Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 12
Ég held til í Chicago íBandaríkjunum þessadagana og rembist við aðlesa mér til um sögu
borgarinnar, sem er vægast sagt til-
þrifamikil, eins og reyndar stað-
urinn sjálfur,“ segir Már Jónsson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla
Íslands. „Ég var rétt að ljúka við
bók um ógurlega hitabylgju í júlílok
1995. Bókin sem kom út árið 2002 er
eftir Erik Klinenberg, Heat wave. A
social autopsy of disaster in Chi-
cago. Ekki færri en 500 aldraðir íbú-
ar og sjúklingar létust á fáeinum
dögum og félagsfræðingurinn
Klinenberg sýnir að hiti og vatns-
skortur voru ekki helstu sökudólg-
arnir, eins og yfirvöld fullyrtu, held-
ur félagslegar aðstæður, einangrun
og brestur í félagsþjónustu, ekki síst
í hverfum svartra manna.“
Vesturfarar í árás
Önnur bók tengd Chicago sem
Már er með í takinu nú er eftir
James Green og heitir Death in the
Haymarket. A story of Chicago, the
first labor movement and the bomb-
ing that divided gilded age America
og kom út árið 2006. Þar er fjallað
um aðdraganda og afleiðingar at-
burðar sem varð í borginni að kvöldi
4. maí 1886, þegar kastað var dýna-
mítsprengju að lögreglumönnum
sem voru í þann mund að leysa upp
fund verkalýðshreyfingar, þar sem
þess var krafist að atvinnurekendur
virtu samþykktir um átta stunda
vinnudag.
„Sjö lögregluþjónar létu lífið og
hinir hófu skothríð, sem felldi ekki
færri en þrjá fundarmenn og særði
marga. Á endanum voru fjórir menn
hengdir fyrir tilræðið en áhöld eru
um hvort þeir hafi verið sekir. Þegar
þetta gerðist voru örugglega nokkr-
ir íslenskir vesturfarar í borginni,
sem auðvitað voru dropi í hafi ann-
arra innflytjenda,“ segir Már og
heldur áfram:
Augastaður á skáldsögum
„Almennt les ég mest bækur af
þessu tagi sem segja mér eitthvað
sem ég ekki vissi um raunveruleik-
ann og mannlífið í öllu sínu veldi.
Það er því tilhlökkunarefni að lesa
nýútkomnar íslenskar bækur á borð
við Sögu hreindýra eftir Unni Birnu
Karlsdóttur, bók Árna Snævars um
franska ferðalanginn Jósef Pál
Gaimard og bók nafna hans Ein-
arssonar um fornar garðhleðslur.
Vitaskuld fylgist ég líka með árlegu
skáldsagnaflóði heima og hef eink-
um augastað á bókum eftir Huldar
Breiðfjörð, Rögnu Sigurðardóttur,
Sigrúnu Pálsdóttur, Sjón og Þor-
berg Þórsson.“ sbs@mbl.is
Raunveruleikinn og
mannlífið í Chicago
Hauströkkrið hellist yfir og þá er notalegt að glugga í góðar bækur. Prófessor, bæjarstjóri og bóksali segja hér frá bókum sínum. Sá síðast-
nefndi er nú að senda frá sér nýja bók, en hann lætur að sér kveða á akri bókmenntanna svo eftirtekt vekur. Bækur, hverju nafni sem þær
nefnast, spanna annars óravíddir mannshugans – og rétt er að hafa í huga þá mikilvægu speki að lestur er jafnan bestur!
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sagnfræðingur Tilhlökkunarefni að lesa nýútkomnar íslenskar bækur, segir Már Jónsson, hér með bækur í baksýn.
AFP
Chicago Straumar og stefnur sam-
tímans mætast í borginni í Illinois.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
„Þessa dagana hef ég verið að lesa
bókina The Bookshop on the
Corner eftir Jenny Colgan, eða
réttara sagt hef ég verið að hlusta á
hana á Storytel,“ segir Rebekka
Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vestur-
byggð. „Það reynist oft þægilegra
svona í amstri dagsins að hlýða á
bækurnar en lesa. Sérstaklega
gefst það vel á meðan maður keyrir
á milli landshorna, sem gerist
reglulega þessa dagana. Ég hef
verið að þræða mig í gegnum bæk-
ur eftir Jenny Colgan og Sumareld-
hús Flóru er næst.“
Rebekka segist vera mikill bóka-
safnari, meira að segja svo að eigin-
manni hennar finnist oft nóg um.
Hún sé alæta og lesi flestar teg-
undir bóka, nema kannski spennu-
sögur. „Ég les annars helst skáld-
sögur, en hef einnig gaman af
ævisögum og sagnfræðibókum.
Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson
og Íslenskir sjávarhættir eftir Lúð-
vík Kristjánsson eru í uppáhaldi.
Ég dett svo stundum í Árbækur
Ferðafélags Íslands og Árbók
Barðastrandarsýslu og þeim mun
eldri árgangar, þeim mun skemmti-
legri lesning. Svo hef ég síðan ég
var barn verið áhugasöm um nor-
ræna goðafræði, allt frá því að lesa
myndasögur Peter Madsen um Goð-
heima sem og skáldsögur sem
byggja á goðafræðinni. Þar hefur
seinni ár sænski rithöfundurinn Jo-
hanne Hildebrandt verið í miklu
uppáhaldi. Fyrir utan yndislestur,
sem oft væri gott að hafa meiri tíma
fyrir, krefst vinnan mikils lesturs
og núna er ég að glugga í drög að
samgönguáætlun,“ segir Rebekka
að síðustu.
Hlustar á bækur á
landshornaflakkinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarstjórinn Gaman af sagn-
fræðibókum, segir Rebekka.
„Það er margt skemmtilegt að lesa
þessa dagana þegar jólabókaflóðið
er byrjað. Þetta verða góð ljóðajól,
en upp á síðkastið hef ég hámað í
mig nokkrar ljóðabækur,“ segir
Brynjólfur Þorsteinsson, sem starf-
ar í Bókabúð Máls og menningar
við Laugaveg í Reykjavík. Sjálfur
er hann um þessar mundir að senda
frá sér ljóðabókina Þetta er ekki
bílastæði. Þar er meðal annars að
finna Gormánuð, ljóðið sem fékk
Ljóðstaf Jóns úr Vör; viðurkenn-
ingu Kópavogsbæjar til efnilegra
skálda.
„Ljóðabækurnar sem ég hef lesið
upp á síðkastið eru Leðurjakka-
veður eftir Fríðu Ísberg, Okfruman
eftir Brynju Hjálmsdóttur og Mis-
læg gatnamót eftir Þórdísi Gísla-
dóttur, allar frábærar. Svo hef ég
aðeins verið að glugga í nýjar
skáldsögur, Við erum ekki morð-
ingjar eftir Dag Hjartarson er
spennandi og skemmtileg bók sem
ég las í einni lotu, langt fram á nótt.
Korngult hár, blá augu eftir Sjón
las ég líka á einu kvöldi; það er allt-
af veisla að fá eitthvað nýtt eftir
Sjón í hendurnar. Á náttborðinu
liggur svo Staða pundsins eftir
Braga Ólafsson, sem hefur verið í
uppáhaldi hjá mér lengi. Einnig er
ég með í takinu bókina Málleys-
ingjana eftir Pedro Gunnlaug
Garcia, sem ég hef heyrt mjög góða
hluti um,“ segir Brynjólfur, sem er
innkaupastjóri erlendra bóka í Máli
og menningu. Því segist hann þurfa
að fylgjast vel með stefnum og
straumum í erlendum bókmenntum
og þar sé af nægu að taka.
Háma í mig ljóðabækur
og glugga í skáldsögur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljóðskáld Brynjólfur Þorsteinsson
hér með Ljóðstafinn góða.
borgarleikhus.is