Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Eiríka DagbjörtHaraldsdóttir fæddist í Keflavík 20. mars 1944. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. nóv- ember 2019. For- eldrar Eiríku voru Haraldur Ágústsson smiður, f. 3. október 1910, d 25. október 1988 og Fjóla Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 3. júní 1919, d. 26. júní 2006. Systkini Eiríku eru: Hreinn Líndal, f. 28. febrúar 1937, Aldís Sjöfn, f. 15. febrúar 1946, Sólveig Hafdís, f. 3. febrúar 1949, gift Arnbirni Óskarssyni, Sveinbjörg Þórarinn Líndal, veggfóðrari og dúklagningarmeistari, f. 14. október 1976, kvæntur Rut Erlu Magnúsdóttur. Þau eiga tvo drengi, Magnús Breka og Eyþór Elvar. 3) Eiríkur Líndal gröf- umaður, f. 14. október 1982, maki hans er Telma Dögg Sig- urbjartsdóttir. Þau eiga þrjú börn, Gabríellu Björt, Sigurbjart Líndal og Leonu Líndal. Eiríka hóf nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík og lærði á hárgreiðslustofunni Lótus. Hún lauk meistaraprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1967. Hún starfaði sjálfstætt eftir námið þar til hún gerðist húsmóðir. Ei- ríka var virkur félagsmaður í Sinawik í Garðabæ. Eiríka og Steinþór bjuggu mestallan sinn búskap í Víðilundi 7 í Garðabæ. Útför Eiríku verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 6. desember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Gunnhildur, f. 7. júní 1950, Haraldur Líndal, f. 17. ágúst 1952, kvæntur Ólöfu Thorlacius, Ágúst Líndal, f. 8. apríl 1957. Eiríka giftist 30. desember 1972 Steinþóri Eyþórs- syni, veggfóðrara og dúklagningar- meistara. Börn Ei- ríku og Steinþórs eru: 1) Margrét Líndal rekstrarfræðingur, f. 4. október 1972, gift Mogens Gunn- ari Mogensen viðskiptafræðingi. Þau eiga þrjú börn, Steinþór Örn, Helenu Sif og Gunnar. 2) Elsku besta mamma mín. Þó þú hafir verið orðin léleg í líkamanum þá átti ég ekki von á því að vera að kveðja þig svona fljótt og sérstaklega ekki svona rétt fyrir þessi jól. Ég hef alltaf sagt að þú værir með átján líf en þau eru greinilega búin. Nú ertu örugglega farin að dansa einhvers staðar með honum pabba sem þú hefur saknað svo mikið síðastliðin 16 ár. Ég veit að pabbi hefur tekið á móti þér með útrétta arma. Þegar ég lít til baka er minn- ingin úr Víðilundinum þegar ég var að alast upp langsterkust. Í Víðilundinum var alltaf gaman, mikið um gestagang, gleði og borðin hlaðin kræsingum. Þið pabbi voruð vinmörg og tókuð virkan þátt í félagslífinu í Garða- bæ og ber þá hæst Kiwanis og Sinawik. Pabbi var ötull fé- lagsmaður í Félagi veggfóðrara og dúklagningarmeistara og alltaf stóðst þú eins og klettur við hlið- ina á honum. Barnabörnunum þínum átta unnir þú svo heitt og varst svo stolt af þeim öllum. Þegar þú varst ennþá upp á þitt besta varstu svo dugleg að sækja þau í skólann, keyra þau á æfingar og fara með þau að kaupa ís. Því miður voru það einungis eldri barnabörnin sem nutu þess, þar sem þó nokkuð er síðan þú hættir að keyra og varðst ekki eins hreyfanleg og áð- ur. Steinþóri varstu eins og mamma tvö því Steinþór eyddi svo miklum tíma heima hjá ykkur pabba og hefur alltaf verið sterkur strengur á milli ykkar. Nú þegar jólin nálgast get ég ekki annað en hugsað um jólin þegar ég var að alast upp í Víði- lundinum. Þú byrjaðir að undir- búa jólin mörgum vikum fyrir jól, það var allt sett á hvolf, þrifið hátt og lágt og svo voru bakaðar yfir 10 sortir af smákökum. Þegar jólin gengu loksins í garð var allt upp á tíu. Alltaf þegar ég heyri jólalagið með Björgvin Halldórssyni „Mamma“ dettur mér þú í hug „Enginn kunni að undirbúa jólin eins og mamma gerði.“ Ég hugsa bara að þetta lag hafi verið samið um þig. Mamma skildi flest, já mamma hún var best. Hún var í önnum oft þá aðrir sváfu rótt. Núna síðustu árin var þér farið að líða mjög illa á líkama og sál og lífið hafði ekki upp á margt að bjóða handa þér. Oftar en ekki þráðir þú að vera með okkur fjöl- skyldunni þinni á ferðalögum inn- anlands og erlendis og það var sárara en allt að geta ekki haft þig meira með okkur. Þrátt fyrir að þú gætir ekki ferðast með okkur þá fylgdist þú mikið með hvar við vorum hverju sinni og hvernig ferðin gengi. Áð- ur en ég fór til útlanda þá fór ég með nokkrar bænir fyrir þig og þú sagðir alltaf: „Hvernig segir þú þetta?“ Nú „segi ég þetta“ í síð- asta sinn, elsku mamma mín. Ég vona svo sannarlega að þú náir að hreyfa þig og ferðast um núna og að þessi bæn eigi eftir að fylgja þér á ferðalögum þínum hér eftir: Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (Valdimar Briem) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín Margrét. Elsku Eiríka. Nú er komið að kveðjustund. Viljum við þakka fyrir allt sam- an. Við höfum fært þér þrjú barna- börn sem elskuðu ömmu sína of- urheitt. Það sem þú hafðir gaman af að hitta barnabörnin þín. Dag- inn sem Leona fæddist árið 2018 varst þú að fara í bænastund í Vídalínskirkju sem þú gerðir á hverjum einasta þriðjudegi. Þú varst orðin svo spennt. Hringdir meira segja tvisvar sinnum í okk- ur meðan við vorum inni á skurð- stofunni. Þér fannst það nú ekkert tiltökumál. Þú vildir bara fá að vita hvort litla daman væri komin í heiminn áður en þú færir í bæna- stund því þá mætti ekki trufla þig og hringja í símann þinn. Okkur fannst þetta ekki fyndið akkúrat þá en eftir á höfum við hlegið mik- ið að þessu. Á hverjum afmælisdegi hringd- ir þú eldsnemma og söngst fyrir afmælisbarnið. Samveran skipti þig miklu máli. Fjölskyldan skipti þig enn þá meiri máli. Erum við gríðarlega þakklát fyrir síðustu samveru okkar sem var 17. nóv- ember, tveimur dögum áður en þú kvaddir okkur svo skyndilega. Þá skelltum við okkur öll til Keflavík- ur á þínar æskuslóðir í leikhús að sjá Fiðlarann á þakinu. Þú hafðir mjög gaman af og náðir að hitta alveg fullt af ættingjum og vinum. Þú áttir þrjú yndisleg börn og stóra fjölskyldu sem er svo sam- rýnd og tel ég það vera þér að þakka. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíl í friði elsku mamma, amma og tengdó, þín verður sárt saknað. Eiríkur, Telma Dögg, Gabríella Björt, Sigurbjartur og Leona. Ég hitti Eiríku og Steinþór í fyrsta skipti um áramótin fyrir um 21 ári þegar ég kom og heimsótti Margréti í Víðilundinn, þar sem nýju ári var fagnað í góðra vina hópi. Þetta var stuttu eftir að við Margrét byrjuðum að vera saman. Þar var tekið vel á móti mér af þeim heiðurshjónum eins og ávallt og höfðu þau Eiríka og Steinþór einstaklega gaman af að taka á móti gestum og voru með ein- dæmum gestrisin. Árið 1999 fluttum við Margrét og Steinþór Örn svo tímabundið í Víðilundinn til þeirra hjóna á með- an við vorum að bíða eftir að fá okkar fyrstu íbúð afhenta. Í Víði- lundi var vel hugsað um okkur og séð til þess að það færi vel um okk- ur. Eiríka sinnti húsmóðurhlut- verkinu af miklum sóma og sá til þess matarborðið væri uppfullt af kræsingum. Ýmislegt var gert á þessum fyrstu árum eftir að ég kom inn í fjölskylduna, svo sem að fara í útilegur, veiðiferðir og utan- landsferðir og voruð þið hjónin ávallt mjög samrýnd í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Árið 2003 var höggvið stórt skarð í fjölskylduna þegar Stein- þór féll skyndilega frá eftir skammvinna baráttu við erfið veikindi. Eftir fráfall Steinþórs varð líf þitt aldrei eins og áður og áttir þú mjög erfitt með að komast yfir þetta mikla áfall og varst tæp- lega komin yfir það enn. Heilsan var þér ekki alltaf hliðholl og hafði áfallið ekki góð áhrif á heilsu þína sem hafði því miður mjög haml- andi áhrif á lífsgæði þín. Við nán- asta fjölskylda þín gerðum allt sem við gátum til að þú hefðir það sem allra best þrátt fyrir heilsu- leysi og þá varðst þú þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast átta heil- brigð og glæsileg barnabörn sem þú naust hverrar stundar með og sóttist í að vera sem mest í kring- um og áttir margar góðar stundir með þeim og fjölskyldu þinni. Nú er komið að leiðarlokum sem bar óvænt að, þrátt fyrir að heilsa þín hafi ekki verið sem best á undanförnum árum þá átti ég ekki von á að þú myndir kveðja svona skjótt, þar sem þú hafðir verið nokkuð hress þegar þú fórst með okkur fjölskyldu þinni í leik- húsferð í þinn gamla heimabæ Keflavík einungis tveimur sólar- hringum fyrir andlát þitt. Nú eruð þið Steinþór hins vegar aftur sam- einuð á ný ásamt fleira góðu fólki og ég veit að þér á eftir að líða vel á nýjum stað í góðum hópi. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur, Mogens G. Mogensen. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þínir ömmustrákar, Magnús Breki og Eyþór Elvar. Elsku amma. Allt í einu ert þú farin frá okk- ur, eftir sitjum við og eigum erfitt með gera okkur grein fyrir að þú eigir ekki eftir að koma til okkar aftur. Okkur þótti svo mikið vænt um þig, þegar þú passaðir okkur, fórst með okkur að kaupa ís, spil- aðir við okkur og kenndir okkur heimsins bestu aðferð við að steikja hamborgara. Því miður hefur þér ekki liðið vel síðustu árin og þú lítið getað verið með okkur þó þú hefðir viljað. Vonandi er þér farið að líða betur núna og að þú sért komin til afa sem örugglega hefur tekið vel á móti þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Knús og guð geymi þig, elsku amma. Þín Steinþór, Helena og Gunnar. Við kveðjum í dag ástkæra systur og mágkonu, Eiríku Har- aldsdóttur. Það er skrýtin tilhugs- un að hún skulir vera farin frá okkur. Eiríka var á margan hátt sérstök kona. Við systkinin vorum sjö og var Eiríka næstelst og í mörgu fyrirmynd okkar yngri. Á stóru heimili gekk á ýmsu og er margs að minnast. Eiríka fór ung kona að heiman til höfuðborgar- innar til þess að læra hárgreiðslu á Hárgreiðslustofunni Lótus. Að námi loknu opnaði hún ásamt Al- dísi systur okkar hárgreiðslustofu í kjallaranum á æskuheimili okkar að Framnesvegi 16, Keflavík, en þær fetuðu sömu braut og tvær yngri systur okkar sem síðar hófu hárgreiðslunám hjá eldri systrum sínum. Í minningunni um æsku- heimili okkar er ofarlega í hugan- um að allt var í röð og reglu hjá Ei- ríku. Herbergi hennar var nánast musteri á heimilinu. Eiríka hafði gott minni og mundi nánast nöfn allra Keflvík- inga frá uppvaxtarárum okkar. Ef þurfti að rifja upp nöfn eða atvik var hringt í Eiríku. Eiríka giftist Steinþóri Eyþórs- syni, sem lést langt fyrir aldur fram. Mikill kærleikur var með þeim hjónum og var missir hennar við fráfall hans mikill. Þau bjuggu sér fallegt heimili með börnunum þremur að Víðilundi 7 í Garðabæ, húsi sem Steini, eins og við köll- uðum hann, reisti sjálfur. Á heim- ili þeirra ríkti mikil gestrisni og erum við hjónin afar þakklát fyrir þær fjölmörgu stundir sem við nutum heima hjá þeim í Víðilundi. Alltaf var maður velkominn. Við minnumst einnig oft þeirra stunda þegar Eiríka, Steini og börnin heimsóttu okkar hjónin til Ísa- fjarðar. Í mörg ár fórum við tveir yngri bræður Eiríku og mágar okkar þeir Steini og Arnbjörn í veiði í Svarthöfða í Borgarfirði. Steini bjó við þann kost að Eiríka sá um að pakka öllu niður fyrir hann öðru en því sem tengdist veiðinni. Okkur er það minnisstætt að í ein- um veiðitúrnum kom Steini til okkar eftir að búið var að bera út úr bílnum inn í hús alvarlegur á svipinn og segir „hún hefur gleymt að setja niður sængina“. Það kom okkur á óvart að Eiríka skyldi gleyma því. Allan veiðitúr- inn svaf Steini með yfirhafnir okk- ar yfir sér. Þegar farið var að raða aftur inn í bílinn að lokinni veiði kom í ljós að sængin var í bílnum. Á einhver óskiljanlegan hátt fór sængin framhjá okkur enda átti okkur að vera ljóst að Eiríku hefði ekki getað orðið það á að gleyma að pakka niður sænginni fyrir Steina sinn. Eiríka var manneskja sem hafði skoðanir og vildi sýna fyr- irhyggju í málum. Hún hafði göf- ugt hjarta og mátti ekkert aumt sjá. Til marks um það er sá stóri vinahópur sem hún nú kveður, bæði tengdur og ótengdur. Elsku Margrét, Mogens, Þór- arinn, Rut, Eiríkur, Telma og börn, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi góður guð leiða ykkur á erfiðum tímum. Haraldur og Ólöf. Í dag kveð ég Eiríku kæra vin- konu mína. Eiríka og ég höfum fylgst að í rúm 70 ár. Við vorum nágrannar á Framnesveginum í Keflavík og var mikil vinátta milli fjölskyldna okkar. Það er mikil gæfa að alast upp í góðu og nánu samfélagi eins og var á Framnes- veginum. Margar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Við lékum okkur saman inni og úti með öðrum góðum vinum á Fram- nesveginum. Við tókum þátt í skátastarfi hjá skátafélaginu Heiðarbúum, saumaðir voru á okkur skátakjólar sem við klædd- umst á hátíðarstundum. Við vor- um félagar í barnastúkunni Ný- ársstjörnunni hjá Laugu og Jónu á Framnesi. Þar voru sett upp mörg leikrit sem við tókum þátt í. Eitt árið voru saumaðir íslenskir búningar á allar stelpurnar á Framnesveginum, farið var í myndatöku Jóns Tómassonar og teknar glæsilegar myndir sem við eigum allar. Þegar árin liðu fórum við báðar til náms til Reykjavíkur. Eiríka nam hárgreiðslu og ég fór í Kenn- araskólann. Flestar helgar fórum við heim með rútunni til Keflavík- ur. Eiríka rak eigin hárgreiðslu- stofu í Keflavík um árabil af mikl- um dugnaði. Seinna settumst við báðar að í Reykjavík og vorum áfram nágrannar í Breiðholti og síðan í Garðabæ. Eiginmaður Ei- ríku var Steinþór Eyþórsson dúk- lagningameistari og eignuðust þau þrjú börn; Margréti, Þórarin og Eirík og eru barnabörn orðin átta. Steinþór lést árið 2003, 55 ára að aldri. Eiríka var myndarleg húsmóð- ir og bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili. Hún var frábær í öllu sem viðkom matargerð. Hún og Steini eignuðust tjaldvagn og voru dug- leg að ferðast með fjölskylduna víða um land. Eiríka hafði sterkt minni og þegar við vinkonurnar vorum að rifja upp liðna tíma þá brást það aldrei að hún mundi alla mögulega og ómögulega hluti og henni þótti ég hafa lélegt minni, og þess má geta að ég og mamma mín Sóley leituðum oft til hennar til að rifja upp ýmislegt. Um árabil hafa fermingar- systkin okkar Eiríku hist mánað- arlega í Keflavík þar sem við höf- um átt góðar stundir saman. Síðasta samverustund með henni þar var í byrjun nóvember. Síðustu ár hafa verið Eiríku erfið þar sem hún glímdi við heilsuleysi. Hún naut samt góðra samverustunda eins og í Vídalíns- kirkju þar sem hún tók þátt í starfi með eldri borgurum. Vinátta okkar Eiríku var sönn og okkur varð aldrei sundurorða. Hún var glaðlynd og traustur vin- ur. Ég mun sakna Eiríku, allra samverustunda og símtala okkar og bið Guð að blessa börnin henn- ar og fjölskyldur þeirra. Sigurveig Sæmundsdóttir. Eiríka Dagbjört Haraldsdóttir „Gvöð, stelpur, hvað mig langar að hitta ykkur!“ skrif- aði Gurrí á netspjalli leshópsins sem myndaðist að loknu BA-námi í dönsku fyrir Guðríður Helga Magnúsdóttir ✝ GuðríðurHelga Magn- úsdóttir fæddist 20. apríl 1938. Hún lést 8. október 2019. Útför Guðríðar fór fram 16. októ- ber 2019. u.þ.b. 15 árum. Góð- ur matur, bóklestur og heimspekilegar vangaveltur um m.a. ást og gleði, réttlæti, listir, tilgang og endalok. Fundirnir urðu margir. Núna sitjum við saman og rifjum upp kynni okkar af Gurrí. Hún myndi líklegast segja eitthvað eins og: „Stelpur! Mikið djöfull er gaman að vera með ykkur!“ Það er rautt í glösunum og þau eru fjögur. Eitt handa hverri okkar. Gurrí er með okkur í anda. Myndi líklegast ekki vilja missa af sam- verunni enda „svag“ fyrir góðum félagsskap og nærandi samræð- um. Rás 1 ómar á milli bókahillna og málverkanna í stofunni á Tún- götunni. Klukkan er rétt eftir há- degi. Hún er nýkomin á fætur og bíður þess hvert flæði dagsins beri hana: Dönskunám, bók- menntir, þýðingar, sumarbústað- urinn í Kjósinni, lestur, grúsk, síminn hringir og ættfræði rakin í þaula. Umhyggja fyrir sínum nán- ustu, innileg væntumþykja í garð fólks sem skipti hana máli. Gurrí hreifst af fólki og sögum þess. Hvernig er hægt að vera svona dönnuð en geta blótað svona mik- ið? Gurrí var litríkur karakter, til- finningarík og næm, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum en var á sama tíma eilífðar-húm- anisti. Það gat komið okkur stelp- unum ítrekað spánskt fyrir sjónir hvernig hún minntist á Guð og djöfulinn í sömu andrá. Gurrí var fáguð menntakona, góð manneskja og mikill húmor- isti. Hún var og verður einstök í huga okkar og með þessum orðum kveðjum við kæra vinkonu: „Þegar því sem er lýkur tekur það á sig nýja mynd, öðlast líf og verður á þann hátt hluti alls þess sem á eftir kemur.“ (Sent Bryllup, A.M. Løn; 1990) Þórir, Siggi, Imba, Raggi og fjölskyldur fá okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástríður (Ásta), Ida og Ólöf. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SÓLVEIGAR JENSDÓTTUR frá Stærri-Árskógi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Árgerðis, Lögmannshlíð, fyrir hlýtt viðmót, virðingu og góða umönnun. Börn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.