Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Borgarvegur 22, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5. herbergja einbýli ásamt bílskúr. Frábær staðsetning, skóli,
íþróttarmannvirki og þjónusta í göngufæri
Stærð 202,3 m2
Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555
Löggiltur fasteignasali
Verð kr. 51.800.000.-
Jóhannes Ellertsson s. 864 9677
Löggiltur fasteignasali
Um daginn fór ég með tvo fræðimenn austur á Þingvöll meðviðkomu á Gljúfrasteini þar sem við dáðumst að sundlaug-inni og vöppuðum í kringum húsið. Í spjalli okkar komfram að annað þeirra, prófessor í Los Angeles, les stundum
Atómstöðina með nemendum sínum og hann sagði okkur að hún gengi
þvert gegn öllu sem þau hefðu lært um þann fögnuð sem hersveitir
þeirra vöktu í síðari heims-
styrjöldinni og í kalda stríð-
inu við Rússa; saga um
sveitastúlku í kaupstaðnum í
læri hjá organista sem
brennir peninga og í vist hjá
heillandi stjórnmálamanni
úr þeim flokki sem telur
baráttu fyrir leikskólum vera kommúnisma – undir ógn atómbomb-
unnar. Þau læsu þetta eins og súrrealíska sögu af annarri plánetu.
Ég sagði þeim að mér gengi ekki vel að láta dætur mínar lesa sögur
á borð við Atómstöðina – þótt sjálfur hefði ég heillast af þeirri bók þeg-
ar ég las hana eftir að hafa séð leiksýningu eftir bókinni þrettán ára
gamall. Þá var margt í orðfæri bókarinnar lifandi á vörum föður míns
og mér fannst merkilegast að komast að uppsprettu kringilyrða hans.
Þær kynslóðir sem nú eru á dögum hafa allar fengið reglulegar upp-
færslur á Atómstöðinni í leiksýningum og kvikmynd, þar sem kjarni
sögunnar er endurskoðaður í hvert sinn. Kannski við höfum misst
sjónar á því hvað bókin sjálf er orðin framandi – nema ungmenni sjái
leiksýningu á verkinu fyrst eða horfi á bíómyndina sem er þó nú þegar
orðin mynd síns tíma.
Samband yngri kynslóða við fortíðina í gegnum gamlar bækur er
slitrótt. Ég horfi á dætur mínar undrast þá hugmynd að lesa kennslu-
bækur til að afla sér þekkingar. Hver nennir því þegar hægt er að
gúgla svör við því sem spurt er um hverju sinni? Og kennarar undrast
þverrandi málskilning nemenda. Það er staðfest í rannsóknum sem
birtust 2018 í Íslensku í grunnskólum og framhaldsskólum að „bilið í
málfari og textaskilningi nemenda og kennara fer breikkandi“ (14) en
það þýðir ekki að vald ungmenna á sínu tungumáli fari minnkandi. Tjá-
skiptin eru ekki bundin við töluð eða skrifuð gullaldarorð heldur ráða
nú önnur gildi för í smáskilaboðum hvers konar þar sem sjálf orðin eru
lítill hluti tjáningarinnar. Vald á því tungutaki sem þar tíðkast er síst
minna en vald Íslendinga á sínu máli um miðja síðustu öld. Og þar
heyja þau sín köldu stríð og brjótast til valda eins og löngum fyrr; þau
sem eru fyrst til að ráða við nýja miðla hverju sinni verða ofan á í sam-
félaginu. Hvort sem það er smáskeytatíst og aðrir samfélagsmiðlar,
raunveruleikasjónvarp, kvikmyndatækni, útvarp, dagblöð, prentaðar
bækur, handrit á rándýru skinni eða munnlega mælskulistin. Lýðræð-
ið virkar svo þannig að valdið yfir því hver fær að sjá hvaða auglýsing-
ar á skjánum kemur mestu skrumurunum og falsfréttagosunum til
valda með þeim hörmulegu afleiðingum sem eru að koma fram í ensku-
mælandi nágrannaríkjum okkar.
Gjáin milli sýndar
og veruleika
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Regluverk og opinbert eftirlit liggur undirvaxandi gagnrýni frá atvinnulífinu, semtelur um óþarfa afskiptasemi að ræða aukumtalsverðs kostnaðar. Það fer ekki hjá
því að þessi gagnrýni heyrist enda má segja að til
hafi orðið hér mjög öflugir hagsmunagæzluaðilar
(kallaðir „lobbíistar“ í útlöndum) sem hafa nánast
þau einu verkefni að vinna að því að gæta hagsmuna
einstakra atvinnugreina gagnvart opinberum stjórn-
völdum auk þess að vinna reglulega að kjarasamn-
ingagerð á þeirra vegum.
Félagasamtök einstakra atvinnugreina í árdaga
hafa smátt og smátt breytzt í eins konar hagsmuna-
verði.
Við þetta er í sjálfu sér ekkert að athuga enda hafa
allir þjóðfélagsþegnar fullan rétt á að verja og gæta
sinna hagsmuna.
Þessir sjálfsagði réttur verður hins vegar að
ákveðnu vandamáli, þegar hagsmunasamtökin verða
svo öflug að þau hafi beinlínis áhrif á gerðir eða að-
gerðaleysi stjórnvalda og þegar stjórnmálamennirnir
af ótta við fylgistap fylgja í kjölfarið
og gerast eins konar talsmenn hags-
munavarðanna innan opinbera
stjórnkerfisins.
Skýrt dæmi um þetta vandamál er
þessa dagana í meðferð einnar þing-
nefndar Bandaríkjaþings en það snýst um Boeing-
flugvélaverksmiðjurnar og vinnubrögð þeirra.
BBC og fleiri fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa sagt
frá því að hagsmunavörðum Boeing-verksmiðjanna
hafi orðið vel ágengt á undanförnum árum í að losa
verksmiðjurnar undan eftirliti flugmálayfirvalda í
Bandaríkjunum, sem hafi framselt til verksmiðjanna
sjálfra það hlutverk að hafa eftirlit með sjálfum sér.
Rökin eru þau að viðkomandi yfirvald (FAA) telur
sig ekki hafa nægilega sérþekkingu til þess að sinna
þessu eftirliti. Og nýtur stuðnings stjórnmálamanna í
Bandaríkjunum vegna þeirrar afstöðu.
Og þá vaknar sú spurning, hvernig hægt sé að
tryggja að Boeing sinni því eftirliti með sjálfu sér.
Í yfirheyrslu þingnefndar í Washington hefur
komið fram að innanhússgögn hafi leitt í ljós að einn
starfsmaður Boeing hafi vakið athygli yfirboðara
sinna í tölvupósti á hugsanlegum vandamálum með
þann stýribúnað sem talinn er hafa verið valdur að
því að tvær 737 MAX-vélar frá Boeing hröpuðu með
því manntjóni sem slíku fylgir.
Í þeim yfirheyrslum hefur líka komið fram að
helzti reynsluflugmaður verksmiðjanna hafði gert
áþekkar athugasemdir en á hvorugan var hlustað.
Hvers vegna?
Það liggur ekki fyrir en nærtæk skýring er sú að
hagsmunir fyrirtækisins af því að koma flugvélunum
út í rekstur hafi ráðið ferðinni.
Hér er skýrt dæmi um það hvað getur gerzt, þegar
hagsmunagæzluaðilum tekst að tala opinber stjórn-
völd til. Aðstaða þeirra til þess er þeim mun betri
eftir því sem þeir hagsmunir sem þeir eru að verja
eða berjast fyrir eru stærri.
Og smátt og smátt er að birtast sú mynd að vegna
þess að á þá var hlustað og látið undan þrýstingi
þeirra hafi nokkur hundruð almennir borgarar frá
mörgum löndum misst lífið.
Hagsmunagæzla á Íslandi snýst ekki um líf og
dauða, þótt angar Boeing-málsins teygi sig vissulega
til Íslands vegna notkunar Icelandair á þeim flug-
vélum sem um er að ræða í þessu tilviki.
En hagsmunagæzlan hér snýst um þætti sem
skipta okkar litla samfélag máli. Og það er mikilvægt
að fólk átti sig á því og þá ekki sízt stjórnkerfið
sjálft hvað um er að ræða. Í sumum tilvikum þarf
einfaldlega opinbert regluverk til að fylgjast með
málum.
Á fyrstu árum nýrrar aldar og fram að hruni lék
viðskiptalífið lausum hala, sem aldrei
fyrr. Það var orðið ljóst nokkrum árum
fyrir hrun að það var nauðsynlegt að
setja viðskiptalífinu strangari laga-
ramma. Regluverkið hér í kringum við-
skiptalífið var og er mun veikara en
sambærilegt regluverk í Bandaríkjunum.
Þar gilda t.d. mjög athyglisverðar reglur um
eignarhald á fjölmiðlum, sem Morgunblaðið vakti
aftur og aftur athygli á fyrir hrun en enginn hlustaði
á. Þar er mjög hart tekið á innherjaviðskiptum, sem
ekki verður sagt að gerist hér. Og þar þykir sjálfsagt
að þeir sem hafa gerzt brotlegir við lög og reglur
fjármálamarkaðarins verði dæmdir frá því að mega
starfa á þeim vettvangi, það sem eftir er ævinnar.
Þetta snýst ekki bara um lög heldur að þeim sé
fylgt eftir. Sterkara samkeppniseftirlit hefði getað
breytt miklu í aðdraganda hrunsins, að ekki sé talað
um fjármálaeftirlit.
Það eru kostir og gallar við „eftirlitsiðnaðinn“, sem
er vinsælt orð í munni hagsmunavarðanna í Borgar-
túni, en reynslan af því að láta viðskiptalífið hafa
eftirlit með sjálfu sér og þá er talað um á alþjóða-
vettvangi, en ekki Íslandi sérstaklega, er ekki góð.
Kapítalisminn þarf aðhald ekki síður en aðrir.
Að þessu er vikið hér vegna þess, að það er nokk-
uð ljóst að hagsmunaverðirnir hér á landi eru að
sækja í sig veðrið, eftir að hafa haldið sér til hlés um
skeið eftir hrun. Og það er nokkuð ljóst að
stjórnmálamennirnir eru hræddir við þau áhrif sem
þeir telja að verkkaupar hagsmunavarðanna geti haft
á kjósendur á einstaka stöðum og sú hræðsla er ekki
að ástæðulausu.
En að lokum verður almannahagur að ráða, hvort
sem um er að ræða Boeing-flugvélar eða eitthvað
annað.
Og með því hugarfari verða stjórnvöld að mæta
kröfum hagsmunavarðanna.
Geri þau það ekki hafa þau í raun gerzt handbendi
þeirra þjóðfélagsafla.
Um hagsmuni og almannahag
Og um Boeing
og hagsmunaverði
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Undanfarnar vikur hef ég sökktmér niður í rit eftir og um
Snorra Sturluson og þá rekist á
tvær þrálátar missagnir. Önnur er,
að hann hafi í utanför sinni til Nor-
egs og Svíþjóðar 1218-1220 heitið
þeim Hákoni Hákonarsyni konungi
og Skúla Bárðarsyni jarli að koma
Íslandi undir Noregskonung. Þetta
er gefið í skyn í ritum Sturlu Þórð-
arsonar, en Sturla var mjög blend-
inn í afstöðu sinni til Snorra frænda
síns og ekki traust heimild. Hann
reyndi jafnan að gera hlut Hákonar
konungs sem bestan, enda launaður
sagnritari hans. Það, sem Snorri
hefur heitið hinum norsku valds-
mönnum og efnt, var að tryggja
norskum kaupmönnum frið á Ís-
landi, en hann var lögsögumaður
1222-1231.
Afstaða Snorra í utanríkismálum
blasir við af Heimskringlu, sem
hann skrifaði eftir fyrri utanförina:
Íslendingar skyldu vera vinir Nor-
egskonungs, ekki þegnar. Bókin er
samfelld áminning um, að konungar
séu misjafnir, sumir góðir og aðrir
vondir, og því sé Íslendingum best
að hafa engan konung. Það villir
sumum lesendum sýn, að Snorri
lætur þessa skoðun ekki beint í ljós
sjálfur, heldur leyfir staðreynd-
unum að tala. En þessi afstaða hans
kostaði hann að lokum lífið, þótt
Sturla sagnritari hafi reyni að koma
ábyrgðinni á vígi hans á Gissur Þor-
valdsson, ekki Hákon konung.
Hin missögnin er, að ósamræmi
sé milli tveggja verka Snorra. Hann
sé vinveittur konungum í Heims-
kringlu, en fjandsamlegur þeim í
Eglu. Þetta er auðvitað ekki réttur
úrlestur úr Heimskringlu, en vissu-
lega hafði Snorri enn ríkari fyrir-
vara á konungum í Eglu, enda var
hún bersýnilega skrifuð, eftir að
slitnað hafði í sundur með honum
og Hákoni konungi, þegar hann
sneri í banni konungs heim til Ís-
lands úr síðari utanför sinni 1237-
1239.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Missagnir um Snorra
Ljósmynd/Thomas William, Unsplash
Tölvusamskipti „...heldur ráða nú önnur gildi för í smáskilaboðum hvers
konarþar sem sjálf orðin eru lítill hluti tjáningarinnar.“