Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
væri að skrifa sögu um þá vinina
því vinátta þeirra var svo falleg.
Ég var umsjónarkennari Lalla í
nokkur ár. Hann var góður
námsmaður og mjög samvisku-
samur, sat oftast lengst allra í
prófum og nýtti alltaf tímann
vel. Lalli hafði einstaklega
skemmtilegan húmor og oft báru
prófsvörin hans og verkefni þess
merki. En þegar voraði fór hann
að ókyrrast og að loknu síðasta
vorprófinu var hann horfinn í
Mývatnssveitina til að aðstoða
afa sinn og ömmu í Álftagerði
við vorverkin. Þar undi hann sér
vel. Hann æfði frjálsar íþróttir
um tíma en svo tók körfuboltaá-
huginn hug hans allan. Hann bjó
hjá okkur mæðgum þegar hann
var í FG og spilaði körfubolta
með Val og gerði það gott þar.
Íþróttataskan varð hluti af hon-
um ásamt gömlu skólatöskunni
sem hann fékk við upphaf
grunnskólagöngunnar. Lalli var
mjög fastheldinn og nýtinn og
ákvað að skólataskan sú arna
skyldi duga þar til stúdentsprófi
væri náð. Það stóðst en æði oft
var hann búinn að gera við hana
og bæta og honum var ábyggi-
lega oft strítt á gömlu töskunni
en það skipti hann engu máli. Á
þessum árum kom glæsilega
stúlkan hún Anna Sif inn í líf
hans og þau voru einstaklega
fallegt par. Ég vann einnig með
Lalla kringum landsmót hesta-
manna, þar var hann fram-
kvæmdastjóri og stóð sig afar
vel. Hann hélt alltaf jafnaðar-
geðinu og stóðst mikla pressu
sem fylgir slíkum mótum. Oft
létti húmorinn hans andrúms-
loftið, sem gat orðið ansi þungt
þegar ekki gekk alveg sem
skyldi. Lalli var einstakur öð-
lingur og hafði afar góða nær-
veru og átti auðvelt með að fá
fólk til að vinna með sér.
Lalli var mikill fjölskyldu-
maður. Brúðkaupsdagurinn
þeirra Önnu Sifjar fyrir nokkr-
um árum er ógleymanlegur.
Yndislegt veður og fagurt um-
hverfi Hólastaðar rammaði inn
athöfnina og brúðhjónin fallegu
geisluðu af hamingju með börnin
sín, Pál Ísak, Ingimar og Kol-
finnu. Þessi dásamlega mynd er
dýrmætari nú en nokkru sinni
fyrr.
Nú er ekki annað eftir en að
kveðja elskulegan frænda með
hjartans þökk fyrir allt.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Guð minn, leggðu ástvinum
Lalla líkn með þraut.
Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Það er sólríkur vordagur og á
Samangraddastöðum er verið að
steypa gimbrahús. Það er Lárus
bóndi sem stendur fyrir
vinnunni, ákvað að nota tækifær-
ið úr því að hjáleigan Álftagerði
hafði pantað steypubíl. Ég öf-
undaði hann svolítið af þessu
gimbrahúsi, mitt var bara hlaðið.
Á Samangraddastöðum bjuggum
við tvíbýli, áttum hvor um sig á
sem hét Surtla og hjá báðum var
það besta ærin. Lalli átti einnig
mórauðan hrút sem Björn í
Álftagerði reyndi að fá keyptan
en fór bónleið til búðar því mó-
rauður hrútur er jú alltaf mó-
rauður hrútur og ekki hægt að
verðleggja slíka skepnu. Kýr átt-
um við og hross og hvor sinn
graðhestinn og svo einn grað-
hest saman, Samangraddann.
Annar eins gæðingur hefur ekki
verið til í Íslandssögunni, ekki
nóg með að jörðin væri nefnd
eftir honum heldur lyftu öll
hross sem undan honum komu
svo vel að hófur nam við lær-
legg.
Svona liðu vor-, sumar- og
haustdagar okkar Lalla þegar
hann dvaldi og hjálpaði afa sín-
um í Álftagerði. Flestar lausar
stundir voru notaðar í búskapinn
á Samangraddastöðum og nýtt-
ist tíminn strax eftir hádegis-
matinn þegar fullorðna fólkið
tók hádegislúrinn okkur einstak-
lega vel. Að auki hömuðumst við
í íþróttum og reyndum með okk-
ur í flestum greinum. Einnig
reyndum við að gera gagn hjá
pabba mínum og afa hans. Á
sauðburði vöktum við yfir kind-
unum fyrir part nætur og vorum
ekki nema svona 11 ára gamlir
þegar við byrjuðum á því. Alla
vega vorum við ekki háir í loft-
inu þegar gæf vinkona okkar
hún Brúska bar og við á vakt.
Hún reyndist hins vegar
snakill með lömbum og réðst á
okkur þegar við reyndum að
nálgast hana. Hvorugur okkar
þorði ofan í króna svo við stóð-
um báðir í garðanum og reynd-
um þaðan að koma henni í spil
með hjálp kaðalspotta og grind-
ar.
Við héldum svo í Laugaskóla
og vorum þar saman á íþrótta-
braut, hvað annað. Ég átti dálít-
ið erfitt uppdráttar félagslega á
fyrsta ári en átti samt alltaf
vinahóp sem studdi mig og fór
Lalli þar fremstur í flokki. Hann
var húmoristi og vinsæll, sem
var ekki endilega sjálfgefið því
Páll pabbi hans stýrði skólanum
og þótti nokkuð stífur. Á öðru
ári stakk Lalli upp á að ég byði
mig fram til formennsku í nem-
endafélaginu og hann ætlaði sér
að verða formaður í íþróttafélag-
inu. Svo fór að við náðum kjöri
og saman stýrðum við æsku-
vinirnir því öflugu félags- og
íþróttalífi Laugaskóla og þvæld-
umst með keppnisliðum skólans
út um allt land.
Síðan urðum við fullorðnir og
leiðir skildi. Lalli var á kafi í
körfubolta og ég í frjálsum og
báðir að reyna að koma undir
okkur fótunum og stofna fjöl-
skyldu. Við hittumst því miður
allt of sjaldan sem fullorðnir
menn þótt við værum alltaf góðir
vinir og félagar. En þegar við
hittumst var mikið hlegið og
sögurnar flugu. Alltaf stóð til að
fara í hestaferð saman (á alvöru-
hestum) en lífið þvældist svolítið
fyrir. Hún verður þá bara farin í
Sumarlandinu og þá munu þeir
sko lyfta.
Elsku Anna Sif, Páll Ísak,
Ingimar Albert, Kolfinna Katla,
Palli, Helga, Svana, Kolla, Helga
María og allir hinir, haldið þétt
utan um hvert annað. Minningin
um góðan dreng lifir.
Sigurbjörn Árni
Arngrímsson (Bjössi).
Við horfðum á eftir honum
ríða úr Silfrastaðarétt í Miklabæ
með börnum sínum og föður.
Þeir feðgar fóru á undan okkur
hinum til þess að geta stjórnað
ferðinni svo ekki yrði teflt á
tvær hættur með óvana knapa.
Það var sól og blíða, skagfirskt
sumar eins og það gerist feg-
urst, gleði í lofti, allir á leið heilir
heim eftir að hafa rekið trippi á
fjall fram í Gilsbakka í Aust-
urdal, með viðkomu á heimleið-
inni í skála í Hálfdánartungum.
Lárus Dagur Pálsson var að
venju glaðbeittur í ferðinni, vitn-
aði óspart í sameiginlegan kunn-
ingja okkar og sagði „sæll, vin-
ur,“ og „takk æðislega“ með blik
í auga. Við höfðum gerst sekir
um að mæta með illa járnuð
hross og þurfti að reka fullmarg-
ar skeifur undir hjá okkur.
Ævinlega var Lalli mættur með
munninn fullan af fjöðrum og
búinn að rífa upp lappir og járna
– með bros á vör. Og ekki laust
við að góðlátleg skot fylgdu með.
En alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd og lét gjarnan skondna
sögu fylgja með.
En skjótt hefur sól brugðið
sumri. Við sjáum nú á eftir góð-
um vini sem var kátur, hjálp-
samur og traustur. Við Ragn-
heiður Elfa og Sigurborg vottum
Önnu Sif og börnum þeirra, for-
eldrum hans, Palla og Helgu,
systrum hans og fjölskyldum
okkur dýpstu samúð.
Pétur Már Ólafsson,
Sigurður Þorsteinsson.
Minn fyrsti vinur og sá
traustasti er farinn, eins skrýtið
og það hljómar. Síðustu daga
hafa endalausar minningar rifj-
ast upp, það eru líklega fáir utan
nánustu fjölskyldu sem hafa haft
jafn mikil áhrif á mig í lífinu og
þú, Lalli. Vinátta okkar nær
u.þ.b. 40 ár aftur í tímann, frá
því við bjuggum báðir á Laug-
arveginum. Árin þar á eftir ein-
kenndust af okkar uppáhalds-
leikjum, bóndó og vörubíló. Við
ætluðum báðir að verða bændur.
Vorum með dráttarvéladótið,
bjuggum til tún og sinntum bú-
skapnum eins og alvöru bændur.
Stundum náði leikurinn yfir
marga daga og það var bannað
að ganga frá. Svo voru það vöru-
bílarnir okkar.
Við vorum sammála um að
Liverpool væri besta lið í heimi,
ég smitaðist þó lítillega af
frændum mínum á Frostastöð-
um þegar ég var sex ára og
nefndi það við þig að ég væri að
hugsa um að skipta um lið. Þú
sagðir við mig: „Rúnar, maður
skiptir ekki um lið!“ Ég sá að
það var hárrétt hjá þér og hef
haldið með Liverpool síðan. Árin
liðu og leikirnir breyttust, hand-
bolti í kjallaranum á Laugarveg-
inum þar sem þú komst hlaup-
andi framan úr forstofu og
stökkst upp og hékkst í loftinu
eins og Atli Hilmarsson, ég
reyndi að verja. Körfuboltaáhorf
á Skógarstígnum, NBA-úrslitin
milli Lakers og Boston og okkar
lið var Lakers.
Lili Marlene-platan með Das
Kapital sett á fóninn á Skóg-
arstígnum og hlustað á Blind-
sker í botni, Blindsker verður
alltaf lagið okkar.
Þú fórst í Laugaskóla og ég
kom oft í heimsókn, þar kynntir
þú mig fyrir vinum sem eru vinir
okkar enn í dag.
Tíminn leið, körfuboltinn varð
stærri og stærri hluti af lífi okk-
ar beggja, þú sem leikmaður og
ég dómari. Fyrsti leikur minn í
efstu deild karla var einmitt hjá
þér. Það var gaman að fylgjast
með árangri þínum í körfubolt-
anum, úr körfuboltasalnum í
Miðgarði í toppbaráttuna í efstu
deild.
2002 réðir þú mig í vinnu á
Landsmóti hestamanna við
tæknimálin, nú 17 árum seinna
er ég enn í því starfi. Það verður
skrýtið að hitta þig ekki á
Landsmóti næsta sumar.
Það er líka ógleymanlegt þeg-
ar þið Anna og Páll Ísak komuð í
heimsókn til okkar í Danmörku
þegar við fjölskyldan vorum ný-
flutt til Árósa. Sólin, ströndin og
börnin okkar að leika sér saman.
Eins og gengur og gerist
fækkaði samverustundunum
eftir því sem árin liðu en það er
óhætt að segja að þær hafi verið
enn betri þegar við hittumst.
Var alltaf eins og við værum að
hittast daglega. Hádegisverður
með gömlum Laugafélögum,
matarboð hjá þér, við tveir á
tónleika með Júníusi Meyvant
og tónleikar með kórnum hans
Arnars. Allt eru þetta stundir
sem hlýja manni.
Það er samt þannig að þótt
maður hlýi sér við minningarnar
er eiginlega ekki hægt að
ímynda sér að við hittumst ekki
aftur. Það mun líklega seint síast
inn. En ég ætla mér að varðveita
allar þessar minningar og minn-
ast þeirra með öðrum, hversu
traustur og tryggur vinur þú
varst.
Elsku Anna, Páll, Ingimar,
Kolfinna, Skógarstígsfjölskylda
og Skörðugilsfjölskylda, ég sendi
ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og styrk. Minningin
um góðan mann mun lifa.
Rúnar Birgir Gíslason.
Lárus Dagur hafði mikla
mannkosti til að bera. Hann var
tryggur vinur, samviskusamur,
setti sig í spor annarra og hafði
góða nærveru. Þá var hann húm-
oristi og eftirherma sem sá oft
spaugilegar hliðar á tilverunni
og í fari annarra, án þess þó að
vera meiðandi. Við kynntumst
honum sem ungum dreng, Inga
frá fæðingu hans en hann var
systursonur hennar og ég í
fyrsta jólaboðinu á Hofsósi hjá
ömmu hans og afa. Við sjáum
hann fyrir okkur sem brosmild-
an glókoll í gallasmekkbuxum
með verkfærin klár til að hjálpa
afa sínum. Það var ekki hægt
SJÁ SÍÐU 38
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN ÓLAFUR GÍSLASON
fv. flugstjóri,
Sléttuvegi 11, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
23. október á Hjúkrunarheimilinu Eir.
Útförin fer fram miðvikudaginn 6. nóvember frá Grafarvogskirkju
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins
(hringurinn.is) þar sem Stefán langafabarn hans hefur notið
aðhlynningar.
Elísabet Þórarinsdóttir
Þórarinn Örn Stefánsson Piya Damalee
Gísli Stefánsson Hulda Arndís Jóhannesdóttir
Rósa Stefánsdóttir Óskar S. Jóhannesson
Erna Stefánsdóttir Axel Skúlason
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HJÖRTUR ARNFINNSSON
Bakkabakka 6b, 740 Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
þriðjudaginn 29. október. Útför hans fer
fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn
4. nóvember klukkan 14. Aðstandendur þakka starfsfólki
Fjórðungssjúkrahússins fyrir alúðlega og góða umönnun.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Austfjarða.
Guðbjörg Þórisdóttir
Kristinn Hjartarson Klara Jónasdóttir
Arndís Hjartardóttir Vilhjálmur Skúlason
Sigþór Hjartarson Heiðlóa Ásvaldsdóttir
afabörn og langafabörn
Elskuleg eginkona mín, móðir, amma og
langamma,
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blásölum 24, Kópavogi,
lést á deild 7a á Borgarspítalanum
14. október. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Borin til grafar 22. október.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7a fyrir alúð, hlýhug og
góða umönnun í veikindum hennar.
Matthías Daði Sigurðsson
Guðmundur Jón Friðriksson Finnur Daði Matthíasson
Jóhann Magnús Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Byggðavegi 149, Akureyri,
lést laugardaginn 19. október á
Dvalarheimilinu Hlíð.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sendum starfsfólki Hlíðar innilegar þakkir fyrir frábæra
umönnun.
Ingunn Klemenzdóttir Leonóra Möller
Guðmunda H. Jónsdóttir Hulda Steingrímsdóttir
Evlalía Kristjánsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir
Rósa Kristjánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Hesti í Önundarfirði,
síðast Dalbraut 18,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut
20. október. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn
6. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar er bent á Hjartaheill.
Gunnar Pétur Héðinsson Ingibjörg Valgeirsdóttir
Hallgrímur Ingimar Jónsson Marta Sólveig Björnsdóttir
og ömmubörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Minningargreinar