Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 SKRÁNING Á WWW.SAMORKA.IS Samtök orku- og veitufyrirtækja DAFNANDI GRÆN ORKA FRÆÐSLUFUNDUR UM UPPRUNAÁBYRGÐIR RAFORKU 4. NÓVEMBER, KL. 14:00–15:30, ICELANDAIR HOTEL NATURA Alþjóðlegar loftslagsaðgerðir og græn skírteini Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Kerfið um græn skírteini: Virkni og þátttakendur Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Dóttir Consulting Græn skírteini í íslensku samhengi Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Renewable Energy Certificates: The Wholesale Market for Guarantees of Origin Alexandra Münzer, framkvæmdastjóri Greenfact Fundarstjóri: Björn Berg Gunnarsson Deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka Karlakór Reykjavíkur undirbýr nú af fullum krafti árlega aðventu- tónleika sína í Hallgrímskirkju. Lið- ur í þeim undirbúningi er opin æf- ing sem verður í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 14.30 og stend- ur yfir í þrjá tíma. Öllum er vel- komið að líta við og hlýða á kórinn slípa til dagskrána, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Auglýstir eru þrennir aðventu- tónleikar í Hallgrímskirkju; laugar- daginn 14. desember kl. 17 og sunnudaginn 15. desember kl. 17 og 20 um kvöldið. Aðalgestur kórsins þetta árið er Sigrún Pálmadóttir sópran, sem ekki hefur áður komið fram með kórnum. Hefur Sigrún verið að gera góða hluti á söngsviðinu, bæði hér heima og ekki síst erlendis. Á tón- leikunum verða einnig fastagestir fyrri ára, eins og organistinn Lenka Mátéová og trompetleikararnir Ei- ríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson, auk Eggerts Páls- sonar pákuleikara. Þá mun kór- félaginn og hornleikarinn Jóhann Björn Ævarsson leika með í einu lagi. Karlakór Reykjavíkur undirbýr aðventutónleikana Öllum boðið á opna æfingu í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag Morgunblaðið/Eggert Söngur Karlakór Reykjavíkur á tónleikum í Langholtskirkju, en kórinn verður á æfingu í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Hinn árlegi og eftirsótti Jólabasar Hringskvenna verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun, sunnudag, frá kl. 13-16. Basarinn hefur notið mikilla vinsælda gegnum árin, enda úrvalið fjölbreytt. Síðustu ár hefur myndast örtröð þegar húsið er opnað. Á basarnum er boðin til sölu handavinna Hringskvenna, mest jóla- vara en einnig margt fleira. Svo má ekki gleyma því að borðin munu svigna undan alls konar bakkelsi. Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit, rennur óskipt í Barna- spítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra, að því er fram kemur í til- kynningu frá Hringnum. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 57 millj- ónir króna. Ómissandi fyrir jólin Jólabasar Margt sem minnir á jólin verður á boðstólum á morgun. Jólabasar Hringsins á morgun Listmálarinn Stefán Boulter opnar í dag sýninguna „Brjóstvit“ í Mjólkur- búðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri, kl. 14 í dag, laugardag. Stefán sýnir þar nýleg olíumálverk og grafík, m.a. nokkur málverk sem eru byggð á aldagöml- um portrettmálverkum sem hann hefur umbreytt. „Táknmyndir, mýtur, manneskjan, dýrin og viðvera hluta eru enn sem áður viðfangsefni og efniviður, verkin endurspegla þannig heimspeki og lífsviðhorf listamanns- ins,“ segir í tilkynningu. Stefán hefur sýnt verk sín í söfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis. Sýning- unni lýkur 10. nóvember. Sýning Stefáns Boulter List Eitt málverka Stefáns Boulter. Brjóstvit á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.