Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  258. tölublað  107. árgangur  STÓRSKEMMTI- LEGAR SÖGUR FYRIR BÖRN FJALLAFERÐIR Í ÁSKRIFT VINSÆLT HJÁ ÍSLENDINGUM 14FJÖLBREYTT YFIRLIT 52 Aðeins þrjú þeirra 56 sveitarfélaga landsins sem eiga að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs hafa fengið staðfesta vottun. Þau eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Fljótsdalshérað. Jafnréttisáætlanir eru forsenda þess að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geti fengið jafnlaunavottun. Sveitarfélögum ber lögum samkvæmt að leggja fram jafnréttisáætlanir til samþykktar í sveitarstjórnum ekki síðar en ári eft- ir sveitarstjórnarkosningar, en nú eru fimm mánuðir liðnir frá því að sá frestur rann út. Í bréfi Jafnréttis- stofu um stöðu þessara mála sem lagt var fram á seinsta stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að 18. október sl. höfðu 26% sveitarfélaga skilað fullgildum jafnréttisáætlunum. 112 fyrirtæki og stofnanir hafa fengið jafnlaunavottun og þeirra á meðal eru öll ráðuneytin. »24 Þrjú af 56 hafa fengið vottun  Mörg sveitarfélög komin fram yfir frest Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi ný þjóðhagsspá Hagstofunnar eftir gætu orðið til 1.500 til 2.000 ný störf í hagkerfinu á næsta ári. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, sem vísar til reynslu fyrri ára. Árið 2020 yrði því níunda árið í röð sem störfum fjölgar á Íslandi. Þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast enda þarf fleiri störf til að mæta fjölgun á vinnumarkaði. Þá gæti áframhaldandi aðflutningur fólks haft áhrif á atvinnustigið. Sögulegur fjöldi nýrra starfa Miðað við háspá gætu orðið til 34.500 störf á árunum 2012-2020. Það eru um 50% fleiri störf en á þensluárunum 2005 til 2008. Samkvæmt þjóðhagsspánni verð- ur 1,7% hagvöxtur á næsta ári, 2,7% vöxtur kaupmáttar og verðbólgan við 2,5% markmið Seðlabankans. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir útlit fyrir frekari fækkun starfa í vetur. Á þessum stað í hagsveiflunni sé mikil- vægt að lækka vexti og álögur svo fyrirtækin nái viðspyrnu. Það sé mat samtakanna að fram- vinda efnahagsmála muni mikið til ráðast af hagstjórnaraðgerðum. Sérfræðingur í ferðaþjónustu, sem óskaði nafnleyndar, sagði mörg fyrirtæki í greininni vera að segja upp starfsmönnum. Um væri að ræða einn til nokkra starfsmenn og því færi lítið fyrir því í fjölmiðlum. Mörg fyrirtækjanna hefðu fjárfest til að mæta fjölgun ferðamanna sem ekki varð. Frekari fækkun í vetur Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir áfram horfur á fækk- un starfa í greininni í vetur. Alls hafi um 2.500 störf tapast í ferðaþjónustu í ár vegna falls WOW air, launahækkana og annarra ytri þátta í rekstrinum. Áður hafi verið áætlað að störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum myndi fækka um 2.500 til 3.500 eftir fall WOW og vegna erfiðara rekstrarumhverfis. Niðursveiflan sé því mildari en spáð var en þróun næstu mánuði muni hafa mikið að segja um framhaldið. Til dæmis geti ný flugfélög orðið til að skapa störf í greininni. Sérfræðingur í flugi segir bókunargluggann í flugi til Íslands fyrir sumarið vera 50 til 100 daga. Því þurfi nýtt flugfélag að hefja sölu í kringum áramót ætli það að vera komið í loftið fyrir maí. Spá fjölgun starfa eftir skamma dýfu  Vinnumálastofnun spáir allt að 2.000 nýjum störfum 2020 Lágspá Háspá 2019 2020 1.500 1.000 2.000 1.500 Áætlun um fjölgun starfandi 2019-2020 Heimild: Vinnumálastofnun MSpá 1.500 til 2.000 nýjum … »6 Sólargangur styttist nú óðum, lauf falla af trjánum og grös eru sölnuð. Svona er gangur árstíðanna enda þótt ágætt veð- ur hafi verið á landinu í gær og því tilvalið að fara í göngu- ferð, til dæmis í Laugardalnum í Reykjavík sem er vinsælt úti- vistarsvæði. Útlit er fyrir ágætt veður á morgun víðast hvar á landinu og aðstæður til útivistar verða því eins og best verður á kosið. Þó má búast við éljagangi um landið austanvert og hugsanlega vægu frosti á Norðurlandi sem ætti þó varla að stoppa veiðimenn, nú um fyrstu rjúpnaveiðihelgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufin falla af trjánum í aspargöngunum í Laugardalnum „Enginn er á móti hjólastíg á svæð- inu og þetta verður eflaust vandaður stígur en við viljum hann ekki á þess- um stað vegna þess að hann rífur hjartað úr skógarlundinum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, íbúi í Vest- urási, við Morgunblaðið. Vísar hann til framkvæmda við göngu- og hjólastíg í Víðidalshlíð skammt ofan og vestan við íþrótta- svæði Fáks í Selásnum í Reykjavík. Eru íbúar í nágrenninu sagðir óánægðir með hvar stígurinn liggur. Borgin segir framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í íbúakosn- ingu. Guðmundur segist þó ekki kannast við það. „Kosningin fór framhjá mér og nágrönnum mínum og við höfum ekki séð neinar teikn- ingar,“ en búið er nú að grafa fyrir stígnum með tilheyrandi raski á jarðvegi á svæðinu. »19 Lundur látinn víkja  Íbúar kannast ekki við kosningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.