Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 44
MEISTARADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor-
aði sitt tíunda mark í haust í Meist-
aradeild kvenna í fótbolta í fyrra-
kvöld þegar hún jafnaði metin fyrir
Breiðablik gegn París SG, 1:1, á
lokasekúndum fyrri hálfleiks í
seinni viðureign liðanna í sextán
liða úrslitunum í París.
Hún er þar með ein af þremur
markahæstu leikmönnum keppn-
innar í vetur. Ein besta knatt-
spyrnukona heims, Vivianne Mie-
dema, skoraði þrennu fyrir Arsenal
í 8:0 sigri á Slavia Prag í fyrrakvöld
og náði með því Berglindi með 10
mörk í keppninni.
Nígeríski framherjinn Emueje
Ogbiagbevha skoraði 10 mörk fyrir
Minsk frá Hvíta-Rússlandi, sem
eins og Breiðablik féll út í fyrra-
kvöld með því að tapa 1:8 sam-
anlagt fyrir Barcelona. Ogbiag-
bevha skoraði mark Minsk í 1:3
ósigri á heimavelli í fyrri viðureign
liðanna.
Miedema er komin með Arsenal í
átta liða úrslitin. Þar verður einnig
hin norska Ada Hegerberg sem er
búin að skora 9 mörk fyrir Lyon.
Fenna Kalma skoraði 9 mörk fyrir
Twente, sem er úr leik, og næstu
leikmenn þar á eftir eru með fimm
mörk. Það er því líklegt, þó Breiða-
blik og Berglind séu úr leik, að hún
verði í hópi þriggja til fimm marka-
hæstu leikmanna Meistaradeild-
arinnar á öllu tímabilinu.
Margrét tvisvar markahæst
í Meistaradeildinni
Berglind Björg hefur nú samtals
skorað 16 mörk fyrir Breiðablik í
Meistaradeild Evrópu og aðeins ein
íslensk knattspyrnukona hefur gert
betur. Margrét Lára Viðarsdóttir
hefur skorað 33 mörk fyrir Val í
keppninni, öll á árunum 2005 til
2008. Þar af skoraði hún 14 mörk í
keppninni haustið 2008 þegar Vals-
konur unnu fjóra leiki af sex og
misstu naumlega af sæti í átta liða
úrslitum þegar þær töpuðu 3:2 fyrir
Bardolino frá Ítalíu. Margrét varð
þá markadrottning Meistaradeild-
arinnar og langmarkahæst. Hún
varð líka markahæst í keppninni
með 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í
deildinni haustið 2005 og gerði 8
mörk árið 2007. Margrét fær nú
væntanlega tækifæri í keppninni á
ný á næsta ári með Íslandsmeist-
urum Vals.
Sara Björk Gunnarsdóttir er einu
sinni sem oftar fulltrúi Íslands í
átta liða úrslitum keppninnar en
þangað er Wolfsburg komið ásamt
Glasgow City, Barcelona, Bayern
München, Lyon, París SG, Arsenal
og Atlético Madrid. Dregið verður á
föstudaginn.
Ein þriggja
markahæstu í
Meistaradeild
Berglind Björg er með 10 mörk
eins og Miedema og Ogbiagbevha
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
16 Berglind Björg Þorvaldsdóttir með boltann í fyrri leiknum gegn PSG.
Hún gerði 10 mörk í keppninni í ár og hafði áður skorað sex mörk.
Morgunblaðið/Ófeigur
33 Margrét Lára Viðarsdóttir rað-
aði inn mörkum árin 2005-2008.
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
HANDBOLTI
Grill 66-deild kvenna
Selfoss – ÍBV U .................................... 22:17
Grótta – Fjölnir .................................... 28:16
Staða efstu liða:
Fram U 6 6 0 0 211:150 12
Selfoss 7 6 0 1 167:148 12
FH 6 5 0 1 159:134 10
Grótta 7 5 0 2 174:154 10
ÍR 6 4 0 2 152:138 8
ÍBV U 7 3 1 3 172:172 7
Grill 66-deild karla
Þróttur – FH U..................................... 30:31
Stjarnan U – Haukar U ....................... 21:35
Staða efstu liða:
Þór Ak. 5 4 1 0 148:132 9
Haukar U 6 4 0 2 177:150 8
Þróttur 6 3 1 2 196:179 7
KA U 5 3 0 2 163:139 6
FH U 6 3 0 3 173:169 6
Valur U 5 3 0 2 149:147 6
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Dortmund – Leverkusen .................... 26:24
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3
mörk fyrir Leverkusen.
Spánn
La Rioja – Barcelona........................... 28:32
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir
Barcelona.
Frakkland
B-deild:
Cesson-Rennes – Besancon ................ 30:28
Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir
Cesson-Rennes.
Austurríki
Linz – West Wien ................................. 30:24
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði
ekki fyrir West Wien.
Dominos-deild karla
Fjölnir – Grindavík............................... 91:92
Njarðvík – Stjarnan ............................. 76:78
Staðan:
Keflavík 5 5 0 466:423 10
KR 5 4 1 445:394 8
Stjarnan 5 3 2 445:426 6
Tindastóll 5 3 2 434:414 6
Valur 5 3 2 448:443 6
ÍR 5 3 2 408:430 6
Haukar 5 3 2 465:443 6
Grindavik 5 2 3 429:440 4
Þór Þ. 5 2 3 402:418 4
Njarðvík 5 1 4 386:399 2
Fjölnir 5 1 4 427:453 2
Þór Ak. 5 0 5 386:458 0
Evrópudeildin
Real Madrid – Alba Berlín.................. 85:71
Martin Hermannsson var stigahæstur
hjá Alba með 13 stig.
NBA-deildin
Atlanta – Miami .................................. 97:106
New Orleans – Denver..................... 122:107
LA Clippers – San Antonio................ 103:97
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – KA ............................ L16
Origo-höllin: Valur – ÍR ......................... S16
Kaplakriki: FH – HK.............................. S17
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fjölnir........ S17.15
Varmá: Afturelding – Haukar .......... S20.15
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – HK ..................... L16
Framhús: Fram – Haukar ..................... L18
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ............... S15
Varmá: Afturelding – KA/Þór ............... S18
1. deild karla, Grill 66-deildin:
KA-heimilið: KA U – Grótta .................. S17
Origo-höllin: Valur U – Þór Ak.............. S18
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
TM-höllin: Stjarnan U – ÍR................... L18
Framhús: Fram U – Fylkir.................... S15
Kaplakriki: FH – HK U..................... S19.30
Origo-höllin: Valur U – Víkingur........... S20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Hertz-hellirinn: ÍR – Tindastóll ............ L16
Hveragerði: Hamar – Fjölnir................ L16
Mustad-höll: Grindavík b – Keflavík b . L17
Geysisbikar karla, 1. umferð:
Borgarnes: Skallagrímur – Sindri......... S18
Stykkishólmur: Snæfell – Þór Ak..... S19.15
VHE-höllin: Höttur – Njarðvík ........ S19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Fjölnir ...................... L16.45
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Reykjavík................. L19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Bournemouth – Manchester United L12.30
Aston Villa – Liverpool .......................... L15
Watford – Chelsea ............................. L17.30
Crystal Palace – Leicester ..................... S14
Everton – Tottenham ........................ S16.30
UM HELGINA!
Martin Hermannsson og samherjar
hans í Alba Berlín þurftu að sætta
sig við 71:85-tap fyrir stórliði Real
Madríd í Euroleague í gærkvöldi.
Martin átti góðan leik fyrir Alba og
skoraði 13 stig, tók eitt frákast og
gaf tvær stoðsendingar og var
stigahæstur í sínu liði.
Alba fór vel af stað í keppninni
og vann fyrsta leikinn gegn Zenit
frá Rússlandi en síðan þá hefur lið-
ið tapað fjórum leikjum í röð. Næst
á dagskrá hjá Alba í keppninni er
ferðalag til Ísraels þar sem liðið
mætir Maccabi Tel-Aviv.
Martin stiga-
hæstur í Madrid
Ljósmynd/Alba Berlin
13 stig Martin Hermannsson var
drjúgur gegn stórliðinu.
Lærisveinar Heimis Hallgríms-
sonar hjá Al-Arabi gerðu í gær 2:2-
jafntefli við Al-Wakrah í katörsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Birk-
ir Bjarnason lék allan leikinn fyrir
Al-Arabi og jafnaði leikinn í 2:2
með marki á sjöundu mínútu upp-
bótartímans.
Stigið er það fyrsta sem Al-Arabi
fær í þremur leikjum eftir komu
Birkis. Var hann fenginn til félags-
ins til að leysa Aron Einar Gunn-
arsson af hólmi, á meðan Aron
glímir við meiðsli. Al-Arabi er í
fjórða sæti deildarinnar.
Birkir jafnaði á
elleftu stundu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jöfnunarmark Birkir Bjarnason
skoraði með vinstri fætinum.
Dijon gerði sér lítið fyrir og vann
2:1-sigur á stórliði PSG á heima-
velli í frönsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í gær. Botnliðið vann þar
með toppliðið en Dijon lyfti sér
reyndar upp fyrir tvö lið með sigr-
inum sem kom geysilega á óvart.
Rúnar Alex Rúnarsson er leik-
maður Dijon en hann var vara-
markmaður í gær, eins og í und-
anförnum leikjum í deildinni.
Það byrjaði ekki vel fyrir Dijon
því stórstjarnan Kylian Mbappé
kom PSG yfir á 19. mínútu. Mounir
Chouiar jafnaði metin í uppbótar-
tíma í fyrri hálfleik og Jhonder
Cadiz skoraði sigurmarkið snemma
í seinni hálfleik.
Með sigrinum fór Dijon upp í 18.
sæti með tólf stig. Þrátt fyrir tapið
er PSG með átta stiga forskot á
toppnum.
Geysilega óvænt úrslit
hjá liði Rúnars Alex
AFP
Óvænt Angel Di Maria hjá PSG
leyndi ekki vonbrigðum sínum.
Félög hér innanlands virðast hafa
áhuga á því að næla í Tryggva
Hrafn Haraldsson, knattspyrnu-
mann hjá ÍA, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Í það minnsta eitt
félag hefur átt viðræður við ÍA um
að kaupa leikmanninn sem er samn-
ingsbundinn ÍA. Ekki liggur fyrir
hvernig þær viðræður hafa gengið
eða hvort einnig sé áhugi á
Tryggva að utan, en hann lék um
tíma með Halmstad í Svíþjóð.
Fremur sjaldgæft er að samn-
ingsbundnir leikmenn fari á milli
liða í efstu deild hérlendis og því
erfitt að segja til um framvinduna.
Tryggvi er 23 ára gamall og upp-
alinn Skagamaður. Hann kom heim
í vor frá Svíþjóð og tók þátt í öllum
leikjum ÍA í úrvalsdeildinni. Skor-
aði hann sjö mörk og var marka-
hæsti leikmaður liðsins í deildinni.
Viðræður um möguleg
félagaskipti Tryggva
Morgunblaðið/Hari
Á förum? Óvíst er hvort Tryggvi
Hrafn verði áfram á Skaganum.