Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Slembival í íbúaráð Reykjavíkur- borgar er í þann mund að hefjast. Þetta kemur fram í frétt á heima- síðu Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn með íbúaráðum er að valdefla íbúa og auka aðkomu þeirra að ákvarðanatöku. Kynn- ingarbæklingi hefur verið dreift í hús í borginni til upplýsingar um verkefnið. Hverfisráð Reykjavíkurborgar hafa verið vettvangur samstarfs inn- an hverfa borgarinnar frá árinu 2002. Í stað þeirra verða stofnuð níu íbúaráð, en hvert ráð verður skipað sex fulltrúum. Þrír fulltrúar verða kjörnir af borgarstjórn, tveir skip- aðir úr hópi íbúa af virkum grasrót- arsamtökum og einn valinn með slembivali úr hópi íbúa á hverju svæði. Með slembivali er átt við að valdir verða einstaklingar af handa- hófi og boðin þátttaka í íbúaráði í sínu hverfi. Um tilraunaverkefni til ársloka 2020 er að ræða. „Með því að slembivelja einn full- trúa í hvert íbúaráð er gerð tilraun til að ná til ólíkra hópa íbúa í hverju hverfi fyrir sig. Ekki er gerð krafa til borgarbúa að taka þátt í slembival- inu og slembivöldum einstaklingum verður gefinn kostur á að samþykkja eða hafna stöðu fulltrúa eða varafull- trúa í sínu hverfi,“ segir í fréttinni. Slembivaldir fulltrúar þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sjá sér fært að mæta á fundi íbúaráðsins mán- aðarlega. Þeir einir geta tekið sæti í íbúaráði sem hafa kosningarétt í Reykjavík. Fulltrúar fá greidda mánaðarlega þóknun að fjárhæð 57.287 krónur fyrir þátttöku í íbúaráðum, en vara- menn hljóta 18.618 krónur fyrir hvern fund sem þeir taka þátt í. Nánari upplýsingar eru á www. reykjavik.is. Þar getur fólk einnig af- þakkað að taka þátt í slembivalinu. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Borgarstjórn Ný íbúaráð eiga að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum. Fulltrúar valdir með slembivali  Íbúaráð taka við af hverfisráðum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef í störfum mínum reynt að vinna að því að konur taki sér stöðu í stjórnmálunum á sínum forsendum,“ segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS). „Aðsókn á fundi hjá okkur hef- ur verið góð og konur haft mikinn áhuga á því sem við erum að gera. Allar konur mega sækja almenna fundi okkar óháð því hvort þær til- heyra félögum í Sjálfstæðisflokknum eða ekki. Karlar eru líka velkomnir á opna fundi og við fáum jafnt karla og konur til að halda fyrirlestra, allt eft- ir því hvert umræðuefnið er.“ Umhverfismálin rædd í þaula Landssambandið hóf fundaröð um umhverfismál í október. Þetta er í annað sinn sem haldin er slík funda- herferð að hausti. Í fyrra var fjallað um heilbrigðismálin og voru fund- irnir í herferðinni mjög vel sóttir. Yfirskrift fundaraðarinnar nú er „umhverfið er okkar ábyrgð“. Vala segir að ákveðið hafi verið að fjalla um sem flest svið málaflokksins. Kjörnir fulltrúar hafa verið á meðal málshefjenda á hverjum fundi. Eftir framsöguræður er boðið upp á fyr- irspurnir. „Á fyrsta fundinum var horft á stóru myndina – hvað eru umhverfis- mál? Þurfum við að óttast framtíðina eða eru áhyggjurnar ýktar?“ segir Vala. Hún segir að búið sé að fjalla um loftslagsmálin, hringrás- arhagkerfið og hvað hægt sé að gera til að sporna við þeirri öfugþróun sem orðið hefur vart í umhverf- ismálum. Einnig hefur verið fjallað um hvað við sem neytendur getum gert t.d. varðandi matarsóun, einnig um áhrif og eðli grænna skatta, hag- ræn áhrif og hlutverk sveitarfélaga svo nokkuð sé nefnt. Á meðal frummælenda á fund- unum hafa verið Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, Unn- ur Brá Konráðsdóttir lögfræðingur, Sævar Helgi Bragason stjörnu- fræðikennari, Gréta María Grét- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krón- unnar, Óli Björn Kárason alþingismaður, Kristján Þór Magn- ússon, sveitarstjóri Norðurþings, Jóna Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, Hildur Björnsdóttir borg- arfulltrúi, Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor, Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðumaður hjá SA, Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá SA, og Sigríður Á. Andersen alþing- ismaður. Fimmti og síðasti fundurinn í fundaröðinni verður á þriðjudaginn kemur kl. 20.00 í Valhöll. Þar verður rætt um helstu atvinnugreinar lands- ins eins og ferðaþjónustu, sjávar- útveg, orkugeirann og áskoranir og tækifæri þeirra þegar kemur að um- hverfismálum. Fundunum hefur ver- ið streymt á facebooksíðu LS og eru þeir aðgengilegir þar. Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára á þessu ári. Af því tilefni ætlar LS að gefa út blað sjálfstæðiskvenna. Því verður dreift með Morgunblaðinu á miðvikudag. „Þegar við fórum af stað vorum við að hugsa um 5-10 síður en við erum komnar í 48 síður,“ segir Vala. Í blaðinu verður m.a. fjallað um stjórnmál, viðskipti, listir og nýsköp- un. Einnig verður rætt við konur sem eru að gera áhugaverða hluti og kjörna fulltrúa. Rifjuð verður upp saga nokkurra kvenna sem voru brautryðjendur í stjórnmálastarfi eins og Auðar Auð- uns, sem varð fyrst kvenna borg- arstjóri í Reykjavík og ráðherra í ríkisstjórn Íslands, og einnig Guð- rúnar Lárusdóttur alþingismanns, sem var mikil hugsjónakona. „Við ræðum við tvo yngstu ráðherra í lýð- veldissögunni sem og Salome Þor- kelsdóttur, fyrrverandi forseta Al- þingis, sem er örlítið eldri en flokkurinn.“ Sumir kvarta yfir því að félagsdoði breiðist út og fundasókn dvíni al- mennt. Finna sjálfstæðiskonur fyrir því? „Við finnum ekki fyrir félagsdoða. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okk- ur,“ segir Vala. „Við höfum boðið upp á fjölbreytta viðburði og fundi. Einn- ig fræðslu fyrir félagskonur sem eru virkar í félagssstarfinu til dæmis um greinaskrif og hvernig á að vinna með samfélagsmiðla. Þá stofnuðum við bakvarðasveit í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninga svo konur sem höfðu hug á framboði gætu leitað til reyndra kvenna sem staðið höfðu í eldlínunni og öðlast reynslu í stjórn- málum. Þannig fengu þær leiðbein- ingar um hvernig ætti að bera sig að við að fara í framboð. Fjölmargar konur nýttu sér þetta.“ LS hefur einnig haldið mjög vin- sælt golfmót á sumrin og komust færri að en vildu á síðasta móti. Einnig hafa listasöfn verið heimsótt og haldnir fræðslufundir. Staða kvenna mjög sterk Vala segir að ágætis endurnýjun sé í hópi sjálfstæðiskvenna og ungar konur séu að ganga til liðs við LS. „Mér finnst staða kvenna í Sjálf- stæðisflokknum mjög sterk. Við höf- um bæði rödd og áhrif. Það er verk- efni næstu kosninga að fjölga þingmönnum flokksins og þar með konum í þingflokknum. Við eigum tvo yngstu kvenráðherra Íslandssög- unnar og nýkjörinn formaður SUS er ung og öflug kona. Konur eru í meiri- hluta í formennsku málefnanefnda flokksins og konur í mörgum trún- aðarstörfum. Þá eru konur tæpur helmingur fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í sveitarstjórnum,“ sagði Vala. „Við höfum bæði rödd og áhrif“  Líflegt félagsstarf í Landssambandi sjálfstæðiskvenna  Fundaröð um margar hliðar umhverfismála  Blað sjálfstæðiskvenna í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins  Líta um öxl og fram á veg Vala Pálsdóttir (f. 1975) var kjörin formaður LS á auka- aðalfundi í apríl 2017 og endur- kjörin á aðalfundi til tveggja ára í september 2018. Hún situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Vala er formaður verkefna- stjórnar sem hefur það verkefni að móta fyrstu matvælastefnu Íslands fyrir ríkisstjórn. Hún sat í kosningastjórn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir al- þingiskosningarnar 2016 og var kosningastjóri Ólafar Nordal 2016. Vala er viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í alþjóða- markaðssamskiptum frá Emer- son College í Boston. Hún á að baki langan feril á sviði sam- skipta og upplýsingagjafar. Mótar mat- vælastefnu VALA PÁLSDÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður LS Vala Pálsdóttir segir að konur séu tæpur helmingur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.