Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Klassíski kór Akureyrarkirkju syngur. Fjóla Sveinmarsdóttir syngur einsöng. Organisti er Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Tekið verður við samskotum fyrir vinasöfnuð okkar í Kapkoris í Keníu. Sunnudags- kóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Bangsablessun. Öll börn mega koma með einn bangsa eða mjúk- dýr í sunnudagaskólann. Umsjón Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Í guðsþjónustunni verður minnst látinna. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kristina Kalló Szklenár er organisti. Örnólfur Kristjánsson leikur á selló. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Aldísar og Kristínar. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknarprestur í Heið- arheimi í Noregi, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigurði Jónssyni sóknarpresti. María Jó- hanna Eyjólfsdóttir djáknakandídat annast sam- verustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. Ástjarnarkirkja | Ljósamessa til styrktar Ljós- inu (Endurhæfingarstöð fyrir krabbameins- greinda) verður 3. nóvember kl. 20. Tónlistar- flutningur er í höndum hjónanna Hjalta Jónssonar og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Guðrún Kristín Svavarsdóttir fjallar um reynslu sína af sjúkdómnum og Ljósinu. Söfn- unarbaukur liggur frammi til styrktar málefninu. Sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stundina. Kaffiveit- ingar að lokinni messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg. Lærisveinar HANS leika undir sönginn undir stjórn Ástvaldar org- anista. BORGARNESKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar fyrir altari. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálma- sönginn. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Guðs- þjónustan er sérstaklega helguð minningu lát- inna. Jafnframt þökkum við að kirkjan á 60 ára vígsluafmæli á þessu ári. Súpa og brauð í Safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, og Steinunn Leifsdóttir sjá um stundina. Worship, prayer meeting and sunday school at 1400 hrs. Pastor Toshiki Toma and Steinunn Þorbergsdóttir, deacon, serve in the meeting. Kvöldandakt kl. 20. Minning látinna. Kór Breið- holtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar syng- ur. Prestur er Magnús Björn Björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjón- um. Um tónlistina sjá Antonía Hevesi og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju. Batamessa kl. 17 á vegum Vina í bata. Gospelkór Árbæjar- og Bú- staðakirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttir. Ásta Haraldsdóttir leikur undir. Fólk úr 12 spora starfi Grens- áskirkju þjónar ásamt sr. Maríu. Kaffiveitingar á eftir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestar eru Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn og Kári Þormar dóm- organisti. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Benna og Jóels. EGILSSTAÐAKIRKJA | Náttfata-sunnudaga- skóli kl. 10.30. Kvöldmessa kl. 20. Allra heil- agra messa. Við minnumst látinna ástvina og samferðafólks og tendrum bænakerti. Sr. Þor- geir Arason. Organisti er Torvald Gjerde. Kór Eg- ilsstaðakirkju. Kaffisopi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Vísitas- íumessa, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar í messunni ásamt prestum kirkjunnar. Í messunni verður minningarstund fyrir látna ástvini. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Bjargey Birgis- dóttir leikur á fiðlu og Hulda Jónsdóttir syngur einsöng. Sunnudagskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Tónlistarkvöldvaka kl. 20. Sönghópur Frí- kirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Kirkjugestum gefst kostur á að tendra kertaljós í minningu látinna ástvina sinna. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Allra heilagra messa sunnudag kl. 14. Messan er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öll- um þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla minningastund. Þér gefst kostur á að tendra minningar- og bænaljós. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur leiðir stundina. Gunnar Gunnarsson ásamt hljómsveitinni Möntru og Sönghópnum við Tjörnina leiða tónlistina. GARÐAKIRKJA | Minning látinna kl. 14. Kór Ví- dalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Bald- vinssonar organista. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur og Davíð Sigurgeirsson spilar undir á gít- ar. Októ Einarsson flytur ávarp. Prestar og djákn- ar í Garðaprestakalli þjóna fyrir altari. GLERÁRKIRKJA | Allra heilagra messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Einsöngur: Guðrún Ösp Sævarsdóttir. Umsjón með sunnu- dagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 14. Þar minnumst við sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu. Prestar kirkjunnar þjóna og séra Sigurður Grétar Helgason prédikar. Organ- isti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Barna- og unglingakór kirkjunnar undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala fyrir Líknarsjóð kirkjunnar. Bangsablessun í sunnudagaskól- anum kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Öll börn eru hvött til að taka bangsana sína með. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Messa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og org- anisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Þar minnumst við sérstaklega látinna, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Ásta Haraldsdóttir leikur á hljóðfærið og um sönginn sér kórinn Vox Fem- inae. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Athug- ið að Batamessan verður í Bústaðakirkju kl. 17. GRINDAVÍKURKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 20. Minnumst þeirra sem látist hafa á árinu og tendrum ljós í minningu þeirra. Kór Grindavík- urkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar org- anista. Einsöngvari er Rúnar Þór Guðmundsson. Kaffiveitingar eftir messu. Sr. Elínborg Gísladótt- ir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Allra heilagra messa kl. 14 í hátíðasal Grundar. Minnst verður látinna ástvina. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldumessa kl. 11, prestur er Leifur Ragnar Jónsson og Pétur Ragnhildars. Barnakór Guðríð- arkirkju syngur í messunni. Allra heilagra messa kl. 17. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Minn- umst við sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu og hafa verið jarðsungin í Guðríðarkirkju eða af prestum safnaðarins í öðrum kirkjum. Vor- boðinn syngur í messunni undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Kveikt verður á kertum í Liljugarðinum eftir messu. Kaffi og konfekt í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kveikt á kertum í minningu lát- inna ástvina. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Bylgja Dís, Sigríður og Ja- sper sjá um fjölbreytta dagskrá fyrir börnin í safn- aðarheimilinu. Hressing á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Allra heilagra messa. Sr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna að- stoðar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Schola cantorum syngja. Stjórnandi erHörður Áskelsson. Thelma Hrönn Sigurdórs- dóttir sópran syngur einsöng. Umsjón barna- starfs: Kristný Rós Gústafsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Samtal um sorg miðvikud. kl. 17. Kyrrðarstund fimmtudag kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Allra heilagra messa. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð leiðir messusöng. Stjórnandi er Hreiðar Ingi Þor- steinsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prest- ur er Eiríkur Jóhannsson. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Allra heil- agra messa kl. 20. Sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni verður minnst látinna ástvina og kveikt á kertum. Nefnd verða nöfn þeirra sem lát- ist hafa á síðastliðnu ári og skráðir í kirkjubækur prestakallsins. Hægt er að nefna fleiri við sókn- arprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin. Alt- arisganga. Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kór- stjóra. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur. HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta á Allra heilagra messu kl. 14 í samkomusalnum Helga- felli. Við minnumst látinna og þökkum samfylgd. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Einsöngur Anna Sigríður Helgadóttir. Félagar úr kór Áskirkju leiða safnaðarsöng. Ritningarlestra les Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HRUNAKIRKJA | Hversdagsmessa á fimmtu- dag 7. nóvember kl. 20. Söngur, orð og bæn. HVALSNESKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 14. Látinna minnst og kveikt á kertum. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Keiths Reed. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp- añol. Samkoma á ensku kl. 14. English speak- ing service. Samkoma Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13. Engin hefðbundin prédikun heldur er sam- koman opin fyrir vitnisburði. Kaffi að sam- verustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Erla og sr. Fritz Már þjóna. Súpa eftir messu. Sama dag kl. 20, Allra heilagra messa í sam- starfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Kaffi- veitingar í lok stundar. Miðvikudagur 6. nóv.: kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Föstudagur 8. nóv. kl. 12: kyrrðarbæn í Kapellu vonarinnar. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á Allra heilagra messu. Sr. Sigurður Arnarson þjón- ar fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir djákni prédikar. Minnst verður þeirra sem látnir eru. Kór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Katrin Haymann flautuleikari og Össur Ingi Jóns- son óbóleikari leika. Flutt verður tónlist frá kl. 10.30 í kirkjunni.Sunnudagskólinn hefst kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Eftir guðsþjónustu verður fyrirlestur í safnaðarheimilinu um sorg og sorgarviðbrögð. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Graduale Nobili syngur undir stjórn Þorvaldar Davíðssonar, organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn á sín- um stað undir stjórn Söru Grímsdóttur. Léttur hádegisverður eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Minning látinna. Sr. Davíð Þór Jónsson, Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugar- neskirkju. Sunnudagaskóli á meðan. Kökubasar kvenfélagsins og kirkjukaffi á eftir. 5.11.: Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Húsið opnað kl. 19.40. 6.11.: Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20. Helgi- stund kl. 14. 7.11.: Áskirkja kl. 12. Kyrrðarstund. Hádegis- verður og opið hús á eftir. Hásalurinn Hátúni 10 kl. 16. Helgistund með sr. Davíð Þór. 9.11.: Ashura – félag Horizon kl. 14. Opið hús. LÁGAFELLSKIRKJA | Allra heilagra messa. Guðsþjónusta kl. 20. Minning látinna. Sr. Ragn- heiður Jónsdóttir og Rut G. Magnúsdóttir leiða stundina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og Þorvaldur Örn Davíðsson stjórnar kór og leikur á orgel. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Berglind og Þorvaldur sjá um stundina. www.lagafells- kirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Kór Lindakirkju býður til tónlistarveislu kl. 20. Flutt verður blanda af kraftmikilli gospel- tónlist. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en tek- ið verður við frjálsum framlögum til styrktar for- varnarverkefninu Eitt líf. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Guðsþjón- usta kl. 14. Allra heilagra messa. Söngkór Mið- dalskirkju syngur, organisti er Jón Bjarnason. Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og pré- dikar. NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kveikt á kertum í minningu látinna. Félagar úr kór Neskirkju syngja, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Steinunn Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjón Margrétar Hebu, Árna Þórs og Ara. Samfélag og hressing á Torg- inu að venju. Regnbogamessa kl. 18. Prestar Neskirkju þjóna, Hinsegin kórinn syngur undir stjórn Helgu M. Marzellíusardóttur. Undirleikari er Sigurður H. Oddsson. Samfélag og hressing á Torginu eftir messu og lok sýningarinnar Regnbogabrautar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Samverustund aldr- aðra kl. 14. Kór eldri borgara í Kópavogi syngur. Sérstakur gestur verður kunnur Hammondorgel- leikari, Svíinn Andreas Hellkvist. Maul eftir sam- verustundina. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Messa kl. 11. Kirkjukórar prestakallsins syngja saman ásamt Tvennum tímum undir stjórn organist- anna. Súpa og brauð á eftir í Brautarholti. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Yfir- skrift: Er Guð blindur? Ræðumaður: Daníel Steingrímsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Jóhanna leiða samveruna. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré- dikar, kór Seljakirkju leiðir söng og Tómas Guðni leikur á píanóið. Athugið breyttan guðsþjónustu- tíma. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Þú hefur gengið of langt – frásaga af Jak- obsvegi. Eggert Benedikt Guðmundsson, for- stöðumaður Grænvangs, talar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, flytur ávarp. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og stjórnar Söngfjelaginu. Guðný Guðmundsdóttir leikur ein- leik á fiðlu. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar í safnaðar- heimilinu eftir athöfn. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskól- inn kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður, Hafdís og Klemmi og skúffukaka með hrollvekjandi ívafi. Allra heilagra messa kl. 20. Látinna minnst og kveikt á kertum í þeirra minningu. Kór Seyðis- fjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Org- anisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jó- hann Grétar Einarsson og prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Jón Bjarna- son. Almennur safnaðarsöngur. ÚTSKÁLAKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 11. Látinna minnst og kveikt á kertum. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Keiths Reed. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigur- geirssonar. Börnin mega taka með sér bangs- ann sinn og gæludýr. Fermingarbarnahátíð kl. 17. Króli og JóiPé syngja ásamt gospelkór Jóns Vídalíns sem Davíð Sigurgeirsson stýrir. Már Gunnarsson flytur ávarp og syngur. Tekið á móti hjálparstarfsbaukunum. Boðið upp á pítsu í safnaðarheimilinu á eftir. Foreldrar og ferming- arbörn hvött til þátttöku. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjón- usta kl. 11 á allra heilagra messu. Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Veitingar að guðsþjónustu lokinni í safnaðar- salnum. Myndlistarsýning Ragnheiðar Líneyjar Pálsdóttur opnuð í tilefni Vetrardaga í Víðistaða- kirkju. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Heiðars, Dísu, Regínu Rósu og Rak- elar Óskar. Leikhópurinn Lotta skemmtir. Guðsþjónusta/altarisganga kl. 14. Sr. Baldur Rafn þjónar fyrir altari og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. Meðhjálp- ari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. ORÐ DAGSINS: Jesús prédikar um sælu. (Matt. 5) Á háskólaárunum sagði ég herbergis- félaga mínum á heima- vistinni frá því að ég þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD). Hún skellihló því hún hélt að þetta væri brandari. Þegar ég fullvissaði hana um að svo væri ekki, var hún alveg viss um að ég hefði verið alvarlega misgreind. Ég væri „minnst OCD-manneskja sem hún þekkti“. Hefði ég séð her- bergið mitt? Það væri algjör rúst. Það var rétt hjá henni að her- bergið mitt var rúst. Ég hef þann hæfileika að geta ruslað til og búið til algjöra kaos á mettíma. Ég er mjög óskipulögð, týni öllu, gleymi öllu og er alltaf sein. Ég er heldur alls ekki sýklahrædd. Ég hlamma mér niður á allar klósettsetur, tek í hendur, knúsa ókunnuga, borða upp úr jörð- inni, deili rörum með öðrum og myndi algjörlega lána vinum mínum tannburstann minn. Ég skil að háskólavinkona mín hafi haldið að ég væri misgreind því ég er algjörlega andstæðan við það sem flestir ímynda sér þegar þeir heyra talað um OCD. Fólk talar um að vera svo OCD með hlutina þegar það er að lýsa því að vilja hafa þá akkúrat, eða kannski vera með einhverskonar krúttlega sérvisku yfir þeim. Að vera OCD er orðið að samheiti yfir að vera með gott skipulag á öllu, vera ofurhreinlegur, og með allt í röð og reglu. Það er ekkert skrýtið að fólk sjái því OCD sem einskonar náðargáfu og oft óskar fólk mér til hamingju með að vera með það. Það getur því verið erfitt að skilja hvernig ég end- aði inni á geðdeild út af OCD. „Bíddu endaðirðu inni á geðdeild því þú ert svo hreinleg og skipulögð?“ Það er mesti misskilningur að ár- áttu- og þráhyggjuröskun hafi nokk- uð með það að gera að vera hrein- legur eða skipulagður. Stundum eru áráttueinkenni vissulega endalaus þrif, eða ofurskipulag en vandamálið á bak við slíka hegðun er miklu stærra. Að þjást af OCD er eins og að vera með bilaðan reykskynjara inni í heil- anum sem bara þú heyrir í. Þú ert endalaust að sjá neyðarástand og hættur sem enginn annar sér. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið að sjá aðstæður þar sem fólk eða dýr geta orðið fyrir skaða eða dáið, sem enginn annar tekur eftir eða hefur nokkrar áhyggjur af. Ég skildi ekki af hverju ég var alltaf að hugsa um svona hrylling, og þá sannfærði OCDið mig um að það hlyti að vera út af því að mig langaði að þeir gerð- ust. Út frá því byrjaði þessi ofur- hræðsla um að ég myndi valda öðr- um skaða. Nú veit ég að þetta eru alveg ótrúlega allgengar hugsanir hjá fólki með OCD, en ég var bara barn sem vissi ekki neitt og hélt að ég væri algjört skrímsli. Til þess að losa mig við þann mikla kvíða sem fylgdi þessum hugsunum stundaði ég alls konar áráttuhegðun til að vernda fólk frá þessum hættum sem ég sá alls staðar, og þá sérstak- lega frá sjálfri mér. Ég var alltaf að passa upp á að allt væri öruggt, fór yfir hlutina endalaust í huganum til að reyna að öðlast fullvissu um að ég hefði ekki gert eitthvað rangt, fór í sturtu til að þvo í burtu vonda orku, fór með bænir og forð- aðist aðstæður sem gætu vakið slæmar hugsanir. Þegar ég var upp á mitt versta eyddi ég öll- um sólarhringnum í að tína upp og fjarlægja hluti sem gætu verið hættulegir því mér leið eins og ég ein væri ábyrg fyrir því að vernda allar lífverur fyrir öllum skaða sem þær gætu mögulega orðið fyrir. Í fyrstu voru þetta hlutir eins og glerbrot en svo var þetta komið út í að tína upp hvert einasta hefti, trjágrein, blað- snifsi og jafnvel kusk. Þetta snerist ekki bara að um fjarlægja hættur lengur heldur líka það sem vakti hugsanir um hryllilega atburði. Mað- ur týnist svo ótrúlega fljótt í OCD og áráttan verður alltaf langsóttari. Á endanum var ég hætt að geta farið út úr húsi. Ég þorði ég ekki einu sinni að opna augun því ég sá svo mikið af hættum og „triggerum“ alls staðar. Ef ég neyddist til að fara á milli staða lokaði ég augunum og bað fólk að leiða mig í rétta átt. Ég var algjörlega búin að missa tökin. Ég var tékkuð inn á geðdeild og við tók margra mánaða meðferð og end- urhæfing. Síðan þá hef ég þurft að gefa upp ofurábyrgð og læra að lifa með óvissu. Að leyfa mér að verða betri hefur verið ótrúlega erfitt, því mér líður svo sjálfselskri, kærulausri, og oft hreinlega hættulegri þegar ég berst gegn OCD. Þar sem þráhyggj- urnar snúast oft um að eitthvað al- gjörlega hryllilegt gerist nema að maður framkvæmi það sem lýsir ár- áttu, líður manni eins og algjöru ill- menni ef maður framkvæmir það ekki. OCD er mest sannfærandi afl sem ég hef kynnst og ótrúlega snjallt. Enn í dag þarf ég að vera mjög meðvituð um hugsanaferlið mitt svo ég sogist ekki inn í hvirf- ilbylinn. Meðferðin hefur reynt mikið á og verið algjört helvíti stundum, en verðlaun mín fyrir að ganga í gegn- um hana eru þau að ég endurheimti líf mitt. Ég var í fangelsi OCD og með því að losna úr prísundinni hef ég fengið frelsi til þess að lifa lífinu á mínum eigin forsendum. Ég get nú sett svip minn á heiminn og vonandi betrað hann með veru minni í hon- um. Það sem fólk sagði við mig þegar ég var alveg að gefast upp á með- ferðinni er svo satt: „Ég get ekki sagt þér að þetta verði auðvelt en ég get sagt þér að þetta verður þess virði.“ Óskipulagði OCD-sjúklingurinn Eftir Hönnu Guðrúnu Halldórsdóttur Hanna Guðrún Halldórsdóttir »Að vera OCD er oft notað í gamni sem samheiti yfir að vera skipurlagður og hrein- legur, en í rauninni er OCD alvarlegur og haml- andi geðsjúkdómur. Höfundur fæst við leiklist og skriftir. Instagram: heartfullyhanna ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.