Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  287. tölublað  107. árgangur  HÆSTA UPP- HÆÐIN TIL HANDBOLTA KÖKUKEPPNI MATARVEFS MBL.IS FYRSTA PLATAN EFTIR 20 ÁRA STARF JÓLAKAKAN 2019 11 VÖRÐUKÓRINN 36AFREKSSJÓÐUR ÍSÍ 34 Skautasvellið á Ingólfstorgi, sem Nova stendur fyrir, var sett upp um síðustu helgi og hefur líkt og áður notið mikilla vin- sælda hjá börnum og fullorðnum. Skemmtilegust hefur stemningin verið þegar kvölda tekur og ekki skemmir að hafa snjó yfir öllu. Svellið er opið alla daga í desember kl. 12-22 en lokað verður á aðfangadag og jóladag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólastemning á skautasvellinu á Ingólfstorgi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað alla mánuði ársins, að undanskildum júlí, þrátt fyrir bakslag í ferðaþjón- ustu og uppsagnir á Keflavíkurflug- velli. Íbúatalan nálgast 19.500 og er það fjölgun um 500 íbúa á árinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir að skipta megi erlendum ríkisborgur- um sem flytja á Suðurnesin í tvo flokka. Þá sem setjast að á svæðinu og hina sem teljist kvikt vinnuafl. Birtist með ýmsum hætti Þróunin í ár bendi til að fyrrnefndi hópurinn hafi ákveðið að vera áfram á Íslandi og bíða eftir því að efna- hagslífið taki við sér, í stað þess að flytja aftur til upprunalands. Hann segir niðursveifluna birtast bæjarfélaginu með ýmsum hætti. „Tekjur eru í samræmi við áætl- anir sveitarfélagsins enda höfðum við áætlað tekjur varlega undanfarin ár. Við merkjum ekki að niðursveifl- an setji þessa áætlanagerð úr skorð- um. Við finnum hins vegar að þeim sem eru án vinnu líður auðvitað ekki vel. Það birtist m.a. í auknu álagi og fyrirspurnum í félagsþjónustunni. Menn eru að leita upplýsinga um sinn rétt og hvaða möguleikar eru í stöðunni til að þreyja þessa erfiðu mánuði þar til flugumferð eykst á ný með vorinu,“ segir Kjartan Már. Þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í farþegaflugi geri áætlanir ISAVIA og flugrekenda ráð fyrir vexti í flug- inu á næstu árum. Umsvif í alþjóða- flugi hafi aukist stöðugt á öldinni þrátt fyrir bakslag 2001 og 2008. Níunda hagvaxtarárið í röð Samkvæmt nýrri hagspá Arion banka verður 0,3% hagvöxtur í ár. Hafði bankinn áður spáð því að landsframleiðslan myndi dragast saman. Gangi spáin eftir yrði þetta 9. hagvaxtarárið í röð á Íslandi. Hins vegar spáir bankinn aðeins 0,6% hagvexti á næsta ári. Samkvæmt lífskjarasamningnum er greiddur hagvaxtarauki sé hag- vöxtur að lágmarki 1% á mann. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð- ingur Arion banka, segir ekki útlit fyrir að skilyrði skapist fyrir hag- vaxtaraukanum í ár eða á næsta ári. Mikil óvissa sé um möguleg áhrif af stofnun nýrra flugfélaga. Bíða frekar eftir nýrri uppsveiflu  Innflytjendur á Suðurnesjum kjósa að vera áfram á Íslandi Hagvaxtarspá Arion banka til ársins 2022 4,8% 2,7% 0,3% 0,6% 2,0% 2018 2019 2020 2021 2022 Heimild: Hagspá Arion banka 5. des. 2019 MSpáir nú 0,3% … » 6  Útlit er fyrir að þetta verði þriðja sólríkasta árið í Reykjavík frá upp- hafi mælinga. Kæmi það á eftir ár- unum 1924 og 2012, þegar sólskins- stundir voru fleiri en í ár. Vantar nú um 28 sólskinsstundir til að ná öðru sætinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur telur ólíklegt að það takist í desem- ber í ár. »2 Þriðja sólríkasta árið í borginni 18 dagartil jóla Jólaleikir eru á jolamjolk.is Um 200 manns hafa skráð sig á bið- lista vegna forsölu nýrra íbúða í Arnarhlíð á Hlíðarenda. Hannes Steindórsson, fasteigna- sali hjá Lind fasteignasölu, segir stefna í að um 300 manns muni hafa skráð sig í lok næstu viku. Vel á annað hundrað íbúðir hafa selst á reitum E og F á Hlíðarenda síðan salan hófst síðasta sumar. Að sögn Hannesar eru nýjustu íbúðirnar, sem eru á D-reit, í öðrum gæðaflokki en íbúðirnar sem komið hafa á markaðinn síðustu mánuði. Það birtist meðal annars í aukinni lofthæð, vönduðum innréttingum, granítplötum á baðherbergjum, rafmagni í gardínum, Miele- tækjum og frágangi og hönnun. Þá hefur hátt hlutfall nýrra íbúða í Smárabyggð selst í ár. »4 Teikning/Onno Á leið í sölu Dæmi um útlit fjöl- býlishúsa á D-reitnum á Hlíðarenda. Biðlisti eftir lúxusíbúðum  Arnarhlíð í sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.