Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þjóðskrá Íslands sendi eldriborgara í Reykjavík bréf íhaust vegna leiðréttingar ááður tilkynntu fasteignamati íbúðar hennar. Umrædd íbúð er á efstu hæð í fjöl- býlishúsi í grónum borgarhluta. Morgunblaðið hefur bréfið undir höndum en þar sagði meðal annars: „Leiðréttingin fór fram á grundvelli 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna misritunar eða annarrar ber- sýnilegrar villu í skráningargögnum. Við yfirferð og innra eftirlit hjá stofn- uninni kom í ljós reikningsskekkja sem fólst í því að við útreikning fast- eignamats var ekki tekið tillit til á hvaða hæð íbúðin er í fjölbýli eins og gert var ráð fyrir í fasteignamatslíkani Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2020.“ Var viðtakanda bréfsins gefið færi á að gera athugasemdir til Þjóðskrár Ís- lands innan mánaðar frá dagsetningu bréfsins. Þá hafði viðtakandi tækifæri til að biðja um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og skyldi ósk þar um berast Þjóðskrá Íslands innan 14 daga frá móttöku bréfsins, samkvæmt 21. grein stjórnsýslulaga. Sá ekki rafræna tilkynningu Tilkynningin var send í pósthólf við- komandi á Ísland.is. Það pósthólf not- ar hann nær aldrei og sá því ekki til- kynninguna í tæka tíð. Á hinn bóginn getur viðkomandi enn kært ákvörðun um endurmat til yfirfasteignamats- nefndar, skv. 34. gr. laga nr 6/2001, enda væri hún studd rökum og nauð- synlegum gögnum. Kærufrestur er þrír mánuðir. Viðkomandi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki viss hvort hann færi þessa kæruleið. Sú leið gæti enda falið í sér töluverð útgjöld. Hitt er næsta víst að viðkomandi mun þurfa að greiða hærri fast- eignagjöld vegna þessa endurmats. Þjóðskrá Íslands gaf í síðasta mán- uði út skýrsluna Fasteignamat fyrir 2020. Segir þar að fasteignamat íbúða hækkaði milli ára um 5% á höfuð- borgarsvæðinu. Þær upplýsingar fengust frá Þjóð- skrá Íslands að staðsetning íbúðar í fjölbýlishúsi hafi áhrif á verðmæti hennar. Við yfirferð og innra eftirlit hjá Þjóðskrá hafi fundist sú reiknings- skekkja að við útreikning fast- eignamats var ekki tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli, eins og gert var ráð fyrir í fasteignamatslíkani Þjóðskrár Íslands fyrir 2020. Að jafnaði 0,5% hækkun Þetta hafi verið leiðrétt í haustbyrj- un. Að jafnaði leiði leiðréttingin til 0,5% hækkunar fasteignamats, en bæði er um hækkanir og lækkanir að ræða á fasteignamati. Það getur mun- að nokkur hundruð krónum á gjöld- unum yfir árið. Leiðréttingin hafi náð til nokkur þúsund íbúða á landinu öllu. Við fasteignamatið fyrir íbúðir fyrir 2020 sé stuðst við 43 þúsund kaup- samninga. Beitt sé tölfræðilegri grein- ingu á verð seldra fasteigna til að finna út „hvaða eigindi í húsnæði hafi áhrif á fasteignamat“. Margt komi til greina. Þar með talið aldur, staðsetning, bygg- ingarefni og stærð. Nokkrar breytur komi þar til viðbótar. Breytan varð- andi staðsetningu fasteignar í fjölbýli komi sterkt út við mat á þessum eig- indum húsnæðis. Það sé verðmætara að vera hærra í fjölbýli, ef lyfta er í húsinu, en verðminna sé engin lyfta. Bent er á að mannvirkjaskrá Þjóð- skrár sé ítarleg. Fyrir liggi upplýs- ingar um stærð íbúða og á hvaða hæð þær eru. Öll mannvirki séu gæða- og ástandsmetin í upphafi og við endur- mat. Leiðrétting í formi skattahækkunar Morgunblaðið/Eggert Horft frá Brynjureit Íbúðir á efri hæðum bera hærri fasteignaskatta. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hér á landi ertalað umað stjórn- arfarið sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Stundum er talað um þingræði, sem þýðir að þing- ið, Alþingi, ræður og rík- isstjórn, framkvæmdarvaldið, þarf að hafa stuðning þess, eða getur að minnsta kosti ekki set- ið gegn vilja þess. Í Bandaríkjunum er þessu ólíkt farið. Þar er forseti kosinn sérstaklega, eins og reyndar hér á landi, en ólíkt íslenska forsetanum fer sá bandaríski með framkvæmdarvaldið. Og forseti Bandaríkjanna hefur mikil völd og sjálfstæði gagn- vart þinginu, þó að hann þurfi að sækja fjárheimildir þangað og takist iðulega á við þingið vegna þess og fleiri atriða, meðal annars vegna neitunar- valds sem hann hefur vegna lagasetningar þingsins. Þannig eru þessar greinar ríkisvalds- ins í Bandaríkjunum sjálf- stæðar hvor gagnvart annarri þó að völdin fléttist einnig sam- an og samstarf á ákveðnum sviðum sé æskilegt og jafnvel nauðsynlegt. Valdajafnvægið og sjálfstæði forseta og þings hefur engu að síður þótt lykil- atriði í stjórnskipun Bandaríkj- anna. Nú hafa demókratar á þingi ákveðið að höfða mál gegn repúblikanum Donald Trump forseta til embættismissis vegna meintra brota í starfi. Málsóknin, sem ekki er mjög trúverðug, gengur út á að for- setinn hafi misnotað aðstöðu sína og beitt Úkraínu þrýstingi í eigin þágu vegna komandi for- setakosninga. Bandaríska dag- blaðið The Wall Street Journal, WSJ, fjallar um þetta í leiðara og segir að málið setji Trump ekki í jákvætt ljós og hefði átt erindi inn í umræður vegna for- setakosninganna á næsta ári. Á hinn bóginn fari því fjarri að sýnt hafi verið fram á brot í starfi sem réttlæti málshöfðun til embættismissis. Þá bendir WSJ á að allir for- setar noti utanríkismál í eigin þágu að einhverju marki. „Þetta á meðal annars við um Barack Obama þegar hann bað Dmitry Medvedev um að biðja Pútín að fara sér hægt í eld- flaugavarnarmálum þar til eftir kosningarnar 2012,“ segir WSJ. Blaðið bendir einnig á, vegna umræðu um heilindi í kosningabaráttu, að Bill Clin- ton hafi „ryksugað erlend fram- lög til kosninga frá Riad [höf- uðborg Sádí-Arabíu] og fjölda annarra útlendinga árið 1996.“ Enn fremur hafi Hillary Clin- ton fjármagnað Christopher Steele til að dreifa röngum upp- lýsingum frá Rúss- landi um Trump til fjölmiðla og FBI vegna kosninganna 2016. Blaðið víkur einnig að því að skýrsla Kenneth Starr hafi dregið fram óyggj- andi sannanir um að Bill Clin- ton hafi logið fyrir dómi og haft áhrif á vitni og að þetta hafi verið skýr lögbrot. Þá hafi einnig orðið skýrt eftir að hljóðupptökur voru gerðar op- inberar að Richard Nixon hafi hindrað framgang réttvísinnar. Í þeirri skýrslu sem Adam Schiff hafi nú lagt fram gegn Trump sé á hinn bóginn ekki vikið að neinum ákveðnum glæp en þess í stað séu dregnar alls kyns almennar ályktanir sem geti ekki verið undirstaða málshöfðunar til embættis- missis. Af þessu dregur WSJ þá ályktun að skýrsla Schiff og málshöfðunin fái ekki stuðning eins einasta repúblikana í þinginu. Málið allt gegn Trump verði þess vegna alfarið eftir flokkslínum. Þessi orð WSJ eru því miður á rökum reist og líklegt að mál- ið allt verði mjög eða jafnvel al- farið eftir flokkslínum. Demó- kratar hafa aldrei getað sætt sig við að Trump hafi sigrað ár- ið 2016 og að ýmsu leyti er það skiljanlegt. En það breytir því ekki að hann sigraði og það er ekki þingsins að „leiðrétta“ úr- slitin. Demókratar eiga að gera eins og gert er í lýðræðisríkjum og reyna að fella Trump á næsta ári. Og því má ekki gleyma að demókratar hafa þegar gert atlögu að því að „leiðrétta“ kosningarnar 2016 með vinnu Roberts Muellers við að reyna að sýna fram á að- Trump hefði ekki getað unnið nema með aðstoð Pútíns. Sú vinna skilaði ekki árangri, Mueller tókst ekki að sýna fram á þetta, og nú á að gera aðra at- lögu að „leiðréttingunni“. Fari svo að demókrötum tak- ist að koma Trump úr embætti fyrir þær „sakir“ sem þeir hafa nú borið á hann er ljóst að eðli forsetaembættisins í Banda- ríkjunum tekur breytingum. Forsetinn, sem hingað til hefur staðið sjálfstæður gagnvart þinginu nema hann hafi brotið lög, verður þá eftir það að reikna með því að meirihluti þingsins reyni að bola honum í burtu á pólitískum forsendum. Óvíst er að demókratar hafi hugsað þetta til enda og enn ólíklegra er að næsti forseti þeirra sem situr samhliða meirihluta repúblikana á Bandaríkjaþingi muni hugsa hlýtt til þessarar vafasömu málshöfðunar. Málshöfðunin gegn Trump gæti haft verulegar afleið- ingar fyrir framtíð forsetaembættisins} Þingbundinn forseti í Bandaríkjunum? F lestir stjórnmálamenn hafa hvorki áhuga á né dug til þess að leiða mikilvæg deilumál til lykta. Þess vegna er stjórnmálabaráttan sjald- an fersk. Við erum að baka gömlu lummurnar enn einu sinni og þær batna ekki við það. Fólki finnst litlu máli skipta hvaða flokkar eru í ríkisstjórn, það breytist aldrei neitt. Því miður er mikið til í þessu. Viðreisn var í ríkisstjórn í tæplega eitt ár. Þótt við höfum komið góðum málum til leiðar voru þau miklu stærri sem við höfðum ekki bolmagn til þess að ná fram. Við fengum lítinn tíma, en hitt vó þyngra að erfitt var að koma mörgum góðum málum í gegnum Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði ekki áhuga á al- vöru framfarabyltingu. Enginn er hissa á því að lítið gerist í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Flokkarnir sem að henni standa hafa aft- urhald sem markmið. Ekki er hægt að saka þá um að sigla undir fölsku flaggi, þótt reyndar komi ríkisvæðing heilbrigð- iskerfisins á vakt Sjálfstæðismanna jafnvel mér á óvart. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki komið sér saman um sanngjarna gjaldtöku fyrir aðgang að miðunum. Þegar ný tegund veiðist á Íslandsmiðum sameinast kerfisflokkarnir um að gefa útgerðinni hana líka. Jafnvel vandað fólk snýst frá fylgi við mannkindina og gengur í lið með sauðkindinni um leið og það sest á Alþingi. Þjóðin getur snúið þessari óheillaþróun við, en aðeins með því að styðja flokka sem vilja og þora að gera breytingar og gera þær hratt. Viðreisn hefur frá upphafi haft róttækar kerfisbreytingar að markmiði. Ekki smálagfæringar eða snyrt- ingu heldur að endurræsa kerfið með nýju for- riti: 1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum til ákveð- inna hópa án endurgjalds. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari hluti kvótans á markað. Gjaldið renni til inn- viðauppbyggingar á heimasvæðum. 2. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á land- búnaðarvörur afnumin í áföngum. Bændur leystir úr fátæktargildru. 3. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. 4. Bætum hag fólks og fyrirtækja með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við ná- grannalönd með upptöku stöðugs gjaldmiðils. 5. Námsárangur nái að minnsta kosti með- altali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhalds- skólastigi verði markvissara en nú er. 6. Kosningaréttur verði jafn, óháð búsetu. Jafnrétti þegn- anna er grundvallarhugsjón lýðræðisins. 7. Þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Viðreisn getur ekki lofað neinu nema þjóðin standi að baki okkur. Eina leiðin til þess að hrista upp í kerfinu er að styðja flokk sem vill skipta um forrit. Almannahagur – ekki sérhagsmunir. Viðreisn í stað afturhalds. Benedikt Jóhannesson Pistill Skiptum um forrit Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Fram kemur í skýrslunni um fasteignamatið 2020 að það hækki um tæplega 700 millj- arða króna milli ára. „Heildarfasteignamat á land- inu sem gildir fyrir 2020 er 9.047 milljarðar króna miðað við stöðuna eins og hún var að loknu endurmati 31. maí 2019 en fasteignamat sem gildir fyrir 2019 var á sama tíma tæpir 8.364 milljarðar króna. Heildar- mat hækkar því um 6,1% milli ára,“ segir þar orðrétt. Hækk- unin – 700 milljarðar – sam- svarar tæplega 2 milljónum króna á hvern landsmann. Hækkar um 700 milljarða FASTEIGNAMAT Morgunblaðið/Ómar Hækkað Íbúðaverð í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.