Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ýÞykkar leggings kr. 8.900.- Str. XS-XXL • Litur: svart, blátt Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Málþing með notendum Faxaflóahafna Fimmtudaginn 7. nóvember 2019, kl. 16:00 í Hörpu Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn 7. nóvember kl. 16:00, Björtuloft, 5. hæð, Hörpu. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: 16:00 Ávarp formanns Skúli Þór Helgason, stjórnarformaður 16.10 Yfirlit hafnarstjóra um verkefni og framkvæmdir ársins 2020 Gísli Gíslason, hafnarstjóri 16:30 Uppbygging á Austurbakka – skipulag í Örfirisey Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi 16:45 Rafmagn til skipa – framhald mála Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri 17:00 Hátækni vöruhús Innnes Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innness 17:15 Átakið #kvennastarf Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskóla Tækniskólans 17:30 Umræður og fyrirspurnir 18:00 Fundarslit Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri. Skipholti 29b • S. 551 4422 20% afsláttur fimmtudag - laugardag Fylgdu okkur á facebook BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja uppbyggingu nýs varaflugvallar sem fyrst á suðvestur- horninu. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki hentugur varaflugvöllur til framtíðar. „Það hefur legið fyrir frá 2017 að brýn nauðsyn er á nýjum varaflug- velli á SV-horni landsins. Þetta var skýr niður- staða skýrslu Þor- geirs Pálssonar, fyrrv. flugmála- stjóra, um vara- flugvallarmál, sem vann hana fyrir samgöngu- ráðherra. Við þeirri skýru nið- urstöðu og ákalli flugrekstraraðila þarf að bregðast. Hagsmunaaðilar í flugi og ferðaþjón- ustu ásamt stjórnvöldum sem bera ábyrgð á öryggi og innviðum verða að taka ákvörðun um uppbyggingu varaflugvallar eins fljótt og kostur er því öllum er ljóst að það tekur tíma að byggja upp flugvöll, jafnvel þótt að- eins sé um varaflugvöll að ræða,“ seg- ir Dagur um stöðuna. Tilefnið er umfjöllun í Morgun- blaðinu í gær um stöðu varaflugvalla. Samkvæmt starfsleyfi sé Reykjavík- urflugvöllur lokaður fyrir allri um- ferð frá kl. 23 til 7 alla daga og frá klukkan 23 til 8 um helgar. Hægt að opna með fyrirvara Þó á að vera hægt að opna flugvöll- inn utan þjónustutíma með 15 mín- útna fyrirvara, m.a. fyrir millilanda- flug sem notar flugvöllinn sem varavöll og sjúkra- og neyðarflug. Hins vegar hafi væntingar flugmanna til þessarar þjónustu brugðist tvisvar á sl. 18 mánuðum, að sögn öryggisnefndar FÍA. Spurður hvort til greina komi að rýmka starfsleyfið svo völlurinn geti betur gegnt hlutverki varaflugvallar rifjar Dagur upp forsöguna. „Takmörkun á næturflugi og lend- ingum á Reykjavíkurflugvelli á rætur að rekja allt aftur til 1963 þegar bæj- arstjórn Kópavogs sendi frá sér ályktun til borgarstjórnar og Alþing- is um að hætta næturflugi, takmarka millilandaflug og færa flugvöllinn á betri stað. Starfsleyfi vallarins hafa allar götur síðan verið með þessum takmörkunum. Skýrar undanþágur eru þó vegna varaflugvallarhlut- verksins og er ekki ástæða til að breyta því,“ sagði Dagur og vísaði til ákvæða um tímatakmarkanir á flugi á Reykjavíkurflugvelli. Flughreyfingar séu heimilar á virkum dögum frá kl. 7 til kl. 23:30 og um helgar og á almennum frídögum frá kl. 8 til 23:30. Frá 1. maí til 1. sept- ember séu flughreyfingar heimilar frá kl. 7:30 til 23:30 um helgar og á al- mennum frídögum. Mannúðarmál, leit og björgun Undanþágur fyrir varaflug feli m.a. í sér sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, leitar og björgunar, þjóðaröryggis eða annara ríkismála. Þá eigi undanþágan við alla flugum- ferð vegna véla í neyð eða véla sem ekki er hægt að beina annað. Spurður um stöðu varaflugvalla kveðst Dagur fagna því að hið alvar- lega ástand varaflugvallarmála sem hafi verið staðreynd um nokkurt skeið sé loks til umræðu. „Brýn og óumflýjanleg nauðsyn er á nýjum varaflugvelli á SV-horni landsins ætli Ísland sér áfram að vera miðstöð alþjóðaflugs og gerð slíks flugvallar er forsenda frekari vaxtar á því sviði á næstu árum. Millilanda- flug um Keflavíkurflugvöll hefur auk- ist úr 2,8 milljónum farþega árið 2014 í 10 milljónir farþega árið 2018 án þess að ráðist hafi verið í byggingu varaflugvallakerfisins eins og þarf,“ segir Dagur. „Áætlanir Isavia og fjárfestingar- áform gera ráð fyrir að þessi umferð um Keflavíkurflugvöll tvöfaldist á sjö árum, farþegar verði allt að 20 millj- ónir árin 2025-30. Ljóst er að efna- hagslífið, flug og ferðaþjónusta á mik- ið undir því að þessar áætlanir gangi eftir. Jafnljóst er að alvarlegt slys eða neyðarástand vegna skorts á vara- flugvelli getur stefnt þessum sömu hagsmunum í stórfellda hættu, til skamms og langs tíma. Það er mikill ábyrgðarhluti að stefna á tvöföldun farþega og flug- umferðar um Keflavíkurflugvöll án þess að gerður verði nýr og öflugur varaflugvöllur sem geti tekið við vél- um í því umfangi sem getur þurft. Nýr varaflugvöllur á SV-horni lands- ins er því forgangsmál ef stefna á að frekari vexti í flugi. Þetta hefur í mín- um huga legið fyrir frá því Þorgeir Pálsson, fv. flugmálastjóri, sendi frá sér skýrslu með þessari ótvíræðu nið- urstöðu í ágúst 2017. Löngu er tíma- bært að bregðast við henni.“ Fyrir nokkrum misserum var svo- nefndri neyðarbraut lokað á Reykja- víkurflugvelli. Þá voru eftir tvær brautir sem áform voru um að loka á næsta áratug. Brautin alltof stutt „Spurt er sérstaklega um Reykja- víkurflugvöll. Hann er með of stutt- um brautum og hefur ekki þróunar- möguleika til framtíðar sem vara- flugvöllur, samkvæmt skýrslu Þorgeirs. Undir það hljóta allir að geta tekið,“ segir Dagur og bætir við að brautin sem var lögð af hafi verið allt of stutt til að lenda þar þotum. Þá gefi stærri vélar og áform um beint flug frá Asíu einnig tilefni til að koma upp varaflugvelli með mun lengri brautum. Til dæmis geti nýju Max-vélar Icelandair alls ekki notað Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll vegna stuttra brauta. Ljóst sé að tvö- földun á flugumferð til og frá landinu kalli á skjótar ákvarðanir um upp- byggingu nýs varaflugvallar á SV- horninu og umbóta varaflugvallakerf- isins að öðru leyti. Áform flugfélaga um stærri vélar og flug á lengri flug- leiðum í Asíu og Ameríku ýti enn frekar á þetta. Reykjavíkurflugvöllur dugar ekki sem varavöllur  Borgarstjóri telur gagnrýni á takmarkað starfsleyfi ekki fanga kjarna málsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavíkurflugvöllur Eins og sjá má á forgrunni myndarinnar nálgast nýja byggðin á Hlíðarenda flugvöllinn. Hér er horft af svölum þakíbúðar. Dagur B. Eggertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.