Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019  Lionel Messi er kominn aftur í landsliðshóp Argentínu í knattspyrnu eftir þriggja mánaða bann, sem hann fékk fyrir að lýsa því yfir að spilling réði ríkjum í suðurameríska knattspyrnu- sambandinu. Argentína mætir Brasilíu og Úrúgvæ síðar í þessum mánuði.  Körfuknattleiksdeild Vals hefur rift samningi við Chris Jones eftir að leik- maðurinn neitaði að spila seinni hálf- leik gegn Keflavík í Dominos-deildinni í fyrrakvöld. „Í ljósi þess trúnaðarbrests sem augljóslega er kominn upp á milli Jones og annarra leikmanna og þjálf- ara liðsins er ljóst að ferli hans hjá Val er lokið og samningi við hann því rift,“ segir í fréttatilkynningu Vals. Jones lék fimm leiki með Val og skoraði að með- altali 19 stig og átti fjórar stoðsend- ingar. Valur vann þrjá af fimm leikjum sínum með Jones í liðinu.  Andri Fannar Freysson, sem hefur verið fyrirliði knattspyrnuliðs Njarðvík- ur undanfarin ár, er genginn til liðs við nágrannana í Keflavík. Bæði lið léku í 1. deildinni í ár en Njarðvíkingar urðu neðstir og féllu. Andri er 27 ára og lék 16 leiki með Keflavík í efstu deild 2013- 2014 og spilaði síðan eitt tímabil með Haukum, en að öðru leyti ávallt leikið með Njarðvík.  Fyrirliði Arsenal, Granit Xhaka, verður ekki með liðinu gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Xhaka hefur verið í sviðsljósinu síðustu daga eftir að hafa lent upp á kant við stuðningsmenn. Þeir bauluðu á hann þegar honum var skipt af velli í jafnteflinu við Crystal Palace á sunnu- dag og svaraði Xhaka þeim fullum hálsi áður en hann reif sig úr treyjunni og strunsaði til búningsklefa.  Liverpool Echo, sem fjallar ítarlega um lið Everton í sínum miðli, segir ólík- legt að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði liðsins gegn Tottenham á morgun. Telur miðillinn að Alex Iwobi verði valinn í stað Gylfa. Gylfi hefur komið inn á af varamannabekknum í síðustu tveimur deildarleikjum Everton og hann kom ekkert við sögu í sigr- inum á Watford í deildabikarnum í vikunni. Eitt ogannað Valur fékk miðherjann Reginu Pa- lusna í sumar en hún glímdi við hné- meiðsli og þurfti mikla sjúkra- meðferð, og á endanum var sú ákvörðun tekin að hún færi aftur heim. Helena kveðst búast við því að nýr leikmaður komi í hennar stað eft- ir áramót. Kiana Johnson og Sylvía Rún Hálfdanardóttir hafa hins vegar smollið afar vel inn í hópinn sem á fimm fulltrúa í nýjasta 16 kvenna landsliðshópi Íslands. „Það er gott að fá Ameríkana sem hefur spilað í deildinni áður, því þær spila oft enn betur á ári tvö. Sylvía var ein sú efnilegasta á landinu þegar hún var yngri og það eru allir mjög spenntir að sjá hana aftur. Hún var í lögguskólanum á Akureyri og spilaði því með Þór, en hafði líka tekið sér smá pásu frá körfunni. Vonandi er hún komin aftur til að vera því hún hefur aldeilis sýnt hve hún er góð,“ segir Helena. „Kjánalegt“ hugarfar þjálfara annarra liða Flestir spá því að Valur og KR berjist um Íslandsmeistaratitilinn í vetur og liðin hafa þegar mæst í ein- um hörkuleik. Helena skýtur föstum skotum á þjálfara annarra liða: „Það er auðvitað búið að setja þetta svolítið upp þannig; Valur gegn KR, en mér finnst leiðinlegt að hug- arfar þjálfara annarra liða í deildinni sé á þann veg að þau eigi bara ekki séns. Það er það kjánalegasta sem ég hef heyrt. Sjáum bara í karladeildinni hvernig KR, sem átti að labba yfir deildina, tapaði gegn ÍR sem átti að vera í fallbaráttu. Mér finnst rosalega skrýtið hvernig þjálfarar hafa talað um okkur með einhverjum uppgjaf- artón. En við erum það reyndar og með flottan þjálfara að við hlustum ekkert á það og förum á fullu í alla leiki. Við erum bara mannlegar eins og önnur lið og það koma leikir þar sem við hittum illa,“ segir Helena. „Vá, hvað við erum góðar“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valur Helena Sverrisdóttir kom til Hlíðarendafélagsins seint á síðasta ári og liðið vann alla titla sem í boði voru á síðasta keppnistímabili.  Helena segir Val eiga mikið inni  Unnu Barca en hættu við EuroCup VALUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það býr rosalega mikið í þessu liði og maður fann það strax í haust hvað maður var spenntur yfir því að vera partur af svo góðu liði. „Sky is the li- mit“ fyrir okkur en mér finnst við ennþá vera langt niðri á jörðinni mið- að við hvað við getum,“ segir Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfu- bolta, um lið sitt Val. Valur er handhafi allra titla eftir fullkomið tímabil síðasta vetur og þrátt fyrir breytingar á liðinu í sumar hefur Valur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Dominos-deildinni. Segja má að tímabilið hafi byrjað með æf- ingaferð til Spánar þar sem liðið mætti meðal annars rússneska liðinu Ekaterinburg sem unnið hefur Euro- league tvö síðustu ár, og vann svo glæstan sigur gegn Barcelona. „Ég man ekki eftir að hafa tekið þátt í svona góðri liðsframmistöðu. Við spiluðum geggjaða vörn og unn- um leikinn með 40 stiga mun, og eftir þennan leik voru bara allir á bleiku skýi að hugsa með sér; „vá, hvað við erum góðar“. Það er mjög sérstakt að það gerist strax í þriðja leik okkar saman sem lið. En mér finnst við ekki hafa náð að sýna þessa frammistöðu í deildinni og ég held að við vitum allar að það býr meira í okkur,“ segir Hel- ena. Ferðin til Spánar var að hluta til farin sem sárabót vegna þess að Val- ur ákvað að draga lið sitt úr Evrópu- bikarnum: „Við drógum okkur úr keppni vegna skorts á peningum. Þegar við skráðum okkur gat FIBA ekki gefið okkur svar um hvort við færum í umspil eða beint í keppnina, svo að leikirnir gátu allt eins orðið tveir eða átta og jafnvel við lið frá Rússlandi, með tilheyrandi kostnaði. Auðvitað hefðum við leikmenn samt viljað vera með,“ segir Helena. BAKVERÐIR: Arna Dís Heiðarsdóttir Dagbjört Dögg Karlsdóttir Elísabet Thelma Róbertsdóttir Guðbjörg Sverrisdóttir Hallveig Jónsdóttir Kiana Johnson Kristín María Matthíasdóttir Lea Gunnarsdóttir Marín Matthildur Jónsdóttir Tanja Kristín Árnadóttir FRAMHERJAR: Aníta Rún Árnadóttir Dagbjört Samúelsdóttir Helena Sverrisdóttir Sylvía Rún Hálfdánardóttir MIÐHERJI: Mira Esther Kamallakharan Þjálfari: Darri Freyr Atlason. Árangur 2018-19: Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari. Íslandsmeistari: 2019. Bikarmeistari: 2019.  Valur hefur unnið fyrstu fimm leiki sína gegn Snæfelli og Kefla- vík á heimavelli og gegn Grinda- vík, KR og Breiðabliki á útivöll- um. Næsti leikur er gegn Haukum 6. nóvember. Lið Vals 2019-20 KOMNAR: Sylvía Rún Hálfdánardóttir frá Þór Ak. Kiana Johnson frá KR  Regina Palusna kom frá Mand- urah Magic í Ástralíu en var sagt upp eftir tvo leiki. FARNAR: Ásta Júlía Grímsdóttir í Houston Baptist-háskóla (Bandaríkjunum) Bergþóra Holton, hætt Heather Butler, hætt Simona Podesvova, óvíst Breytingar á liði Vals  Valskonur eru ríkjandi meistarar með góða breidd og akkerið Darra í brúnni og því sterkar lík- ur á að þær verji titilinn en bara til að halda spennu þá bíður þeirra í versta falli annað sætið.  Þær eru þroskaðar, gott flæði í leik þeirra, stjórna oftast leikhraða, þolinmóðar og klára leiki vel. Með Hallveigu, ,,Björturnar“ og bestu systur boltans allra tíma Guðbjörgu og Helenu getur fátt farið illa.  Helena er leiðtoginn og gerir allar betri í kringum sig og það held- ur áfram í vetur.  Góð ráðning í Sylvíu sem mun setja ákveðinn kraft og hraða í leik- inn. Hún, Kiana og Dagbjört Dögg eiga eftir að keyra upp leikhraða þegar það vantar og hrella andstæðinga með góðri boltapressu. Kiana var ein og sér með sex stolna bolta á móti Keflavík í leiknum um meistara meistaranna. Margrét Sturlaugsdóttir um Val vetur. Það hafi jafnvel burði til að jafna við liðið sem sjálfur Stephen Curry fór með í 8-liða úrslit NCAA árið 2008. Haft er eftir Grady að þeir Jón Axel séu alla vega sann- færðir um að þeir séu besta bak- varðateymi Bandaríkjanna, hvorki meira né minna. Í umfjöllun The Athletic er bent á að foreldrar Jóns Axels, þau Guð- mundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir, hafi bæði spilað fyrir Ís- lands hönd og að Guðmundur eigi leikjametið, 169 landsleiki. „Við vorum bæði þekkt fyrir að spila alltaf af hörku og gefast aldrei upp. Hann fær alla vega eitthvað af hörkunni sinni frá foreldrunum,“ segir Guðmundur. Jón Axel segir að ein ástæða þess að hann dvaldi aðeins skamma hríð hjá Philadelphia Church Farm árið 2014 hafi verið að ræktin hafi verið lokuð á morgnana. Hann hafi talið sig geta bætt sig meira heima á Ís- landi. Hann var svo með tilboð um atvinnumennsku á Spáni þegar McKillop hafði samband, eftir ábendingu frá gömlum vini sínum, Friðriki Inga Rúnarssyni. Ábend- ingu sem McKillop er afar þakk- látur fyrir núna, þegar Jón Axel er að hefja fjórða tímabil sitt hjá Davidson. Hann var valinn besti leikmaður Atlantic 10-riðilsins á síðustu leiktíð, og The Athletic spá- ir baráttu Jóns Axels og Grady um þá nafnbót í vetur. Þeir eru sam- herjar en einnig miklir keppinautar og vilja mæta hvor öðrum á æfing- um. „Inni á vellinum viljum við slátra hvor öðrum,“ segir Jón Axel. „Þegar maður er með tvo svona hæfileikaríka leikmenn sem gefa tóninn með þessum hætti hvetur það alla hina til að leggja svona mikið á sig,“ segir McKillop. sindris@mbl.is „Einn af helstu styrkleikum hans en jafnframt einn helsti veikleiki hans er að hann heldur að hann geti hlaupið í gegnum múrvegg. Stundum þyrfti hann að stoppa áð- ur en hann kemur að veggnum.“ Svona lýsir Bob McKillop, þjálfari Davidson-háskólaliðsins í körfu- bolta, Grindvíkingnum Jóni Axeli Guðmundssyni. Ummælin féllu í ítarlegri grein í The Athletic um Jón Axel og Kellan Grady liðsfélaga hans þar sem sam- bandi þeirra innan vallar er lýst sem óvenjulegu en svo góðu að Davidson geti náð draumaárangri í „Hann heldur að hann geti hlaupið í gegnum múrvegg“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Sviss í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.