Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Við glugga Ung stúlka horfði dreymnum augum á mannlífið frá rólegum veitingastað. Eggert Fyrir réttu ári, í október 2018, skrifuðu undirrituð blaðagrein til að lýsa mikilvægi dagdvalarþjónustu fyrir veika og aldraða og vekja athygli á brösugum samninga- viðræðum um þjónustuna milli stjórnvalda og rekstraraðila dagdvala sem staðsettir eru vítt og breitt um landið. Viðræðurnar höfðu þá siglt í strand sjö mánuðum áður vegna þess tugprósenta mismunar sem var á raun- kostnaði krafna ríkisins til þjónustunnar og því fjármagni sem ríkið var tilbúið að greiða fyrir hana. Viðræður stöðvuðust í mars 2018 Í byrjun árs 2018 hófust viðræður milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) annars vegar og Sjúkratrygginga Ís- lands (SÍ) hins vegar um gerð rammasamn- ings fyrir þjónustu í dagdvalarrýmum. Í við- ræðunum sýndi samninganefnd SFV og SÍS fram á að nauðsynlegt væri að hækka dag- dvalargjald um 30% ef mæta ætti öllum þeim kröfum sem ríkið gerði um þjónustuna. Þeg- ar þessar upplýsingar voru lagðar á samn- ingaborðið fóru viðræðurnar í uppnám og ekki hefur verið haldinn formlegur fundur frá því í lok mars árið 2018 eða í nítján mán- uði. Lítill samningavilji og auknar skerðingar Af hálfu stjórnvalda virðist lítill samnings- vilji til staðar. Því til vitnis má nefna að ein- ingaverð rekstrar var skorið niður bæði 2018 og 2019 og samkvæmt fyrirhugðum fjár- lögum er gert ráð fyrir auknum niðurskurði á næsta ári auk þess sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir líka ráð fyrir áfram- haldandi niðurskurði til málaflokksins á árinu 2021. Dagdvalir mikilvægt stuðningsúrræði Dagdvalir eru stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið heima og er mikilvægur valkostur í þjónustu við veika og aldraða. Dagdvalir eru ætlaðar einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri ein- staklingum eða ákveðnum hópum. Þjón- ustuþegar koma að morgni og fara aftur heim síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dag- dvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir finna fyrir við þessar aðstæður. Í endurhæfingardagdvölum fer fram markviss endurhæfing í ákveðinn tíma eftir veikindi eða slys. Einnig eru til sér- hæfðar dagdvalir sem eru fyrir einstaklinga með heilabilun. Dagdvalir eru í boði í flestum sveitarfélögum og aðallega reknar af sveit- arfélögunum sjálfum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum. Óumdeilt er að dagdvalir stuðla að auknum lífsgæðum og geta í mörg- um tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Þjónusta dagdvalarrýma er því mikilvæg forvörn sem viðheldur og eflir heilsu og eykur lífsgæði sem aftur stuðlar að því að viðkomandi einstaklingar geta búið lengur á eigin heimili og seinkað búferla- flutningi sínum til hjúkrunarheimilis. Stór hópur bíður eftir hjúkrunarheimili Í dag hafa vel á annað hundrað aldraðir gilt færni- og heilsumat til þess að mega flytjast á hjúkrunarheimili. Þessir ein- staklingar bíða allir eftir að pláss losni, en úrræðin vantar. Margir í þessum hópi bíða í legurými á Landspítalanum. Einstaklingarnir eru of veikir til að geta búið á eigin vegum og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höf- um af þessu miklar áhyggjur. Á meðan þjón- ustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar viðeigandi úr- ræðum lítið. Dagdvalir auka lífsgæði og spara fjármuni Afleiðingarnar eru vaxandi vandi ár frá ári með tilheyrandi óþægindum fyrir þá veiku og öldruðu og aðstandendur þeirra, en einn- ig fyrir ríkissjóð sem geldur fyrir með mikl- um og óþarfa tilkostnaði. Dagdvalir eru nefnilega hlutfallslega ódýrt úrræði sem styður við áframhaldandi sjálfstæði þjón- ustuþega og búsetu á eigin vegum. Það spar- ar mikla opinbera fjármuni þegar unnt er að draga úr tíðni sjúkrahúsinnlagna og stytta tíma sjúkrahúslegu með tíðari útskriftum. Það er ljóst að þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er því einkennileg og ómarkviss forgangsröðun hjá stjórnvöldum að draga úr fjármagni til rekstursins. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stjórnvöld greiði gegnsætt og sanngjarnt verð fyrir dagdvalarþjónustu, ekki síst þegar ljóst er að þjónusta dag- dvalanna er þjóðhagslega hagkvæm. Dag- dvalir sinna forvörnum og þær stuðla að auknum lífsgæðum fólks, það þarf að tryggja þessum rekstri fjármagn til samræmis við þær kröfur sem stjórnvöld setja fram. Eftir Pétur Magnússon og Þórunni Bjarneyju Garðarsdóttur » Þegar upplýsingarnar voru lagðar á borðið strönduðu viðræðurnar og ekki hefur verið fundað formlega síðan eða í nítján mánuði. Pétur Magnússon Pétur er formaður SFV og Þórunn fulltrúi í samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu um rammasamning dagdvala. Þórunn Bjarney Garðarsdóttir Engar viðræður um dagdvalir í nítján mánuði Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um saman- súrrað samráð og samskipti Kast- ljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuð- stöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar full- yrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfir- leitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tæki- færi til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnu- brögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurn- ingar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiði- stjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragand- inn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðv- arinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegs- manna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslu- stöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðla- bankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar rétt- arstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og ann- að sem óskað var eftir. „Glæp- urinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kast- ljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki stað- festa vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spill- ingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaða- mannafélagsins skuli nú veita framferði Kast- ljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „að- haldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræð- issamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyr- irtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðla- bankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sín- um. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lapp- irnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðla- bankastjóra komast upp með að leyna upplýs- ingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeit- ingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg. Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss Eftir Sigurgeir B. Kristgeirsson Sigurgeir B. Kristgeirsson » Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.