að- standendur sýningarinnar,“ svarar Kristín en hins vegar sé hjálpartæki sorgarinnar að finna húmorinn í líf- inu. „Við erum bæði búin að gráta úr sorg og hlátri. Þetta kallar hvað á annað og það er líka svo flókið, hvernig orðaskipti í miðju sorgar- ferli geta valdið miklum hláturs- köstum,“ segir Kristín. „Það kemur skýrt í ljós á vegferð persónanna í verkinu.“ Orðin jafnmikilvæg myndunum Kristín segir orðin jafnmikilvægt tæki fyrir leikskáldið og myndirnar sem upp eru dregnar. „Það er svo mikil tónlist í textanum, svo mikill taktur. Hljómfallið er mjög sérstakt og höfundurinn orðar það þannig að orðin geta verið bjargvættur, um nánd og annað en það sem ekki er sagt getur líka legið í orðunum. Það finnst mér svo sterkt í þessu tilfelli, það er svo margt sem liggur ósagt og hefur legið í öll þessi ár. Við skynjum það strax frá upphafi verksins. Það eru t.d. engir punktar í verkinu, einhverju er ekki lokið. Allur textinn og strúktúrinn felur þetta í sér, að aldrei hafi verið talað út um málin, kannski ekki fyrr en þau hittast aftur eftir tíu ár,“ segir Kristín. Verkið var þýtt úr frum- málinu af Rögnu Sigurðardóttur, rithöfundi og skáldi og segir Kristín það mikinn happafeng að fá svo rit- færa manneskju í verkið. Kristín er að lokum spurð að því hvort eitthvert stress sé í henni fyr- ir frumsýningu og segist hún ekki stressuð eftir vel heppnað loka- rennsli. „Ég veit að þetta verður mjög átakamikið fyrir leikarana, að sýna þetta kvöld eftir kvöld,“ segir hún og að þau Hilmir og Nína þurfi að vinna úr einhverju á hverju kvöldi eftir sýningu. Kristín segir algjöra nauðsyn að sýna verkið í þeirri nánd sem Litla sviðið veitir. „Ég held mikið upp á Litla sviðið og hef unnið mikið þar.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Hlátur„Við erum bæði búin að gráta úr sorg og hlátri. Þetta kallar hvað á annað og það er líka svo flókið, hvernig orðaskipti í miðju sorgarferli geta valdið miklum hlátursköstum,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Sorgin er hluti af því að vera til“  Borgarleikhúsið frumsýnir Eitur  Hjón sem misstu barn og skildu í kjölfarið hittast aftur eftir tíu ár við óvæntar aðstæður  Margbrotnar og flóknar tilfinningar og allur tilfinningaskalinn undir Kristín Jóhannesdóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák, sem Elfa Rún Kristinsdóttir leiðir, flytja í Langholtskirkju í dag kl. 16 Jóhannesarpassíu eftir J.S. Bach undir stjórn Steinars Loga Helga- sonar. „Kórinn telur 12 söngvara og hljómsveitin 14 hljóðfæraleikara,“ segir Steinar Logi og bendir á að um upprunaflutning verksins sé að ræða. „Upprunaflutningur felur bæði í sér að leikið er á hljóðfæri frá ritunartímanum eða eftirlíkingar þeirra og að sönghópurinn er fá- mennari í samræmi við það sem við- gengst á sínum tíma. Markmiðið með þessu er tvíþætt; að nálgast uppruna tónlistarinnar eins og hún var þegar hún var samin og að draga fram þá nánd sem í verkinu leynist og segja þannig píslarsöguna á per- sónulegan máta,“ segir Steinar Logi og bendir á að það sé hugmynd frá rómantíska tímanum að flytja eigi barokkverk með risakór og fjöl- mennri hljómsveit. „Verkið hefur verið flutt áður hér- lendis með upprunahljóðfærum, en ég veit ekki til þess að það hafi verið flutt með jafnfámennum hópi söngv- ari. Með því að hafa aðeins þrjá söngvara í hverri rödd og minni hljómsveit erum að reyna að vera nær markmiði Bach,“ segir Steinar Logi og bendir á að fyrir vikið mæði mun meira á hverjum og einum. „Í sönghópnum eru margir af þekktustu söngvurum Íslands sem hafa sérhæft sig í flutningi barokk- tónlistar,“ segir Steinar Logi og tek- ur fram að söngvararnir skipti ein- söngshlutverkum passíunnar á milli sín. Meðal söngvara eru Hildigunn- ur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunn- arsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Hall- veig Rúnarsdóttir. Eini erlendi söngvarinn er Alex Ashworth, pró- fessor í söng við Royal Academy of Music, sem syngur hlutverk Jesú. Í samtali við Morgunblaðið rifjar Steinar Logi upp að Bach hafi samið verkið til flutnings á föstudaginn langa og því sé óvanalegt að flytja það í nóvember. „Nú um mánaða- mótin er allraheilagramessa sem er minningardagur kirkjunnar um hina látnu og því fannst okkur við hæfi að flytja verkið nærri þeim degi,“ segir Steinar Logi sem í ár lýkur námi í kammersveitarstjórnun frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Aðspurður segir hann skólann hafa sýnt því góðan skilning að hann stykki til Íslands að stjórna Jóhannesarpassíunni enda mikilvæg og góð reynsla fyrir Stein- ar Loga. „Hallveig kom að máli við mig í vor og bauð mér að stjórna þessu veki og kann ég henni bestu þakkir fyrir að treysta mér fyrir þessu stóra verkefni.“ Fámennið dreg- ur fram nándina  Jóhannesarpassía flutt í dag kl. 16 Góð Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák á æfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.