Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 36
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is „Kórinn er orðinn rúmlega 20 ára gamall og hefur ekki gefið út plötu áður og okkur fannst tímabært að búa til svona minningu,“ segir Ey- rún Jónasdóttir, stjórnandi Vörðu- kórsins sem sendi nýverið frá sér hljómdiskinn Bara að hann hangi þurr en það er Fermata hljóðritun sem gefur út. Vörðukórinn er blandaður kór sem samanstendur af félögum frá Suðurlandi og spurð segir Eyrún að þema plötunnar eigi sterka skír- skotun í þá staðreynd. „Okkur lang- aði að gera eitthvað með tengingu í okkar svæði. Það eru meðal annars tvö lög eftir Árnesinga,“ segir Ey- rún og bendir á að textar við tvö lög á plötunni séu samdir af kórfélögum. „Svo tengist þetta svolítið okkar störfum og lífi.“ Æfa í uppsveitum Árnessýslu Nokkuð langt ferli er að baki plötunni en fyrstu upptökur fóru fram í mars 2017. „Við tókum þetta upp í þremur lotum á þremur árum. Það er mín reynsla að við upptökur fer mikil vinna í gang og það þarf að undirbúa lögin mjög vel. Með þetta í huga er farið í upptökur og þá er alveg nóg að taka upp sex lög á ein- um degi,“ segir Eyrún en 17 lög eru á plötunni. Kórinn æfir einu sinni í viku yfir vetrartímann og má segja að æf- ingatímabilinu sé stjórnað af sauð- burði og réttum. „Við hefjum æf- ingar á haustin eftir réttir, það er óskrifuð regla. Það er yfirleitt um miðjan eða í kringum 20 september og æfum við út apríl og þá er ein- mitt að byrja sauðburður hjá flest- um.“ Flestir kórfélagar búa í Árnes- sýslu, bæði uppsveitum hennar og á Selfossi. „Síðustu ár hafa bæst við nokkrir Rangæingar svo þetta er aðeins að dreifast meira,“ segir Ey- rún en æfingar fara fram til skiptis á Flúðum, Árnesi og í Brautarholti. Þar sem hjartað slær Eins og áður sagði mótast þema plötunnar af lífi og störfum kór- félaga og þar er titillagið engin undantekning. Bændur glíma oft við veðrið og vona alla jafna „að hann hangi þurr“ þegar heyskapur er stundaður. „Svo ef hlustað er á textann þá er, þegar líður á lagið, svolítið grín í þessu líka. Að kallinn hangi þurr þegar hann er búinn að fá útborgað. En auðvitað er það hitt sem skiptir mestu máli,“ segir Ey- rún og hlær. Hún segir marga bændur í kórn- um. „Og fólk sem er uppalið á þessu svæði þar sem hjartað slær á þess- um vígstöðvum.“  Vörðukórinn á Suðurlandi hefur gefið frá sér sína fyrstu hljómplötu  Tengja plötuna við sitt heimasvæði Morgunblaðið/Styrmir Kári Stjórnandinn „Við hefjum æfingar á haustin eftir réttir, það er óskrifuð regla,“ segir Eyrún Jónsdóttir. Sauðburður og réttir ráða Kórinn Vörðukórinn hefur gefið út sína fyrstu plötu sem tekin var upp í þremur lotum frá vori 2017. Flestir kór- félagar búa í Árnessýslu, bæði uppsveitum sýslunnar og á Selfossi, og þar á meðal eru allmargir bændur. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 4 ár! Verð frá 1.480.000 með vsk. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.