Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lífeyrisgreiðslur sem fólk sem bú- sett er á Norðurlöndunum fær frá Íslandi eru undantekningarlaust skattskyldar og skattlagðar hér á landi. Reglur tvísköttunarsamninga sem Norðurlöndin hafa gert með sér kveða á um að lífeyrisgreiðslur eru alltaf skattlagðar í landinu þar sem lífeyririnn er greiddur. Mikið er um tilflutning fólks á milli landa, ekki síst innan Norður- landanna og frá Íslandi til suður- hluta Evrópu. Samkvæmt upplýs- ingum embættis ríkisskattstjóra er talsvert spurt um skattlagningu líf- eyrisgreiðslna í þessu samhengi. Ekki skattlagt tvisvar Ísland hefur gert tvísköttunar- samninga við 45 lönd. Slíkir samn- ingar eru gerðir til að komast hjá því að sömu eignir og tekjur verði skatt- lagðar í tveimur löndum. Kveðið er á um hvar megi skattleggja tilteknar eignir og tekjur og hvort landið hef- ur skattlagningarréttinn. Alltaf er miðað við skráð lögheimili. Í öllum tvísköttunarsamningum sem stjórnvöld hafa gert við erlend ríki er samið um skattlagningu líf- eyristekna en samkvæmt upplýsing- um frá ríkisskattstjóra er skattlagn- ingarrétturinn mjög mismunandi eftir samningum. Þar getur skipt máli í hvaða landi viðtakandi lífeyris er búsettur, í hvaða landi lífeyrir er greiddur og um hvers konar lífeyri er að ræða. Þannig gilda ekki alltaf sömu reglur um greiðslur frá al- mannatryggingum, almennum líf- eyrissjóðum eða mismunandi opin- berum lífeyrissjóðum. Því þarf að skoða ákvæði hvers samnings til að sjá það hvar skattlagningarrétturinn liggur. Öðruvísi reglur gilda um Spán Sem dæmi má nefna að þeir sem eru heimilisfastir og skattskyldir á Spáni greiða skatta af lífeyristekjum þar, samkvæmt tvísköttunarsamn- ingi Íslands og Spánar. Á þetta við um lífeyri frá Tryggingastofnun og almennum lífeyrissjóðum. Fái þeir lífeyri frá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eða sveitarstjórna er hann hins vegar skattlagður á Ís- landi. Eina skýra reglan er á milli Norð- urlandanna þar sem ríkin hafa sam- einast um einn tvísköttunarsamning: Lífeyristekjur frá Íslandi til fólks sem búsett er á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust skattlagð- ar hér. Það sama gildir ef tvískött- unarsamningur hefur ekki verið gerður við ríkið sem lífeyrisþegi er búsettur í, lífeyrisgreiðslurnar eru skattlagðar hér á landi. Lífeyrir er skattlagður hér  Skattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum í greiðslulandinu þótt fólkið búi í öðrum ríkjum Norðurlanda  Fyrirkomulagið er flóknara vegna samninga við önnur ríki Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sólarströnd Margir vilja nýta lífeyrinn þar sem ódýrara er að lifa. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í Reykjavík stefnir í að árið verði það þriðja sólríkasta frá upphafi mælinga, á eftir árunum 1924 og 2012. Þetta upplýsir Trausti Jóns- son veðurfræðingur. Summan yfir árið stendur nú í 1559,1 stund, segir Trausti. Metið er 1630,6 sólskinsstundir (1924) og næst er svo 1587,1 stund (2012). Það vantar því 28,1 stund til að annað sæti náist. Það hefur gerst fjórum sinnum á rúmum 100 árum að sól- skinsstundir hafi verið fleiri en 28 í desember, segir Trausti. Flestar voru þær 2010, 31,8, 30,2 árið 1976, 29,2 árið 2009 og 29,1 árið 1981. „Það er heldur ólíklegt að þetta gerist nú – fyrstu þrír dagarnir hafa verið sólarlausir með öllu,“ segir Trausti. Fram undan er dimmasti tími ársins og sólin á lofti í skamma stund. Í desember í fyrra mældust aðeins 10,4 sólskinsstundir í Reykjavík og enn færri á Akureyri, 0,3. Hvað hlýindi snertir mun árið 2019 koma vel út. Í yfirliti á vef Veð- urstofunnar má sjá að meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig. Er það 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7. sæti á lista 149 ára sögu mælinga. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 25. sæti á lista 139 ára mælinga. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 11% umfram meðallag og 15% um- fram meðallag á Akureyri, þrátt fyrir að nýliðinn nóvember hafi ver- ið nær úrkomulaus þar í bæ. Árið 2019 óvenjusólríkt Morgunblaðið/Hari Góðviðri Börn busla í Nauthólsvík.  Hlýindi hafa einkennt árið Jarðvinna vegna nýs meðferðar- kjarna Landspítalans er langt kom- in. Klöppin hefur verið sprengd og grjótið flutt til í landfyllingu í Sundahöfn, austan Laugarness. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), segir jarðvinnu ÍAV ganga samkvæmt áætlun. Fyrir- tækið sé aðalverktaki vegna jarð- vinnu við meðferðarkjarna og gatnagerðar á svæðinu. Áformað sé að ljúka jarðvinnunni eftir um fjóra mánuði. „Þeir eru einnig að vinna að grunni bílakjallarans sem verður undir Sóleyjartorginu og er verkið samkvæmt áætlun. Það er gert ráð fyrir að þeir séu búnir með öll verk í aprílbyrjun en þá hefjist upp- steypan,“ segir Gunnar. „Forval vegna uppsteypunnar stendur til 16. desember og það er gert ráð fyrir því að í upphafi árs 2020 verði framkvæmt lokaútboð á grunni niðurstöðu forvalsins.“ Grunnur spítalans er langt kominn Morgunblaðið/Eggert Jón Bjarki Bents- son, aðalhagfræð- ingur Íslands- banka, segir bankann gera ráð fyrir að gengi krónu haldist stöðugt næstu ársfjórðunga. „Við höfum séð krónuna hrista af sér tíðindi sem ýmsir hefðu kannski haldið að myndu hreyfa töluvert við henni. Það hefur gengið á ýmsu í ár. WOW air fór í þrot og birst hafa fréttir af erfiðleikum Icelandair sem ættu að hafa áhrif svo nokkuð sé nefnt. Mergur málsins er hins vegar sá að gjaldeyrisflæðið er nokkuð sterkt og stöðugt. Þeir aðilar sem eru hvað stórtækastir í gjaldeyrisviðskiptum haga líka sínum viðskiptum eftir því hvar krónan er stödd miðað við ein- hvers konar þyngdarpunkt á þessu ári sem virðist liggja í kringum 140 krónur á hverja evru,“ segir Jón Bjarki um markaðinn. Menn telji jafnvægi ríkja í genginu. Gengisáhrifin voru komin fram Tilefnið er umfjöllun í Morgun- blaðinu í gær um áhrifin af falli WOW air í samanburði við spá Reykjavík Economics. Fram kom að spá RE um að krónan myndi gefa eftir við fall WOW hefði ekki ræst. Af þessu tilefni hafði sérfræð- ingur í gjaldeyrismálum samband við Morgunblaðið. Taldi hann mark- aðinn þegar hafa verið búinn að verðleggja óvissuna í ferðaþjónust- unni inn í gengi krónu þegar flug- félagið hætti starfsemi. Jón Bjarki tekur aðspurður undir þetta. „Væntingar um áhrif á gjald- eyrisflæðið urðu ekki mikið svartari við fall WOW air eða vandræði Ice- landair með Max-þoturnar,“ segir Jón Bjarki um þessa áhrifaþætti. Þá hafi það haft töluverð áhrif á gengi krónu í ár að innflutningur dróst saman við áfallið í ferðaþjón- ustunni. Jafnframt hafi innlendir neytendur í auknum mæli ferðast innanlands í stað þess að fara í utan- landsferð. Það spari líka gjaldeyri. Til upprifjunar fór evran í um 110 kr. í júní 2017 en svo lækkaði gengið. Evran kostaði um 123 kr. fyrir tveimur árum en fór upp fyrir 130 kr. í september í fyrra. Nú kostar hún 134 kr. baldura@mbl.is Horfur á stöðugri krónu  Hefur hrist af sér áföll í hagkerfinu Jón Bjarki Bentsson Ten Points Pandora 26.990 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.