Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 33
Tilkynningar
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Fljótsdalshéraðs 2008-2028
Ferðaþjónusta
að Grund, Jökuldal
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi
sínum þann 18. september sl., að auglýsa tillögu að
breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-
2028 vegna áforma um uppbyggingu ferðaþjónustu
að Grund í Jökuldal, sbr. 30. og 36. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér að tilgreint er verslunar- og
þjónustusvæði að Grund og opið svæði austan
árinnar. Tilgangur breytingarinnar er að auðvelda
ferðafólki að njóta náttúru svæðisins og að innviðir
séu fyrir hendi til að taka við vaxandi gestafjölda.
Jafnframt auglýsir Fljótsdalshérað samhliða
deiliskipulagstillögu fyrir Stuðlagil, Grund.
Samkvæmt tillögunni eru helstu markmið deili-
skipulagsins að skapa framtíðarsýn fyrir móttöku
ferðamanna á Grund í Jökuldal með aðstöðusköpun
til að taka á móti gestum á svæðinu.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð
ásamt umhverfisskýrslu.
Tillagan er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs og
liggur frammi á bæjarskrifstofu að Lyngási 12,
Egilsstöðum.
Kynningarfundur verður þann 5. nóvember milli
kl. 13:00–14:00 í Miðvangi 31, 700 Egilsstöðum.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum
rennur út þann 9. desember 2019. Athugasemdir
skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@fljotsdals-
herad.is og dandy@fljotsdalsherad.is eða í bréfpósti
að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Raðauglýsingar 569 1100
Auglýsing um skipulag á Akranesi
Deiliskipulag Skógarhverfis 2. áfangi, breyting á skipulagsmörkum
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september 2019 að auglýsa breytingu á
deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að norðurhluti 2. áfanga deiliskipulags Skógarhverfis er felldur úr gildi.
Mörk niðurfellingarinnar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26.
Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3B, skólalóð
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag Skógar-
hverfis áfangi 3B, sem er stofnanalóð fyrir leik- og grunnskóla í Skógarhverfi, í samræmi við 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða þriggja hektara skólalóð við Asparskóga. Gert er ráð fyrir ýmsum stofnunum s.s.
leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi. Aðalaðkoma að lóðinni verður frá torgi í norðurhorni Asparskóga.
Afmarkaður er stór byggingareitur fyrir einnar til þriggja hæða byggingar, ásamt kjallara.
Nýtingahlutfall miðast við allt að 10.000 m² heildarbyggingar magn.
Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag
Skógarhverfis 4. áfanga, sem nær yfir svæði milli Þjóðbrautar og Asparskóga,
í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í fjórða áfanga er gert ráð fyrir lágri en þéttri byggð fjölbýlishúsa. Meginhluti húsanna verður tveggja
hæða án bílakjallara og lyftu. Fimm hæða hús verður nyrst á skipulagssvæðinu.
Fjöldi íbúða verði á bilinu 89-126.
Tillögurnar verða til kynninga í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu
Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 31. október til og með 15.desember 2019.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sé tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. desember 2019.
Skila skal ábendingum og athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18
eða á netfangið skipulag@akranes.is
Sviðsstjóri skipulags- og
umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
Fundir/Mannfagnaðir
Samband íslenskra
samvinnufélaga
Aðalfundur
Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2018
verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember nk.
á Greifanum, Glerárgötu 20, 2 hæð, Akureyri
og hefst hann kl. 14.00.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins.
Akureyri, 30. október 2019.
Stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga svf.
Kennsla
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum
verða haldin í janúar, febrúar og mars
ef næg þátttaka næst:
Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og
kjötiðn í 6.-10. janúar 2020
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2019
Í byggingagreinum í janúar 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2019
Í vélvirkjun í febrúar – mars 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2019
Í snyrtifræði í febrúar – mars 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2019
Í bifvélavirkjun í janúar – febrúar 2020.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2019
Í hársnyrtiiðn í febrúar – mars 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2019.
Nánari dagsetningar verða birtar á heima-
síðu IÐUNNAR fræðsluseturs um leið og
þær liggja fyrir
Með umsókn skal leggja fram afrit af náms-
samningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfarar-
skírteini með einkunnum eða staðfestingu
skóla á því að nemi muni útskrifast í
desember 2019.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er
mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
okkar, veffang: www.idan.is og á
skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík,
sími: 590 6400, netfang: idan@idan.is
Félag sjálfstæðismanna
í Árbæ, Selási, Ártúns-
og Norðlingaholti
Aðalfundur
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna
í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti
verður haldinn mánudaginn 11. nóvember
nk. kl. 20.00 í félagsheimilinu
að Hraunbæ 102b.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins er
Björn Gíslason borgarfulltrúi.
Allir velkomnir
Stjórnin.
Til Leigu
Skrifstofuhúsnæði,
Bláu húsin í Faxafeni
Bjart og rúmgott skrifstofu/atvinnuhúsnæði
á 2.hæð í þriggja hæða húsi. Stærð 92,0 fm
+ sameign. Húsnæðið skiptist í gott anddyri-
/móttöku, þrjú rúmgóð herbergi, kaffistofu
og skjalageymslu, sameiginlegar snyrtingar
á hæðinni.
Mjög vel staðsett og stutt í flesta þjónustu.
Laust til afhendingar
Allar nánari uppl gefur
Ólafur sími 896-4090
Atvinnuhúsnæði
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is