Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Framkvæmdir við göngu- og hjóla-
stíg eru hafnar í Víðidalshlíð
skammt ofan og vestan við íþrótta-
svæði Fáks í Selásnum í Reykjavík
og eru íbúar í nágrenninu óánægð-
ir með hvar stígurinn liggur.
„Enginn er á móti hjólastíg á
svæðinu og þetta verður eflaust
vandaður stígur en við viljum hann
ekki á þessum stað vegna þess að
hann rífur hjartað úr skógarlund-
inum,“ segir Guðmundur Sigurðs-
son, íbúi í Vesturási. Stígurinn
liggur frá Vallarási um skógi vaxið
svæði framhjá hesthúsabyggðinni
og á að tengjast við stíga nálægt
gömlu vatnsveitubrúnni neðan við
íþróttasvæði Fylkis.
Guðmundur segist hafa fengið
þær upplýsingar hjá borginni að
framkvæmdirnar hefðu verið sam-
þykktar í íbúakosningu. „Kosn-
ingin fór framhjá mér og nágrönn-
um mínum og við höfum ekki séð
neinar teikningar,“ segir hann, en
telur að ekki sé of seint í rassinn
gripið.
Mikið rask
Búið er að grafa fyrir stígnum
rétt hjá efstu íbúðarhúsunum við
Vallarás. Þar er skógur sem Guð-
mundur segir að íbúar allt frá
frumbyggjum hafi plantað með
þeim árangri að í stað þess að
vera opið fyrir veðri og vindi sé
svæðið í skjóli. Þar er gamall mjór
stígur, skógargöng eins og eru til
dæmis í Öskjuhlíð, og víkur hann
sem og nánasta umhverfi fyrir
nokkurra metra breiðum og mal-
bikuðum um 800 metra löngum
stíg.
„Hægt væri að leggja hjólastíg-
inn í skógarjaðrinum meðfram
Fákabóli við hesthúsin með mun
minna raski og eyðingu,“ segir
Guðmundur. „Framkvæmdirnar
koma okkur í opna skjöldu, því
ekki hefur hvarflað að nokkrum
manni að malbikaður stígur ætti
að fara í gegnum skógargöngin
með tilheyrandi eyðingu trjáa,“
heldur hann áfram og áréttar að
enginn sé á móti hjólastíg.
„Enginn átti von á hraðbraut í
gegnum skóginn og því síður að
hjartað færi undir grjót og mal-
bik,“ leggur Guðmundur áherslu á.
Hann bætir við að lýsing við stíg
í skógarjaðrinum meðfram óupp-
lýstri götu myndi líka nýtast
hestamönnum auk þess sem mun
færri tré þyrfti að fella. „Við miss-
um ekki bara hjartað heldur líka
leiksvæði fyrir börnin ef heldur
sem horfir,“ segir Guðmundur.
Hjólastígur rífur hjartað úr skógarlundi
Framkvæmdir Friðsæl náttúran í Víðidalshlíð víkur fyrir grjóti og malbiki. Íbúar vilja stíginn í jaðri trjánna.
Morgunblaðið/Eggert
Náttúruperla Guðmundur Sigurðsson í skógargöngum. Trén hverfa.
OPIN RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS OG LANDBÚNAÐARKLASANS
NEYSLUBREYTINGAR OG
ÁHRIF Á MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR
HÓTEL SAGA - 2. HÆÐ - KATLA
ÞRIÐJUDAGINN 5. NÓV. KL. 13.00-16.00
Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa
fyrir ráðstefnu áHótel Sögu umneyslubreytingar og
áhrif þeirra ámatvælaframleiðslu. Fyrirlesarar koma
úr ýmsumáttumenmunu allir fjalla umþað hvernig
breytingar á neysluhegðun almenningsmunu snerta
matvælageirann í nánustu framtíð.
DAGSKRÁHEFSTKl. 13.00
HVAÐSEGJAKANNANIRUMNEYSLUHEGÐUN ÍSLENDINGA?
FriðrikBjörnsson, viðskiptastjóri hjáGallup
SJÁLFBÆRNIVÆÐINGMATVÆLAKERFISINSOGTÆKIFÆRI ÍSLANDS
SigurðurH.Markússon, Landsvirkjun/University ofCambridge
CHALLENGESANDOPPORTUNITIES INTHEAGRIFOODSECTOR
Marit SommerfeltValseth, ráðgjafihjá InnovasjonNorge
HVAÐERHANDANVIÐHORNIÐ?
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
HVAÐVILJAVIÐSKIPTAVINIRÁMORGUN?
GrétaMaríaGrétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
MATARVITUNDOGÞEKKING:
HINNUPPLÝSTINEYTANDIEÐAÁHRIFAVALDARSEMRÁÐAFÖR?
AnnaSigríðurÓlafsdóttir, prófessor í næringarfræði viðHáskóla Íslands
MATARSPORIЖKOLEFNISREIKNIRFYRIRMÁLTÍÐIR
HelgaJóhannaBjarnadóttir, sviðsstjóri hjáEfluverkfræðistofu
LANDNÝTINGOGBREYTTFRAMTÍÐ
ÁrniBragason, forstjóri Landgræðslunnar
MÁBJÓÐAÞÉRKAKKALAKKAMJÓLK?
ElínM. Stefánsdóttir, stjórnarformaðurMjólkursamsölunnar
FUNDARSTJÓRI:
FINNBOGIMAGNÚSSON, formaðurLandbúnaðarklasansLANDBÚNAÐAR
K L A S I N N
LANDBÚNAÐAR
K L A S I N N
HLÉ
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG
SKRÁNING Á BONDI.IS