Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 56
Tónleikar Sígildra sunnudaga í
Norðurljósum Hörpu á morgun kl.
16 verða tileinkaðir sígildum
dægurperlum. Flytjendur eru Ragn-
heiður Gröndal og Tríó Nordica sem
skipað er þeim Auði Hafsteins-
dóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur
og Monu Kontra. Útsetningar gerði
Þórður Magnússon.
Sígildar dægurperlur í
Norðurljósum Hörpu
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Geysileg spenna var á lokasekúnd-
unum í báðum leikjum gærkvölds-
ins í Dominos-deild karla í körfu-
knattleik. Stjarnan tryggði sér
sigurinn með flautukörfu í Njarðvík
og Grindvíkingar skoruðu síðasta
stigið á lokasekúndunni gegn Fjölni
í Grafarvogi. Stjarnan er enn án
Hlyns Bæringssonar sem er meidd-
ur en vann þrátt fyrir það. »45
Úrslitin réðust
á lokasekúndunum
Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlist
eftir Duke Ellington á tónleikum í
Silfurbergi Hörpu annað kvöld kl.
20. Eftir Ellington liggja um 2.000
verk en hann var þekktur fyrir að
nýta allar mögulegar litasamsetn-
ingar stórsveitar sinnar til hins ýtr-
asta, ásamt því að skrifa sérstaklega
fyrir hina litríku einstaklinga sem
hann réð til starfa. Þannig skapaði
hann einstakan hljóðheim sem enn
kemur tónleikagestum um víða ver-
öld á óvart. Krist-
jana Stefáns-
dóttir verður
gestur í nokkrum
laganna en Sig-
urður Flosason
stjórnar og
kynnir.
Ellington að eilífu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Handunnið bókband á undir högg að
sækja en Guðlaugur Atlason, bók-
bandsmeistari í Vogum á Vatns-
leysuströnd, stendur enn keikur
vaktina. „Ég bind reglulega inn, 87
ára gamall karlinn,“ segir hann. „Svo
gylli ég líka oft bækurnar.“
Stutt er að fara í vinnuna, í við-
byggingu við íbúðarhúsið, og Guð-
laugur kvartar ekki yfir verkefna-
skorti. Um þessar mundir er hann að
binda inn þrjár bækur fyrir Grinda-
víkurbæ, fundargerðir bæjar-
stjórnar og bæjarráðs.
„Ég hef bundið inn fyrir bæjar-
stjórnir í Grindavík, Garði, Sand-
gerði og Vogum í mörg ár, og auk
þess fyrir mörg fyrirtæki, stofnanir
og einstaklinga.“ Í því sambandi til-
tekur hann sérstaklega að hann hafi
bundið inn 50 til 60 bækur fyrir Hita-
veitu Suðurnesja. „Svo hef ég verið
að binda inn sálmabækur fyrir
barnabörnin, gestabækur og fleira
og eitt sinn bað maður í Borgarfirði
mig að binda inn mörg hefti um
greifann af Monte Cristo. Karlinn
hefur þannig alltaf verið að dunda við
eitthvað skemmtilegt.“
Guðlaugur byrjaði að læra bók-
band í Prentsmiðju Hafnarfjarðar
þegar hann var 16 ára. Fljótlega eftir
sveinsprófið var hann í lögreglunni í
fimm ár en fór síðan aftur í prentið,
var í fjögur ár hjá Prentsmiðjunni
Litmyndum og síðan verkstjóri í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar frá 1963
til 1998. Hann útskrifaði þrjá sveina
á ferlinum og kenndi í Flensborgar-
skóla um tíma. „Ég hætti formlega
að vinna um áramótin eftir að ég
varð 67 ára og hef verið sjálfs mín
herra síðan. Þegar maður er orðinn
svona gamall er þetta draumastarf til
þess að dunda við.“
Rétt hitastig skiptir öllu
Vinnustofan er eins og safn merki-
legra muna. Mesta rýmið tekur
hirsla, sem var upphaflega í prent-
smiðju í Borgarnesi, með stafi og
tákn í ýmsum leturgerðum frá tíma
handsetningar. „Hluti af þessu kem-
ur sér vel,“ segir Guðlaugur og við
tekur sýnikennsla. Hann raðar upp
stöfum í svonefndan haka og sýnir
hvernig hann ber sig að við gylling-
una. „Þá er mikilvægt að hafa ná-
kvæman og mikinn hita,“ segir hann
og tekur fram sérstakt hitatæki því
til staðfestingar. „Mesti vandinn við
gyllingu er að hafa réttan hita,“
áréttar hann.
Hjónin Guðlaugur og Ása Árna-
dóttir búa í húsinu, sem hún fæddist í
og byggt var 1911. „Hún er aðal-
saumakonan, er saumavélin mín, og
hjálpar við fleira eins og til dæmis
öskjugerðina,“ segir Guðlaugur og
tekur fram sýnishorn af handverk-
inu.
Þegar Guðlaugur vann í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar byrjaði hann
að útbúa kjörskrár fyrir Hafnar-
fjarðarbæ og hefur sinnt því starfi í
yfir 50 ár. „Ég var ábyrgur fyrir taln-
ingu í kosningum í Hafnarfirði frá
1963 þar til í síðustu kosningum,
jafnt í sveitarstjórnar-, Alþingis- og
forsetakosningum, og er mjög mont-
inn af því. Ég var líka oft fyrstur með
fréttirnar úr kosningunum en eftir
að bannað var að byrja að telja fyrr
en klukkan tíu var þetta ekki eins
spennandi, því síðan hefur liðið
lengri tími frá því kjörstöðum er
lokað og þar til fyrstu tölur birtast.“
Morgunblaðið/RAX
Bókband og gylling Guðlaugur Atlason og Ása Árnadóttir með sýnishorn af handverkinu í vinnustofunni.
Meistari bókbandsins
Guðlaugur Atlason er 87 ára og er enn að við bókband og
gyllingu Var lengi fyrstur með fréttirnar úr kosningum