Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 44
MEISTARADEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor- aði sitt tíunda mark í haust í Meist- aradeild kvenna í fótbolta í fyrra- kvöld þegar hún jafnaði metin fyrir Breiðablik gegn París SG, 1:1, á lokasekúndum fyrri hálfleiks í seinni viðureign liðanna í sextán liða úrslitunum í París. Hún er þar með ein af þremur markahæstu leikmönnum keppn- innar í vetur. Ein besta knatt- spyrnukona heims, Vivianne Mie- dema, skoraði þrennu fyrir Arsenal í 8:0 sigri á Slavia Prag í fyrrakvöld og náði með því Berglindi með 10 mörk í keppninni. Nígeríski framherjinn Emueje Ogbiagbevha skoraði 10 mörk fyrir Minsk frá Hvíta-Rússlandi, sem eins og Breiðablik féll út í fyrra- kvöld með því að tapa 1:8 sam- anlagt fyrir Barcelona. Ogbiag- bevha skoraði mark Minsk í 1:3 ósigri á heimavelli í fyrri viðureign liðanna. Miedema er komin með Arsenal í átta liða úrslitin. Þar verður einnig hin norska Ada Hegerberg sem er búin að skora 9 mörk fyrir Lyon. Fenna Kalma skoraði 9 mörk fyrir Twente, sem er úr leik, og næstu leikmenn þar á eftir eru með fimm mörk. Það er því líklegt, þó Breiða- blik og Berglind séu úr leik, að hún verði í hópi þriggja til fimm marka- hæstu leikmanna Meistaradeild- arinnar á öllu tímabilinu. Margrét tvisvar markahæst í Meistaradeildinni Berglind Björg hefur nú samtals skorað 16 mörk fyrir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu og aðeins ein íslensk knattspyrnukona hefur gert betur. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 33 mörk fyrir Val í keppninni, öll á árunum 2005 til 2008. Þar af skoraði hún 14 mörk í keppninni haustið 2008 þegar Vals- konur unnu fjóra leiki af sex og misstu naumlega af sæti í átta liða úrslitum þegar þær töpuðu 3:2 fyrir Bardolino frá Ítalíu. Margrét varð þá markadrottning Meistaradeild- arinnar og langmarkahæst. Hún varð líka markahæst í keppninni með 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í deildinni haustið 2005 og gerði 8 mörk árið 2007. Margrét fær nú væntanlega tækifæri í keppninni á ný á næsta ári með Íslandsmeist- urum Vals. Sara Björk Gunnarsdóttir er einu sinni sem oftar fulltrúi Íslands í átta liða úrslitum keppninnar en þangað er Wolfsburg komið ásamt Glasgow City, Barcelona, Bayern München, Lyon, París SG, Arsenal og Atlético Madrid. Dregið verður á föstudaginn. Ein þriggja markahæstu í Meistaradeild  Berglind Björg er með 10 mörk eins og Miedema og Ogbiagbevha Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 16 Berglind Björg Þorvaldsdóttir með boltann í fyrri leiknum gegn PSG. Hún gerði 10 mörk í keppninni í ár og hafði áður skorað sex mörk. Morgunblaðið/Ófeigur 33 Margrét Lára Viðarsdóttir rað- aði inn mörkum árin 2005-2008. 44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 HANDBOLTI Grill 66-deild kvenna Selfoss – ÍBV U .................................... 22:17 Grótta – Fjölnir .................................... 28:16 Staða efstu liða: Fram U 6 6 0 0 211:150 12 Selfoss 7 6 0 1 167:148 12 FH 6 5 0 1 159:134 10 Grótta 7 5 0 2 174:154 10 ÍR 6 4 0 2 152:138 8 ÍBV U 7 3 1 3 172:172 7 Grill 66-deild karla Þróttur – FH U..................................... 30:31 Stjarnan U – Haukar U ....................... 21:35 Staða efstu liða: Þór Ak. 5 4 1 0 148:132 9 Haukar U 6 4 0 2 177:150 8 Þróttur 6 3 1 2 196:179 7 KA U 5 3 0 2 163:139 6 FH U 6 3 0 3 173:169 6 Valur U 5 3 0 2 149:147 6 Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Dortmund – Leverkusen .................... 26:24  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Leverkusen. Spánn La Rioja – Barcelona........................... 28:32  Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Barcelona. Frakkland B-deild: Cesson-Rennes – Besancon ................ 30:28  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes. Austurríki Linz – West Wien ................................. 30:24  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði ekki fyrir West Wien. Dominos-deild karla Fjölnir – Grindavík............................... 91:92 Njarðvík – Stjarnan ............................. 76:78 Staðan: Keflavík 5 5 0 466:423 10 KR 5 4 1 445:394 8 Stjarnan 5 3 2 445:426 6 Tindastóll 5 3 2 434:414 6 Valur 5 3 2 448:443 6 ÍR 5 3 2 408:430 6 Haukar 5 3 2 465:443 6 Grindavik 5 2 3 429:440 4 Þór Þ. 5 2 3 402:418 4 Njarðvík 5 1 4 386:399 2 Fjölnir 5 1 4 427:453 2 Þór Ak. 5 0 5 386:458 0 Evrópudeildin Real Madrid – Alba Berlín.................. 85:71  Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba með 13 stig. NBA-deildin Atlanta – Miami .................................. 97:106 New Orleans – Denver..................... 122:107 LA Clippers – San Antonio................ 103:97 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – KA ............................ L16 Origo-höllin: Valur – ÍR ......................... S16 Kaplakriki: FH – HK.............................. S17 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fjölnir........ S17.15 Varmá: Afturelding – Haukar .......... S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – HK ..................... L16 Framhús: Fram – Haukar ..................... L18 Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ............... S15 Varmá: Afturelding – KA/Þór ............... S18 1. deild karla, Grill 66-deildin: KA-heimilið: KA U – Grótta .................. S17 Origo-höllin: Valur U – Þór Ak.............. S18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höllin: Stjarnan U – ÍR................... L18 Framhús: Fram U – Fylkir.................... S15 Kaplakriki: FH – HK U..................... S19.30 Origo-höllin: Valur U – Víkingur........... S20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Tindastóll ............ L16 Hveragerði: Hamar – Fjölnir................ L16 Mustad-höll: Grindavík b – Keflavík b . L17 Geysisbikar karla, 1. umferð: Borgarnes: Skallagrímur – Sindri......... S18 Stykkishólmur: Snæfell – Þór Ak..... S19.15 VHE-höllin: Höttur – Njarðvík ........ S19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Fjölnir ...................... L16.45 Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík................. L19.30 Enski boltinn á Síminn Sport Bournemouth – Manchester United L12.30 Aston Villa – Liverpool .......................... L15 Watford – Chelsea ............................. L17.30 Crystal Palace – Leicester ..................... S14 Everton – Tottenham ........................ S16.30 UM HELGINA! Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín þurftu að sætta sig við 71:85-tap fyrir stórliði Real Madríd í Euroleague í gærkvöldi. Martin átti góðan leik fyrir Alba og skoraði 13 stig, tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar og var stigahæstur í sínu liði. Alba fór vel af stað í keppninni og vann fyrsta leikinn gegn Zenit frá Rússlandi en síðan þá hefur lið- ið tapað fjórum leikjum í röð. Næst á dagskrá hjá Alba í keppninni er ferðalag til Ísraels þar sem liðið mætir Maccabi Tel-Aviv. Martin stiga- hæstur í Madrid Ljósmynd/Alba Berlin 13 stig Martin Hermannsson var drjúgur gegn stórliðinu. Lærisveinar Heimis Hallgríms- sonar hjá Al-Arabi gerðu í gær 2:2- jafntefli við Al-Wakrah í katörsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Birk- ir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Al-Arabi og jafnaði leikinn í 2:2 með marki á sjöundu mínútu upp- bótartímans. Stigið er það fyrsta sem Al-Arabi fær í þremur leikjum eftir komu Birkis. Var hann fenginn til félags- ins til að leysa Aron Einar Gunn- arsson af hólmi, á meðan Aron glímir við meiðsli. Al-Arabi er í fjórða sæti deildarinnar. Birkir jafnaði á elleftu stundu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jöfnunarmark Birkir Bjarnason skoraði með vinstri fætinum. Dijon gerði sér lítið fyrir og vann 2:1-sigur á stórliði PSG á heima- velli í frönsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Botnliðið vann þar með toppliðið en Dijon lyfti sér reyndar upp fyrir tvö lið með sigr- inum sem kom geysilega á óvart. Rúnar Alex Rúnarsson er leik- maður Dijon en hann var vara- markmaður í gær, eins og í und- anförnum leikjum í deildinni. Það byrjaði ekki vel fyrir Dijon því stórstjarnan Kylian Mbappé kom PSG yfir á 19. mínútu. Mounir Chouiar jafnaði metin í uppbótar- tíma í fyrri hálfleik og Jhonder Cadiz skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Með sigrinum fór Dijon upp í 18. sæti með tólf stig. Þrátt fyrir tapið er PSG með átta stiga forskot á toppnum. Geysilega óvænt úrslit hjá liði Rúnars Alex AFP Óvænt Angel Di Maria hjá PSG leyndi ekki vonbrigðum sínum. Félög hér innanlands virðast hafa áhuga á því að næla í Tryggva Hrafn Haraldsson, knattspyrnu- mann hjá ÍA, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í það minnsta eitt félag hefur átt viðræður við ÍA um að kaupa leikmanninn sem er samn- ingsbundinn ÍA. Ekki liggur fyrir hvernig þær viðræður hafa gengið eða hvort einnig sé áhugi á Tryggva að utan, en hann lék um tíma með Halmstad í Svíþjóð. Fremur sjaldgæft er að samn- ingsbundnir leikmenn fari á milli liða í efstu deild hérlendis og því erfitt að segja til um framvinduna. Tryggvi er 23 ára gamall og upp- alinn Skagamaður. Hann kom heim í vor frá Svíþjóð og tók þátt í öllum leikjum ÍA í úrvalsdeildinni. Skor- aði hann sjö mörk og var marka- hæsti leikmaður liðsins í deildinni. Viðræður um möguleg félagaskipti Tryggva Morgunblaðið/Hari Á förum? Óvíst er hvort Tryggvi Hrafn verði áfram á Skaganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.