Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
✝ Lárus DagurPálsson fædd-
ist á Fæðingar-
heimilinu í Reykja-
vík 6. september
1973. Hann lést 19.
október 2019. For-
eldrar Lárusar eru
Helga Friðbjörns-
dóttir, f. 25. maí
1947, og Páll Dag-
bjartsson, f. 31.
ágúst 1948. Systur
hans eru Svanhildur, f. 13. júlí
1970, Kolbrún, f. 26. júní 1977,
og Helga María, f. 25. febrúar
1982.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Anna Sif Ingimarsdóttir, f. 9.
Lárus Dagur lék 11 ár í úr-
valsdeild körfuknattleiks með
meistaraflokkum Tindastóls og
Vals.
Lárus Dagur vann ýmis störf
á sínum yngri árum í Skagafirði,
m.a. við landbúnað, smíðar og
skrifstofustörf hjá Fiskiðjunni.
Eftir háskólanám starfaði hann
hjá Máka hf. á Sauðárkróki og
síðar sem forstöðumaður Hrings
ehf., Atvinnuþróunarfélags
Skagafjarðar. Hann var fram-
kvæmdastjóri Landsmóta hesta-
manna árin 2002 og 2004 og
stjórnarformaður Landsmóta
hestamanna um árabil. Lárus
Dagur starfaði sem fjármála-
stjóri hjá Vírneti, Límtré Vírneti
og BM Vallá. Hann tók við starfi
forstjóra eignarhaldsfélagsins
Hornsteins árið 2015 og gegndi
því starfi þegar hann lést.
Útför hans verður gerð frá
Löngumýrarkapellu í dag, 2.
nóvember 2019, klukkan 14.
júlí 1976, börn
þeirra eru Páll
Ísak, f. 23. sept-
ember 1999, Ingi-
mar Albert, f. 18.
september 2007, og
Kolfinna Katla, f.
10. desember 2009.
Lárus Dagur
gekk í Varma-
hlíðarskóla, fór í
Framhaldsskólann
á Laugum í Reykja-
dal og útskrifaðist sem stúdent
frá Fjölbrautaskólanum í Garða-
bæ vorið 1993. Hann stundaði
nám í viðskiptafræði við Há-
skóla Íslands og lauk þaðan BS-
gráðu í viðskiptafræði.
Ljúf minning lifir um yndis-
legan pabba og lífsförunaut.
Dagskil
Gott er að kveðja glaður sérhvern dag
geta í hjarta sínu sungið lag
gleðjast og finna innst í sinni sál
samhljóm við lífsins leyndarmál.
Ský sem að dregur skugga yfir svið
skelfir ei þann sem á sér von og frið
andvarans bíður birta yndisleg
boðin að lýsa okkar veg.
Guð hefur okkur gefið fagran dag
gleðjumst og þökkum sérhvert hjarta-
slag
hljómi í vitund ljóð um allt sem er
aldanna faðir. Dýrð sé þér.
(Sigurður Hansen)
Við elskum þig að eilífu.
Anna Sif Ingimarsdóttir,
Páll Ísak Lárusson, Ingimar
Albert Lárusson, Kolfinna
Katla Lárusdóttir.
Eftir gresjunni kemur maður
ríðandi hesti á, sposkur á svipinn
með bros í augum stígur af baki
og laumar út úr sér einhverju
bullkorni. Við systur skellum
upp úr og horfum eftir-
væntingarfullum augum á mann-
inn, sem er bróðir okkar. Hann
var fallegur, traustur, góður og
fyndnastur allra.
Á eftir fylgdi lagstúfur sem
hann raulaði á bullensku, var
samt viss um að hann kynni
textann hundrað prósent. Þetta
gerði hann í stríðni eins og hon-
um einum var lagið. Hann vissi
algjörlega hvernig hann náði
okkur upp, spilaði á okkur eins
og harmonikkur. Viðbrögðin létu
ekki á sér standa, honum til mik-
illar ánægju.
Hann var nefnilega keppnis-
maður fram í fingurgóma, í
stríðni eins og öðru sem hann
tók sér fyrir hendur. Leiðtogi
innan vallar sem utan nema
kannski í systkinahópnum, þar
sem samkeppnin var afar hörð
um forystuna. En saman vorum
við samt sterkust og töldum
okkur ósigrandi þar sem hvert
og eitt okkar fékk notið sín. Með
hann í baklandinu vorum við
systur gulltryggðar, girtar bæði
með belti og axlabönd.
Lalli ætlaði að verða bóndi og
líka smiður og slökkviliðsstjóri
eins og hans helsta átrúnaðar-
goð. Sem drengur var hann
ótrúlega upptekinn og stóð í
endalausum framkvæmdum,
safnaði í brennu um áramót,
stundaði vegagerð í malar-
haugum og moldarflögum og lék
löggu og bófa á hjólinu. Hann
strauk að heiman, borðaði úr
súkkulaðidagatölum okkar
systra, tók okkur í kitluritvél og
þurrkaði okkur í framan með
blautum, skítugum borðtuskum.
Hann gat verið algjörlega óþol-
andi með úthugsaðri stríðni og
hrekkjum en við náðum okkur
niður á honum systurnar þegar
við steggjuðum hann um árið.
Lalli var mikill fjölskyldu-
maður og það skipti hann miklu
máli að vera í góðum tengslum
við fjölskylduna. Hann sá ekki
sólina fyrir mömmu og átti klett-
inn sinn og fyrirmynd í pabba.
Hann var svo stoltur og ánægð-
ur með börnin sín þrjú og stóru
ástina í lífi sínu hana Önnu Sif.
Það var dásamlegt að taka þátt í
brúðkaupsdegi þeirra í júlí 2013
þegar hann hélt upp á fertugs-
afmæli sitt með því að giftast
henni Önnu sinni loksins eftir
mjög langa trúlofun, þvílík ham-
ingja og gleði.
Við systur höfum alltaf verið
óendanlega stoltar af honum og
þakklátar fyrir að eiga hann fyr-
ir bróður. Skemmtilegustu
stundir lífs okkar voru með
Lalla í gríngírnum, við elskuðum
það og fengum aldrei nóg.
Hann var hógvær en metn-
aðarfullur og allt sem hann tók
sér fyrir hendur gerði hann af
heilindum, nákvæmni og sam-
viskusemi. Ekkert var tilviljun-
um háð. Þessir eiginleikar skil-
uðu honum frábærum árangri í
störfum hans og hann naut
trausts og virðingar alls staðar
sem hann lét til sín taka. En það
voru þessir sömu eiginleikar
sem snerust í höndunum á hon-
um og reyndust honum ofviða
síðustu vikur og mánuði. Það er
ólýsanlega sárt að við náðum
ekki að grípa hann í fallinu.
Lalli snerti hjörtu allra sem
hann þekktu, það hefur komið
vel í ljós á síðustu dögum þar
sem kærleikur, samúð og hlý-
hugur hefur umvafið alla fjöl-
skylduna. Hann var einstakur og
við elskum hann endalaust.
Svanhildur, Kolbrún og
Helga María.
„Lalli minn, hvar ertu?“ Við
þessari spurningu fékk ég síðar
svar sem ég á erfitt með að
sætta mig við, svar sem ómögu-
legt er að búa sig undir og eng-
inn vill heyra, samt stöndum við
öll frammi fyrir þessari stað-
reynd og verðum að búa við
hana; þessu verður ekki breytt.
Lárus, tengdasonur minn, var
sjálfum sér harður húsbóndi.
Dugnaðurinn, ábyrgðartilfinn-
ingin, nákvæmnin, metnaðurinn
og keppnisskapið krafðist þess
að öll verkefni væru leyst af
vandvirkni og með sóma, þar var
aldrei gefinn neinn afsláttur og
hann sparaði það að gefa boltann
á annan þótt á móti blési,
spyrnti frekar fastar við fæti.
Við Lalli áttum margt saman
að sælda í gegnum tíðina. Fyrir
utan fjölskyldutengslin áttum
við hestinn sem sameiginlegt
áhugamál og raunar margt
fleira. Sauðburði vildi Lalli helst
ekki missa af, þar var hann á
heimavelli og endurlifði þar fyrri
tíma frá því hann var í Álfta-
gerði í Mývatnssveit hjá afa sín-
um og ömmu, en í þann dýr-
mæta minningasjóð sótti hann
oft í orði og verki. Hann fylgdist
vel með stússinu á Ytra-Skörðu-
gili og tók þátt í því eins og ann-
ir leyfðu. Upprekstur á fé og
hrossum til afréttar og síðan
göngur að hausti var honum til-
efni tilhlökkunar og gleði, allt
annar tónn sleginn og hvíld frá
hinu daglega vinnuamstri sem
annars heltók tíma hans. Ég
þykist vita að honum hafi stund-
um blöskrað kæruleysið í karlin-
um á Skörðugili þótt hann léti
ekki á því bera og stundum
fannst mér allur undirbúningur
aðgerða hjá tengdasyni mínum
full nákvæmur, en hvorugur
gerði mál úr þessu, svona var
þetta bara, við höfðum ólíkar
áherslur og sættum okkur báðir
við það. Ég tel að við höfum bor-
ið fullt traust hvor til annars og
á vinskap okkar bar aldrei
skugga. Við áttum stundum
tveggja manna tal þar sem kíkt
var inn fyrir „öryggisskelina“
sem okkur er oft svo tamt að
skríða inn í og finnst við trygg-
ari þar. Eftir á að hyggja hefði
það mátt gerast oftar, það er öll-
um hollt að deila gleði og ekki
síður sorg með öðrum, það höf-
um við, aðstandendur hans, upp-
lifað að undanförnu.
Þótt ég skrifi þessar línur veit
ég að margir geta samsamað sig
því sem hér er sagt og kannski
er ég líka að skrifa í nafni ann-
arra, sjálfur veit ég það varla.
Ég vil kveðja Lalla minn með
ljóði eftir sameiginlegan vin okk-
ar, Sigurð Hansen, finnst það
hæfa.
Sem norðurljósa log um heiðið háa
í hendi drottins varir líf um stund
það breytir litum, leiftrar, skín og
hverfur
og lætur eftir von um endurfund.
En þannig er vor allra ævisaga
hver auðnustund er lítið leifturskin
í ljóðinu sem lífið okkur kveður
og lætur fylgja mynd af góðum vin.
Ingimar Ingimarsson.
Fyrsta minning mín um Lalla
litla frænda minn. Ég og Svana
sex ára í Varmahlíð, spenntar að
fara að gera eitthvað sem ég
man ekki hvað var, um leið og
Lalli væri sofnaður. Lalli
tveggja ára hoppandi af krafti í
rimlarúmi, alsæll og skellihlæj-
andi, jafnvel eins og hann væri
að stríða okkur með því að neita
að fara að sofa en svo mikið
krútt að ég var alveg til í að bíða
aðeins eftir því að hann róaðist.
Næstu minningar úr Álfta-
gerði. Við í sauðburði hjá ömmu
og afa, ég bara í viku, hann alltaf
miklu lengur, fljótlega jafnoki
afa í öllum verkum og ég man
einu sinni þegar afi settist á
garðaband og tíndi upp strá og
fór að stanga úr tönnunum og
Lalli settist við hliðina á honum
eins og lítill bóndi og gerði eins.
Við að spila Jónas við ömmu og
grínast með makkintossmola.
Lalli alltaf eins þótt nú væri
hann sloppinn úr rimlarúminu,
orkumikill, glaður, hlýr og fynd-
inn, strákur sem ekki var hægt
annað en að þykja vænt um.
Seinna bjó Lalli heima hjá okkur
pabba og mömmu þegar hann
var í námi og það var gaman að
kynnast honum upp á nýtt þá,
hann var sem fyrr orkumikill,
skemmtilegur, stríðinn, fyndinn,
með alveg sérstaklega skemmti-
legan húmor og glaður. Alltaf
svo glaður. Bros, hlátur og
skelmisblik í auga, það var Lalli
litli frændi minn.
Það er skrýtið og sárt þegar
besta fólkið veikist og lýtur í
lægra haldi. En sumir sjúkdóm-
ar hlífa engum. Ég sendi Önnu
Sif, Páli Ísak, Ingimar Albert,
Kolfinnu Kötlu, Palla, Helgu,
Svönu, Kollu og Mæju innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar og
minna.
Brynhildur Björnsdóttir.
Fallinn er frá langt fyrir aldur
fram frændi minn og einn minn
besti vinur, Lárus Dagur. Síð-
ustu árin lágu leiðir okkar mikið
saman eftir að við fjölskyldan
fluttum suður í Kópavoginn.
Lalli, eins og við ættingjar og
vinir kölluðum hann, var glett-
inn, glaðvær og stundum stríð-
inn. Alltaf var stutt í smitandi
hláturinn og við gátum skotið
hvor á annan bæði léttum og
föstum skotum sem þó aldrei
meiddu eða særðu hinn. Í vor
var ég að girða beitarhólf fyrir
hestana okkar í góðu veðri fyrir
okkur frændurna. Verkinu var
nokkurn veginn að ljúka þegar
Lalli kemur nokkuð seint að
mínu mati og segir þá við mig og
hlær „mér sýnist ekki vanþörf á
nokkurri verkstjórn hér“ og á
eftir gengu skotin okkar á milli
og mikið hlegið eins og svo oft
áður. Alltaf var stutt í gleðina og
hina léttu lund sem einkennir
flesta Skagfirðinga sem ég þekki
og hefur eflaust markað uppeldi
hans og lífsviðhorf. Lalli var fá-
dæma vinsæll maður og þekkti
marga í gegnum vinnu, íþróttir
og hestamennsku. Hann átti
marga góða vini og suma þeirra
kynnti hann fyrir mér og fyrir
það er ég honum þakklátur.
Við ræddum oft á kaffistof-
unni í hesthúsinu eftir reiðtúra
um hrossarækt, hestamennsku
og menn og málefni á þeim vett-
vangi. Við fórum saman á hesta-
sýningar og -mót og fylgdumst
með íslenska gæðingnum sem
við báðir höfðum svo mikið dá-
læti á. Þeirra samverustunda
verður bæði minnst og saknað.
Við Lalli vorum trúnaðarvinir,
ræddum störf okkar og bárum
bækur okkar saman eins og sagt
er. Þar gátu báðir treyst á þag-
mælsku og trúnað hins.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Með söknuði kveð ég nú góð-
an vin í hinsta sinn og við fjöl-
skyldan vottum aðstandendum
og fjölskyldu innilega samúð á
erfiðum stundum.
Þinn frændi
Hjalti Halldórsson.
„Dísa, vörum að dlást,“ bauð
bjarthærður brosandi pjakkur
frænku sinni margt fyrir löngu
og kreppti hnefana en prakk-
arasvipurinn var áberandi á and-
litinu. Auðvitað stóðst frænkan
ekki þetta góða boð frekar en
mörg önnur kostaboð sem Lárus
Dagur, minn elskaði systurson-
ur, hefur boðið mér upp á í
gegnum tíðina enda samvera
okkar oft mikil. Í óbærilegri
sorginni núna streyma ótal góð-
ar minningar fram eins og fal-
legar perlur á silfurþræði. Lalli
var kátur krakki sem alltaf
þurfti að hafa eitthvað fyrir
stafni. Ég sé hann fyrir mér í
bílaleik í moldarhaugnum í garð-
inum á Skógarstígnum; á fleygi-
ferð á hjólinu sínu um Varmahlíð
og alltaf af og til stríðandi systr-
um sínum. Oftast mátti sjá heim-
ilishundinn Trygg í för með hon-
um. Þeir voru miklir vinir. Ég
hugsaði stundum um að gaman
Lárus Dagur
Pálsson
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, afi
og langafi,
SIGMAR JÖRGENSSON
járnsmiður,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut 27. október.
Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 5. nóvember
klukkan 13.
Jónheiður Björnsdóttir
Ólafur K. Sigmarsson Aðalheiður Stefánsdóttir
Sigfríður Birna Sigmarsd.
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Sigmar Freyr, Kristinn Björn, Lilja Katrín,
Jenný Sif og Steinar Óli
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN FJÓLA ÞORBERGSDÓTTIR
Gullsmára 9, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 18. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Katrín Hermannsdóttir
Unnur Hermannsdóttir Jón Aspar
Stella Hermannsdóttir
Sigurrós Hermannsdóttir Olgeir Skúli Sverrisson
Ardís Erlendsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EMIL ÞÓR GUÐBJÖRNSSON
skipasmiður og trillukarl,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi
þriðjudaginn 29. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Hrafnhildur Jónsdóttir
Bjarndís Emilsdóttir Magnús Ingi Bæringsson
Guðbjörn Emilsson Sabine Marlene Sennefelder
Dagur Emilsson Þóra Stefánsdóttir
Jón Sindri Emilsson Heiða María Elfarsdóttir
og barnabörn
Móðir okkar,
SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 27. október.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarþel. Þökkum einnig starfsfólki hjúkrunarheimilisins fyrir
umönnun hennar í rúman áratug.
Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna
Margrét Gunnarsdóttir
Guðmundur Gunnarsson
Arna María Gunnarsdóttir
Edda Hrönn Gunnarsdóttir
Ástkær eiginkona mín,
STEFANÍA PÉTURSDÓTTIR
Furugerði 11,
Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum 24. október.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 8. nóvember klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Gíslason
Eiginmaður minn og bróðir,
ÓLAFUR BJARNFREÐSSON
sjómaður,
andaðist 23. október á Landspítalanum í
Fossvogi. Útför Ólafs fór fram 31. október í
kyrrþey að ósk hins látna.
Pisamai Phaengsrisarn
Guðni K. Ólafsson