Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
ingardeildum bankanna og Capa-
cent að mikil þörf sé á smærri og
ódýrari íbúðum sem henta t.d. þeim
sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.
Á hvorri lóð Spildu eru átta bygg-
ingareitir. Húsin á reitnum verða
2-5 hæðir. Gert er ráð fyrir að um
helmingur íbúða sé 1-2 herbergja og
um helmingur sé 3-5 herbergja.
Minnstu íbúðirnar verða 35-50 fer-
metrar (1 herbergi) og þær stærstu
111-150 fermetrar (5 herbergi).
Meðalstærð íbúða verður 79,4 fer-
metrar ef deiliskipulagsbreyting
fæst samþykkt. Deiliskipulag fyrir
skipulagssvæði Bæjarháls/
Hraunbær í Árbæjarhverfi gerir
ráð fyrir nýrri íbúðabyggð fyrir um
215 íbúðir þar sem áður var opið
svæði.
Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir al-
mennan markað og einnig til úthlut-
unar til húsnæðisfélaga án hagn-
aðarsjónarmiða í samræmi við
hússnæðisstefnu Reykjavíkur-
borgar og Aðalskipulag Reykjavík-
ur 2010-2030.
Helstu markmið svæðisins eru;
Að skapa aðlaðandi og vandaða
íbúðabyggð sem tryggir fjölbreytni
og íbúðasamsetningu.
Að tryggja góð tengsl um
svæðið fyrir gangandi og hjólandi
vegfarendur og þannig stuðla að
vistvænni samgöngum.
Við gerð aðalskipulags Reykja-
víkur 1962-1983 voru lögð drög að
skipulagi Árbæjar- og Seláshverfis.
Deiliskipulag fyrir Árbæjarhverfi
var samþykkt í nokkrum áföngum á
árunum 1964 og 1965.
Fjölbýlishús og raðhús norðan
Rofabæjar byggðust að mestu upp
fyrir árið 1970.
Svara ákalli um minni íbúðir
Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf. undirbýr byggingu íbúðarhúsnæðis á tveimur lóðum í Árbæj-
arhverfinu Stefna að því að byggja þar 136 íbúðir Helmingur íbúðanna verður 1-2 herbergja
Nýtt hverfi Á lóðum milli Bæjarháls og Hraunbæjar eru átta byggingarreitir.
Tölvumyndir/a2f arkitektar
Hraunbær Húsin verða 2-5 hæðir. Gert er ráð fyrir gróðurreitum á milli.
Morgunblaðið/Hallur Már
Reiturinn Lóðir Spildu sjást neðst á myndinni. Nýbyggingar Bjargs til hægri og norðan Bæjarháls eru fyrirtæki.
Anna Sigríður
Arnardóttir
Gísli
Reynisson
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf.
undirbýr byggingu íbúðarhúsnæðis
á tveimur lóðum í Árbæjarhverfinu í
Reykjavík, nánar tiltekið á lóðunum
Hraunbær 133 og 143.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu nýverið er íbúðaleigufélagið
Bjarg að reisa fjögur íbúðarhús á
lóðinni við hliðina, Hraunbæ 153.
Þar verða alls 79 íbúðir í fjórum
húsum.
Spilda hefur verið starfandi frá
árinu 2018. Meirihlutaeigendur og
einu starfsmenn fyrirtækisins eru
Gísli Reynisson verkfræðingur og
Anna Sigríður Arnardóttir lögfræð-
ingur. Þau hafa bæði mikla reynslu
af þróun og uppbyggingu, rekstri og
fjármögnun fasteignaverkefna, bæði
hér heima og erlendis.
Þegar Reykjavíkurborg bauð til
sölu lóðir milli Hraunbæjar og Bæj-
arháls sl. sumar átti Spilda hæsta
boðið í lóðina Hraunbær 133 en það
þriðja hæsta í lóðina Hraunbær 143.
Þar féllu fyrri tilboðsgjafar frá til-
boðum sínum og lóðin númer 143
féll því Spildu í skaut. Alls bárust 10
tilboð í lóðirnar.
Vilja fjölga íbúðum
Stærð lóðanna er 12.539 fermetr-
ar og áætlað byggingamagn 12.336
fermetrar. Gildandi deiliskipulag
gerir ráð fyrir byggingu 116 íbúða á
lóðunum en þau áform gætu breyst.
„Í augnablikinu erum við að
sækja um deiliskipulagsbreytingu
sem fælist í því að fjölga íbúðum úr
58 í 68 á hvorri lóð fyrir sig, þannig
að samtals á lóðunum gætum við
byggt 136 íbúðir í stað 116,“ segir
Anna Sigríður Arnardóttir í viðtali
við Morgunblaðið.
„Við hyggjumst fjölga íbúðum án
þess að fjölga byggingarfermetrum
á lóðinni og þannig koma til móts við
ákall markaðarins um minni íbúðir
sem henta fleirum,“ segir Anna Sig-
ríður. Fram hefur komið hjá grein-
Um fjörutíu fyrirtæki, til dæmis í
sjávarútvegi, matvælaframleiðslu,
nýsköpun og ferðaþjónustu, eiga að-
ild að Rússnesk-íslenska viðskipta-
ráðinu sem stofnað var í gær. Mörg
eiga fyrirtækin langa viðskiptasögu í
Rússlandi en hin eru nú að hasla sér
völl á þessum stóra markaði. Stofn-
fundur ráðsins var haldinn í gær í
sendiráði Rússlands í Reykjavík og
meðal viðstaddra þar voru Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra og Anton V. Vasiliev,
sendiherra Rússlands á Íslandi.
Fyrsti viðburður hins nýstofnaða
Rússnesk-íslenska viðskiptaráðs
verður í Moskvu 26. nóvember næst-
komandi þar sem íslensk fyrirtæki
verða kynnt, en sá viðburður verður
hluti af dagskrá viðskiptasendi-
nefndar sem utanríkisráðherra mun
fylgja í opinberri heimsókn sinni til
Moskvu. Efling tengsla í stjórn-
málum, menntun og menningu verð-
ur einnig verkefni ráðsins.
Undirbúningshópur skipaður
þeim Berglindi Ásgeirsdóttur,
sendiherra Íslands í Rússlandi, Ara
Edwald, forstjóra MS, Gunnþóri
Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síld-
arvinnslunnar, og Tanyu Zharov
lögfræðingi hefur starfað að stofnun
ráðsins frá áramótum.
Viðskipti Áhrifamenn úr viðskiptalífi og stjórnmálum voru á stofnfundi viðskiptaráðsins, sem mikils er vænst af.
Viðskipti, menntun og menning
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins í gær
Páll Magnússon, bæjarritari hjá Kópavogsbæ, var í gær
skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menn-
ingarmálaráðuneyti frá 1. desember næstkomandi til
fimm ára.
Páll er með meistarapróf í lögfræði og opinberri
stjórnsýslu. Hefur starfað hjá Kópavogsbæ frá 2006 en
starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, m.a.
sem aðstoðarmaður ráðherra. Var jafnframt varaþing-
maður Framsóknarflokks 1999 til 2007.
Þrettán sóttu um embætti ráðuneytisstjóra og mat
hæfnisnefnd fjóra umsækjendur mjög hæfa.
Páll nýr ráðuneytisstjóri
Páll
Magnússon