Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 ✝ Ásta SvandísSigurðardóttir (Bædý), bóndi og húsmóðir, Úthlíð í Skaftártungu, fæddist á Akureyri 30. nóvember 1947. Hún lést á hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Klaustur- hólum á Kirkju- bæjarklaustri 20. október 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Eiríksson lög- reglumaður, f. 17.8. 1908, d. 12.4. 2000, og Guðbjörg Fanney Jón- asdóttir húsmóðir, f. 12.3. 1907, d. 25.6. 1984. Systkini Svandísar eru: Finnur Arnþór Eyjólfsson, f. 15.1. 1929, sonur Sigurðar og fyrri konu hans Þórunnar Jónsdóttur, Styrkár Geir Sigurðsson, f. 23.11. 1932, d. 26.5. 2004, Hákon Eiríkur Sigurðsson, f. 10.11. Valur Oddsteinsson, f. 23.8. 1941. Foreldrar hans voru hjón- in Oddsteinn Árnason, f. 4.1. 1895, d. 25.10. 1947, og Gunn- heiður Guðjónsdóttir, f. 31.3. 1907, d. 17.11. 1984. Dóttir Svan- dísar og Gústafs Svavars Jón- assonar er Herdís Erna, f. 20.9. 1967, maki Haukur Sig- urjónsson, f. 7.7. 1964. Þau eiga synina Heimi Frey, Huga Þór og Ketil Heiðar. Börn Ástu Svandís- ar og Vals eru: 1) Trausti Fann- ar, f. 3.11. 1976, maki Guðrún Inga Sívertsen, f. 17.2. 1976. Guðrún á soninn Bjarna Bene- dikt Einarsson. Saman eiga þau synina Guðjón Snæ og Val Fann- ar. 2) Elín Heiða, f. 27.10. 1977, maki Guðmundur Ingi Arn- arsson, f. 6.6. 1980. Sonur þeirra er Arnar Valur. 3) Oddný Steina, f. 2.4. 1980, maki Ágúst Jensson, f. 2.4. 1981. Börn þeirra eru Val- ur, Auður og Jens Eyvindur. 4) Sigurður Árni, f. 15.11. 1981, maki Stefanía Hjaltested, f. 27.5. 1982. Börn þeirra eru Alexander Torfi og Ásta Rakel. Útför Ástu Svandísar fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu klukkan 14 í dag, 2. nóvember 2019. 1934, Jónas Grétar Sigurðsson, f. 9.10. 1936, d. 24.1. 2007, Sigurjón Oddsson Sigurðsson, f. 24.6. 1938, d. 23.1. 2005, og Rósa Margrét Sigurðardóttir, f. 19.1. 1949. Fullt skírnarnafn er Ásta Svandís Sig- urðardóttir. Í upp- vextinum, á Akur- eyri, var hún nefnd Ásta eða Bædý. Síðar notaði hún nafnið Svandís. Svandís var uppalin á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1964. Svandís sinnti um ævina ýmsum verka- og þjón- ustustörfum. Árið 1976 flutti hún að Úthlíð í Skaftártungu og var þar bóndi og húsmóðir til dán- ardags. Sambýlismaður Svandísar er Mamma var bóndi og húsmóðir en fyrst og fremst fjölskyldu- manneskja, mikil mamma og framúrskarandi amma. Hún bar ríka umhyggju fyrir fólkinu sínu, fylgdist vel með öllum og var alltaf til staðar. Hún naut þess að hafa fólkið sitt hjá sér og umvefja það ást, aga og bakkelsi. Mamma þoldi ekkert bruðl. Hún var praktísk og taldi til dæm- is þjóna litlum tilgangi að gefa eldra fólki mjög eigulega hluti, það einfaldlega tæki því ekki. Hún var kona verklegra viðfangsefna. Í skóla krafðist hún þess að tilheyra þeim bekk sem fékk meiri handa- vinnukennslu, eða tossabekknum eins og hún kallaði hann. Einkunn- irnar hennar voru of góðar til að falla í þann hóp og var það því ekki auðsótt. Á endanum fór afi á fund skóla- stjórans og barði í borðið. Það dugði. Svandís byrjaði snemma að gera gagn. Hún vann sem stelpa við barnapössun en síðar við ýmis verka-, þjónustu- og umönnunar- störf. Hún eignaðist Herdísi Ernu árið 1967, tæplega tvítug. Hún sótti námskeið á húsmæðraskóla og hugurinn stóð í framhaldi til að læra til handavinnukennara. Ör- lögin höguðu því þó þannig að 25 ára, þegar hún var í vinnu Stað- arskála, var bent á hana sem for- stöðumanneskju fyrir mötuneytið Kirkjubæjarskóla. Hún sló til og flutti ásamt Herdísi, þá fimm ára, á Kirkjubæjarklaustur. Þar bjuggu mæðgurnar í fjög- ur ár uns þær fluttust að Úthlíð í Skaftártungu en þá hafði mamma kynnst pabba, Val Oddsteinssyni. Næstu árin kom restin af okkur systkinunum, fjögur börn á fimm árum. Það var í nógu að snúast með búið og barnahópinn. Daglegt amstur snerist um að koma hlutunum áfram enda verk- efnin mörg. Mamma var að mörgu leiti hamfarakona í verki og hug. Það gustaði af henni þegar mikið gekk á og kom alveg fyrir að hún lét fólk og fénað heyra það. Um ömmu sagði eitt barna- barnanna: „Hver gæti rifist við köttinn annar en amma Svandís?“ Það komst enginn upp með leti í kringum hana mömmu, hún leið engum neitt „helv hangs“. Heilræðið „oft má satt kyrrt liggja“ var henni ekkert alltaf efst í huga. Hún var hvatvís og átti það til að tala án þess að hugsa afleiðing- arnar. Hún vissi vel þennan veik- leika sinn sem þó var líka einn helsti kostur hennar. Hún var hreinskilin og heiðarleg, þoldi enga tvöfeldni og það vissu allir hvar þeir höfðu hana Svandísi. Hún var svolítið stórbrotin kona bæði að kostum og göllum. Af mömmu lærðum við gildi heiðarleika, vinnu og hverju við getum áorkað ef við leggjum okk- ur fram. En mamma vissi líka að sumu getur maður ekki breytt. Við slíka hluti þýðir ekki að dvelja. Á þann hátt tókst mamma á við veikindi sín. Hún kvartaði aldrei eða syrgði örlög sín heldur tók því sem að höndum bar með reisn, æðruleysi og sinn sérstaka húmor að vopni. Hvíl í friði, elsku mamma. Börnin þín; Herdís Erna, Trausti Fann- ar, Elín Heiða, Oddný Steina og Sigurður Árni. Elsku Svandís mín. Það er komið að leiðarlokum. Ég man þegar við hittumst fyrst. Ég var mætt á þorrablót í Tungunni og vissi nú ekki við hverju var að búast, öðru en að nú var kominn tími á að hitta tengda- fjölskylduna. Eftir borðhald varstu ekki lengi að færa þig til mín. Fyrsta heila setningin sem fór okkar á milli var spurningin frá þér: „Er einhver alvara í þessu hjá ykkur?“ Þetta lýsir þér svo vel, elsku Svandís. Þú komst þér alltaf beint að efninu, hugsaðir ekkert of mik- ið hvernig þú sagðir hlutina held- ur lést bara vaða. Frá og með þessu kvöldi varð ekki aftur snúið, ég var búin að eignast yndislega tengdamóður en ekki síður góða vinkonu. Ég hef í gegnum árin sagt margar skemmtilegar sögur af þér enda er nóg til af þeim. Ég er líka viss um að bílstjórinn sem var við hlið okkar á rauðu ljósi á Hringbrautinni forðum daga hafi sagt eina skemmtilega af þér. Ég man enn svipinn á kallinum þegar þú dróst upp tóbakshornið þitt og fékkst þér vel í nefið. Þessu átti maðurinn ekki von á og gjör- samlega missti andlitið þér til mikillar skemmtunar. Þú hafðir alltaf gaman af því að ganga að- eins fram af fólki. Elsku Svandís. Þú varst ein- stök amma og barnabörnin dýrk- uðu þig. Þú varst alltaf tilbúin að leika við þau, baka fyrir þau, prjóna peysur, vettlinga og leista, en ekki síður bara sýna áhuga á því sem þau voru að gera. Minn- ingarnar um samverustundirnar með ömmu Svandísi eru börnun- um dýrmætar. Það er komið að kveðjustund. Daglegu símtölin verða ekki fleiri. Ég kveð þig með aðdáun og þakk- læti. Þú varst einstök manneskja sem hafði áhrif á fólkið í kringum þig. Söknuðurinn er sár en minn- ingarnar góðar. Þær geymi ég í hjartans þökk. Hvíldu í friði, elsku Svandís. Þín Guðrún Inga Sívertsen (GunnInga). Ásta Svandís Sigurðardóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ RíkharðurValtingojer myndlistarmaður fæddist 2. ágúst 1935 í Bozen á Ítal- íu. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 24. októ- ber 2019. Foreldrar: Rosa Geier/Valtingojer ráðskona, f. 7.4. 1909 í Bozen í Suður-Týról, d. 8.3. 1986, og Robert Valtingojer kirkjumálari, f. 12.8. 1910 í Bo- zen í Suður-Týról, d. 10.7. 1947. Systir: Anneliese Pichler, f. 30.10. 1941. Maki: Sólrún Frið- riksdóttir, myndlistarmaður og kennari, f. 10.2. 1955. Foreldrar maka: Solveig Guðlaug Sig- urjónsdóttir húsmóðir, f. 2.9. 1932, d. 14.5. 2017, og Friðrik Júlíus Sólmundsson útgerð- armaður, f. 12.2. 1930, d. 23.8. 1998. Systkini maka: Sigurjón Snær, f. 17.3. 1953, Áslaug, f. 27.10. 1959, Sólmundur, f. 29.9. 1967, Solveig, f. 12.2. 1970. Son- ur: Kári Snær Valtingojer raf- iðnfræðingur, f. 6.8. 1981. Maki: Hugrún Malmquist Jónsdóttir sérkennslustjóri, f. 15.8. 1981. Börn: Jónína, f. 18.8. 2006, Rík- harður, f. 27.5. 2008, Sólrún, f. 27.3. 2012, d. 27.3. 2012, Jón, f. 25.3. 2013. Dóttir: Rósa Valt- ingojer verkefnastjóri, f. 16.5. 1983. Fv. maki: Zdenek Paták, grafískur hönnuður. Barn: Em- il, f. 17.4. 2007. Fyrri maki: Sig- rid Plaschka/Valtingojer mynd- listarmaður, f. 18.3. 1935, d. 8.5. 2013. Ríkharður ólst upp í Schlad- ming í Austurríki hjá móður sinni og systur. Hann lærði silf- ursmíði og myndlist í Graz og fór því næst í Listaháskólann í Vínarborg. Eftir útskrift þaðan fór hann til Íslands þar sem hann lagði stund á sjó- mennsku í tvö ár, á gömlu síðutog- urunum. Hann kvæntist Sigrid Valtingojer og byggðu þau sér hús á Rjúpnahæð við Vatnsenda. Þau slitu samvistum. Hann kvæntist síðar Sólrúnu Frið- riksdóttur og fluttu þau til Stöðvarfjarðar árið 1985 með börnin sín tvö. Þar byggðu þau sér heimili og komu á fót eigin listgalleríi. Ríkharður var af- kastamikill myndlistarmaður og tók mikinn þátt í félagsmálum myndlistarmanna. Hann kenndi lengi við grafíkdeild MHÍ og varð svo umsjónarmaður graf- íkdeildar í LHÍ við stofnun skól- ans. Að því loknu, þá kominn á eftirlaun, var hann tvö ár í Nor- egi þar sem hann tók þátt í að byggja upp stórt grafíkverk- stæði í Kristiansand. Heimkom- inn frá Noregi byggði Rík- harður og innréttaði fullbúið grafíkverkstæði á Stöðvarfirði. Hann vann þar að myndlist sinni, aðallega grafík, þar til veikindi fóru að gera vart við sig fyrir u.þ.b. ári. Ríkharður hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í yfir 100 sýningum út um allan heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Útför Ríkharðs fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 2. nóvember 2019, klukkan 14. Ríkharður Valtingojer kenndi mér þau þrjú ár sem ég var nem- andi við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1989- 1992. Hann var kankvís, lífsgleði hans var smitandi og hann hafði greinilega gaman af samskiptum við nemendur sína. Ég sé hann fyrir mér við litógrafíupressuna, með uppbrett- ar ermar, valsinn á lofti og segj- andi sögur af gömlum kennurum sínum eða námi. Hann var sérlega flinkur tæknilega en pískaði nem- endum sínum þó ekki út af óþarfa hörku vegna smáatriða. Hann var hrifnæmur og gladdist innilega þegar verk nemenda gengu upp. Hann uppörvaði okkur og ýtti undir tilraunagleði. Þau ár sem hann kenndi okkur var hann með fasta búsetu á Aust- urlandi en vinnustofu á Lamb- astaðabraut á Seltjarnarnesi þar sem hann bjó þegar hann var í bænum. Og þá vinnustofu opnaði hann nemendum sínum og feng- um við að ganga í öll hans verk- færi og pressur og vinna þar eins og okkur lysti. Þar áttum við oft glaða stund og margt var spjallað og hlegið. Mér er minnistætt eitt kvöld á Lambastaðabrautinni þar sem við sátum eftir að hafa lokið við að hengja upp sýningu á verkum okkar í vitanum í Gróttu. Rikki hafði að sjálfsögðu verið aðalmað- urinn við uppsetninguna, klifraði hátt upp í stiga, raðaði nöglum í munnvikin og leiðbeindi okkur um leið hvernig við ættum að bera okkur að. Og rétt þegar hann var að lemja nöglunum í harðan múr- inn hurfu allnokkrir naglar úr munnvikinu og ofan í maga. Mér krossbrá og vildi hraða Rikka á spítala. Hann hló við og sagði að miklu réttara væri að halda veislu, sem við og gerðum. Ég fylgdist grannt með Rikka þetta kvöld og var hálft í hvoru hrædd um bakslag og að naglarnir gerðu honum ekki gott. En ekki varð Rikka meint af heldur var hann hinn hressasti og hef ég stundum hugsað hvort fleiri ættu að leggja í vana sinn að gleypa nagla þegar mikið liggur við. Síðast heyrði ég í Rikka fyrir rúmum tveimur árum þegar ég var að undirbúa samsýningu á grafíkverkum sem sett var upp í New York. Mig langaði að spyrja hann út í tilurð verka sem hann hafði hjálp- að Arnari Herbertssyni með. Rikki hafði þrykkt upplag fyrir hann af verkunum sem voru með á sýningunni í New York. Hann mundi þetta allt greini- lega og gat sagt mér af samstarfi þeirra. Rikki var sérlega greiðvik- inn og hlýr og því auðvelt að leita til hans. Hann lagði mörgum nemend- um sínum til ráð og ómetanlegan stuðning sem var langt fram yfir það sem hægt er að ætlast til af einum kennara. Ég votta fólkinu hans mína dýpstu samúð og sakna þess að geta ekki slegið á þráðinn. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Ríkharður Valtingojer Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Það er með söknuði, þakklæti og eftirsjá að við kveðjum kæran frænda okkar, Karl Aspelund. Fyrstu ár ævi okkar bjugg- um við fyrir vestan, þá var stutt á milli bræðranna Kalla og pabba. Með allan sinn barnaskara hittust fjölskyldurnar oft. Alltaf var gaman að koma til Kalla og Agnesar. Andrúmsloftið á heim- ilinu var eins og töfrum þrung- ið. Kímnigáfa og góðlátleg stríðni lá í loftinu og þar var Kalli fremstur í flokki. Mikið hlegið, í raun oft velkst um af hlátri. Framandi og spennandi hlutir, bílar og allskonar dýr. Hundar, kettir, fuglar og hænur af öllum stærðum, litum og gerðum. Við vöknuðum til dæm- is eitt sinn um miðja nótt með nýfæddan kettling á koddanum. Krakkarnir á heimilinu voru skemmtilegir, uppátækjasamir Karl Aspelund ✝ Karl Aspelundfæddist 18. október 1930. Hann lést 15. október 2019. Karl var jarð- sunginn 26. októ- ber 2019. og ýmislegt brall- að, meðal annars prófað að fljúga á regnhlíf. Eftir að við flutt- um suður söknuð- um við alltaf Vest- fjarða og stórfjölskyldunnar þar. Mikil tilhlökk- un lá því í loftinu þegar við komum vestur á sumrin. Alltaf var þá komið við hjá Kalla og Agnesi sem voru höfðingjar heim að sækja og töldu ekki eftir sér að bæta fleirum við heimilið ef á þurfti að halda. Kalli var glæsilegur maður með virðulegt fas. Hann var mikill fjölskyldumaður, athafna- samur og hafði alltaf eitthvað spennandi fyrir stafni. Áhuga- málin voru mörg. Þar má nefna bíla, mótorhjól, allt dýraríkið, íþróttir, veiðar og útivist. Kalli var fróður, fylgdist vel með, var ræðinn og hafði sterkar skoð- anir á hinum ýmsu málefnum. Hann hafði góða frásagnargáfu og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar málanna. Hans verður sárt saknað. Hvíl í friði, kæri Kalli, og takk fyrir allt. Helga Aspelund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.