Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Páll HeimirPálsson fædd- ist í Reykjavík 26. september 1962. Hann lést á heimili sínu 24. nóvember 2019. Foreldrar voru Páll Friðriks- son, f. 16. maí 1930, og Susie Bach- mann, f. 20. febr- úar 1929, d. 4. októ- ber 2009. Páll var kvæntur Bryndísi Skaftadóttur. Páll Heimir átti dótturina Unni Anítu, f. 3. júní 1991. Börn Páls og Bryndísar eru Hrafn Jökull, f. 11. júlí 2000, Regína Gréta, f. 4. október 2001 og Páll Jökull, f. 19. september 2003. Synir Bryndísar og uppeld- issynir Páls eru Stefán Birgir, f. 18. janúar 1993, og Benedikt Arnar, f. 23. febrúar 1995. Páll var stúdent frá MS. Árið 1996 lauk hann prófi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum. Hann stundaði síð- an framhaldsnám við Hochschule für Gestaltung í Offen- bach, háskólann í Barcelona og Ecole Nationale Supér- ieure d‘Art de Bo- urges í París. Árið 1999 lauk hann meistaraprófi í list- um og prentlist frá Listaháskóla Ís- lands. Páll vann ýmsa vinnu sem ekki tengdist námi hans þar til hann hóf störf á verkfræðistof- unum Höfn og S Sögu. Þar fór hann strax að vinna að hönnun þrívíddarlíkana. Mörg undan- farin ár hefur hann starfað sjálfstætt á því sviði, mest í tengslum við verk- og fornleifa- fræði. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 6. desember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besti pabbi minn. Alveg frá fyrsta deginum mín- um í þessum ósanngjarna heimi til þíns síðasta barðist þú eins og hetja fyrir mig, litlu Gínuna þína sem fæddist svo pínulítil og veik, það lýsir þér best, þú vildir allt fyrir mig gera. Ég er rosalega hrædd við lífið án þín, það hræðir mig mikið að hugsa til þess að það er enginn pabbi mér við hlið, besti vinur minn númer 1, alltaf. En alltaf þykir mér jafn gott að hugsa til þess hvað við vorum langbestu vinir, treystum á hvort annað, hvað við sýndum hvort öðru mikla væntumþykju og hvað við vorum stolt hvort af öðru. Það hafa fáir kennt mér jafn mikið og þú, pabbi, þú kenndir mér á lífið. Margir segja að það sé enginn fullkominn, en mér finnst þú fullkomnasti pabbi sem ég hefði nokkurn tímann getað fengið. Allt sem þú tókst þér fyr- ir hendur, hvort sem það var að vera góður við okkur fjölskyld- una, veikindin, eða vinnan þín, þú gerðir það alltaf eins fullkomið og hægt var, eins og Krummi segir: það kemst enginn með tærnar þar sem þú hafðir hæl- ana. Ég er svo óendanlega reið við lífið að hafa tekið þig frá mér, við áttum eftir að gera og upplifa svo margt, við fengum bara 18 ár saman, 18 ár voru alltof lítið fyrir allt sem við ætluðum okkur að gera saman. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt, takk fyrir að vera minn allra besti vinur og lífsförunautur. Takk fyrir að kenna mér á lífið, tilveruna og allt sem fylgir því að vera til, takk fyrir að kenna mér að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Takk fyrir að vera langbesti pabbi í heimi, ég sakna þín ólýs- anlega mikið. Regína Gréta Pálsdóttir. Elsku pabbi, það er allt svo tómlegt án þín, án mannsins sem ég leit allra mest upp til. Þú varst maður allra eiginleika, þú gast allt. Þú varst svo sterkur, sama hvað gekk á þá varstu alltaf tilbúinn að takast á við það, sama hvort það var krabbameinið eða reikningsdæmi sem ég var að kljást við. Það var ekkert sem þú gast ekki, það er oft sagt að eng- inn sé fullkominn en það er bara ekki rétt, þú varst það. Þú stóðst alltaf við bakið á okkur og fannst ekkert mikilvægara en að við værum glöð. Þú varst kletturinn sem hreyfðist ekki og stóðst með stolti yfir fjölskyldunni og pass- aðir okkur. Þó þú sért í raun og veru farinn þá ertu samt alltaf hér hjá okkur og passar upp á okkur. Það var svo margt sem við ætluðum að gera, ég mun gera það allt og ég veit að þú verður hjá mér og við gerum það saman, alveg eins og draumurinn var. Það var og verður ekkert betra en þegar þú sagðir: „Þú ert best- ur, ég er svo stoltur af þér,“ setning sem mun fylgja mér alla ævi. Setning sem ég gleymi aldr- ei. Sama hvernig skapi ég var í þá einhvern veginn gast þú alltaf komið mér í gott skap með þín- um fullkomna aulahúmor. Þú varst ljúfasta og besta manneskja sem hægt er að hugsa sér. Það kemst enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana, þú varst alltaf bestur í öllu. Það var svo einkennandi hvað þú elskaðir fólkið þitt mikið og vildir gera allt fyrir alla. Það var svo gott að hafa þig hjá mér, maður fylltist af öryggi og gleði. Þú ert fyrirmyndin mín, pabbi, þú gerðir mig að þeim manni sem ég er í dag og ég vona að ég geti allavega verið helmingurinn af því sem þú varst, því það verð- ur enginn eins og þú. Okkar tímar saman voru fullkomnir og ég vildi óska þess að hann hefði verið lengri, okkar tími kenndi mér svo margt, eitthvað sem mun leiða mig áfram í lífinu, sama hvort það komi að ást, sorg eða hamingju þá get ég alltaf hugsað „hvað myndi pabbi segja“, það er alltaf rétt. Takk fyrir allt, alla þessa tíma, öll þessi ráð og allar þessar minningar sem eiga sér svo stór- an stað í hjartanu mínu. Ég sakna þín svo, ég mun alltaf gera það. Takk fyrir að vera þú, það er enginn eins heppinn og ég að eiga þig sem pabba, þú gerðir mig svo stoltan í gegnum allt, þú varst svo sterkur. Það er svo sárt að kveðja en ég veit að þú situr nú með henni ömmu og horfir niður á okkur. Hvíldu í friði, elsku pabbi, pabbi minn. Þú varst og ávallt verður bestur. Ég elska þig svo mikið, það er allt svo tómt án þín. Ég veit að þú verður þarna þegar minn tími kemur. Þinn sonur, Hrafn Jökull. Þetta eru búnir að vera erf- iðustu dagar lífs míns. Ég var að missa mína hetju, besta vin og svo stóran part af mér. Ég elsk- aði pabba minn svo mikið, hann gat gert allt, sama hvort það var að laga í mér hjartað þegar mér leið illa eða bara gera mig glaðan með einum góðum brandara. Ég mun sakna þín alltof mikið, ég mun aldrei gleyma því að pabbi minn var bestur. Ég gat sagt honum allt og hann gat sagt mér allt og við gátum alltaf hjálpað hvor öðrum, það var eins og við værum tvíburar, við gerðum allt saman. Elsku pabbi, mikið mun ég sakna þess að heyra þegar ég fer að sofa: „Palli, þú ert langbest- ur.“ Þinn sonur, Páll Jökull. Elsku pabbi. Ég sit hér enn dofinn og finnst ég hreinlega fastur í vondum draumi. Maður- inn sem fylgdi mér út þetta snúna og oft ósanngjarna líf er horfinn á braut. Klettur fjöl- skyldunnar sem alltaf stóð stað- fastur hefur misst sína festu. Þegar ég lít til baka á allt það dýrmæta sem þú hafðir að geyma veitir það mér þó mikla hugarró. Öll listaverkin, vonin sem þú fylltir okkur öll með þinni snilld, öll handverkin sem þú fórst létt með að framkvæma og hin skilyrðislausa ást sem þú barst til fjölskyldunnar. Þú skil- ur eftir þig mikinn lærdóm fyrir okkur krakkana og góðar lífs- reglur sem við tökum með okkur út í lífið. Ég dáist alltaf að þeirri ást sem þú hefur alltaf borið til hennar mömmu og virtist stig- magnast með hverju árinu sem leið. Það var ekkert sem mömmu gat dreymt sem þú gast ekki framkvæmt eða látið verða að veruleika. Ástin sem þú barst til okkar barnanna er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að og mér finnst orðin „þið eruð best“ enn fylla gangana á kvöldin. Þér tókst alltaf að fanga feg- urðina í sínu besta ljósi og hafðir svo ótrúlega sýn á allt sem heim- urinn hefur að geyma. Hvort sem um ljósmyndir, málverk eða ann- ars konar tjáningarform var að ræða lá það hreinlega fyrir þér. Sterkari mann hef ég ekki þekkt og baráttuviljinn sem þú barst í brjósti gegnum veikindin mótaði þig sem fyrirmynd í mínu lífi. Pabbi, takk fyrir að kenna mér að gera öll mín verk með heilum hug og huga að hverjum millimetra. Fyrir að veita mér nýja sýn á heiminn og kenna mér að elska. Í mars er litli prinsinn minn væntanlegur og ætla ég mér að koma fram við hann nákvæmlega eins og þú komst fram við litlu gullin þín. Takk fyrir að móta mig sem einstakling, sem per- sónu og kenna mér föðurhlut- verkið. Ég get ekki beðið eftir því að leyfa honum að sjá og kynnast afa og þeim magnaða karakter sem hann var. Elsku pabbi, takk fyrir að leyfa mér að vera þér við hlið þegar þið mamma genguð í það heilaga og fyrir að leyfa mér að vera hjá þér þegar þú fórst. Takk fyrir upphafið, endalokin og allt þar á milli. Á betri tíma, á betri stað mætumst við á ný. Þinn Benedikt. Elsku pabbi minn. Mér finnst ennþá vera 24. nóvember. Heil vika af sunnudögum. Dofinn, reiður, sorgmæddur, sár og stolt- ur. Allt á sama tíma. Hlátur og grátur. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var sex ára gamall. Leðurtöffari. Tagl. L300. Maður sem hafði séð heiminn. Hvern hefði grunað áhrifin sem þú hafð- ir á lítinn orkumikinn strák eins og mig. Ég er svo þakklátur, pabbi, fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu í 20 ár. Ég mun aldrei ná að þakka þér fyrir hvað þú hefur gefið mér mikið. Öll systkinin mín, allar góðu stund- irnar, allar vondu stundirnar, allt sem ég lærði af þér. Ég eiginlega veit ekki hvar ég get endað þakk- irnar. En það sem ég er þér þakklátastur fyrir er ástin sem þú barst til mömmu. Allt frá því að þið kynntust fyrst sá ég glampann sem þú fékkst í augun þegar þú horfðir á hana. Hún er þín. Þú ert hennar. Það eru ekki margir sem ná að finna sinn sálu- félaga á þessari jörðu pabbi minn en það gerðuð þið. Ég lærði líka svo margt af því að sjá hvernig þú elskaðir mömmu, hvernig þú komst fram við hana. Þannig reyni ég að koma fram við Evuna mína. Lag sem hefur verið mér hug- leikið síðustu daga þar sem ég hef farið í gegnum þennan rússí- bana af tilfinningum er „Það er gott að elska“. Það er gott að elska mann eins og þig. En að sakna? Það er gott að sakna. Er það? Veit það ekki enn þá. Stund- um finnst mér það gott, pabbi, stundum vont. Oftast vont. En að sakna segir manni líka að maður hafi átt eitthvað dýrmætt. Þú varst, ert og verður mér ætíð dýrmætur. Sumum finnst ljótt að segja að einhver sé skrýtin skrúfa, en þú varst alla vega spes skrúfa. Mín sérstaka skrúfa. Við höfum líka hlustað á Time To Say Goodbye sem þið mamma spiluðuð í brúðkaupinu ykkar. Táknrænt. Segja bless við gamla tíma. Byrja upp á nýtt. Það er erfitt að hlusta á það. Ég er ekki tilbúinn til að segja bæ. Vil ekki verða tilbúinn. Elsku pabbi, ég vildi að þetta hefði spilast öðru- vísi. Ég vildi að þú hefðir ekki orðið veikur. Vildi að við hefðum haft meiri tíma. Þú opnaðir þig svo fyrir mér eftir að þú varðst veikur. Við vorum svo góðir vinir. Það er svo dýrmætt í dag, pabbi, að þú skyldir gera það. Opna þig. Mér finnst þessir sex mánuðir hafa liðið hjá á einni nanósek- úndu. Pabbi er veikur. Pabbi er dáinn. Pabbi, ég get ekki enn þá sagt þetta upphátt. Það gerir þetta raunverulegt, ég vil ekki að þetta sé raunverulegt. Þér fannst lífið svo fallegt, sást fegurðina í litlu hlutunum. Blómunum, grjótinu, fjörunni, mömmu, okk- ur. Allt var fallegt. En af hverju er lífið svona ljótt við mig núna, pabbi? Fyrirgefðu. Ég varð reiður. Vil ekki vera reiður. Ég vil að þú vitir að ég er tilbúinn í hlutverkið sem þú skil- ur eftir handa mér. Ég man eins og það hefði gerst í gær hvað þú sagðir við mig þegar þú komst með útprentuðu blöðin með því sem þú vildir að ég vissi áður en þú færir frá mér. Ég vil líka fá að segja takk, pabbi. Takk fyrir að vera stoltur af mér. Takk fyrir að velja mig sem son, því ólíkt því sem er vanalega þá hafðirðu val. Takk fyrir allt sem þú gerðir á meðan þú varst hjá okkur. Ég vil líka að þú vitir að ég er stoltur af þér, að þú hafir verið pabbi minn. Ég elska þig, pabbi, farðu í friði. Ég á eftir að gera aðeins meira hér áður en ég fer en við sjáumst aftur þegar ég er búinn og þá get ég sagt þér frá því öllu. Hlakka til. Þinn sonur, Stefán Birgir Jóhannesson. „Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja.“ Þessi mótsögn prýðir kærleikskúluna mína sem ég set upp á aðventunni. Mér varð hugsað til bróður míns þeg- ar ég rakst á þessa sönnu mót- sögn við undirbúning aðventunn- ar í ár. Það er óhætt að segja að lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um hann bróður minn. En lífið er aldrei annaðhvort eða; sorglegt eða gleðilegt, svart eða hvítt. Við lifum og deyjum á gráa svæðinu. Og hlutskipti okkar hvers og eins er bæði sorglegt og fallegt. Það er óhætt að fullyrða að mesta gæfa þessa ljúfa drengs hafi verið að hitta hana Dísu sína og ganga með henni lífsins veg. Fallegra samband og vinátta er vandfundin. Börnin þeirra, dem- antarnir sex, bera því glöggt vitni. Hann var kletturinn í lífi þeirra. Hann var aldrei spar á að hæla þeim og hvetja. Daglega sagði hann fjölskyldunni sinni hversu heitt hann elskaði þau. Ef þau fóru út úr húsi án þess að kveðja heyrðist fljótlega lítið „bling“ úr símanum og við blasti falleg kveðja. Þau „bling“ frá pabba munu ekki oftar heyrast, en þau geta nú yljað sér við öll hvatningarorðin sem þau geyma. Það má segja að það hafi orðið straumhvörf í lífi bróður míns þegar hann rakst á bókina Al- kemistann eftir Paulo Coelho. Hann færði mér bókina með þeim orðum að nú hefði hann fundið ró í lífi sínu. Spekin sem þessi bók hefur að geyma leysti kvíða- og óróahnútinn í hjarta hans. Við gátum endalaust velt fyrir okkur boðskap hennar. Hún fjallar um mann sem nær tökum á tilverunni með því að skoða líf sitt. Í draumi hefur ungur fjár- hirðir í Andalúsíu fengið að vita af fjársjóði sem kann að bíða hans í fjarlægu landi og fullur eftirvæntingar leggur hann af stað að leita hans. Það verður margt á vegi hans og hann upp- götvar aðra og dýrmætari fjár- sjóði; þau verðmæti sem búa hið innra. Þetta er mannbætandi og hrífandi vitnisburður um gildi þess að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för, eins og stendur á bókarkápu. Palli bróðir minn var gríðar- lega fjölhæfur, sannkallaður snillingur. Hann gat allt. Hann teiknaði frímerki sem gefin voru út, var snillingur í tölvuvinnslu í þrívídd, málaði, fangaði radd- bylgju Geirs Haarde þegar hann bað Guð að blessa Ísland og skar út í tré með leysi, teiknaði hús, byggði sjálfur hús og hannaði legsteininn hennar Susie Rutar, einstakt listaverk. Ég gæti hald- ið upptalningunni endalaust áfram. Hann átti stóran erlendan vinahóp í tölvuheiminum og þar var hann eiginlega í dýrlinga- hópi. Þeir nefndu hann „St. Pall“. Þegar Palli var fimm ára taldi ég tíma vera til kominn að kenna honum að lesa. Ég útbjó litla skólastofu í einu horni herberg- isins og þar varð hann að mæta daglega í lestrarkennslu. Hann var fyrst spenntur, en spenning- urinn rjátlaðist fljótt af honum. Harm sinn bar hann þó að mestu í hljóði, mætti daglega í leiðindin hjá systur sinni og náði frábær- um árangri. Hann var sérlega æðrulaus og faðmaði fast. Palli lét hvorki öf- und né græðgi halda fyrir sér vöku. Við Palli bróðir minn mun- um ekki hringjast á fleiri vor til að tékka á hvort endurlestur á Sjálfstæðu fólki Laxness sé haf- inn, hvort einhver nýr vinkill sé á sögunni. Síðustu orðin hans til mín voru að ekki stæði annað til en að bretta upp ermar og berjast. Í nístandi sorg verðum við sem eft- ir lifum að viðurkenna tapaða or- ustu. Kletturinn er horfinn og eftir stendur hnípin fjölskylda og vinir. Ég mun sakna elsku bróð- ur míns alla daga. Regína systir Meira: mbl.is/andlat Palli mágur minn lést þann 24. nóvember um aldur fram. Veik- indi hans uppgötvuðust í maí síð- astliðnum. Hann vissi hvert lík- legast stefndi. Óhætt er að segja að andlátið hafi borið brátt að. Fyrr en nokkur hugði. En Palli var æðrulaus og reiðubúinn og tók veikindum sínum af mikilli karlmennsku. Palli var fjölhæfur svo af bar, kannski um of. Tölvutækni, hvers kyns grafík, olíumálverk, allt handverk lék í höndunum á honum. Rithöndin var eftir því. Dóra vinkona hafði eftir Haf- steini Austmann föður sínum sem kenndi í Myndlista og hand- íðaskólanum að hann væri af- burða listamannsefni. Enda fékk hann styrk til framhaldsnáms í Barcelona, París og Frankfurt. Þrívíddarmódel hans er að finna á vefslóðinni 3dwarehouse.sketc- hup.com og bera höfundi sínum vitni. Ég hvet fólk til að skoða þau. Í stjórnmálum vorum við mjög samstiga. Ég minnist þess ekki að okkur hafi orðið sundurorða, hvorki um þau né reyndar annað. Auðvitað þótti okkur stundum að flokkurinn okkar mætti fylgja sjálfstæðisstefnunni fastar. Fylgja henni, en elta ekki dæg- urflugurnar eins og stundum vill bera við. Ekki síst þessa dagana. Palli var bóngóður og greið- vikinn. Það kom sér vel fyrir mann eins og mig sem hefur Páll Heimir Pálsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGUR BJARNASON bóndi, Viðborðsseli í Hornafirði, lést 21. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 7. desember klukkan 13. Ingunn Júlía Ingvarsdóttir Helga Lucia Bergsdóttir Gunnar Ingi Valdimarsson Bjarni Ingvar Bergsson Erla Rún Guðmundsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GYLFI HARALDSSON heimilislæknir, lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold 2. desember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. desember klukkan 15. Rut Meldal Valtýsdóttir Þröstur Freyr Gylfason Una Björk Ómarsdóttir Guðbjört Gylfadóttir Bjarni Kristinn Torfason Hreiðar Ingi Þorsteinsson Nue Milici Rúnar Már Þorsteinsson Sigurbjörg Rutardóttir Björgvin Þorsteinsson María Eugenia Sambiagio Þorri, Fróði, Skírnir, Ísabella Laufey, Benedikt Freyr, Sigrún Rut, Dagur Hrafn, Anna Leonor, Alex Þorsteinn, Alara Liv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.