Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
Slembival í íbúaráð Reykjavíkur-
borgar er í þann mund að hefjast.
Þetta kemur fram í frétt á heima-
síðu Reykjavíkurborgar.
Tilgangurinn með íbúaráðum er
að valdefla íbúa og auka aðkomu
þeirra að ákvarðanatöku. Kynn-
ingarbæklingi hefur verið dreift í
hús í borginni til upplýsingar um
verkefnið.
Hverfisráð Reykjavíkurborgar
hafa verið vettvangur samstarfs inn-
an hverfa borgarinnar frá árinu
2002. Í stað þeirra verða stofnuð níu
íbúaráð, en hvert ráð verður skipað
sex fulltrúum. Þrír fulltrúar verða
kjörnir af borgarstjórn, tveir skip-
aðir úr hópi íbúa af virkum grasrót-
arsamtökum og einn valinn með
slembivali úr hópi íbúa á hverju
svæði. Með slembivali er átt við að
valdir verða einstaklingar af handa-
hófi og boðin þátttaka í íbúaráði í
sínu hverfi. Um tilraunaverkefni til
ársloka 2020 er að ræða.
„Með því að slembivelja einn full-
trúa í hvert íbúaráð er gerð tilraun
til að ná til ólíkra hópa íbúa í hverju
hverfi fyrir sig. Ekki er gerð krafa til
borgarbúa að taka þátt í slembival-
inu og slembivöldum einstaklingum
verður gefinn kostur á að samþykkja
eða hafna stöðu fulltrúa eða varafull-
trúa í sínu hverfi,“ segir í fréttinni.
Slembivaldir fulltrúar þurfa að
hafa náð 18 ára aldri og sjá sér fært
að mæta á fundi íbúaráðsins mán-
aðarlega. Þeir einir geta tekið sæti í
íbúaráði sem hafa kosningarétt í
Reykjavík.
Fulltrúar fá greidda mánaðarlega
þóknun að fjárhæð 57.287 krónur
fyrir þátttöku í íbúaráðum, en vara-
menn hljóta 18.618 krónur fyrir
hvern fund sem þeir taka þátt í.
Nánari upplýsingar eru á www.
reykjavik.is. Þar getur fólk einnig af-
þakkað að taka þátt í slembivalinu.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Borgarstjórn Ný íbúaráð eiga að
auka aðkomu íbúa að ákvörðunum.
Fulltrúar valdir
með slembivali
Íbúaráð taka við af hverfisráðum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég hef í störfum mínum reynt að
vinna að því að konur taki sér stöðu í
stjórnmálunum á sínum forsendum,“
segir Vala Pálsdóttir, formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna
(LS). „Aðsókn á fundi hjá okkur hef-
ur verið góð og konur haft mikinn
áhuga á því sem við erum að gera.
Allar konur mega sækja almenna
fundi okkar óháð því hvort þær til-
heyra félögum í Sjálfstæðisflokknum
eða ekki. Karlar eru líka velkomnir á
opna fundi og við fáum jafnt karla og
konur til að halda fyrirlestra, allt eft-
ir því hvert umræðuefnið er.“
Umhverfismálin rædd í þaula
Landssambandið hóf fundaröð um
umhverfismál í október. Þetta er í
annað sinn sem haldin er slík funda-
herferð að hausti. Í fyrra var fjallað
um heilbrigðismálin og voru fund-
irnir í herferðinni mjög vel sóttir.
Yfirskrift fundaraðarinnar nú er
„umhverfið er okkar ábyrgð“. Vala
segir að ákveðið hafi verið að fjalla
um sem flest svið málaflokksins.
Kjörnir fulltrúar hafa verið á meðal
málshefjenda á hverjum fundi. Eftir
framsöguræður er boðið upp á fyr-
irspurnir.
„Á fyrsta fundinum var horft á
stóru myndina – hvað eru umhverfis-
mál? Þurfum við að óttast framtíðina
eða eru áhyggjurnar ýktar?“ segir
Vala. Hún segir að búið sé að fjalla
um loftslagsmálin, hringrás-
arhagkerfið og hvað hægt sé að gera
til að sporna við þeirri öfugþróun
sem orðið hefur vart í umhverf-
ismálum. Einnig hefur verið fjallað
um hvað við sem neytendur getum
gert t.d. varðandi matarsóun, einnig
um áhrif og eðli grænna skatta, hag-
ræn áhrif og hlutverk sveitarfélaga
svo nokkuð sé nefnt.
Á meðal frummælenda á fund-
unum hafa verið Stefán Gíslason,
framkvæmdastjóri Environice, Unn-
ur Brá Konráðsdóttir lögfræðingur,
Sævar Helgi Bragason stjörnu-
fræðikennari, Gréta María Grét-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Krón-
unnar, Óli Björn Kárason
alþingismaður, Kristján Þór Magn-
ússon, sveitarstjóri Norðurþings,
Jóna Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi í
Garðabæ, Hildur Björnsdóttir borg-
arfulltrúi, Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson prófessor, Ásdís Kristjáns-
dóttir, forstöðumaður hjá SA, Davíð
Þorláksson, forstöðumaður hjá SA,
og Sigríður Á. Andersen alþing-
ismaður.
Fimmti og síðasti fundurinn í
fundaröðinni verður á þriðjudaginn
kemur kl. 20.00 í Valhöll. Þar verður
rætt um helstu atvinnugreinar lands-
ins eins og ferðaþjónustu, sjávar-
útveg, orkugeirann og áskoranir og
tækifæri þeirra þegar kemur að um-
hverfismálum. Fundunum hefur ver-
ið streymt á facebooksíðu LS og eru
þeir aðgengilegir þar.
Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára á
þessu ári. Af því tilefni ætlar LS að
gefa út blað sjálfstæðiskvenna. Því
verður dreift með Morgunblaðinu á
miðvikudag. „Þegar við fórum af stað
vorum við að hugsa um 5-10 síður en
við erum komnar í 48 síður,“ segir
Vala. Í blaðinu verður m.a. fjallað um
stjórnmál, viðskipti, listir og nýsköp-
un. Einnig verður rætt við konur
sem eru að gera áhugaverða hluti og
kjörna fulltrúa.
Rifjuð verður upp saga nokkurra
kvenna sem voru brautryðjendur í
stjórnmálastarfi eins og Auðar Auð-
uns, sem varð fyrst kvenna borg-
arstjóri í Reykjavík og ráðherra í
ríkisstjórn Íslands, og einnig Guð-
rúnar Lárusdóttur alþingismanns,
sem var mikil hugsjónakona. „Við
ræðum við tvo yngstu ráðherra í lýð-
veldissögunni sem og Salome Þor-
kelsdóttur, fyrrverandi forseta Al-
þingis, sem er örlítið eldri en
flokkurinn.“
Sumir kvarta yfir því að félagsdoði
breiðist út og fundasókn dvíni al-
mennt. Finna sjálfstæðiskonur fyrir
því?
„Við finnum ekki fyrir félagsdoða.
Þetta hefur gengið mjög vel hjá okk-
ur,“ segir Vala. „Við höfum boðið upp
á fjölbreytta viðburði og fundi. Einn-
ig fræðslu fyrir félagskonur sem eru
virkar í félagssstarfinu til dæmis um
greinaskrif og hvernig á að vinna
með samfélagsmiðla. Þá stofnuðum
við bakvarðasveit í aðdraganda sveit-
arstjórnarkosninga svo konur sem
höfðu hug á framboði gætu leitað til
reyndra kvenna sem staðið höfðu í
eldlínunni og öðlast reynslu í stjórn-
málum. Þannig fengu þær leiðbein-
ingar um hvernig ætti að bera sig að
við að fara í framboð. Fjölmargar
konur nýttu sér þetta.“
LS hefur einnig haldið mjög vin-
sælt golfmót á sumrin og komust
færri að en vildu á síðasta móti.
Einnig hafa listasöfn verið heimsótt
og haldnir fræðslufundir.
Staða kvenna mjög sterk
Vala segir að ágætis endurnýjun
sé í hópi sjálfstæðiskvenna og ungar
konur séu að ganga til liðs við LS.
„Mér finnst staða kvenna í Sjálf-
stæðisflokknum mjög sterk. Við höf-
um bæði rödd og áhrif. Það er verk-
efni næstu kosninga að fjölga
þingmönnum flokksins og þar með
konum í þingflokknum. Við eigum
tvo yngstu kvenráðherra Íslandssög-
unnar og nýkjörinn formaður SUS er
ung og öflug kona. Konur eru í meiri-
hluta í formennsku málefnanefnda
flokksins og konur í mörgum trún-
aðarstörfum. Þá eru konur tæpur
helmingur fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins í sveitarstjórnum,“ sagði Vala.
„Við höfum bæði rödd og áhrif“
Líflegt félagsstarf í Landssambandi sjálfstæðiskvenna Fundaröð um margar hliðar umhverfismála
Blað sjálfstæðiskvenna í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins Líta um öxl og fram á veg
Vala Pálsdóttir (f. 1975) var
kjörin formaður LS á auka-
aðalfundi í apríl 2017 og endur-
kjörin á aðalfundi til tveggja ára
í september 2018. Hún situr í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Vala er formaður verkefna-
stjórnar sem hefur það verkefni
að móta fyrstu matvælastefnu
Íslands fyrir ríkisstjórn. Hún sat
í kosningastjórn Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík fyrir al-
þingiskosningarnar 2016 og var
kosningastjóri Ólafar Nordal
2016.
Vala er viðskiptafræðingur og
með meistaragráðu í alþjóða-
markaðssamskiptum frá Emer-
son College í Boston. Hún á að
baki langan feril á sviði sam-
skipta og upplýsingagjafar.
Mótar mat-
vælastefnu
VALA PÁLSDÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaður LS Vala Pálsdóttir segir að konur séu tæpur helmingur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum.