Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Styrkir frá Góða hirðinum
Umsóknarfrestur rennur út 24. nóvember
Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðra málefna.
Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka og er markmiðið að
styðja fólk til sjálfshjálpar. Verkefnin geta t.d. snúist um menntun,
endurhæfingu og sjálfsbjörg og er sérstaklega leitast við að styrkir
nýtist efnaminni börnum og ungmennum.
Nánari upplýsingar er að finna á sorpa.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Fjallaferðir í áskrift hafa hitt í
mark í starfinu,“ segir Páll Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands. Hann segir
þessar ferðir í skipulögðum hópum
meðal hápunktanna í starfinu í ár.
Færri fóru um Laugaveginn í sumar
en síðustu ár og speglar það fækkun
erlendra ferðamanna hingað til
lands. Hins vegar hefur þátttaka Ís-
lendinga í gönguferðum á þessum
slóðum aukist og segir Páll það mjög
ánægjulegt. Meðal stórra verkefna
er undirbúningur að byggingu nýs
Skagfjörðsskála í Langadal í Þórs-
mörk og mikilvæg endurnýjun á
fleiri stöðum, ekki aðeins til að svara
aðsókn og auknum kröfum, heldur
einnig til að auka öryggi.
Frá fellum upp á hæstu tinda
Páll segir að um 500 manns séu
þátttakendur í fjallaverkefnum
Ferðafélagsins. Þau bera heitin
fyrsta skrefið, næsta skref, alla leið,
fótfrár, léttfeti, þrautseigur og úti-
deildin og segja flest nöfnin nokkuð
um erfiðleika-
stuðul þeirra.
Eins hafa land-
vættir og land-
könnuðir notið
vinsælda. Nokk-
ur þessara verk-
efna eru í gangi
allt árið og í ár
var uppselt í sum
þeirra.
Upphafið má
rekja til 52 fjalla verkefnis, sem fé-
lagið fór af stað með fyrir mörgum
árum.
„Í þessum verkefnum geta allir
fundið gönguferðir við sitt hæfi,“
segir Páll. „Sumir fara ár eftir ár, en
einnig er alltaf talsvert um endur-
nýjun og að nýtt fólk sláist í hópinn
með okkur. Fjöllin eru mismunandi
erfið uppgöngu, allt frá fellum eins
og Úlfarsfelli og Helgafelli við bæj-
ardyr höfuðborgarinnar upp í hæstu
tinda eins og Hvannadalshnúk,
Hrútfellstinda og Snæfellsjökul.
Um helgar eru oft fleiri hundruð
manns í fjallgöngum með félaginu.
Nýlegt verkefni hjá okkur eru ferðir
sem við köllum „gengið á góða spá“.
Í þeim tilvikum er blásið til ferðar
með skömmum fyrirvara og fólk
mætir þegar því hentar. Ein slík
ferð var nýlega farin með 60 manns
á Bláfell á leiðinni upp á Kjöl.“
Fækkaði um þrjú þúsund
Íslendingum hefur fjölgað í lengri
ferðum með Ferðafélagi Íslands um
fjöll og firnindi, að sögn Páls. Þetta
eigi ekki síst við friðlöndin að Fjalla-
baki og á Hornströndum, en á báð-
um svæðunum er félagið með öfluga
starfsemi.
Páll áætlar að um tólf þúsund
manns hafi gengið Laugaveginn í
sumar og er það fækkun um þrjú
þúsund frá árinu á undan. Í ár voru
Íslendingar um 10% göngumanna
sem gistu í skálum FÍ, en innan við
5% sumarið 2018, þegar heildar-
fjöldi göngufólks var talsvert meiri.
Um 10% samdráttur var í gistingu í
skálum félagins að Fjallabaki í sum-
ar og er það að hluta rakið til góða
veðursins þar sem fleiri gista í tjöld-
um ef veðrið er gott.
Páll segir umhugsunarefni hversu
mikinn fjölda ferðamanna Lauga-
vegurinn þoli, ekki aðeins vegna
Margir með fjallaferðir í áskrift
Fleiri Íslendingar í gönguferðum, færri útlendingar Við allra hæfi Nýir skálar á teikniborðinu
Ljósmynd/Þuríður Erla
Göngufólk Um hverja helgi er fjöldi manns á fjöllum á vegum Ferðafélagsins og sérstök fjallaverkefni hafa notið vinsælda.
Páll
Guðmundsson
Páll segir að Ferðafélagið og samstarfsfélög hafi eins og áður skipulagt
ferðir víða um hálendi og óbyggðir. Kynjaskiptingin sé athyglisverð því
konur hafi eins og áður verið í miklum meirihluta eða um 70%.
„Við skipuleggjum á hverju ári um eða yfir 60 ferðir og miðum þá við
ákveðinn lágmarksfjöla. Oft höfum við þurft að aflýsa um 10 ferðum, en í
ár voru aðeins fjórar ferðir felldar niður,“ segir Páll.
Konur í meirihluta
SKIPULEGGJA FJÖLDA FERÐA
Samvinna Ferðirnar eru af ýmsum toga og þegar vaða þarf ár er góð aðferð að
krækja saman höndum og hafa bakpokann lausan á öxlunum.