Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í gær hóf Íslandsdeild Amnesty International sölu á sokkum til styrktar mannréttindastarfi samtakanna. Fögnuður af þessu tilefni var í versluninni Yeoman boutique við Skólavörðustíg í Reykjavík síðdegis í gær, en þangað mættu margir bæði til að kaupa varninginn og til þess að sýna málstaðnum stuðning. Sokkapörin, sem bera yfirskriftina Fyrir Amn- esty, eru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Sokk- arnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í fram- leiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton Made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinn- ur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum, eins og nú eru hvarvetna höfð að leiðarljósi í fataframleiðslu eins og þess- ari. Sokkarnir eru til sölu á www.amnesty.is, í Yeoman boutique eins og fyrr er nefnt og loks versluninni Ungfrúnni góðu við Hallveigarstíg. Um miðjan mánuð verður einnig hægt að finna þá í verslunum Hagkaups. Íslandsdeild Amnesty selur sokka  Íslensk hönnun seld til styrkar alþjóðlegu starfi 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Námskeið sem gefa réttindi um gjörvalla Evrópu Öll ökuréttindi - Öll vinnuvélaréttindi Klettagörðum 11 (ET-húsinu) - 104 Reykjavík - Símar 588 4500, 822 4502 - www.meiraprof.is - rektorinn@gmail.com Skjót leið til starfsmenntunar Skapaðu þér þitt eigið góðæri www.meiraprof.is Andríki rifjar upp í pistli aðBretar, heimsmeistarar skattaparadísanna, hafi sett Ísland á hryðjuverkalista vegna Icesave- málsins og nú hafi þeir hlutast til um að Ísland yrði sett á annan ókræsilegan lista, peningaþvættis- og hryðju- verkalista FATF. Þetta hafi svo verið samþykkt í leynilegri furðuat- kvæðagreiðslu þar sem dugað hefði að fimm þjóðir greiddu atkvæði með því að Ísland færi á listann þó að 75 hefðu greitt atkvæði gegn til- lögunni.    Þá er rifjað upp að hér á landihafi verið „nægt framboð af stjórnmálamönnum, fræðimönnum og álitsgjöfum sem tóku undir með Bretum um að íslenskur almenn- ingur ætti að taka ábyrgð á skuld- um einkabanka við fjármagnseig- endur. Þessir menn sögðu það uppeldisatriði fyrir spillta þjóð og börnin hennar að gangast í ábyrgð við skuldum bankamanna“.    Þá segir: „Einmitt þetta samafólk gleðst nú mjög yfir því að Bretum hafi tekist í annað sinn að koma Íslendingum að ósekju inn á lista yfir lönd sem eru álitleg fyrir peningaþvætti, ekki síst fyrir hryðjuverkamenn. Það eru öll sömu orðin notuð og í Icesave-málinu, ekki síst „orðsporsáhætta“ og „álitshnekkir erlendis“. Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingar- innar, náði einnig að koma því að í þingræðu í síðustu viku að Íslend- ingar væru „einfaldlega mestu um- hverfissóðar veraldar“.“    Sumir láta fá tækifæri ónýtt til aðveitast að eigin landi og lands- mönnum. Hvers vegna þessi fjandskapur? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Þegar 10% hækkun á kolefnisgjaldi tekur gildi 1. janúar 2020 hefur gjaldið fjórfaldast frá árinu 2010, þegar það var fyrst lagt á.“ Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), við frumvarp sem átta þing- menn úr fimm flokkum hafa lagt fram á Alþingi um frádrátt frá tekjum í at- vinnurekstri vegna kolefnisjöfnunar. Samtökin taka fram að þessi hækkun á kolefnisgjaldinu sé úr öllu hófi og að hún sé nífalt meiri en sem nemur hækkun verðlags á sama tímabili. Í umsögn SFS segir að frumvarpið virðist byggjast á þeirri hugsun að vænlegt sé að auka vitund og ábyrgð fyrirtækja á forsvaranlegri hegðun og breytni og því beri að fagna. „En til þess að ná að virkja nauð- synlega hvata verða forsvarsmenn fyrirtækja að sjá sér hag í að leggja sig fram í þessu sameiginlega verk- efni,“ segir þar. Greiddu 35% teknanna en hlutdeild í olíunotkun var 20% Fram kemur að frá því að kolefnis- gjaldið var fyrst lagt á eldsneyti hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt ríflega 10 milljarða króna í kolefnisgjald. „Þessi fjárhæð er rúmlega 35% af því sem kolefnisgjaldið hefur skilað ríkissjóði í tekjur á tímabilinu. Það er verulega hátt hlutfall, ekki síst í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegs í olíu- notkun hérlendis var að jafnaði 20% á sama tímabili. Þá ber einnig að halda því til að haga að frá árinu 1990 hefur olíunotkun í sjávarútvegi næstum því helmingast. Yfirvöld hafa sýnt þeim árangri lítinn skilning svo sem sjá má af stórfelldri hækkun á kolefnisgjald- inu á undanförnum árum,“ segja SFS. Bent er á að ef fyrirtækin hafi ekki nægjanlegt svigrúm til þess að fjár- festa, eins og t.d. að skipta eldri skip- um út fyrir nýrri, sparneytnari og af- kastameiri skip, séu kostir þeirra þrengdir til að draga úr losun kol- tvísýrings. „Að mati samtakanna skýtur það skökku við að það verið sé að reyna að skapa hvata á meðan sjávar- útvegur hefur þegar greitt milljarða í kolefnisgjald, gjald sem ekki verður séð að hafi skilað sér til raunveru- legra aðgerða í þágu loftslagsmála,“ segir í umsögn SFS, sem vilja að hækkun gjaldsins um áramót verði undurskoðuð og að sjávarútvegur og fleiri útflutningsgreinar verði undan- þegin greiðslu kolefnisgjalds. omfr@mbl.is Greiddu 10 millj- arða í kolefnisgjald  SFS segja gjaldið fjórfaldast frá 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.