Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Framkvæmdir við göngu- og hjóla- stíg eru hafnar í Víðidalshlíð skammt ofan og vestan við íþrótta- svæði Fáks í Selásnum í Reykjavík og eru íbúar í nágrenninu óánægð- ir með hvar stígurinn liggur. „Enginn er á móti hjólastíg á svæðinu og þetta verður eflaust vandaður stígur en við viljum hann ekki á þessum stað vegna þess að hann rífur hjartað úr skógarlund- inum,“ segir Guðmundur Sigurðs- son, íbúi í Vesturási. Stígurinn liggur frá Vallarási um skógi vaxið svæði framhjá hesthúsabyggðinni og á að tengjast við stíga nálægt gömlu vatnsveitubrúnni neðan við íþróttasvæði Fylkis. Guðmundur segist hafa fengið þær upplýsingar hjá borginni að framkvæmdirnar hefðu verið sam- þykktar í íbúakosningu. „Kosn- ingin fór framhjá mér og nágrönn- um mínum og við höfum ekki séð neinar teikningar,“ segir hann, en telur að ekki sé of seint í rassinn gripið. Mikið rask Búið er að grafa fyrir stígnum rétt hjá efstu íbúðarhúsunum við Vallarás. Þar er skógur sem Guð- mundur segir að íbúar allt frá frumbyggjum hafi plantað með þeim árangri að í stað þess að vera opið fyrir veðri og vindi sé svæðið í skjóli. Þar er gamall mjór stígur, skógargöng eins og eru til dæmis í Öskjuhlíð, og víkur hann sem og nánasta umhverfi fyrir nokkurra metra breiðum og mal- bikuðum um 800 metra löngum stíg. „Hægt væri að leggja hjólastíg- inn í skógarjaðrinum meðfram Fákabóli við hesthúsin með mun minna raski og eyðingu,“ segir Guðmundur. „Framkvæmdirnar koma okkur í opna skjöldu, því ekki hefur hvarflað að nokkrum manni að malbikaður stígur ætti að fara í gegnum skógargöngin með tilheyrandi eyðingu trjáa,“ heldur hann áfram og áréttar að enginn sé á móti hjólastíg. „Enginn átti von á hraðbraut í gegnum skóginn og því síður að hjartað færi undir grjót og mal- bik,“ leggur Guðmundur áherslu á. Hann bætir við að lýsing við stíg í skógarjaðrinum meðfram óupp- lýstri götu myndi líka nýtast hestamönnum auk þess sem mun færri tré þyrfti að fella. „Við miss- um ekki bara hjartað heldur líka leiksvæði fyrir börnin ef heldur sem horfir,“ segir Guðmundur. Hjólastígur rífur hjartað úr skógarlundi Framkvæmdir Friðsæl náttúran í Víðidalshlíð víkur fyrir grjóti og malbiki. Íbúar vilja stíginn í jaðri trjánna. Morgunblaðið/Eggert Náttúruperla Guðmundur Sigurðsson í skógargöngum. Trén hverfa. OPIN RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS OG LANDBÚNAÐARKLASANS NEYSLUBREYTINGAR OG ÁHRIF Á MATVÆLAFRAMLEIÐSLU M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR HÓTEL SAGA - 2. HÆÐ - KATLA ÞRIÐJUDAGINN 5. NÓV. KL. 13.00-16.00 Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa fyrir ráðstefnu áHótel Sögu umneyslubreytingar og áhrif þeirra ámatvælaframleiðslu. Fyrirlesarar koma úr ýmsumáttumenmunu allir fjalla umþað hvernig breytingar á neysluhegðun almenningsmunu snerta matvælageirann í nánustu framtíð. DAGSKRÁHEFSTKl. 13.00 HVAÐSEGJAKANNANIRUMNEYSLUHEGÐUN ÍSLENDINGA? FriðrikBjörnsson, viðskiptastjóri hjáGallup SJÁLFBÆRNIVÆÐINGMATVÆLAKERFISINSOGTÆKIFÆRI ÍSLANDS SigurðurH.Markússon, Landsvirkjun/University ofCambridge CHALLENGESANDOPPORTUNITIES INTHEAGRIFOODSECTOR Marit SommerfeltValseth, ráðgjafihjá InnovasjonNorge HVAÐERHANDANVIÐHORNIÐ? Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands HVAÐVILJAVIÐSKIPTAVINIRÁMORGUN? GrétaMaríaGrétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar MATARVITUNDOGÞEKKING: HINNUPPLÝSTINEYTANDIEÐAÁHRIFAVALDARSEMRÁÐAFÖR? AnnaSigríðurÓlafsdóttir, prófessor í næringarfræði viðHáskóla Íslands MATARSPORIЖKOLEFNISREIKNIRFYRIRMÁLTÍÐIR HelgaJóhannaBjarnadóttir, sviðsstjóri hjáEfluverkfræðistofu LANDNÝTINGOGBREYTTFRAMTÍÐ ÁrniBragason, forstjóri Landgræðslunnar MÁBJÓÐAÞÉRKAKKALAKKAMJÓLK? ElínM. Stefánsdóttir, stjórnarformaðurMjólkursamsölunnar FUNDARSTJÓRI: FINNBOGIMAGNÚSSON, formaðurLandbúnaðarklasansLANDBÚNAÐAR K L A S I N N LANDBÚNAÐAR K L A S I N N HLÉ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á BONDI.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.