Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í 84% íbúða sem þeir hafa sett á markað suður af Smáralind. Alls eru 112 íbúðir af 133 seldar. Íbúðirnar eru í þremur fjöl- býlishúsum og koma tvö þeirra til af- hendingar í nóvember og desember. Svæðið er skilgreint sem miðbæjarsvæði í Kópavogi en þar verða 675 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt eftir þrjú til fjögur ár. Þar verða um 84 þúsund fermetrar af íbúðum og at- vinnuhúsnæði. Fyrsta húsið sem kom í sölu var Sunnusmári 24-28 en salan hófst í september 2018. Næst komu Sunnusmári 16- 18 og 20-22 en húsin fóru í sölu í apríl sl. Á næstu dögum fara þrjú fjölbýlishús í sölu, Sunnusmári 19-21, Sunnusmári 23 og 25. Eitt fjölbýlishúsið sem nú er að fara í sölu verður ætlað íbúum 60 ára og eldri. Samkvæmt sölusíðu verkefnisins, 201smari.is, koma síð- ustu húsin í hverfinu í sölu árið 2023. Hátt hlutfall fyrstu kaupenda Fasteignaþróunarfélagið Klasi stýrir verkefninu fyrir hönd verk- efnisins 201 Smári. Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri Klasa, segir greiningu félags- ins benda til að um helmingur þeirra sem hafi lagt fram tilboð séu 20-40 ára. Þá séu 30% á þrítugsaldri sem bendi til að fyrstu kaupendur séu fjölmennir í kaupendahópnum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með tækjum og gólfefnum, tilbúnar til notkunar. Húsin eru klædd að ut- an, m.a. með álklæðningu og trefja- plötum, og með bílakjallara. Að meðaltali eru um 0,7-0,9 stæði á hverja íbúð í kjallara. Við það bætast stæði ofanjarðar og fjöldi bílastæða er við Smáralind og í Smárunum. Spurður hvað eftirspurnin eftir þessum íbúðum segi um fast- eignamarkaðinn segir Ingvi áhug- ann benda til að staðestning, stærðir og verðlagning íbúðanna virðist henta markaðnum. Meðalverðið á fyrsta húsinu sem fór í sölu hafi verið undir 550 þúsund á fermetra. Samkvæmt upplýs- ingum frá fasteignasala er það um 100 þúsund kr. lægra en til dæmis í nýja hverfinu í Efstaleiti og um 150 þúsund kr. lægra en algengt er í ný- byggingum í miðborg Reykjavíkur. Verð íbúða er mismunandi eftir stærð en hlutfall minni íbúða er hátt en þær kosta færri milljónir. Byggt í grónu hverfi „Svo hjálpar staðsetningin til. Það er byggt í grónu hverfi með alla þjónustu við höndina. Allt hjálpast þetta að; sanngjörn verðlagning, hagkvæmar íbúðir og góð staðsetn- ing. Að okkar mati eru þetta hag- kvæmari íbúðir en gengur og gerist á markaðnum. Við höfum tekið eftir því að ódýrustu íbúðirnar seljast hraðast,“ segir Ingvi um söluna. „Hugmyndin er að nýta rými íbúða eins vel og hægt er. Gjarnan eru herbergin minni en opnu og sameiginlegu rýmin stærri.“ Hann segir aðspurður að almennt sé markmiðið að selja meginþorra nýrra íbúða í fjölbýlishúsum á þrem- ur til sex mánuðum. Verkefnið sé á áætlun. „Við erum að undirbúa næsta stóra áfanga í 201 Smára en í honum verða yfir 270 íbúðir. Jarð- vinnan er hafin en við vonumst til að geta hafið framkvæmdir eftir ára- mót,“ segir Ingvi um næstu skref. Fram kom í Morgunblaðinu í síð- ustu viku að 730 íbúðir hafa selst á þéttingarreitum í miðborg Reykja- víkur, á Hlíðarenda og í Efstaleiti. Allt eru þetta skilgreind miðborg- arsvæði. Með Smárabyggð hafa því selst 840 íbúðir á þessum miðborg- arreitum síðan haustið 2017. Nefna mætti fleiri svæði, t.d. nýja Linda- hverfið í Kópavogi. Hafa selt um 84% íbúðanna  Þegar hafa selst 112 af 133 af nýjum íbúðum í fyrstu fjölbýlishúsunum í Smárabyggð í Kópavogi  Ný hús að koma í sölu  Samhliða hafa selst um 730 íbúðir á miðborgarreitum í Reykjavík Ljósmynd/Klasi Byggingarsvæðið úr lofti Fjölbýlishúsið fremst á myndinni, Sunnusmári 24-28, fór í sölu haustið 2018. Ingvi Jónasson Nýjar íbúðir við Smáralind 20- 29 ára 30- 39 ára 40- 49 ára 50- 59 ára 60- 69 ára 70- 99 ára Sala íbúða í Sunnusmára 16-28 Fjöldi íbúða í sölu 133 Fjöldi seldra íbúða 112 Fjöldi óseldra íbúða 21 30% 18% 14% 14% 16% 9% Aldur tilboðsgjafa Smárahvammsvegur Smáralind 24-28 23 19-21 25 16-18 20-22 Í SÖLU 2022 Í SÖLU 2023 Í SÖLU 2020 Í SÖLU 2021 Reykjanesbraut 675 íbúðir verða alls í hverfi nu þegar það er fullbyggt Heimild: 201.is Mynd: Arkís arkitektar Ríkisendurskoðun þarf á auknum fjármunum að halda vegna meira álags sem verið hefur á störfum embættisins vegna skýrslna sem Ríkisendur- skoðun hefur þurft að ráðast í að beiðni Alþingis og ráðuneyta. Þetta er mat rík- isendurskoðanda að því er fram kemur í beiðni til fjárlaganefndar Alþingis um aukafjárveitingu til handa embætt- inu vegna yfirstandandi árs sem barst nefndinni í gegnum forsætis- nefnd Alþingis. Fjárlaganefnd Alþingis hefur ósk- að eftir nánari rökstuðningi á beiðni forsætisnefndar um aukafjárveit- ingu Ríkisendurskoðun til handa að því er fram kemur á minnisblaði. Birt er yfirlit yfir tíu úttektir sem stofnunin hefur verið beðin um að vinna á þessu ári og nokkrar úttektir sem unnið var að eða byrjað var á á árunum 2017 og 2018. 10 þúsund vinnutímar í ár Á yfirstandandi ári hafa farið um 10.333 tímar í vinnu við úttektir og heildarlaun vegna þeirra eru rúmar 72 milljónir kr. Á minnisblaðinu kem- ur fram að heildartímafjöldi við út- tektirnar í fyrra var 3.647 og 2.357 á árinu 2017. Samanlagður kostnaður á þessum þremur árum er rúmlega 111 milljónir króna samkvæmt yfirlitinu. Fram kemur að kostnaðurinn felist í launum starfsmanna að viðbættum launatengdum gjöldum. Við umfangs- stærri úttektir er aðkoma stjórnenda meiri og þá er kostnaður á hverja klst. sagður vera hærri. Þarf meira fé vegna álags  Ríkisendurskoð- un sendir Alþingi erindi um annríki Morgunblaðið/Hari Eftirlit Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst kostaði 11 m.kr. Skúli Eggert Þórðarson Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.