Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Ljósmyndasýning verður opnuð úti á torginu fyrir framan Hörpu á morgun, sunnudag. Myndirnar eru hluti af sýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar. Í tilkynningu segir að á hálendis- myndum Skarphéðins G. Þóris- sonar náttúrufræðings og helsta hreindýrasérfræðings landsins af öræfunum kringum Snæfell sé vet- ur stærstan hluta ársins. „Þetta landsvæði var einstakt og bjó yfir ótrúlegri fjölbreytni áður en Kára- hnjúkavirkjun var byggð og eyði- lagði það.“ Sýningin verður opnuð kl. 15. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Enginn veit hvað átt hefur … Í tilefni af degi hinna dauðu ætl- ar Svanlaug Jó- hannsdóttir söngkona að halda tónleika í kvöld undir yfir- skriftinni Gleymt og grafið? Sögu- stund frá Mex- íkó. Svanlaug flytur lög á spænsku og fer yfir það hvernig hugmyndir dagsins gætu nýst okkur Íslendingum til að gæða lífið dýpt og gleði. Gítarleikari er Tómas Dan Jóns- son en þau hafa bæði búið í Suður- Ameríku. Tónleikarnir eru hluti af Ljóðadögum Óperudaga og fara fram í Borgartúni 24 í kvöld kl. 20. Aldurstakmark 16 ár. Lifum brosandi til þess að deyja glöð Svanlaug Sérstök Barna- heilla-sýning á heimildarmynd- inni For Sama verður í dag kl. 17.30 í Bíó Para- dís. Myndin fjallar um sýn Waad al- Kateab á heima- borg sína Aleppo í Sýrlandi. Yfir margra ára tímabil fylgist hún með þróun mála á hörmungartímum en á sama tíma verður hún ástfangin og eignast fyrsta barn sitt. Hluti miðaverðs rennur til verkefna Barnaheilla í Sýrlandi. Ástfangin og eign- ast barn í stríði Stilla úr kvikmynd- inni For Sama. Á allraheilagra- messu á morg- un, sunnudag, 3. nóv. verður haldin minning- arstund fyrir látna ástvini í Langholts- kirkju. Séra Aldís Rut Gísladóttir leiðir stundina sem hefst kl. 20. Kór Langholtskirkju flytur Sálu- messu Faurés, Sunna Karen Ein- arsdóttir stýrir og einsöngvarar koma úr röðum kórsins. Allir vel- komnir og ókeypis inn. Minningarstund fyrir látna ástvini Syrgjandi. Halldór ólst upp á Ljósvallagötunni og stundaði nám við Gaggó Vest. Í því sem Óli Haukur orti seinna um Gaggó Vest var engu logið. Þetta var á köflum nokkuð skraut- legt. Ég man eftir alveg hræðilegum hlutum þarna á borð við aðför að kennara sem átti samt ekki nema gott skilið. Þessi ágæti maður var lögfræðingur að mennt og bless- unarlega náði hann sér aftur á strik og varð vel metinn embætt- ismaður en það var ekki okkur nemendum hans að þakka, svo mikið er alveg víst. Þessi aðför var bæði skipu- lögð og skelfileg og ég skammast mín enn í dag þegar ég rifja þetta upp. Undirbúningurinn var svo ítarleg- ur að við vorum með segulband til þess að taka upp öll lætin til þess að geta svo átt þetta á upptöku. Aðför- in byggðist á því að ef hann myndi hnerra eða hreyfa sig eitthvað að- eins, myndi kennaraborðið detta af pallinum og við það fengi hann ágætan skell. Svo var auðvitað búið að reka nagla í stólinn hjá honum. Auk þess voru rofar fyrir ljósin á tveimur stöðum í stofunni svo að við skemmtum okkur við að slökkva á einum stað og hann fór af stað til þess að kveikja, en þá slökktum við aftur á hinum staðnum. Þannig var þetta látið ganga og samtímis var skotið úr teygjubyssum sem voru festar á milli borða, þaðan flugu járn sem skullu á töflunni til hliðar við aumingja manninn. Þetta var all- svakalegt. Í gegnum lífið hef ég ekki litið svo á að ég sé eineltisskrattakollur en þarna verð ég að rétta upp hönd og bera mína ábyrgð. Ég veit ekki hvað við vorum eiginlega að gera, hvort við ætluðum að segja honum að hætta að kenna eða hvað, en það hljóp bara einhver fjárinn í okkur. Auðvitað trompaðist maðurinn að endingu og sótti skólastjórann sem var auðvitað miklu meira en nóg boðið. Við hlutum einhverja refsingu fyrir tiltækið sem ég man nú ekki lengur hver var en þetta var okkur svo sannarlega til lítils sóma. En einhvern veginn var andrúms- loftið þannig að manni fannst kenn- ararnir taka út fyrir að þurfa að vera þarna, þó svo að það hafi alls ekki átt við um þá alla. Ég man að Einar Bollason kom þarna um tíma sem kennaranemi og við það varð allt miklu léttara. Hann náði af- skaplega vel til okkar krakkanna og fór létt með að hafa stjórn á okkur sem áttum það til að láta illa að stjórn. Það kæmi mér ekki á óvart að reynsla Einars úr íþróttunum hafi komið sér vel fyrir hann þegar kom að því að eiga við okkur ung- lingana. Mikil eftirspurn var eftir íþrótta- fatnaði á Íslandi á sjöunda áratug síðustu aldar en framboðið lítið. Þá fékk Halldór hugmyndina að Hen- son. Það var snemma augljóst að markaðurinn var til staðar. Fyrsta stóra pöntunin sem ég fékk kom frá Akranesi í aðdragandanum að stórri íþróttahátíð á vegum ÍSÍ á Laugar- dalsvelli sumarið 1970. Þetta var pöntun upp á 150 æfingagalla, gular treyjur og svartar buxur. Ég var kominn með skrifstofu uppi á hana- bjálka í Lækjargötu 6b og fór í að panta garnið hjá pabba Olla í Fram, Eyjólfs Bergþórssonar heildsala, sem var með sinn rekstur nánast við hliðina á mér í Lækjargötunni. Planið var að eftir að garnið kæmi til landsins skyldi vélprjóna það hjá Fatagerðinni á Akranesi og keyra það í bæinn, sníða og sauma. Þetta var alls ekki galið plan en það hefði mátt gera ráð fyrir því að þegar búið er að prjóna svona nælonvoð þarf að hleypa henni. Annars bara styttist allt um tugi prósenta, þannig að þetta tók sinn tíma og kostaði heil- mikinn hausverk. En það var ekki það versta. Í þann mund sem garnið kom til landsins skall á verkfall og allt sat fast í margar vikur. Allt efnið lok- aðist inni í vöruskemmu og óvissan var algjör. Þetta var mikið áfall og erfiður tími. Þegar verkfallinu loksins lauk og ég fékk efnið í hendurnar, reyndi ég hvað ég gat til þess að fá fleiri saumakonur og auka framleiðsluna, því aumingja Sigríður vann myrkr- anna á milli. Þetta var skelfilega taugatrekkjandi og ég man eftir mér á gangi niður í Lækjargötu 6b, í snjó og krapadrullu og þyngsli í rekstr- inum, þar sem þetta helltist allt yfir mig. Hvern fjárann ég væri búinn að koma mér í og hvort þetta væri nokkurt vit? Það fór líka svo að ég náði ekki að afgreiða alla pöntunina og það situr enn í mér að hafa ekki náð þessu. Þetta var ömurlegur skellur að ganga í gegnum. En öll él styttir upp um síðir og ég bægði þessari hugsun frá mér. Brátt fóru líka að koma inn önnur verkefni sem gengu betur upp. Reyndar er það svo að Jón Gunn- laugsson, mágur minn og góður vinur, knattspyrnukappi af Skag- anum hefur oft skemmt sér við að rifja upp þessa sögu. Hann bendir reyndar oftar en ekki á að ÍA hafi aftur farið út í viðskipti við Henson og það ekki löngu síðar. Það var þannig að ég seldi þeim búninga á meistaraflokkinn sem voru úr sér- deilis sterku efni en að sama skapi var öndunin nákvæmlega engin. Innan við búninginn svitnuðu Skagamenn því hressilega en það sá samt ekki einu sinni blett á fjárans treyjunum. Að klæðast búningnum var víst eins og að vera vafinn inn í plast. Þrátt fyrir þetta urðu Skaga- menn Íslandsmeistarar, enda hafa þeir verið komnir í alveg svakalega gott form af því að spila í þessum fjára. Svona leið tíminn með mikilli vinnu, fótbolta, fjölskyldulífi og smá fíflalátum af og til eins og gengur. Árið eftir bættist annað herbergi við hanabjálkann í Lækjargötunni og þar með fór megnið af starfseminni fram þar. Þetta var mikill upp- gangstími hjá fyrirtækinu og meðal allra skemmtilegustu verkefnanna var að gera fyrstu búningana fyrir nokkur ung félög. Það er eitthvað sem Henson hefur haft heiðurinn af að gera í gegnum tíðina fyrir félög á borð við HK, Leikni, ÍK, Fjölni, Stjörnuna, Fylki, Gróttu og fleiri, þar sem þetta voru ýmist alfyrstu búningarnir eða það sem kom þeim á rétta rólið með búningamálin. Henson óx í raun með höfuðborg- arsvæðinu á þessum tíma þegar ný hverfi voru að verða til, full af krökkum og þörfin fyrir ný íþrótta- félög mikil, auk þess sem það var verið að setja kraft í íþróttastarf víða á landinu. Sumt af þessu var framleitt í Lækjargötunni eins og þegar Aðal- björn Björnsson, skólastjóri á Vopnafirði, birtist inni á gólfi hjá mér í forsvari fyrir Ungmennafél- agið Einherja á Vopnafirði. Þegar Aðalbjörn kom átti ég óvenju lítið til af efni, nema heilmikið af appelsínu- gulu og eitthvað líka af fagurgrænu en þó meira af hinu fyrrnefnda. Ég þurfti oft að vera klókur sölumaður, hafa í huga hvað var til hverju sinni, þannig að ég seldi Aðalbirni þá hug- mynd að þetta væri alveg déskoti flott saman. Að því ógleymdu að lið sem mætti í þessum litum þyrfti svo gott sem aldrei að víkja fyrir öðrum og hefði því litla sem enga þörf fyrir varabúning. „Þið hittið ekki aðra í þessum litum,“ sagði ég við Að- albjörn og hann keypti ræðuna mér til mikillar gleði. Það sem er skemmtilegt við þetta er að fyrir stuttu vorum við hjá Hen- son að klára að gera nýja þrælflotta búninga fyrir Einherja, einmitt með appelsínugulum bol og grænum ermum. Ég var að senda þetta aust- ur og fékk í kjölfarið fallegt þakkar- bréf frá Lindu Björk Stefánsdóttur, stjórnarmanni í Einherja. Hermann Gunnarsson var einn nánasti vinur Halldórs. Hemmi var maður margra vídda og lenti stund- um í undarlegum aðstæðum sem honum tókst oft að komast út úr með óvenjulegum hætti. Það er alltaf erfitt fyrir fólk að fara í gegnum gjaldþrot með fyrir- tæki. Að sjá á bak því sem það hefur byggt upp til margra ára og jafnvel lagt nafn sitt og heiður að veði. Það er þó eins og með flest annað að maður þarf að geta horft á spaugi- legu hliðarnar og slíkt var auðvitað fáum betur gefið en Hemma Gunn. Það var í raun ekkert sem Hemmi gat ekki gert að góðri sögu þegar sá gállinn var á honum. Hemmi stofnaði eitt sinn fyrir- tæki um sjálfan sig með heitinu Hemmi Gunn ehf. og ég sat ásamt honum í stjórn fyrirtækisins. Lengi vel gekk þetta með ágætum en svo kom að því að það fór að halla undir fæti hjá Hemma Gunn ehf. og rekst- urinn stefndi í gjaldþrot. Við það sá eigandinn fram á að það væri nú ekki gott að nafnið hans færi í fjöl- miðla vegna gjaldþrots, enda lands- frægur og elskaður einstaklingur, þannig að Hemmi ákvað að fara til Ríkisskattstjóra. Þar hitti hann konu í afgreiðslunni og sagðist vilja breyta um nafn á þessu blessaða fyrirtæki. „Gott og vel,“ sagði hún hin róleg- asta og bætti við: „Hvað á fyrirtækið að heita?“ Hemmi horfði djúpt í augun á henni og sagði svo alveg ákveðinn og pollrólegur: „Þröstur og Bíbí ehf.“ Þessi ágæta kona sá ekkert því til fyrirstöðu svo nafnbreytingin fór í gegn hratt og örugglega, Hemma til ómældar gleði, svo ekki sé meira sagt. Með þessi góðu tíðindi fer Hemmi að hitta Rúnar Gíslason, lögmann og Frammara, uppi í Lágmúla og segir honum að nú sé þetta allt í góðu. Þröstur og Bíbí geti bara farið í þrot. Það sé nú bara eins og það sé og ekkert við því að gera. Enn er þó þungt yfir lögfræð- ingnum sem segir: „Þetta er nú ekki alveg svona auðvelt, Hemmi minn, vegna þess að nú kemur til með að birtast í fréttatilkynningunni: Tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta búið Þröstur og Bíbí ehf. sem hét áður Hemmi Gunn ehf.“ Þetta hugnaðist Hemma auðvitað illa, svo nú voru góð ráð dýr. Þannig að Hemmi fór aftur til Ríkisskatt- stjóra þar sem hann hittir sömu konuna sem segir við hann: „Hvað, ert þú kominn aftur?“ Hemmi horfði aftur í augu þess- arar ágætu konu og sagði alvarlega: „Já, vandinn er að Bíbí er aðaleig- andinn í fyrirtækinu og hún hrein- lega sættir sig ekki við það að nafnið á henni sé talið upp á eftir Þresti. Fyrirtækið verður því að heita Bíbí og Þröstur.“ Og það komst í gegn og þar með var nafn Hemma Gunn ehf. farið af fréttatilkynningunni. Ég veit ekki hvort svona nokkuð stend- ur öllum til boða en mig grunar að svo sé ekki. Það stóð stundum sitt- hvað honum Hemma mínum til boða sem aðrir minni spámenn gátu hvorki séð né fengið. Stöngin út! Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumað- ur, íþróttafrömuður og frumkvöðull í íþróttafata- framleiðslu. Í bókinni Stöngin út, sem Magnús Guðmundsson skráði, lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stór- kostlegum ævintýrum í viðskiptum og knatt- spyrnu, hérlendis og erlendis. Annir Halldór Einarsson á skrifstofu Henson í Skipholti. Útrás Fyrirsæturnar Anna Margrét Jónsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Linda Pétursdóttir auglýsa Henson of Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.