Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 6
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt nýrri hagspá Arion banka verður 0,3% hagvöxtur í ár. Bankinn spáði því í mars að lands- framleiðslan myndi dragast saman um 1,9% í ár. Bankinn lækkaði töluna í -0,9% í ágúst og í -0,6% í september. Samkvæmt nýju spánni verður hins vegar hagvöxtur í ár. Fjallað er um ferðaþjónustuna. Bankinn áætlar að erlendum gestum um Keflavíkurflugvöll muni fækka um 15% í ár en fjölga um 1%, 5% og 4% árin 2020, ’21 og ’22. Erna Björg Sverrisdóttir, aðal- hagfræðingur Arion banka, segir að- spurð nokkra þætti skýra að bankinn spái nú hagvexti í ár. Þróunin verið hagfelldari Í fyrsta lagi hafi staða efnahags- mála þróast með hagfelldari hætti fyrstu 9 mánuði ársins en bankinn vænti. Í öðru lagi hafi innflutningur dregist miklu meira saman en bankinn gerði ráð fyrir. Þannig hafi innflutn- ingur dregist saman um tæplega 100 ma. króna fyrstu 9 mánuði ársins. „Þriðja ástæðan er að útflutnings- vegunum hefur vegnað betur en við gerðum ráð fyrir. Til dæmis hefur út- flutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 3% á föstu gengi fyrstu 10 mánuði árins. Svo er það ferðaþjón- ustan en dval- artími ferðamanna hefur lengst og þeir eyða meira á hvern mann en áður. Það má því búast við að tekju- samdráttur grein- arinnar verði nokkru minni en við töld- um í upphafi árs,“ segir Erna Björg. Breytir ekki stóru myndinni Hún segir aðspurð að þrátt fyrir aukin umsvif í fiskeldi sé greinin ekki orðin nógu stór til að vöxtur þar breyti stóru myndinni. Þá segir hún aðspurð að ef flug- félagið Play verður að veruleika geti rekstur þess skilað 120 þúsund fleiri ferðamönnum á næsta ári, eða sem svarar 25 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Það breyti heldur ekki stóru myndinni en geti vegið þyngra þegar fram í sækir og umsvif félagsins aukast. Hins vegar sé mikil óvissa um áformin sem og um mögu- lega endurreisn WOW air. Loks hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman sex ársfjórðunga í röð sem sé mikið áhyggjuefni. Spáir nú 0,3% hagvexti í ár  Arion banki kynnir nýja hagspá  Spá hægum vexti ferðaþjónustu Erna Björg Sverrisdóttir Hagspá Arion banka til 2022 Nokkrar hagstærðir 5% 4% 3% 2% 1% 0% Breyting frá fyrra ári (%) 2018 2019 2020 2021 2022 Einkaneysla 4,7% 1,7% 1,6% 3,0% 3,3% Fjármunamyndun 4,0% -8,2% -0,3% 1,5% 1,1% Útfl utningur vöru og þjónustu 1,7% -6,2% -0,9% 3,3% 2,5% Verg landsframleiðsla 4,8% 0,3% 0,6% 2,0% 2,7% Hagvöxtur 2018-2022 4,8% 2,7% 0,3% 0,6% 2,0% 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Hæstiréttur hefur hafnað ósk Grímsnes- og Grafningshrepps um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu að hreppnum væri ekki heimilt að leggja fasteignaskatt á sumarbú- staði sem eru í útleigu til skamms tíma, eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Um var að ræða dóm í máli eig- enda eins sumarhúss, sem skráðu það hjá sýslumanni til útleigu í heimagistingu í allt að 90 daga á ári. Grímsnes- og Grafningshreppur taldi slík mannvirki ferðaþjónustu og lagði á þau hærri fasteignaskatt í þrjá mánuði á árinu 2017. Fólkið kærði til yfirfasteignamatsnefndar sem taldi að húsið ætti að skilgreina sem sumarhús allt árið þar sem það fullnægði skilyrðum laga um heima- gistingu. Sveitarfélagið vísaði úr- skurðinum til héraðsdóms og áfrýj- aði svo til Landsréttar. Niðurstaðan var sú sama og hjá yfirfasteigna- matsnefnd. Hreppurinn lýsti þeirri skoðun í umsókn til Hæstaréttar að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem í málinu reyni á hvernig skuli haga álagningu fasteigna- skatts. Auk þess væri dómur Lands- réttar bersýnilega rangur. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sumarhús Mikill fjöldi sumarhúsa er í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dómur um sumar- bústaði stendur Skrifað var í gærmorgun undir samning um að Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins sinni geðheilbrigð- isþjónustu við fanga í öllum fang- elsum landsins. Jafnframt verður stofnað sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunn- ar í fangelsum. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðis- þjónustu til að sinna þjónustunni. Fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins skrifuðu undir samninginn í fangelsinu á Hólmsheiði. Haft er eftir Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra í tilkynn- ingu að með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hafi verið ákveðið verði geðheilbrigðis- þjónusta í íslenskum fangelsum færð til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða sé afrakstur samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytis undanfarna mánuði. Fjárframlög aukin Fram kemur í tilkynningunni að framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga hafi verið aukin umtalsvert á þessu ári. Alls hafi 55 milljónir króna sérstaklega verið ætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hafi ráðherra ákveðið að auka fjárveit- inguna í 70 milljónir á næsta ári. Nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu gerði úttekt á fangelsum hér á landi í vor. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og komu þar m.a. fram athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigð- isþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin lagði áherslu á var að geðheilbrigðisþjón- usta innan fangelsa ætti að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sér- þarfa fanga. Átak í geðheilbrigðis- þjónustu við fanga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fangamál Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri kynna nýjung fyrir fanga.  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir þjónustunni í fangelsum Jólahlaðborð Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.