Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 8

Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 8
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í gær hóf Íslandsdeild Amnesty International sölu á sokkum til styrktar mannréttindastarfi samtakanna. Fögnuður af þessu tilefni var í versluninni Yeoman boutique við Skólavörðustíg í Reykjavík síðdegis í gær, en þangað mættu margir bæði til að kaupa varninginn og til þess að sýna málstaðnum stuðning. Sokkapörin, sem bera yfirskriftina Fyrir Amn- esty, eru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Sokk- arnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í fram- leiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton Made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinn- ur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum, eins og nú eru hvarvetna höfð að leiðarljósi í fataframleiðslu eins og þess- ari. Sokkarnir eru til sölu á www.amnesty.is, í Yeoman boutique eins og fyrr er nefnt og loks versluninni Ungfrúnni góðu við Hallveigarstíg. Um miðjan mánuð verður einnig hægt að finna þá í verslunum Hagkaups. Íslandsdeild Amnesty selur sokka  Íslensk hönnun seld til styrkar alþjóðlegu starfi 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Námskeið sem gefa réttindi um gjörvalla Evrópu Öll ökuréttindi - Öll vinnuvélaréttindi Klettagörðum 11 (ET-húsinu) - 104 Reykjavík - Símar 588 4500, 822 4502 - www.meiraprof.is - rektorinn@gmail.com Skjót leið til starfsmenntunar Skapaðu þér þitt eigið góðæri www.meiraprof.is Andríki rifjar upp í pistli aðBretar, heimsmeistarar skattaparadísanna, hafi sett Ísland á hryðjuverkalista vegna Icesave- málsins og nú hafi þeir hlutast til um að Ísland yrði sett á annan ókræsilegan lista, peningaþvættis- og hryðju- verkalista FATF. Þetta hafi svo verið samþykkt í leynilegri furðuat- kvæðagreiðslu þar sem dugað hefði að fimm þjóðir greiddu atkvæði með því að Ísland færi á listann þó að 75 hefðu greitt atkvæði gegn til- lögunni.    Þá er rifjað upp að hér á landihafi verið „nægt framboð af stjórnmálamönnum, fræðimönnum og álitsgjöfum sem tóku undir með Bretum um að íslenskur almenn- ingur ætti að taka ábyrgð á skuld- um einkabanka við fjármagnseig- endur. Þessir menn sögðu það uppeldisatriði fyrir spillta þjóð og börnin hennar að gangast í ábyrgð við skuldum bankamanna“.    Þá segir: „Einmitt þetta samafólk gleðst nú mjög yfir því að Bretum hafi tekist í annað sinn að koma Íslendingum að ósekju inn á lista yfir lönd sem eru álitleg fyrir peningaþvætti, ekki síst fyrir hryðjuverkamenn. Það eru öll sömu orðin notuð og í Icesave-málinu, ekki síst „orðsporsáhætta“ og „álitshnekkir erlendis“. Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingar- innar, náði einnig að koma því að í þingræðu í síðustu viku að Íslend- ingar væru „einfaldlega mestu um- hverfissóðar veraldar“.“    Sumir láta fá tækifæri ónýtt til aðveitast að eigin landi og lands- mönnum. Hvers vegna þessi fjandskapur? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Þegar 10% hækkun á kolefnisgjaldi tekur gildi 1. janúar 2020 hefur gjaldið fjórfaldast frá árinu 2010, þegar það var fyrst lagt á.“ Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), við frumvarp sem átta þing- menn úr fimm flokkum hafa lagt fram á Alþingi um frádrátt frá tekjum í at- vinnurekstri vegna kolefnisjöfnunar. Samtökin taka fram að þessi hækkun á kolefnisgjaldinu sé úr öllu hófi og að hún sé nífalt meiri en sem nemur hækkun verðlags á sama tímabili. Í umsögn SFS segir að frumvarpið virðist byggjast á þeirri hugsun að vænlegt sé að auka vitund og ábyrgð fyrirtækja á forsvaranlegri hegðun og breytni og því beri að fagna. „En til þess að ná að virkja nauð- synlega hvata verða forsvarsmenn fyrirtækja að sjá sér hag í að leggja sig fram í þessu sameiginlega verk- efni,“ segir þar. Greiddu 35% teknanna en hlutdeild í olíunotkun var 20% Fram kemur að frá því að kolefnis- gjaldið var fyrst lagt á eldsneyti hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt ríflega 10 milljarða króna í kolefnisgjald. „Þessi fjárhæð er rúmlega 35% af því sem kolefnisgjaldið hefur skilað ríkissjóði í tekjur á tímabilinu. Það er verulega hátt hlutfall, ekki síst í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegs í olíu- notkun hérlendis var að jafnaði 20% á sama tímabili. Þá ber einnig að halda því til að haga að frá árinu 1990 hefur olíunotkun í sjávarútvegi næstum því helmingast. Yfirvöld hafa sýnt þeim árangri lítinn skilning svo sem sjá má af stórfelldri hækkun á kolefnisgjald- inu á undanförnum árum,“ segja SFS. Bent er á að ef fyrirtækin hafi ekki nægjanlegt svigrúm til þess að fjár- festa, eins og t.d. að skipta eldri skip- um út fyrir nýrri, sparneytnari og af- kastameiri skip, séu kostir þeirra þrengdir til að draga úr losun kol- tvísýrings. „Að mati samtakanna skýtur það skökku við að það verið sé að reyna að skapa hvata á meðan sjávar- útvegur hefur þegar greitt milljarða í kolefnisgjald, gjald sem ekki verður séð að hafi skilað sér til raunveru- legra aðgerða í þágu loftslagsmála,“ segir í umsögn SFS, sem vilja að hækkun gjaldsins um áramót verði undurskoðuð og að sjávarútvegur og fleiri útflutningsgreinar verði undan- þegin greiðslu kolefnisgjalds. omfr@mbl.is Greiddu 10 millj- arða í kolefnisgjald  SFS segja gjaldið fjórfaldast frá 2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.