Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Stjórnvöld beggja vegna Atlantsála beina nú í æ ríkari mæli sjónum að því hvernig stóru samskiptanetmiðlarnir Facebook og Google nota persónuupplýsingar sem þau afla um notendur sína. Þannig tilkynnti talsmaður framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins í byrjun vik- unnar að hafin væri frumrannsókn á því hvernig þessi tvö fyrirtæki söfnuðu per- sónuupplýsingum og ynnu úr þeim. Talsmaðurinn sagði að sendur hefði verið út spurningalisti til að afla upplýsinga um það hvernig Facebook og Google með- höndluðu persónuupplýsingar. Rannsóknin beindist að því að upplýsa hvernig upplýs- ingunum er safnað, unnið úr þeim, þær notaðar og breytt í söluvöru, hugsanlega til að nýta í auglýsingar. En bæði þessi fyrir- tæki hafa nýtt persónuupplýsingar til að byggja upp auglýsingafyrirtæki sem afla hundraða milljarða dala tekna. Ekki kom fram hverjir hefðu fengið þennan spurningalista en um er að ræða skref sem gæti síðar leitt til formlegrar rannsóknar. Evrópusambandið hefur á undanförnum árum sektað Google þrívegis fyrir að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína. Margr- ethe Vestager, sem fer með samkeppn- ismál í framkvæmdastjórn ESB, lýsti því yfir árið 2016 að góðar gætur yrðu hafðar á netfyrirtækjum, sem safna persónu- upplýsingum, svo sem Facebook, Google og WhatsApp. Nú er Vestager orðin varaforseti nýrrar framkvæmdastjórnar og hefur yfirumsjón með eftirliti með stafrænni starfsemi auk þess sem hún fer áfram með samkeppn- ismál. Hún hefur þegar látið hefja rann- sókn á því hvort notkun netverslunarinnar Amazon á upplýsingum frá óháðum smásöl- um brjóti gegn samkeppnisreglum. Reutersfréttastofan, sem skýrði fyrst frá frumrannsókn ESB á Google, segir að gögn sýni að sú rannsókn beinist fyrst og fremst að leitarsíðum fyrirtækisins í ein- stökum löndum, auglýsingum á netinu, auglýsingum sem beinast að þjónustufyr- irtækjum og upplýsingum sem safnað er um innskráningu og netvafra. Ekki eins og olía Nick Clegg, aðstoðarforstjóri Facebook, var spurður um rannsóknina á blaða- mannafundi í Brussel í vikunni en svaraði ekki spurninginni beint heldur sagði að Fa- cebook sætti rannsókn um allan heim. Hann sagði jafnframt, að sögn AFP- fréttastofunnar, að rannsakendur ESB yrðu að hafa opinn huga þegar fjallað væri um upplýsingar. „Maður heyrir oft að upplýsingar séu eins og olía en það er langt því frá,“ sagði Clegg. „Það er ekki hægt að dæla upplýs- ingum upp úr jörðínni og nota sem elds- neyti sem brennur upp. Upplýsingar eru óendanlega sundurgreinanlegar og óend- anlega deilanlegar. Það er bæði hægt að deila upplýsingum og geyma þær sam- tímis.“ Talsmaður Google sagði í tölvupósti til AFP að fyrirtækið myndi áfram eiga sam- skipti við framkvæmdastjórnina og aðra um þetta mikilvæga svið starfsemi fyrir- tækisins. Facebook tilkynnti á mánudag að not- endur þjónustu fyrirtækisins á Írlandi gætu nú með auðveldum hætti flutt myndir og myndskeið í Google Photos, sem eru í eigu keppinautarins. Sagði Facebook að þessi þjónusta yrði síðar í boði í öðrum löndum, væntanlega á fyrri hluta næsta árs. Stóru netfyrirtækin í skoðun  Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að frumrannsókn sé hafin á því hvernig stóru samskipta- netmiðlarnir safna og nýta persónuupplýsingar notenda  Gæti leitt til formlegrar rannsóknar AFP Facebook Bás Facebook á vörusýningu í Shanghai í Kína. ESB hefur hafið frumrannsókn á því hvernig Facebook og Google afla og nýta persónuupplýsingar. TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is TM hf. býður til opins kynningarfundar í tengslum við fyrirhugað hlutafjárútboð sem fram fer dagana 9.-12. desember 2019. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 9. desember kl. 12:30 í höfuðstöðvum Arion banka hf., Borgartúni 19, Reykjavík. Í útboðinu hyggst TM hf. bjóða til sölu 93.750.000 nýja hluti í TM, eða sem samsvarar um 13,8% af útgefnu hlutafé félagsins. Markmið útboðsins er fjármögnun á kaupum TM á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. Heildarsöluandvirði útboðsins er áætlað nema 3,0 milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem boðnir eru til sölu í útboðinu. Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt: 1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM 2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi almenn útboð. Í auglýsingu þessari er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma samkvæmt reglum útboðsins. Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu. Helstu skilmálar útboðsins: Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr. Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/ tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019 kl. 17:00 (GMT) Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á útboðstímabilinu Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember 2019 Eindagi kaupverðs er áætlaður 17. desember 2019 Áætlað er að hin nýju bréf verði tekin til viðskipta og afhent þann 18. desember 2019 Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til 12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á www.tm.is/fjarfestar. TM HLUTAFJÁRÚTBOÐ - OPINN KYNNINGARFUNDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.