Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Lárus Dagur Pálsson, eða Lalli eins og við kölluðum hann, var á 9. áratug síðustu aldar stór hluti af mótunarárum okkar, þá ungra drengja fæddra árið 1982 á Sauðárkróki. Hann hóf að þjálfa okkur í körfubolta hjá Tindastól veturinn 1993-93 þeg- ar við vorum í 6. bekk og sýndi strax að hann hafði brennandi áhuga á starfi sínu sem þjálfari. Vegna náms Lalla sunnan heiða varð árs hlé á kynnum okkar sem hófust aftur þegar við drengirnir vorum komnir í 8. bekk og þjálfaði hann okkur tvo næstu vetur á árunum 1995-97. Nokkrir drengir úr þessum hópi æfðu síðan og spiluðu með Lalla í meistaraflokki síðar á ferlinum. Það var mikil gæfa fyrir hóp- inn okkar að fá þessa miklu fyr- irmynd sem þjálfara. Þá var Lalli einnig á sínu fyrsta tímabili sem leikmaður meistaraflokks Tindastóls og litum við upp til hans. Það má segja að fyrir okk- ur ungu drengina varð hann viti í ölduróti unglingsáranna. Hann gaf mikið af sér, var hreinskipt- inn og sanngjarn. Gat tekið hart á þeim sem ekki stóðu sína plikt, án þess þó að brjóta niður og hafði einnig þann mikilvæga eig- inleika að geta byggt upp sjálfs- traust leikmanna með vel ígrunduðu hrósi á réttum stað og á réttum tíma. Eins og lög gera ráð fyrir gekk mikið á hjá hópi 14-15 ára drengja en Lalli var yfirleitt sallarólegur, dansaði með í gleðinni sem réði ríkjum í keppnisferðalögum og náði með þeirri aðferð að halda þokka- legum aga á mannskapnum. Það var nú örugglega ekki létt verk, þar sem árgangurinn er stór og margir lífsfjörugir innan okkar raða. Vorum við 16-18 strákar sem æfðum með árgangi 1982 á þessum árum. Lalli náði að halda hópnum okkar saman með því að fara ekki í manngreinaálit og velja eingöngu tólf manna lið í keppnisferðalög, eins og þjálfar- ar annarra liða gerðu, heldur fengu allir sem æfðu að fara með í keppnisferðalög og allir komu við sögu í leikjunum. Þessi ákvörðun Lalla styrkti félagslega stöðu og sjálfsmynd margra á þessum viðkvæma aldri ásamt því að efla samheldni hópsins. Öllum fannst þeir vera hluti af liðsheildinni. Hægt er að fullyrða öllum þessum árum seinna að Lalli hafi aukið sjálfstraust og liðsvitund margra ungra manna sem ella hefðu hætt fyrr í körfu- bolta og þar með misst af þeim félagsþroska sem íþróttir gefa ungu fólki. Minnumst við Lalla með þakk- læti og hlýhug. Sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd körfuboltadrengja Sauðárkróks fæddra 1982, Ágúst, Bjarni, Björn, Helgi Freyr og Stefán Fr. Það er með miklum trega sem ég kveð góðan dreng, Lárus Dag Pálsson. Til að byrja með kynnt- umst við Lárus í gegnum lög- mannsstörf mín fyrir lítið félag sem hann stóð fyrir, þótt við hefðum að vísu orðið hvor á ann- ars vegi áður. Þessi kynni þróuð- ust smátt og smátt í góðan vin- skap. Áttum við sameiginlegt áhugamál í hestamennsku þar sem oft gáfust góðar samveru- stundir utan vinnu. Bæði í reið- mennsku og hirðingu hrossa sinna var metnaður og snyrti- mennska Lárusar áberandi. Hann átti hóp gæðinga með heil- steypt og gott yfirbragð. Margar góðar minningar eru úr lengri og skemmri hestaferðum í meira en áratug. Fékk hver ferð gjarnan sérstakt heiti, vegna einhvers óvænts eða skemmtilegs atviks sem kom upp á, s.s. Ballerínan 2009, þegar við hlógum svo mikið að við hreinlega grétum, eða þá Vinkilkjölur, sem átti að verða snemmsumarsferð bjartsýnis- manna yfir Kjöl en breyttist á síðustu stundu í ferð um Uxa- hryggi vegna óhagstæðrar veðr- áttu og ófærðar á Kili. Nú síðast í sumar vorum við í hópi Reið- manna syndanna í ferð yfir Kjöl. Lárus hafði góðan húmor. Sá húmor er góður sem engan meið- ir. Hann gat t.d. birst í því að maður ætlaði loksins að fara að manna sig upp í að fara að járna heldur erfitt og leiðinlegt hross en kom þá að því járnuðu sér til nokkurrar furðu og mikils léttis. Hafði Lárus unun af því að „láta kasta toppi“, eins og kallað er, á góðum velli á vel þjálfuðum hesti. Það var á slíkum stundum sem oft náðist spjall um per- sónulegri málefni. Skynjaði maður þá hversu mikilvæg eig- inkonan og börnin voru honum og hvað velferð þeirra var hon- um ofarlega í huga; að reyna að skapa sér tíma með fjölskyld- unni og eiga með henni gæða- stundir og kenna börnunum á lífið var nokkuð sem hann mat mjög mikils. Það vissi maður að honum þótti miður hvað þröngt gat orðið um slíkar stundir. Það hefur verið mér mikill fengur að kynnast því sómafólki sem að þeim standa og vinum þess. Frá því ég kynntist Lárusi og reyndar áður var hann alltaf tilbúinn að taka að sér stór og krefjandi verkefni. Var hann framkvæmdastjóri a.m.k. tveggja Landsmóta hestamanna- félaga; í annað skipti við sér- staklega erfiðar aðstæður þar sem menn þurftu að hafa sig alla við til þess að veðurhamur hefði ekki fólk og fénað með sér á brott, eða í það minnsta tjöld og annað lauslegt. Við hörmulegt fráfall góðs vinar og samstarfs- manns hans, Gunnlaugs Krist- jánssonar, fyrir fjórum árum, var Lárus Dagur skyndilega orð- inn stjórnandi stórrar samstæðu fyrirtækja undir merkjum Eign- arhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Gat hann haldið áfram þeirri miklu uppbyggingu sem Gunn- laugur hafði stýrt, reyndar með mikilvægum stuðningi Lárusar alla tíð. Sem þátttakandi í viðskiptalíf- inu hafði Lárus marga góða kosti til að bera; var næmur á eig- inleika og þarfir viðskiptavina sinna og átti gott með að ávinna sér traust þeirra og starfsfóks síns með sinni hógværð en þó festu. Hann setti sig einstaklega vel inn í málin og var sínu starfs- fólki mikil stoð. Þar sem ég starfaði náið með Lárusi vissi ég að honum farnaðist einstaklega vel í þeim rekstri og tel mig ekki vera að ljóstra upp neinum leyndarmálum varðandi það. Ég veit líka að eigendur þeirra fé- laga sem hann stýrði höfðu mikl- ar mætur á hans starfi og árangri. Ég veit að ég er meðal margra sem vildu hafa sagt hon- um oftar hversu vel hann stóð sig. Þótt ég geti ekki sagt honum það sjálfum núna þá vil ég segja það öllum að hann stóð sig með miklum sóma þessi mikli öðling- ur. Megi Anna Sif, Páll Ísak, Ingi- mar Albert og Kolfinna Katla og ekki síður foreldrar og systur finna styrk til þess að takast á við erfiða tíma. Megi Lárus Dag- ur hvíla í friði. Arnór Halldórsson Hafstað. Það var harmafregn sem okk- ur í áhöfninni á dýpkunarskipinu Dísu barst þann 19. október. Lárus Dagur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, var látinn aðeins 46 ára að aldri. Við í áhöfninni minnumst Lár- usar með miklum hlýhug, hann var góður yfirmaður sem fylgd- ist vel með starfseminni og kom fram við starfsfólk sem jafn- ingja. Eins og gengur og gerist voru menn ekki alltaf sammála um alla hluti en þá voru málin rædd og leitað lausna. Lárus Dagur var störfum hlaðinn en vildi samt alltaf leggja sitt af mörkum til að koma hlutunum áfram og gerði það vel. Við kveðjum þennan vin okk- ar með sorg í hjarta og sendum fjölskyldu og öðrum aðstandend- um hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um góðan mann lifa. Fyrir hönd áhafnarinnar á dýpkunarskipinu Dísu, Óttar Jónsson. Mér er orða vant. Minninga- brotin eru óteljandi frá barn- æsku og mig langar að skrifa um þau öll. En ég á erfitt með að koma þeim á blað, hvað þá í orð. Skólaárin, íþróttirnar, samveran og vináttan. Lítil brot, sem ein- hvern veginn hafa fallið í skugg- ann af þeim sem eru í stóra sam- henginu, ryðja sér leið og setjast að í hugskoti og hjarta. Litlu hlutirnir í lífinu. Og það segir mér að vináttan risti djúpt. Jafnvel þó að stundum hafi orðið lengra á milli funda í seinni tíð var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar kom að sam- verustund. Hláturinn ómar í kollinum, sögurnar og samtölin. Og það þurfti ekki alltaf heldur að tala. Það var líka gott að þegja með vini sínum. Það hent- aði mér oft afar vel, kannski okkur báðum, og þá var það bara þannig. Trúnaður og trygg- lyndi eru orð sem leita sífellt á mig. Og það einkenndi vináttu okkar Lárusar. Á milli okkar var strengur sem mun aldrei slitna. Ég vil þakka vini mínum fyrir lífið okkar saman. Þakka fyrir samfylgdina og fölskvalausa tryggð. Þakka honum og Önnu Sif fyrir hlýhug í garð okkar Þórgunnar. Vinmargur ljúflingur er fall- inn frá. Við Þórgunnur vottum Önnu Sif, börnunum og góðum fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hugurinn er alltaf hjá þeim. Við vitum fyrir víst að við er- um ekki eilíf. Okkar brottfar- ardagur kemur. En þangað til verðum við að trúa að líf okkar hafi tilgang. Alltaf. Að okkar sé þörf. Alls staðar. Að við skiptum máli. Alla daga. Höldum áfram að læra á lífið. Einhvern veginn. Og síðan hittumst við aftur á ný. Einhvers staðar. Þinn vinur, Sveinn Arnar Sæmundsson. Í dag kveðjum við kæran vin og samstarfsfélaga, Lárus Dag Pálsson. Lárus Dagur var engum líkur, miklum hæfileikum gæddur og skapgóður, alinn upp í Skaga- firði við íþróttir og hesta- mennsku. Hann var afburðafor- stjóri sem kunni fræðin upp á hár, enda blómstruðu fyrirtækin sem hann rak. Við kynntumst Lárusi fyrst sem fjármálastjóra BM Vallár og fyrir um fjórum árum varð hann svo forstjóri Eignarhaldsfélagsins Horn- steins, forstjóri Björgunar og stjórnarformaður Sementsverk- smiðjunnar og BM Vallár. Innan fyrirtækjanna var Lár- us afar vel liðinn og honum var annt um samstarfsfólk sitt. Hann var kröfuharður en skipti ekki skapi og var duglegur að hrósa öðrum. Þegar vandamál steðjuðu að stóð hann þétt við bakið á sínu fólki og hjálpaði því á hvern þann hátt sem hann gat. Hann taldi það til dæmis ekki eftir sér að þeysa upp á fjöll til að hjálpa til við að leita að steypuefnum. „Það koma alltaf upp einhver mál og erfið verk- efni í stóru fyrirtæki,“ sagði Lárus stundum og ýmis krefj- andi mál tókst hann á við af heiðarleika og dugnaði. Öll verk- efni voru auðveldari ef Lárus var með og enginn var betri en hann í flóknum samningalotum. Fyrirtækin eru að hluta til í eigu Heidelberg Cement og þar naut Lárus Dagur einnig mik- illar virðingar frá upphafi og var vel liðinn, bæði faglega og per- sónulega. Ekki spillti að aðal- forstjóri fyrirtækisins er hesta- maður, en þar var Lárus aldeilis á heimvelli. Við kynntumst Lárusi líka sem miklum fjölskyldumanni, börnin voru augasteinar hans og glaðnaði ávallt yfir honum þegar þau bar á góma. Hann lagði áherslu á fjölskylduvænt um- hverfi á vinnustaðnum og ef sím- inn hringdi á fundum brýndi hann fyrir manni að athuga hvort þetta væri fjölskyldumeð- limur því þá væri sjálfsagt að svara. Við erum harmi slegin yfir fráfalli Lárusar Dags, sam- starfsfélaga okkar og vinar. Minningar um góðan, hjartahlýj- an og einlægan mann með ein- staka kímnigáfu munu lifa um ókomna tíð. Minnumst við ferða til útlanda, hestaleiðangra og ekki síst hins daglega amsturs og spjallsins í hádeginu þar sem Lárus, kátur og hress, tók fullan þátt í að greina fótboltaleiki helgarinnar og stöðu Liverpool eða önnur grafalvarleg málefni. Við sendum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Lárusar Dags Pálssonar. Fyrir hönd starfsfólks Horn- steins, BM Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar: Andri Geir Guðjónsson, Einar Einarsson, Elsa Hrönn Sveinsdóttir, Gunnar H. Sigurðsson, Eysteinn Dofrason, Sveinbjörn Guðmundsson, Pétur Hans Pétursson, Gunnar Þór Ólafsson, Björn Davíð Þorsteinsson. Við skyndilegt fráfall Lárusar Dags rifjast upp okkar fyrstu kynni sem eru þó ekki löng. Kynni okkar byrjuðu fyrir rúm- um fjórum árum þegar veikindi fóru að herja á Gunnlaug Krist- jánsson, sem var þá forstjóri Björgunar og Hornsteins, en Lárus Dagur var þá hans hægri hönd. Gunnlaugur féll frá í septem- ber 2015 og tók Lárus þá strax við öllum þeim störfum sem Gulli hafði haft undir höndum. Örlögin höguðu því þannig að aðeins nokkrum vikum seinna, eða 2. október 2015, sökk Perl- an, skip Björgunar, við bryggju í Reykjavík. Næstu dagar og vik- ur urðu að löngum dögum, and- vökunóttum og miklum áhyggj- um, en sem betur fer náðist Perlan á flot þótt ónýt væri. Engin mannskaði varð við þetta slys, sem var aðalmálið. Þessi at- burður varð til þess að milli okk- ar skapaðist traust og vinátta. Lárus stóð sig afar vel við þessa frumraun sem forstjóri Björg- unar og í þeim krefjandi verk- efnum sem á eftir fóru. Lárus Dagur var mjög heil- steyptur og heiðarlegur maður sem mátti ekkert aumt sjá. Hann hélt fjölskyldunni utan við vinnuna þannig að því miður hef ég ekki kynnst henni. Lárus var mikill hestamaður, húmorískur og glettinn, en gat stundum verið dálítið þrár. Ég vil þakka Lárusi Degi fyr- ir þann tíma sem við unnum saman, en ófá voru símtölin, stundum oft á dag. Þeir voru líka margir fundirnir, sem oft á tíðum voru utan við hefðbundna stjórnarfundi, þar sem ræða þurfti um ýmis mál, ekki síst málefni Björgunar. Ég bið Önnu konu hans, börn- um, foreldrum, systkinum, tengdafjölskyldu og öðrum ætt- ingjum og vinum guðs blessunar. Megi minning Lárusar Dags lifa á meðal okkar. Með þökk og virðingu. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Björgunar. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR KARLSSON sagnfræðingur og prófessor emeritus lést á hjartadeild Landspítalans 28. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. nóvember klukkan 12. Silja Aðalsteinsdóttir Sif Gunnarsdóttir Ómar Sigurbergsson Sigþrúður Gunnarsdóttir Jón Yngvi Jóhannsson Elísabet Gunnarsdóttir Sighvatur Arnmundsson Áróra, Valgerður, Silja, Steinunn, Arnmundur, Aðalsteinn, Ragnar Þorlákur Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur fjölskyldunni samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS GUNNARSSONAR Sólbraut 18, Seltjarnarnesi. Sheena Gunnarsson Unnur Berglind Friðriksd. Björgvin Schram Auður Ingunn Friðriksdóttir Ásmar Örn Brynjólfsson Guðrún Friðriksdóttir Guðmundur Ellert Hauksson Gunnar Friðriksson og fjölskyldur Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Bala, Þykkvabæ, lést í faðmi barna sinna miðvikudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Hábæjarkirkju í Þykkvabæ laugardaginn 9. nóvember klukkan 14. Svava Þuríður Árnadóttir Málfríður R. O. Einarsdóttir Rúnar Finnsson Rakel Svava Einarsdóttir Hjörtur Buck Einarsson Jón Þór Einarsson Elva Dögg Kristjánsdóttir Ingvar Karl Ingason Heiða Björk Guðjónsdóttir María Sigurrós Ingadóttir Hallgrímur Hreiðarsson barnabörn og systkini Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR HERGEIRSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Valgerður Anna Jónasdóttir Hergeir Elíasson Rósa Guðmundsdóttir Margrét Elíasdóttir Hermann Hauksson Ragnheiður Elíasdóttir Sigurður Egill Þorvaldsson Jónas Elíasson Arna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn  Fleiri minningargreinar um Lárus Dag Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.