Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Ímyndunarafl höfundar eróslökkvandi og fyrirsjáanleikisöguþráðarins enginn. Á tíð-um spyr lesandi sig hvort ímyndunarafl höfundar sé jafnvel að hlaupa með bæði höfund og lesanda í gönur. Sagan skiptist í tvo meginþætti sem fléttast saman í þriðja þætti. Fyrri þátturinn fjallar um ungan rúmenskan dreng, Mikhail. Forseta- hjónum Rúmeníu hefur nýlega verið steypt af stóli en vegna harðstjórnar þeirra hefur faðir Mikhails, Octav, verið sendur í fangelsi. Þegar Octav snýr aftur heim breytist veruleiki feðg- anna mikið, sér- staklega eftir að Octav flækist inn á ráðstefnu um vitund dýra. Þetta er hinn opinberi söguþráður en í raun fjallar þessi þáttur um eitt- hvað annað og miklu meira. Spurn- ingum um vitund manna og dýra er kastað fram, hvar eru skilin á milli þess mannlega og þess dýrslega? Er það tungumál mannanna? Hvað ef dýrin öðlast mannlega tungu? Ættu dýr og menn að renna saman í eitt? Þessi fyrri hluti er þéttur, fullur af áleitnum spurningum og hefur á sér örlítinn ævintýrablæ. Hann gæti jafnvel staðið sjálfstæður og fengið hjá mér fullt hús stiga. Svo kemur seinni hlutinn og hann er erfiðari viðfangs. Sá hluti fjallar um veru- leika íslenskra ungmenna, klámfíkils annars vegar og mikils femínista hins vegar. Lesendur fá að fylgjast með erfiðum uppvexti þeirra, sem er þó himnaríki í samanburði við upp- vaxtarskilyrði Mikhails. Tenging á milli hlutanna tveggja verður ekki til í huga lesandans fyrr en í þriðja og síðasta hluta bók- arinnar. Spurningarnar um mörk hins mannlega og hins dýrslega úr fyrsta hluta birtast aftur í síðasta hlutanum og þar fer allt á fleygiferð. Spurningarnar blandast við vanga- veltur um hlutverk hinnar svoköll- uðu og jafnvel forboðnu karl- mennsku í nútímasamfélagi. Síðasti hlutinn minnir um margt á stíl Andra Snæs, sérstaklega í bók Andra sem ber titilinn Love Star. Hugmyndir um líf og dauða eru áberandi í öðrum og þriðja hluta og dauðinn öðlast nýtt og glæst hlut- verk, dauðinn verður upplifun. Skáldsagan er fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia og honum tókst virkilega vel upp í þessari marg- brotnu og stórkostlega flóknu sögu. Á tíðum getur lesandinn þó týnt þræðinum vegna fjölbreyttrar at- burðarásar sem skreytt er með fjölda persóna, ádeilna og umhugs- unarefna. Morgunblaðið/Hari Höfundurinn Þetta „er fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia og honum tókst virkilega vel upp í þessari margbrotnu og stórkostlega flóknu sögu.“ Áleitnar spurningar í margbrotinni frásögn Skáldsaga Málleysingjarnir bbbmn Eftir Pedro Gunnlaug García. Bjartur, 2019. Innbundin, 436 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR breytt. Ferðalag Huldars um landið á puttanum stendur sérstaklega upp úr lestrinum og varpar á skemmtilegan hátt nýju ljósi á Ísland og hvernig staðhættir hafa mótað íslenskt sam- félag. Upplifun Huldars á Reykjavík er einnig mjög áhugaverð. Borgin er ekki sveipuð neinum dýrðarljóma heldur er dregin fram raunsæisleg og hversdagsleg mynd af henni sem les- endur geta eflaust flestir tengt við á einhvern hátt. Lýsing Huldars á lestrarreynslunni af Íslendingasög- unum er einnig afar vel heppnuð og reyndist vera hin fínasta yfirferð á þessum menningararfi þjóðarinnar. Hann er þó ekkert að fegra hlutina og Huldar Breiðfjörð fer umvíðan völl í nýrri bóksinni Sólarhringl. Bókinsamanstendur af nokk- urs konar ritgerðum eða vangavelt- um, meðal annars um íslenskan hversdagsleika og hvernig skamm- degið hefur mótað íslensku þjóðina. Huldar er sjálfur sögumaður bók- arinnar og hugleiðingar hans um hitt og þetta eru áberandi. Bókin er kafla- skipt og stærstur hluti hennar fjallar annars veg- ar um hringferð Huldars um Ís- land á puttanum og hins vegar um lestur hans á öll- um Íslendinga- sögunum á tveim- ur mánuðum. Bókin er ein- staklega vel heppnuð og kom skemmtilega á óvart. Viðfangsefnið getur á tíðum virkað fremur einsleitt, en Huldari tekst vel upp og frásögnin er í senn hnyttin, áhugaverð og fjöl- fer ekki leynt með það að Íslendinga- sögurnar eru ekki allar skemmtileg lesning. Kaflarnir um hringferðina og Ís- lendingasagnalesturinn voru ef til vill örlítið langdregnir, enda er viðfangs- efnið nokkuð einsleitt, og undir lokin verður upplifun Huldars á lestrinum og ferðalagi á puttanum svolítið fyr- irsjáanleg. Þrátt fyrir það tekst Huld- ari vel til og augljóst er að hann er góður sögumaður. Hann nær að vinna vel með nokkuð óvenjulegan efnivið og fá lesendann til að sjá hlut- ina í nýju hversdagslegu ljósi sem gerir Sólarhringl að hinum fínasta lestri í svartasta skammdeginu. Morgunblaðið/Hari Ferðasaga „Bókin er einstaklega vel heppnuð og kom skemmtilega á óvart,“ skrifar rýnir um Sólarhringl, ferðasögu Huldars Breiðfjörð. Skammdegið og forn- sögur í Sólarhringli Bókmenntir Sólarhringl bbbbn Eftir Huldar Breiðfjörð. Bjartur, 2019. Innb., 267 bls. LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR BÆKUR BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 6/12 kl. 20:00 27. s Fös 13/12 kl. 20:00 30. s Fös 27/12 kl. 20:00 34. s Lau 7/12 kl. 20:00 28. s Lau 14/12 kl. 20:00 31. s Fös 3/1 kl. 20:00 35. s Fim 12/12 kl. 20:00 29. s Lau 21/12 kl. 20:00 33. s Lau 4/1 kl. 20:00 36. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Lau 7/12 kl. 13:00 72. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s Lau 28/12 kl. 20:00 78. s Sun 8/12 kl. 13:00 73. s Sun 22/12 kl. 13:00 76. s Sun 29/12 kl. 13:00 79. s Lau 14/12 kl. 13:00 74. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s Sýningum lýkur í desember. Eitur (Litla sviðið) Fös 6/12 kl. 20:00 19. s Fim 19/12 kl. 20:00 22. s Sun 29/12 kl. 20:00 26. s Fim 12/12 kl. 20:00 20. s Fös 27/12 kl. 20:00 24. s Fös 13/12 kl. 20:00 21. s Lau 28/12 kl. 20:00 25. s Takmarkaður sýningartími, sýningum lýkur í desember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Sun 29/12 kl. 20:00 20. s Allra síðustu sýningar. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 14/1 kl. 20:00 5. s Þri 21/1 kl. 20:00 6. s Kvöldstund með listamanni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 7/12 kl. 20:00 22. s Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas. Sérstakar hátíðarkvöldvökur í desember. Allra síðustu sýningar. Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Kvöldstund með listamanni. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 7/12 kl. 13:00 16. s Lau 14/12 kl. 13:00 18. s Lau 21/12 kl. 13:00 20. s Sun 8/12 kl. 13:00 17. s Sun 15/12 kl. 13:00 19. s Sun 22/12 kl. 13:00 21. s Aðeins sýnt á aðventunni. Vanja frændi (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Lau 7/12 kl. 19:30 12. sýn Lau 28/12 kl. 19:30 13. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 14.sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn Lau 28/12 kl. 19:30 20. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 19. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 21.sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Sun 8/12 kl. 19:30 8. sýn Sun 29/12 kl. 19:30 síðustu sýningar Fim 2/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Fös 20/12 kl. 19:30 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5.sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Lau 7/12 kl. 11:00 359. sýn Lau 14/12 kl. 11:00 365. sýn Lau 21/12 kl. 11:00 371. sýn Lau 7/12 kl. 13:00 360. sýn Lau 14/12 kl. 13:00 366. sýn Lau 21/12 kl. 13:00 372. sýn Lau 7/12 kl. 14:30 361. sýn Lau 14/12 kl. 14:30 367. sýn Lau 21/12 kl. 14:30 373. sýn Sun 8/12 kl. 11:00 362. sýn Sun 15/12 kl. 11:00 368. sýn Sun 22/12 kl. 11:00 374. sýn Sun 8/12 kl. 13:00 363. sýn Sun 15/12 kl. 13:00 369. sýn Sun 22/12 kl. 13:00 375. sýn Sun 8/12 kl. 14:30 364. sýn Sun 15/12 kl. 14:30 370. sýn Sun 22/12 kl. 14:30 376. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Mán 23/12 kl. 13:00 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum Eyður (Stóra Sviðið) Mið 15/1 kl. 19:30 Frums Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00 Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ICQC 2020-2022 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.